Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 I>V Raufarhafnarhreppur samþykkir lán til sveitarstjórans: Algjörlega siðlaust og kolólöglegt - segir Hafþor Sigurösson - brýt ekki lög, segir sveitarstiórinn Sveitarstjórinn á Raufarhöfn, Reynir Þorsteinsson, stofnaði fyrir nokkru netverslunarfyrirtækið Net- ver. Til að markaðssetja fyrirtæki Reynis samþykkti meirihluti sveit- arstjómar sl. mánudag að veita því 10 milljóna króna víkjandi lán, sem valdið hefur hörðum deilum. Hafþór Sigurðsson verksmiðju- stjóri er fulltrúi Raufarhafnarlist- ans, sem situr í minnihluta hrepps- nefndar, en í meirihluta sitja þrír fulltrúar sem buðu sig fram í nafni Alþýðubandalags. Hann segir að þetta „lán“ hafi verið knúið fram með meirihlutavaldi. „Þetta er al- gjörlega siðlaust og út fyrir allt vel- sæmi. Þetta stangast á við sveitar- stjórnarlög, því þar er skýrt kveðið á um það að sveitarfélagið er ekki lánastofnun. Þarna eru sveitarstjór- anum lánaðar án allra ábyrgða 10 milljónir króna. Hann er að ná sér í fé úr sveitarsjóði til einkanota. Ég er búinn að kynna mér það hjá fé- lagsmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að þetta er kolólöglegt. Þetta verður því kært. „Forsendan fyrir þessu er að þeg- ar Raufarhafnarhreppur seldi hlut sinn í Jökli eignaðist hreppurinn peninga. Þá samþykktu allir fulltrú- ar sveitarstjórnar að þessir pening- ar skyldu fara í að styrkja atvinnu- lífið og koma á fót öðrum valkostum í atvinnulífinu. Ég er búinn að láta smíða verslunarvef á Netinu sem hefur kostað mig 10 milljónir króna. Hann er nú tilbúinn en markaðs- setningu vantar. Mín hugmynd var hvort hreppurinn gæti ekki komið að því. Mönnum líst þó greinilega Raufarhöfn. ekki betur á uppbyggingu atvinnu- lífs úti á landi en svo að menn vilja helst byrja á því að draga hana ofan í svaðið til sín. Þarna er um víkjandi lán að ræða sem hægt er að breyta í hlutafé. Sveitarfélögum er heimilt að kaupa hlutabréf. Það stendur heldur hvergi í lögum sveitarfélaga að þau .rnegi ekki lána peninga. Það sem hins vegar stendur í lögum er að þau megi ekki skrifa upp á sem ábyrgöaraðilar fyrir þriðja aðila. Ég er nú búinn að tala bæði við lögfræðinga félagsmálaráðuneytis- ins og eins hjá Samtökum íslenskra sveitarfélaga. Þeir segja að það standi ekkert skýrt um þetta í lög- um. Það hafi heldur aldrei reynt á það. Á ráðstefnu um verkefni sveit- arfélaga vildu sumir meina að túlka ætti sjöundu grein laga um verkefni sveitarfélaga mjög þröngt. Ef það standi ekki í greininni sé það óheimilt. Þetta snýst því fyrst og fremst um lagatúlkun. Það er ekki búið að veita þetta lán og ef það er minnsti vafi á lögmæti þess þá verð- ur það ekki gert. Þetta er ekkert flóknara en það. Hér ætla menn ekki að brjóta nein lög,“ sagði Reyn- ir Þorsteinsson. -HKr. Metuppskera á korni í Skagafirði DV, SAUDÁRKRÓKl: Kornskurði er nýlokið i Skaga- firði. Uppskeran er mjög góð, sú besta síðan kornræktartilraunir byrjuðu þar 1993. Að sögn Eiríks Loftssonar, jarðræktarráðunautar hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, eru bændur að fá um fimm tonn af þurru korni af hektaranum þar sem best er, en líklega um fjögur og hálft tonn að meðaltali. Eiríkur segir kornuppskeruna aldrei hafa verið jafn mikla og jafna á milli svæða og nú í sumar. Korn- spretta var mjög góð í Hjaltadal og í Hegranesi, en besta svæðið er þó eins og undanfarin ár Vindheima- svæðið og þar er komið líka allt saman fullþroskað. „Það er engin spurning að bænd- ur hér eru að bera mikinn hag af komræktinni, sérstaklega eftir svona sumar. Við erum líka komnir með góða stofna og höfum náð tök- um á áburðargjöfinni, þannig að menn eru að ná tökum á flestum þáttum og tilkostnaðurinn verði sem minnstur," sagði Eiríkur Lofts- son. Á liðinu sumri var komi sáð í um 300 hektara í Skagafirði. Korn- bændur í Skagafirði eru tæplega 30 talsins. -ÞÁ DV-MYND ARNDÍS ÞORGEIRSDÖTTIR Myndarleg uppskera Strákarnir á myndinni voru að skoða kornuppskeruna hjá Reykdælingum í lok ágúst, þá átt enn eftir að bæta við sprettuna, sem vargóð þar eins og víðar um landið. Skartgripaþjófnaður: Rúmeninn enn í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest fram- lengt gæsluvarðhald yfir Rúmena sem ákærður er fyrir að hafa komið hingað til lands og brotist inn í nokkrar skartgripaverslanir á höf- uðborgarsvæðinu í sumar. Maður- inn er sakaður um að hafa stolið skartgripum að verðmæti 25 millj- ónir króna og sent mikinn hluta þýfisins úr landi til Rúmeníu. Lög- reglu