Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2000, Blaðsíða 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 I>V Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára___________________________ Jón Jónsson, Smáraflöt 42, Garðabæ. 85 ára___________________________ Sigríður Bjarnadóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Þórunn Elíasdóttir, Hvammi, Húsavík. 80 ára___________________________ lngveldur Valdemarsdóttir, tinimel 3, Reykjavík. Albert Jónsson Kristjánsson, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Hann verður aö heiman. 75 ára___________________________ Eiríkur Sæmundsson, Stórholti 12, Reykjavík. Karlotta Einarsdóttir, Lækjargötu 10, Hafnarfirði. Hildur Jóhannsdóttir, Dalbæ, Dalvík. 70 ára___________________________ Þorsteinn Kristjánsson, Skúlagötu 20, Reykjavík. Þórarinn Pétursson, Þverholti 26, Reykjavík. Hann er staddurí Bandarikjunum. Kristmundur H. Jónsson, Beijarima 4, Reykjavík. Sveinbjörn Sigtryggsson, Hamraborg 38, Kópavogi. Þóranna Þórarinsdóttir, Hátröð 2, Kópavogi. Alma Dóróthea Friðriksdóttir, Hafrafelli, Króksfjarðarnesi. Hreinn Þ. Jónsson, Engjavégi 16, ísafirði. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Sigtúni 49, Patreksfirði. 60 ára_________________________________ ”1 Guðmundur Jónasson, Leiðhömrum 29, J . t f Reykjavík. Eiginkona hans er Bergþóra Sigurjóns- dóttir. í tilefni afmælisins munu þau taka á móti gestum á heimili sínu laugard. 7.10. eftir kl. 20.00. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Grundarási 8, Reykjavík. Emilía Súsanna Emilsdóttir, Fannafold 1, Reykjavlk. Guðný Guðjónsdóttir, Vallarbraut 17, Akranesi. Marta Gestsdóttir, Þríhyrningi II, Akureyri. Guðjón Oddsson, Stapaslðu 4, Akureyri. 50 ára ________________________________ Óskar Árni Óskarsson, Vesturvallagötu 3, Reykjavík. Örn Jóhannsson, Tómasarhaga 14, Reykjavík. Lovísa Jóhannsdóttir, Ystaseli 24, Reykjavlk. Sigurborg Þóra Helgadóttir, Breiðvangi 13, Hafnarfirði. Ásthildur Eiríksdóttir, Suðurvöllum 1, Keflavlk. Þóra S. Njálsdóttir, Heiðartúni 4, Garði. Irla K. Þorsteinsdóttir, Réttarholtsvegi 12, Garði. Pétur J. Óskarsson, Neskinn 8, Stykkishólmi. Einar Helgason, Aðalstræti 22, Þingeyri. Jón Kristján Kristjánsson, Lyngholti 18, Akureyri. Sigríður Sóley Sigtryggsdóttir, Göngustaðakoti, Dalvlk. Pétur Friðrik Pétursson, Gauksrima 13, Selfossi. Rúnar Hjaltason, Laufási, Laugarvatni. Fölk í fróttum • • Orn Arnarson Örn Arnarson sundkappi / stórfjölskyldu Arnar í föðurætt er ótrúlegur fjötda keppnismanna í sundi og reyndar ýmsir affremstu sundmönnum og sundkonum þjóðarinnar. sundkappi Örn Amarson sundkappi, Vestur- braut 20, Hafnarfirði, náði besta ár- angri sem nokkur íslenskur sund- maður hefur náð, er hann varð í fjórða sæti í 200 metra baksundi á Ölympíuleikunum. Starfsferill Örn fæddist í Reykjavík 31.8. 