Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 H>"V Tilvera Pavarotti 65 ára Einn frægasti óperusöngvari ald- arinnar, Luciano Pavarotti, er sex- tiu og fimm ára í dag. Pavarotti er sjálfsagt þekktast- ur meðal almenn- ings fyrir að vera einn af tenórunum þremur (Placido Domingo og Jose Carreras eru hinir tveir) sem af og til koma fram saman. Pavarotti fæddist í Modena á Ítalíu og var faðir hans bakari. Hann kom fyrst fram í óperu La Boheme árið 1961 og hefm síðan verið í hópi bestu óperu- söngvara i heimi. Gildir fyrir föstudaginn 13. október Vatnsberlnn (20. ian.-l8. febr.): i Mikilvægt er að þú haldir ró þinni þó að lgj‘, fólk sé eitthvað að æsa _ ■ sig í kringum þig. Gefðu þér góðan tíma áður en þú tekur erfiða ákvörðun. Fiskarnlmð. febr.-20. mars): Hikaðu ekki við að lleita þér aðstoðar við að leysa erfitt verkefni sem þú þarft að leysa. Vinur þinn borgar þér gamla skuld. Hrúturlnn (21. mars-19. apríll: Þú iiittir gamlan vin ^ og þið rifjið upp gömul kynni. Þetta kemur töluverðu róti á huga þinn. Kvoldið verður ánægjulegt. Nautlð 170. anril-?0. maíl: Gerðu þér glaðan dag. Þú átt það virkilega inni þar sem þú hefur staðið í ströngu undan- 5. Ungviðið er í stóru hlut- verki. Tvíburarnlr (21. maí-2i. iúníi: Þér gengur ekki vel að ' koma þér að verki. Töluverð samkeppni ríkir í kringum þig og hún gæti valdið dálítilli streitu. & farið. Ungv verki. Tvíburarnlr (2 h-l Krabbinn (22. iúní-22. iúifi: Þér verða falin flókin I verkefhi í vinnunni og þú veist ekki alveg _____ hvemig best er áð sriuasér í þeim. Þegar þú loksins þorir að byrja gengur allt vel. Llónlð (23. iúii- 22. áeústl: Áætlanir þinar ættu að standast ef þú fylgir þeim vel eftir. Þú þarft að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum. Happatölur þínar eru 7, 14 og 17. Mevian (23. áaúst-22. seoU: Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Tækifær- in eru nefhilega allt í ^ 1 kringum þig ef þú bara kemur auga á þau. Vinir standa saman. Vogin (23. sept.-23. okt.): Ý ekki í máli Hætta er á misklíð í vinnimni. Ef hún snertir þig ekki beint er best að blanda sér ekki í málin. Þér verður falin aukin ábyrgð. Sporðdreki (?4. okt.-?i... nóv.k I Þeir sem ekki eru ást- i fangnir nú þegar, jverða það svo um munar á næstunni. Rómantíkin tekur öll völd. Bogamaður (22. nðv.-2l. des.): LÞú ert fremur einmana rum þessar mundir. Þú : þarft sjálfur að gera eitthvað til að bæta þar úr þar sem ekkert gerist al- gjörlega án fyrirhafnar. Steingeitin 122. des.-19. ian.): Þér veitir ekki af að nýta morguninn vel til allra verka þar sem þú verður fyrir truflunum síðdegis. Þú færð fréttir af fjar- lægum vini. Heimurinn er heima - ráðstefna um fjölmenningarlegt samfélag: Fjölbreytni auðgar Um hádegi í dag hefst ráð- stefnan Heimurinn er heima - Fjölmenningarlegt samfélag á íslandi á Grand Hótel. Ráðstefnunni lýkur siðdegis á morgun. Samstarfsnefnd Reykja- víkur um málefni nýbúa stendur fyrir ráðstefnunni. Samstarfsnefndin hefur fyr- ir hönd Reykjavíkurborgar imdanfarið unnið að stefnu- mótun í málefnum útlend- inga búsettum í Reykjavík og er ráðstefnan liður i þess- ari stefnumótun. Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri á þróunar- og fjölskyldusviöi Ráðhúss Reykjavíkur, er formaður samstarfsnefndarinnar. „Á ráðstefnunni verður rætt um hvemig við getum nýtt okkur kosti þess að við erum að verða fjölmenning- arlegt samfélag. Því fylgja íjölmargir kostir en það er líka ýmislegt sem við þurf- um að hyggja að. Við þurf- um að búa útlendingum sem hingað flytjast sóma- samlegar aðstæður sem em til þess fallnar að valda ekki fordómum í samfélaginu. Við þurfum einnig að Fróóleg ráöstefna tryggja þessu fólki íslensku- Snjólaug Stefánsdóttir er formaöur samstarfsnefndar Reykjavíkur um málefni nýbúa kennslu o.s.frv.“ segir Snjó- ............................... laug. Á ráðstefnunni verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður könnunar sem Gallup á íslandi vann fyrir samstarfsnefndina á viðhorfum útlendinga til ýmissa þátta hér á landi. „Við fáum líka erlenda fyrirlesara sem hafa ýmsu að miöla okkur.