Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
I>V
Fréttir
Slagurinn um Seljavallalaugina heldur áfram:
Tóm leiðindi og ami
- segja vegagerðarmenn undir Eyjafjöllum
„Þetta eru tóm leiðindi og ég hef
ekki haft annað en ama af því sem
átti að vera til bóta,“ sagði Svanur
Bjarnason hjá Vegagerðinni í Vík í
Mýrdal um innansveitardeilur um
gömlu Seljavallalaugina undir Eyja-
fjöllum. Eins og fram hefur komið þá
hafa Grétar Óskarsson, bóndi á Selja-
völlum, og forsvarsmenn ungmenna-
félagsins Eyfellings, tekist
á um sund-
laugina
sem ung-
mennafé-
lagið telur
sig eiga en
er í landi
bóndans.
Bóndinn hef-
ur reynt að
hindra að-
gengi að Selja-
vallalauginni
með jarðraski,
bannað kvik-
myndagerðar-
mönnum að
taka þar myndir
og afmáð merkta leið að lauginni af
vegskilti á þjóðvegi eitt og til þess vís-
ar Svanur hjá Vegagerðinni þegar
hann segist einungis hafa haft ama af
þessu máli öllu.
„Gamla Seljavallalaugin er lokuð
vegna þess að hún uppfyllir ekki al-
menn skilyrði sem gilda um sund-
staði,“ sagði Andri Ámason, lögmað-
ur bóndans á Seljavöllum, en bóndinn
rekur sjálfur sundlaug í túnfætinum
heima. „Þarna er ekkert eftirlit og
bóndinn hefur
þurft að þola
alls kyns
vandræði
vegna um-
ferðar fólks
um landar-
eign sína.
Unglingar
hafa ver-
ið dauða-
drukkn-
ir í hóp-
um í
laug-
inni
og er-
lendir
ferðamenn verið að
stinga sér þar til sunds, ósyndir. Þeg-
ar vandræðin blossa upp bitnar það
ekki á neinum nema bóndanum sjálf-
um. Hvers á hann að gjalda?" spyr
Andri lögmaður og bætir því við að
ungmennafélagið Eyfellingur eigi
ekkert með að reka atvinnustarfsemi
Seljavellir
Setkot Raufarfeltll
5 Raufarfetla ■
RauBafcll II
^^"■Rauðafell IV
■ Rauíafell III
RauðafeU^^V.
Lambafell
Reykjavík
Vegskiltiö viö Seljavelli
Leidin aö gömlu lauginni hefur veriö afmáö.
í landareign skjólstæðings síns.
Gamla Seljavallalaugin var byggð
fyrir hartnær 80 árum eftir að 26
karlmenn úr sveitinni fórust á leið
til Vestmannaeyja með rekavið.
Einn komst lífs af úr því slysi; sá
eini sem var syndur. Því tóku menn
sig til og byggöu sundlaugina og
hófu almenna sundkennslu i sveit-
inni ef það mætti varna frekari slys-
um á sjó.
Undir EyjaíjöUum eru raddir uppi
um að koma gömlu SeljavaUalauginni
á Náttúruverndarskrá og varðveita
hana í þeirri mynd sem hún er nú.
Bóndinn á Seljavöllum og lögmaður
hans vUja hins vegar tæma hana af
vatni. -EIR
mnE
Páll til Kára
PáU Magnússon,
fréttastjóri Stöðvar 2,
hefur ráðið sig tU
starfa sem fram-
kvæmdastjórí sam-
skipta- og upplýsinga-
sviðs íslenskrar
erfðagreinirigar.
Óvist er hver tekur
við starfi hans á Stöð 2.
Kaupás kaupir
Kaupás hf. hefur fest kaup á Hús-
gagnahöllinni á BUdshöfða í Reykjavik
sem er eitt stærsta verlsunarhús lands-
ins, aUs um 15 þúsund fermetrar.
Kaupás rekur fyrir Nóatún, 11-11, KÁ-
verslanirnr og Kostakaup.
Þríburar á Brjánsiæk
Bóndinn á Brjánslæk á Barðaströnd
og eiginkona hans eignuðust þríbura á
dögimum, tvo drengi og eina stúlku.
Mbl. greindi frá.
Vilja stækka
Forsvarsmenn Norðuráls vilja
stækka álverið á Grundartanga um 150
þúsund tonn. það myndi þýða fimm-
fóldun á núverandi framleiðslugetu.
Agora, fagsýning
þekkingariðnað-
arins, opnuð
I gær, miövikudag, var Agora,
fagsýning þekkingariðnaðarins,
opnuð. Við það tækifæri hélt Sæ-
mundur Noröfjörð, einn eigenda og
starfsmanna Agora ehf., sem stend-
ur á bak við sýninguna, tölu og af-
henti einnig verðlaun fyrir fyrstu
þrjú sætin í ritgerðarsamkeppni 11
ára grunnskólanema þar sem inn-
takið var framtíðarsýn þessara
ungu einstaklinga. Sigurvegari var
Kristján Eldjárn Hjörleifsson og
hlaut hann í vinning Flórídaferð
þar sem hann getur fylgst með flug-
taki geimferjunnar Endeavour frá
Kennedy Space Center. Þar næst
opnaði herra Ólafur Ragnar Grfms-
son, forseti íslands, sýninguna
formlega.
Yfir 130 fyrirtæki í þekkingariðn-
aðinum taka þátt í sýningunni og að
sögn aðstandenda komust færri að
en vildu. Ætlunin er að halda þessa
sýningu annað hvert ár. -HT
Forseti Islands, herra Olafur Ragnar
Grímsson, setur sýninguna Agora,
fagsýningu þekkingariönaöarins,
formlega í gær.