1981 en ólst upp i Hafnarfirði. Hann var í Víðistaðaskóla og stundar nú nám við Flensborgarskóla. Öm var leiðbeinandi á leikjanám- skeiðum á vegum Hafnarfjarðarbæj- ar sumarið 1998. Þá starfaði hann hjá Speedo-umoðinu um skeið 1999 og 2000. Örn varð syntur tveggja og hálfs árs en hann hóf að æfa sund hjá SH fimm ára og hefur æft og keppt með liðinu síðan. Örn á íslandsmet í tuttugu og fimm metra laug i 50,100, 200, og 400 m skriðsundi, í 50, 100 og 200 m baksundi og í 100 og 200 m fjór- sundi. Hann á íslandsmet í fimmtíu metra laug í 200 og 400 m skrið- sundi, 100 og 200 m baksundi og í 200 m fjórsundi. Þá á hann öll pilta- met í skriðsundi frá 50 og upp í 1500 m og öll í baksundi, i 50 og 100 m flugsundi og öllum fjórsundunum. örn varð sextándi í 200 m baksundi á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Sevilla á Spáni sumar- ið 1997 og tuttugasti í 200 m baksundi á heimsmeistaramóti full- orðinna í Perth í Ástralíu í janúar 1998. Hann vann gullverðlaun í öll- um þremur greinunum sem hann keppti í, 100 m baksundi, 200 m baksundi og 100 m skriðsundi, á Norðurlandamóti unglinga í desem- ber 1997 og vann silfurverðlaun í 200 m skriðsundi og 200 m baksundi á Evrópumeistaramóti unglinga í Antwerpen í Belgiu sumarið 1998, varð Evrópumeistari í 200 m baksundi í tuttugu og fimm metra laug og í fjórða sæti í 100 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í Sheffield 1998, vann sjö gullverð- laun á smáþjóðaleikunum í Liecht- enstein 1999, varð Evrópumeistari unglinga í 200 m skriðsundi í Moskvu sumarið 1999 og í öðru sæti í 200 m baksundi, varð Evópumeist- ari í 100 og 200 m baksundi á Evr- ópumeistaramótinu í Lissabon 1999 og sjöundi í 200 m skriðsundi, varð í áttunda sæti í 200 m skriðsundi á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Helskingi 2000 auk þess sem hann varð fimmtándi í 200 m skriðsundi nú á Ólympíuleikunum. Fjölskylda Systur Amar eru Ólöf Erna, f. 24.12. 1974, fyrrv. sundkona og nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, en unnusti hennar er Kristján Sigurðsson og er dóttir þeirra María Fanney, f. 7.4. 2000; Erla, f. 2.3. 1990, sundkona og nemi. Foreldrar Arnar eru Örn Ólafs- son, f. 1.6. 1956, vélstjóri í Hafnar- flrði og fyrrv. unglingamethafi og unglingameistari í sundi, og k.h., Kristín Jensdóttir, f. 29.8. 1954, hús- móðir. Ætt Meðal systkina Amar: Guðmund- ur, margfaldur íslandsmeistari og landsliðsmaður í sundi; Ingibjörg, er keppti í sundi fyrir SH, móðir Evu Dísar og Heiðrúnar sem báðar hafa keppti í sundi fyrir SH; Frið- rik, fyrrv. sundkeppandi fyrir SH og formaður ÍBH, faðir Ómars, íslands- meistara og landsliðsmanns í sundi, og Kolbrún er keppti með SH í sundi. Öm er sonur Ólafs, íslands- meistara og landsliðsmanns í sundi, bróður Kolbrúnar er keppti í sundi fyrir SH, móður Sesselju Árnadótt- ur, fyrrv. formanns Sundsambands íslands. Önnur systir Ólafs er Hrafnhildur, hin fræga sunddrottn- ing, móðir íslandsmeistaranna og íslandsmethafanna Magnúsar Más, Bryndísar, Hugrúnar og Arnars Freys Ólafsbama. Bróðir Ólafs er Gylfi, sem keppti í sundi fyrir ÍR. Ólafur er sonur Guðmundar Ólafs- sonar, húsgagnasmiðs í Reykjavík, og Sesselju Einarsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Móðir Arnar er Unnur Ágústs- dóttir, dóttir Friöriks Ágústs Hjör- leifssonar, stýrimanns i Hafnarfirði, og Ingibjargar Einarsdóttur hús- móður. Bróðir Kristínar er Júlíus Bess, lyftingamaður