Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 25
29 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 X>V Tilvera Djöfullinn velur sér líkama Laugarásbíó og Háskólabíó frum- sýnir á morgun spennutryllinn Lost Souls. í henni leikur Winona Ryder unga konu, Maya Larkin, sem á trúnni líf sitt aö þakka. Djöfullinn sjálfur haföi hana í greipum sér þeg- ar faðir Lareaux (John Hurt) náði að bjarga henni á elleftu stundu og varð í framhaldi af því lærimeistari hennar og vemdari. Hann hvetur Mayu til þess að ganga til liðs við hóp af prestum sem trúa því stað- fastlega að djöfullinn muni dag einn taka sér bólfestu í líkama mannveru og hrinda heiminum í eilífa glötun. Á meðan er rithöfundurinn Peter Kelson (Ben Chaplin) að skoða sig um í hugum þekktra ofbeldisglæpa- manna og reyna að átta sig á því hvað rekur þá til glæpaverka. Hann trúir því ekki að til sé eitthvert eitt illt afl í heiminum og að hans mati eru andsetningar tómar kerlinga- bækur. En um leið glímir hann við eigin fortíð því i bamæsku hans voru báðir foreldrar hans myrtir og olli það því að hann sneri baki við kirkjunni þrátt fyrir að hafa verið alinn upp hjá presti. Leiðir þessara tveggja ólíku per- sóna liggja saman þegar Maya tekur þátt í særingarathöfn á vegum kirkjunnar en viðfangsefnið er Henry Birdson, ofbeldisfullur glæpamaður. Eftir að athöfnin mis- tekst leggst Maya yfir síðustu skila- boðin sem komu frá Henry Birdson og eftir nokkra yfirlegu sér hún að merking þeirra er á þá leið að djöf- ullinn sé búinn að velja þá mann- veru sem hann muni taka sér ból- festu í og er það Peter Kelson. Leikstjóri Lost Souls er Janusz Kaminski sem er einn fremsti kvik- myndatökumaður í heiminum í dag og kvikmyndaði meðal annars Sav- ing Private Ryan. -HK Winona Ryder Hún leikur konu sem djöflar og illir andar ná tökum á. Fantasía 2000 KBBHi Dancer in the Dark Dancer in the Dark er hámeló- dramatísk sápuópera gerö af hjartans ein- lægni og miklu næmi en um leiö læöist stöðugt aö manni sá grunur aö von Trier sé aö skemmta sér viö aö hafa áhorfandann aö fífli. -ÁS High Fidetity **** Þetta er sérlega skondin mynd um ofur venjulegt nútímafólk og ofur venjulegar raunir þess, þannig gerö aö manni stendur ekki á sama um fólkið í henni og vill þvi allt hiö besta. Þaö er gott aö finna þannig til þegar maöur gengur út úr bíóinu. -ÁS Buena Vista Social Club **** Einstök upplifun, innihaldsrík og skemmtileg heimildamynd um tónlist og tón- listarmenn á Kúbu sem voru velflestir horfnir af sjónarsviðinu þegar blúsgítarleikarinn og kvikmyndatónskáldið Ry Cooder hafði upp á þeim áriö 1997 og geröi meö þeim plötu sem ber sama heiti og kvikmyndin. Tæpum tveimur árum síöar fór Ry Cooder aftur til Kúbu og þá var Wim Wenders meö í förinni og afraksturinn er ein besta heimildarmynd síöari ára, gefandi kvikmynd, ekki eingöngu um tónlist og tónlistarmenn heldur einnig líf- ið sjálft. -HK The Straight Story **★* Hugljúf og gefandi mynd úr smiöju Davids Lynch sem sýnir aö hann getur veriö á mannlegum nótum. Myndin er óvenjuleg vegamynd þar sem segir frá mörg hundruð milna ferö mannas á áttræöisaldri á sláttu- vél. Hinn nýlátni leikari, Richard Farnsworth, er kjölfestan í myndinni og Lynch leyfir hon- um að njóta sín. -HK X-Men ★** X-Men er mikið sjónarspil, tæknilega fullkomin. Hraðinn í atburöarásinni kemur þó aldrei niður á sögunni sjálfri, sem hefur marga anga, og þaö er merkilegt hvaö tekist hefur aö gera teiknimyndaofurmenni að jafn- lifandi persónum og raunin er. Leikarar eru yf- irleitt mjög góöir, meö þá lan McKellan og Patrick Stewart fremsta meðal jafningja. -HK 101 Reykjavík Michelle Pfeiffer og Harrison Ford Þau leika hjón sem þurfa aö ganga í gegnum mikla lífsreynslu. Fimmtíu og níu ár er sjálfsagt það lengsta sem liðið hefur á milli framhaldskvikmynda en það er tímamunurinn á tnilli Fantasíu, sem gerð var 1941, og Fantasíu 2000. Fantasía var tilraunakennt meistaraverk þar sem Walt Disn- ey nýtti sér alla sína bestu teikn- ara til að myndskreyta klassískt tónverk. Myndin hefur síðan verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim með jöfnu millibili og ber aldurinn vel. Disney sjálfur sagði að það ætti að gera Fantasíu ár- lega en það er ekki fyrr en nú að önnur mynd er gerð sem byggð er á hugmyndum hans. Eins og í fyrri myndinni skipt- ist Fantasía 2000 í nokkra hluta þar sem tónlistin ræður ferðinni. Sá sem hratt þessu stórvirki í framkvæmd var Roy Disney sem lengi var við stjómvölinn í Disn- ey-samsteypunni. Hann var frændi Walts Disneys og var faðir hans einn af stofnendum fyrirtæk- isins. Verkin eru öll meðal þekkt- ustu klassískra tónverka. Má