hefur aðeins tekist að ná hluta þýfisins til baka. Fulltrúi lögreglunnar, Hjalti Pálmason, æskti þess að maðurinn sæti i gæsluvarðhaldi til 17. nóvem- ber, en héraðsdómur stytti þann tíma til 3. nóvember og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Héraðsdómur taldi að ef mannin- um er gefið frelsi sé hætta á að hann reyni að flýja land eða haldi áfram brotaferli sínum hér á landi. Maðurinn hefur játað á sig sjö inn- brot hér á landi. Einnig er hann sakaður um að hafa villt á sér heim- ildir, en hann sótti um hæli á Is- landi sem pólitískur flóttamaður undir röngu nafni og gekk einnig undir þremur nöfnum utan síns rétta nafns. -SMK Deilur um vigtun afla í Bolungarvík Mikil óánægja er meðal trillusjó- manna í Bolungarvík með vigtun afla í höfninni. Telja þeir að mörg fiski- kör, sem skrifuð eru sem 60 kíló, séu ekki nema 50-55 kíló og aflinn því áætlaður mun minni en hann er í raun. Að sögn Guðmundar Halldórs- sonar, formanns smábátafélagsins Eldingar, hefur þetta viðgengist mán- uðum saman. „Samkomulag var gert við hafnaryfirvöld um að notuð væru 40, 50 og 60 kílóa kör. Hins vegar hef- ur verið þrjóskast við að kalla þau annaðhvort 40 eða 60 kíló þó aö mörg þeirra séu þar á milli. Það er komin nokkur stífni í þetta mál en þetta vandamál er hvergi á Vestfjörðum nema hér í Bolungarvík," segir Guð- mundur. Einar Helgason hafnarvörð- ur vildi ekki tjá sig um málið. -MT Fíkniefnamál: Þrír áfram í gæslu Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur yflr þremur mönnum sem sæta gæslu- varðhaldi vegna fikniefnamisferlis. Einum þeirra er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 13. október en hinir tveir skulu eyða tíma sínum á Litla-Hrauni til 19. október. Lögreglan er enn að rannsaka fikniefnamálin. Allir mennimir eru grunaðir um að eiga aðild að inn- flutningi á fikniefnum. -SMK Wðríð t hvolt! | §í»lí»rgé!»tgiir o|í &júvé!rföll VPÖríð kl. 6 KtTrUAVm AAUKtTKI Sólarlag í kvöld 18.17 17.58 Sólarupprás á morgun 08.12' 07.10 Síðdegisflóð 17.59 22.32 Árdegisflóð á morgun 06.16 10.49 O. Skýríngar á veöurtákmim Hæg breytileg átt Norðlæg átt, 5 til 8 m/s vestanlands, en annars 81 il 13. Él noröan til en léttskýjað á Suðurlandi. Hiti 0 til 5 stig. Hæg breytileg átt og léttskýjaö í kvöld. Frost 0 til 5 stig í nótt. Færðin á landinu Hálka eöa hálkublettir á Holtavöröu- heiöi og víða á heiöavegum á Vest- fjöröum og á Noröur- og Norðaustur- landi.Þungfært er á Þorskafjaröarheiöi og Lágheiði. Ófært er taliö um Hellis- heiöi eystri. Greiöfært á öðrum þjóðvegum. Á hálendisvegum er víöa ekki vitaö um færö en þó er talið ófært um Kaldadal, Kjalveg aö sunnanveröu, Fjallabaksleiö syöri og nyrði og í Laka. —VINDATT 15) ~WSVINDSTYRKUR í motruin i sökúntlu 10°*_ HITI 10“ NkFROST HBOSKÍRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA i* ÉUAGANSUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Rigning um mestallt land Á morgun verða austan 13 til 18 m/s og rigning sunnan til en vaxandi austanátt og skýjaö noröan til fram aö hádegi. Austan 13 til 18, rigning um mestallt land og hiti 2 til 7 stig síðdegis. Vintíun .—- 'SCI 5-13 / Hiti 4“ til 8° Suðaustlæg átt, 8-13 m/s allra vestast en annars 5-10. Skúrir sunnan- og vestan til en skýjað með köflum á Norðurlandl. Hltl 4 tll 8 stlg. Vindur: 10—15 m/s ' Hiti 4° tii 9° Suðaustan 10-15 m/s austan tll en annars hægari austanátt. Rignlng um mestallt land. Hlti 4 til 9 stlg. MfUlUShig!! Vindur O 5-10 „v» Hiti 4° til 9° Suðaustlæg átt og skúrir sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norðurlandi og áfram mllt. AKUREYRI léttskýjaö -4 BERGSSTAÐIR alskýjaö -1 BOLUNGARVÍK alskýjaö 0 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 0 KEFLAVÍK léttskýjað -2 RAUFARHÖFN skýjaö 1 REYKJAVÍK hálfskýjaö -3 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -1 BERGEN rigning HELSINKI alskýjaö KAUPMANNAHÖFN skýjað ÓSLÓ alskýjaö STOKKHÓLMUR rigning ÞÓRSHÖFN skýjaö ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö ALGARVE skýjað AMSTERDAM léttskýjaö BARCELONA rigning BERLÍN skýjaö CHICAGO heiösktrt DUBL|N léttskýjaö HALIFAX léttskýjaö FRANKFURT léttskýjaö HAMBORG léttskýjaö JAN MAYEN rigning LONDON skýjaö LÚXEMBORG hálfskýjaö MALLORCA rigning MONTREAL léttskýjaö NARSSARSSUAQ rigning NEW YORK heiöskfrt ORLANDO hálfskýjaö PARÍS skýjaö VÍN skýjaö WASHINGTON heiöskírt WINNIPEG heiðskírt 12 10 11 11 10 8 12 14 9 13 10 8 6 8 10 7 6 10 7 18 7 5 15 17 9 17 9 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.