og fyrrv. íslands- meistari öldunga, faðir Magnúsar Bess, margfalds íslandsmeistara í vaxtarrækt. Kristín er dóttir Jens, vélstjóra í Hafnarfirði, Eyjólfssonar, bókbindara í Bolungarvík, Guð- mundssonar. Móðir Jens var Val- gerður Ólöf Amórsdóttir. Móðir Kristínar er Jóhanna Loftsdóttir, sjómanns í Hafnarfirði, Sigfússonar. Móðir Jóhönnu er Kristín Jónína Salómonsdóttir. / Ottar Einarsson kennari á Eyrarbakka Óttar Einarsson kennari, Reyni- mel 44, Reykjavík, með aðsetur á Eyrargötu 1A, Eyrarbakka, er sex- tugur í dag. Starfsferill Óttar fæddist að Hermundarfelli í Þistilfirði og ólst þar upp fyrstu sex árin en flutti þá með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Óttar lauk stúdentsprófi frá MA 1961, kennaraprófi 1962, stundaði nám viö Kennaraháskóla Danmerk- ur 1976-77 og stjómendanám við KHÍ 1992-94. Óttar var kennari við Barna- og unglingaskólann á Þórshöfn 1962-66, skólastjóri við Húsabakka- skóla í Svarfaðardal 1966-72, kenn- ari við Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðnskólann þar, Tækniskólann og Vélskólann 1972-84, kennari við VMA 1984-89, kennari í Lundi í Öx- arfirði og á Eiðum 1989- 92, skóla- stjóri Svalbarðsskóla í Þistilfirði 1992-98 og er nú kennari á Eyrar- bakka. Óttar var m.a. formaður bóka- safnsnefndar Svarfdæla 1968-72, framkvæmdastjóri kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra 1972-74, i stjóm Amtsbóka- safnsins á Akureyri 1978-82, í stjóm Minjasafnsins á Akureyri 1986-88, í stjórn Bandalags kennara á Norður- landi eystra og formaður þess 1979-80. Óttar samdi leikritið Möppudýra- garðurinn, 1979. Þá samdi hann í samvinnu við Eyvind Erlendsson og Jón Hlöðver Áskelsson leikritið Af- mælisveisla handa Eyrarrós, í til- efni af hundrað tuttugu og fimm ára afmæli Akureyrar, 1987. FJölskylda Óttar kvæntist 3.10.1964 Jóhönnu Þuríði Þorsteinsdóttur, f. 13.5. 1945, forstöðumanni heimilissviðs þjón- ustumiðstöðvar Sólheima í Gríms- nesi. Hún er dóttir Þorsteins Óla- sonar sem lést 1960, útvegsbónda í Ásgarði á Þórshöfn, og Þuríðar Jónsdóttur sem lést 1993, húsfreyju. Börn Óttars og Jóhönnu Þuríðar eru Steinunn Inga, f. 7.10. 1963, bók- menntafræðingur og kennari við MK og Hl, en maður hennar er Har- aldur Haraldsson kerfisfræðingur og eiga þau tvö börn; Guðrún Am- björg, f. 21.9. 1964, iðrekstrarfræð- ingur hjá Jarðborunum hf., en mað- ur hennar er Haraldur Eiríksson, fulltrúi hjá Ríkisbókhaldi, og eiga þau tvo syni; Þuriður, f. 22.8. 1968, kennari í framhaldsnámi við Det Pædagogiske Universitet í Álaborg, en maður hennar er Hannes Steinar Guðmundsson stjórnfræðingur, við nám í alþjóðaviðskiptum við Ála- borgarháskóla, og eiga þau tvo syni. Systkini Óttars: Angantýr, f. 28.4. 1938, kennari á Þórshöfn; Bergþóra, f. 21.3. 1944, skrifstofumaður á Sel- tjamarnesi; Hildigunnur, f. 17.6. 1947, d. 27.5. 1987, læknaritari á Ak- ureyri; Einar Kristján, f. 12.11. 1957, tónlistarmaður í Reykjavík. Foreldrar Óttars: Einar Kristjáns- son, f. 26.10. 1911, d. 6.7. 