Björk æðir upp
vinsældalistana
Plata Bjarkar Guðmundsdóttur,
Selmasongs, með lögum úr kvikmynd-
inni Dancer in the Dark, stormar þessa
dagana upp vinsældalistana í Evrópu.
Platan er í fjórða sæti í Danmörku,
heimalandi leikstjóra myndarinnar,
Lars Von Trier. Hún er einnig í fjórða
sæti í Frakklandi og frændur vorir,
Norðmenn, eru einnig hrifnir af plöt-
unni því þar er hún í fimmta sæti. í
stórri plötuverslun á írlandi liggur
frammi listi yfir vinsælustu plötumar.
Það kemur engum á óvart að á þeim
lista skuli vera íslensk hljómsveit, Sig-
urrós, með plötuna Ágætis byrjun, sem
er sannarlega ágætis byrjun. -DVÓ
DV-MYND PJETUR
Vekur aödáun
Þóra Þórisdóttir myndlistarmaöur meö mynd sem vakiö hefur athygli og aödáun flestra, utan einnar konu
sem sendi kvörtunarbréf til jafnréttisnefndar í Hafnarfiröi.
Kvartað yfir nekt á bensíndælu:
Sjálfsmynd listamanns
og táknmynd úr biblíunni
- segir Þóra Þórisdóttir myndlistarmaður
„Og ég sem hélt ég væri
femínisti," sagði Þóra Þórisdóttir
myndlistarmaður, eigandi gall-
erí@hlemmur við Hlemmtorg,
vægast sagt undrandi þegar DV
sagði henni að kvartað hefði verið
til jafnréttisnefndar Hafnarfiarðar
yfir myndverki hennar. „Konan á
myndinni er ég sjálf. Þetta er
táknmynd úr biblíunni, þetta snýst
um valið, maður velur sjálfur og
afgreiðir oft sjálfur, allir þurfa að
borga, bensínið líka,“ sagði Þóra, en
viðfangsefni hennar eru oft og
einatt tengd hinni helgu bók.
Myndin sem agnúast er út í er
tilbrigði við söguna um Evu i
paradís og á ekkert skylt viö klám.
Olís hefur myndskreytt
eldsneytisdælur víða um
höfuðborgarsvæðið í sumar.
Thomas Möller, framkvæmdastjóri
markaðssviðs, segir að fyrirtækið
vilji styðja við myndlist unga
fólksins og í því skyni var sett upp
sýningin Dælan gengur í nýjum
höfuðstöðvum við Sundagarða. Þar
sýna 13 ungir listamenn.
„Við viljum nú ekki taka þetta
niður og teljum ekki ástæðu til þess.
Þessi verk hafa vakið athygli á
sýningunni okkar sem enn stendur
og er framlag okkar til
menningarborgar Evrópu. - Við
sýnum líka á bensíndælum á ellefu
stööum á höfuðborgarsvæðinu.
Einn steufsmaður okkar fékk þessa
hugmynd eftir að hann sá að British
Airways er með listaverk máluð á
stél þotna sinna,“ sagði Thomas í
gær. „Það er upplagt að dæla orku á
bílinn og móttaka orku
listamannanna í leiðinni, þetta
hefur mælst vel fyrir, engar
kvartanir hafa borist þar til allt í
einu núna,“ sagði Thomas.
„Leonardo da Vinci er með fiörutíu
allsberar manneskjur á stærsta
listaverki heims í Sixtínsku
kapellunni. Það á ekki að trufla fólk
þó að mannslíkaminn komi fram.
Og bensíndælur eru góður miöill
fyrir list,“ sagði Thomas.
-JBP
Kári lækkar
Hlutabréf í deCode
Genetics, móðurfyrir-
tæki Islenskrar erfða-
greiningar, lækkuðu
um 17 prósent á Nas-
dac-hlutabréfamark-
aðnum í gær.
Sekt fyrir seint
Ólafsfiarðarbær hefur tekið upp þá
nýbreytni að sekta foreldra bama sem
mæta of seint í skólann. Nemur sektin
400 krónum fyrir hvert tilvik. Mbl.
greindi frá.
Lífeyrir bóignar
Eignir lífeyrissjóða jukust um 20
prósent á síðasta ári og námu 517 millj-,
örðum í árslok.
Kirkjan kvödd
775 manns skráðu sig úr þjóðkirkj-
unni á fyrstu níu mánuðum ársins en
aðeins 143 nýir bættust við.
Uppboö á Rússa
Hafnasamlag Noröurlands hefur
krafist uppboð á rússneska togaranum
Omnya sem legið hefúr bundinn við
bryggju á Akureyri frá því i ágúst 1997.
350 kvartanir
Árlega berast Landlæknisembættinu
350 kvartanir af ýmsum toga. Nú hefur
Sverrir Ólafsson myndhöggvari kvart-
að yflr Þórami Tyrfingssyni, yfirlækni
á Vogi. Dagur greindi frá.
Vilja 180 þúsund
Grannskólakennarar krefiast þess
að byijunarlaun hækki úr 110 þúsund
krónum á mánuði í 180 þúsund krónur.
Samningaviðræður kennara og sveitar-
félaga eru hafnar.
Björn Bjamason
menntamálaráðherra
hefur á Alþingi lýst
þeirri skoðun sinni
að farsælast sé að
breyta Ríkisútvarp-
inu í hlutafélag í eigu
ríksins. Samninga-
viðræður stjómar-
flokkana um það mál munu vera vel á
veg komnar. -EIR
RUV hf.