“ Dagskrá ráðstefnunnar er þétt og gríðarlega fróöleg. í kvöld verð- ur svo í tengslum við ráöstefnuna fjölmenningarleg veisla í Borgar- bókasafninu við Tryggvagötu á vegum Reykj avíkurborgar og sam- takanna Fjölbreytnin auðgar. „Við ætlum að nálgast málefnið með já- kvæðum formerkjum,“ segir Snjó- laug, „enda er þetta ekki vanda- mál, flest af þessu fólki er hingað komið fyrir atbeina vinnumarkað- arins.“ -ss Geri með flottustu brjóstin Það hefur aldrei farið á milli mála að Geri Halliwell er með flottustu brjóstin í bænum. Nú hefur það verið opinberlega stað- fest að svo sé, að því er kvenkyns lesendur breska timaritsins Pink Ribbon Magazine úrskurðuðu. Kryddpían fyrrverandi skaut mörgum bijóstfögriun konum aft- ur fyrir sig, þar á meðal Jennifer Lopez, sem lenti í öðru sæti, og Liz Hurley, sem lenti í þriðja sæti, ásamt tveimur öðrum. Aumingja Pamela Anderson lenti bara í níunda sæti, enda bú- in að fjarlægja eitthvað af sílokon- púðunum úr barmi sínum. Bíógagnrýni Glæsilegt feilskot The Legend of 1900 ★ ★ Ég veit satt að segja ekki hvort maður á að vera þakklátur fyrir margar fallegar senur í The Legend of 1900 eða vonsvikinn yfir að myndin gengur ekki upp; er glæsi- legt feilskot. Og það fer ágætlega á því að vera hvort tveggja. The Legend of 1900 er ævisaga manns sem fæðist um borð í skemmtiferðaskipi og elur þar allan sinn aldur. Hann hefur fullkomin tök á þessari litlu veröld og skortir kjark til að fóma örygginu fyrir óvissu stóra heimsins. Fyrir galdur ævintýrsins hefur hann öðlast náð- argáfu; hann getur tjáð lífssýn sína og tilfinningar gegnum nótnaborð píanósins. Og hann hefur frjálsan hug þótt hann sé sífellt á sama stað (sem er reyndar umdeilanlegt þar sem skipið er á endalausum sigling- um milli Evrópu og Ameríku). Margar senur í The Legend of 1900 er frábærar. Fæðingarsaga að- alhetjunnar og bemska er til dæmis glæsileg goðsaga með sérstæðum persónum og í undarlegu en til- komumiklu umhverfi. í raun má segja að myndin komist á flug í hvert sinn sem Tornatore lætur sög- una þjóta hjá með röð örsmárra at- riða en um leið og hann hægir á höktir hún - og þegar hún staldrar við samtal tveggja einstaklinga þá er hún við það komin að gefa upp andann; sá ljúfi endurminningar- andi sem svífur yfir frásögninni hverfur og eftir sitja tveir leikar- ar sem reyna að blása lífi í hálf- ónýtan texta í of- hlöðnum samtalssenum. Þetta leik- ur Pruitt Taylor Vince sérstaklega illa þar sem hann þarf að rekja sög- una áfram - oftast gegn vilja áheyr- enda sinna - og vera auk þess á barmi andlegs skipbrots. Það er síð- I 29. september - 12. október 2000 Kvikmyndahátíð í Reykjavík an hipsum haps hvað af þessu kemst til skila og hvað verður bara hjákátlegt. Eins og höf- undarnir hafa sterka löngun til að búa til fal- lega sögu um fegurð lífsins og veikleika mannskepnunnar til að njóta hennar þá tekst þeim það ekki. Endalokin sem þeir búa aðal- persónunni eru billeg og innri rök sögunnar standa ekki undir henni. Og þar sem sagan er sögð af sam- 5». Gunnar Smári Egilsson ferðamanni sem verður viðskila við aðalhetjuna þá vantar stóran hluta í söguna sem ekki tekst að fylla með endursögn. Þegar höfundar vilja bregða fyrir sig lífsspeki skortir þá kjark og umvetja hana einhverri ár- ans ljóðrænu þannig að eftir stend- ur eitthvert hálfkák og bull. Tim Roth tekur þann kostinn í aðalhlutverkinu að gera frekar minna en meira og kemst því gletti- lega vel frá sínu. Hann fleytir sér áfram á stórum augum og hlýlegu glotti. Tónlistin er mikilvægur þátt- ur í myndinni - eins konar dansi- ballsdjass. Það er mikið á hana lagt þar sem hún er látlaust mærö í myndinni og auðvitað stendur hún ekki undir því. Þegar upp er staðið verður hún tákn fyrir hvað þessi saga færi miklu betur á bók en í bíó. Gunnar Smári Egilsson The Legend of 1900. Ítalía 1998. Leik- stjórn: Giuseppe Tornatore Handrit: Giuseppe Tornatore byggt á texta Al- essandro Baricco Tónlist: Ennio Morricone, Roger Waters. Leikarar: Tim Roth, Pruitt Taylor Vince, Clarence Willi- ams III, Bill Nunn, Mélanie Thierry o.fl. Jljó irriLjndaítoj'a E.ijkjauílzu.’i ‘finntjocjí ^axínónon fý'ócJa’i [jóiniLjn díri cJTu£if-Li.cjötu 105 - 2. hæcí JóunL 562 1166 - 862 6636

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.