1996, rithöf- undur og útvarpsmaður, búsettur á Hermundarfelli og Hagalandi í Þistilfirði 1938-46 en síðan á Akur- eyri, og k.h., Guðrún Kristjánsdótt- ir, f. 16.8.1917, húsfreyja. Ætt Einar var bróðir Lilju, móður Ás- kels Mássonar tónskálds. Einar var sonur Kristjáns, b. á Hermundar- felli, Einarssonar, b. í Garði i Þistil- firði, Kristjánssonar, b. á Hallgils- stöðum, Sigurðssonar. Móðir Einars var Guðrún Páls- dóttir, b. á Hermundarfelli, Þor- steinssonar, b. á Brimnesi, Jónat- anssonar. Móðir Guðrúnar var Steinunn Jónsdóttir, b. á Múla í Öx- arfirði, Jónssonar, b. á Snartarstöð- um, Jónssonar. Meðal systkina Guðrúnar er Þór- halla, móðir Áma Harðarsonar söngstjóra. Guðrún er dóttir Krist- jáns, b. í Holti í Þistilfirði, Þórarins- sonar, b. á Efrihólum, Benjamíns- sonar. Móðir Guðrúnar var Ingiríð- ur, systir Jóhannesar á Gunnars- stöðum, afa Steingríms Sigfússonar alþm. Óttar verður að heiman á afmælisdaginn. MJra___________________________ Hjalti Sigurðsson, Grettisgötu 5, Reykjavlk. Unnur Jónsdóttir, Gunnarsbraut 28, Reykjavík. Birgir Svan Eiríksson, Blikahólum 8, Reykjavlk. Gunnar Þór Hilmarsson, Túnbrekku 4, Kópavogi. Marsveinn Lúövíksson, Álfaskeiði 94, Hafnarfirði. Jón Pétur Jónsson, Sólvallagötu 10, Keflavlk. Sigþór Aðalsteinn Kjartansson, Lyngholti 5, Dalvlk. Helga Ólafsdóttir, Ægisbyggð 3, Ólafsfirði. Guðríður Egilsdóttir, Gauksrima 8, Selfossi. Jóhannes Cornette, Hjallabraut 1, Þorlákshöfn. Merkir Islendingar Pétur Pétursson 1834-37, fékk þá Helgafell og Staðastað sama ár og varð prófastur Snæfellsnesprófasts- dæmis 1838, dvaldi í Kaupmannahöfn 1839-40 og 1843-44, var skipaður for- stöðumaður Prestaskólans í Reykjavík 1847, jafnframt settur dómkirkjuprest- ur í Reykjavíldi854 efi'légrtði auk þess biskupsstörfum 1855-56. Pétur var svo skipaður biskup yfir íslandi 1866 og gegndi því embætti til 1889. Pétur var vinsæll maður og mesta góðmenni. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1849-51 og 1855-56, konungs- kjörinn alþingismaður 1849-87 og þjóð- fundarmaður á Þjóðfundinum fræga í húsi Lærða skólans 1851. Hann lést 15. maí 1891. Pétur Pétursson biskup fæddist á Mikla bæ í Blönduhlíð 3. október 1808, sonur Péturs Pérurssonar, prófasts þar, og k.h Þóru Brynjólfsdóttur. Pétur biskup var bróðir Jóns Péturssonar, alþingismanns og háyfirdómara, og Brynjólfs Péturs-' sonar Fjölnismanns. Tengdasonur Pét urs biskups var Bergur Thorberg, landshöfðingi og alþingismaður. Pétur var samtímis Jónasi Hall- grímssyni í Bessastaðaskóla, lauk það- an stúdentsprófum 1827, lauk guðfræði- prófi við Hafnarháskóla 1834, lic.theol.- prófi 1840, lauk doktorsprófi 1844 og varð prófessor að nafnbót 1849. Pétur var kennari að Geitaskarði 1827-28 og á Flugumýri og hjá foreldrum sínum Vilhjálmur Bogi Harðarson, Vindási 3, Reykjavlk, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjud. 3.10. kl. 13.30. Hörður Þórhallsson, fyrrv. yfirhafnsögumaður, Fjölnisvegi 18, Reykjavlk, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjud. 3.10. kl. 15.00. Sigurveig Guömundsdóttir, dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, verður jarösungin frá Akureyrarkirkju þriðjud. 3.10. kl. 13.30. ---7--------- jjrval - gott í hægindastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.