þar nefna Sinfóníu nr. 5 eftir Beet- hoven, píanókonsert nr. 2 eftir Shostakovich, Eldfuglinn eftir Stravinski og Rhapshody in Blue eftir George Gerswin. Til að teikna og semja sögu í kringum verkin voru fengnir allir fremstu listamennirnir hjá Disney, menn sem hafa skapað hinar stórkost- legu teiknimyndir síðari ára. -HK Rhapsody in Blue Hraðinn í New York er myndræna útlistunin á þessu fræga verki eftir Ge- orge Gerswin. *** Hilmir Snær leikur auðnuleysingjann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 Reykja- vík. Líf hans er í föstum skorðum þar til vin- kona móöur hans kemur í heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþríhyrn- ingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN íslenski draumurínn *** Líflegt og skemmtilegt handrit sem er uppfullt af lúmsku háöi og skemmtilegum oröaleikjum. Styrkleiki myndarinnar er Áannski einnig helsti veikleikinn. Persónurn- ar tala mikiö í myndavélina og þótt handritiö bjóöi upp á skemmtileg tilsvör og oröaleiki, þar sem góöir leikarar skapa eftirminnilegar persónur og fara vel meö textann, þá er ekki laust viö aö atburöarásin hafi hæöir og lægðir. íslenski draumurinn lofar góöu um framtíöina hjá Robert Douglas. -HK Leikstjórinn og leikararnir Robert Zemeckis ræöir viö Harrison Ford og Michelle Pfeiffer. Draugagangur og hvísl Á morgun verður frumsýnd í Regn- boganum, Stjömubíói, Bíóhöllinni og Borgarbíói á Akureyri spennumyndin What Lies Beneath sem hefúr nokkrar vikur verið meðal vinsælustu kvik- myndanna í Bandaríkjunum. Leik- stjóri er Robert Zemenicks og með að- alhlutverkin fara Harrison Ford og Michelle Pfeiffer. Myndinni hefur ver- ið lýst sem spennumynd í anda Hitchcocks gamla, þar sem viðbótin felst í tæknibrellum nútímans. Norman Spencer er vísindamaður sem vinnur við rannsóknir. Honum hafði orðið á i messunni fyrir einu ári síðan þegar hann hélt við unga stúlku. Claire, eiginkona hans, hefur fyrirgef- ið honum og allt virðist vera í sóman- um þegar Norrnan fer að taka eftir ýmsu í fari eiginkonu hans sem hann hefur ekki áður orðið var við. Hún er farin að heyra raddir og sjá sýnir á heimili þeirra. í fyrstu telur Norman þetta vera ímyndanir í henni en þegar Claire fer að bendla sýnir sínar við hjón sem eru nágrannar þeirra verður Norman að taka eiginkonu sina alvar- lega, sérstaklega þar sem nágrannafrú- in virðist hafa horfið sporlaust. Sál- fræðingi sínum segir Claire að draug- ur sé á heimili hennar. Þegar sálfræð- ingurinn segir henni að eina ráðið sé að ná sambandi við drauginn.... Robert Zemeckis hefur verið í farar- broddi leikstjóra sem nýta sér tækni- brellur í miklu magni. Hann lærði kvikmyndafræði í Northwestem-há- skólanum og fékk verðlaun kvik- myndaakademíunnar fyrir útskriftar- verkefni sitt, Field of Honor. Það var síðan Steven Spielberg sem gaf Zem- eckis tækifæri til að sanna sig og fram- leiddi fyrir hann I Wanna Hold Your Hand (1978). Zemeckis tók síðan þátt í að skrifa handritið að mynd Spielberg, 1941 (1979), og þrátt fyrir að sú mynd ylli vonbrigðum fannst Spielberg mik- ið til hæfileika Zemeckis koma og átti samstarf þeirra eftir að bera góðan ávöxt. Romancing the Stone (1984), gaman- söm ævintýramynd, var fyrsta mynd Zemeckis til að slá verulega í gegn. Næsta verkefni Zemeckis var tíma- ferðalagaævintýrið Back to the Future (1984) með Michael J. Fox og Christopher Lloyd í aðalhlutverkum. Zemeckis var í essinu sínu: iburðar- miklar tæknibrellur, ævintýralegur og fjörugur hasar og stanslaust grín. Ser- ían gerði Zemeckis að stórstjömu með- al leikstjóra. í millitíðinni gerði Zem- eckis Who Framed Roger Rabbit (1988), eina af vinsælustu myndum áratugar- ins. Enn var hann í hinum tæknOega fararbroddi með Death Becomes Her (1992), gamanmynd með Meryl Streep, Goldie Hawn og Bmce Will- is, þar sem fórðunarbrellur vom í fyrirrúmi. Þrátt fyrir miklar vinsældir mynda Zemeckis var hann ekki tekinn neitt sérstaklega alvar- lega sem kvikmyndagerðar- maður, en það átti eftir að breytast. Forrest Gump (1994) var ekki aðeins þrekvirki á sviði tæknibrellna, þar sem Zemeckis blandaði meistara- lega saman leiknum atriðum og upptökum af ýmsu frægu fólki, þar á meðal þremur forsetum, þannig að svo virtist sem persónur myndarinnar væm að hafa samskipti við sögufræg- ar persónur. Myndin bjó einnig yfir sterkum mannlegum þætti og vann hug og hjörtu áhorfenda. Segja má að Contact (1997) hafi verið eðli- legt framhald á þeirri þróunar- braut. Stutt verður í að næsta kvikmynd Zemeckis verður frumsýnd, er það Cast Away með Tom Hanks og Helen Hunt í aðalhlut- verkum. -HK *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.