Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 6
6 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðið 160 milljóna hagnaður hjá Íslandssíma 2001 Gangi áætlanir eftir verður ís- landssími hf. rekinn meö 160 millj- óna króna hagnaði á næsta ári, en í máli Baldurs Baldurssonar, íjár- málastjóra Íslandssíma, á hluthafa- fundi félagsins, sem fram fór í gær, kom fram að á öðrum fjórðungi næsta árs vænti stjórnendur þess að tekjur Islandssíma verði orðnar meiri en rekstrargjöld. Á þessu ári búast forsvarsmenn Íslandssíma viö því að tap verði af rekstri félagsins að fjárhæð 195 milljónir króna, án tillits til dóttur- félaga, en heildartekjur félagsins verða væntaniega 432 milljónir króna. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir að heildartekjur aukist um 120% og nemi 953 milljónum króna. Hjá Eyþóri Arnalds, forstjóra ís- landssíma, kom fram að tekjur fyr- irtækisins hefðu vaxið ört síðustu mánuði en allt síðasta ár voru þær innan við 12 milljónir króna. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs námu tekjur móðurfélags íslands- sima 136 milijónum króna. Verð- bólga 12,7% á ári - miðað við 1% vöxt neysluverðs- vísitölunnar fyrir október Vísitala neysluverðs, miðuð viö verðlag í októberbyrjun 2000, var 201,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 1,0% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 200,1 stig og hækkaði um 1,1% frá sept- ember. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,3% (vísitöluáhrif 0,22%). Verð á fötum og skóm hækk- aði um 7,1% (0,37%). Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 0,7% (0,07%) og verð á bensíni hækkaði um 2,1% (0,10%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 3,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur visitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 2,8% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í október 2000, sem er 201,5 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2000. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbinding- ar, sem breytast eftir lánskjaravísi- tölu, er 3.979 stig fyrir nóvember 2000. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni. Nauðungar- sala á lausafé Að kröfu Vélavers hf. fer fram nauðungarsala á Kverneland- rúllubaggapökkunarvél (skrán- ingarár 1989, raðnúmer 1922): Nauðungarsalan fer fram þar sem vélin er staðsett í afgirtu geymsluplássi á baklóð húss nr. 7 við Lágmúla í Reykjavík, föstudaginn 20. október 2000, kl. 10.00. Greiðsla við hamarshögg. ^Ý^UJMAÐURJbmREYKJAVÍK Tap 276 milljón- ir á fyrri hluta árs Á tímahilinu frá janúar til júníloka á yfirstandandi ári var Íslandssími rekinn með 276 milljóna króna tapi. Rekstrartap móður- félagsins fyrir fjár- magnsliði og áhrif dóttur- og hlutdeild- arfélaga var 154 milljónir króna en áhrif dótturfélaga voru neikvæð um 142 milljónir. Hlutdeild minnihluta í afkomu dótt- urfélaga var á hinn bóginn jákvæð um 36 milljónir. Eignir Íslandssíma hafa aukist verulega á siðustu mánuðum og um þessar mundir nema þær 1.891 milljón króna sem er aukning um tæp- lega 739 milljónir frá áramótum. Eig- ið fé Íslandssíma hefur aukist sam- svarandi og eigin- fjárhlutfall íslands- síma er um þessar mundir 59%. í lok yfirstandandi árs er búist við því að eiginfjárhlutfall ís- landssíma verði 42% og heildareignir verði 2,6 millj- arðar króna en i lok árs 2001 verði þær 4,3 milljarðar. Hjá Baldri kom fram að stefna Íslandssíma sé að viðhalda mjög sterkri eiginfjárstöðu fyrirtækisins í framtíðinni. Útboð á öðrum fjórðungi 2001 Á fundinum kom fram að stefnt er að skráningu Íslandssíma á markað á öðrum fjórðungi ársins 2001 í kjölfar hlutafjárútboðs, en búist er við því að þá muni safnast um 1,6 milljarðar króna af nýju hlutafé. Islandssími samdi í júní síðastliðnum við íslands- banka-FBA um að hafa umsjón með útboði og skráningu fyrirtækisins á markað. I lok síðasta mánaðar undir- ritaði Islandssími síðan víðtækan samstarfssamning við Landsbankann sem m.a. kemur inn með nýtt hlutafé í fyrirtækið og veitir umbreytanlegt skuldabréfalán. Þrátt fyrir víðtækt samstarf við Landsbankann stendur ekki til að hafa frumkvæði að breyt- ingum á samningi þeim sem fyrirtæk- ið gerði við Íslandsbanka-FBA um umsjón með útboði og skráningu. Eyþór Arnalds. Verðbólga töluvert meiri en spáð var - allar spárnar undir réttu gildi Landsbankinn, Búnaðarbankinn og Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf., Kaupþing og Íslandsbanki-FBA birtu verðbólguspár sínar fyrir hækkun vísitölu neylsuverðs milli september og október í síðustu viku. Þau spáðu öll gildum undir sanna gildinu sem var 1% hækkun, sem er töluverð hækkun á einum mánuði og nemur 12,7% hækkun á ári. Fyrirtækin spáðu hækkun upp á 0,4 til 0,7% og komust Landsbank- inn og Íslandsbanki-FBA næst því að spá rétt en voru þó talsvert langt frá því, en bankamir spáðu 0,7% hækkun. Búnaðarbankinn og Ráð- gjöf og Efnahagsspár spáðu 0,5% hækkun en Kaupþing var með lægstu töluna, 0,4%. Vanmat á áhrifum gengis- breytinga í samtali við Ingólf Bender, hag- fræðing hjá FBA, og Pál Eyjólfsson, sérfræðing hjá Landsbankanum, kom fram að spámar hjá þessum tveim bönkum hefðu vanmetið gengisbreytingar upp á síökastiö. Þær hefðu ekki gert ráð fyrir að lækkun gengis upp á síðkastið kæmi svona sterkt inn. Báðar spámar vanmátu því verðhækkanir á fótum og skóm og mat og drykkj- arvörum en í þeim liðum höfðu gengisbreytingamar mestu áhrifin. Innfluttar vörur hækkuðu um 2% og réð það miklu um áhrifin á verð- bólguna. I Markaðsgreiningu FBA í júlí siðastliðnum, þar sem verðbólgunni var spáð fyrir þetta og næsta ár, segir: „Gengi krónunnar hefur lækkað talsvert og kemur það fram í aukinni verðbólgu á næstu misser- um.“ Síðan sú spá var gefin út hef- ur lítið borið á þessum áhrifum en nú virðast þau vera farin að koma fram. Eimskip selur Brúarfoss Brúarfoss. Gerður hefur verið samningur um sölu á Brúarfossi, gámaskipi Eimskipafélagsins. Kaupandi er þýska útgerðarfélagið Ostetrans Schiffahrt Verwaltungs GmbH frá Estorf í Þýskalandi. Söluverð skips- ins er tæplega 1,3 milljarðar is- lenskra króna sem er svipað og bók- fært verð skipsins. Brúarfoss var smíðaður fyrir Eimskipafélagið í Szczecin í Pól- landi áriö 1996. Skipið er 149,5 metr- ar á lengd, tekur 1.012 gámaeiningar og hefur samtals 12.500 tonna burð- argetu. Stefnt er að því að Brúarfoss veröi afhentur nýjum eiganda í Hamborg 25. október nk. Dettifoss, sem Eimskip festi kaup á í sumar, mun koma í stað Brúar- foss og verða í Evrópusiglingum fé- lagsins á svokallaðri norðurleið. Dettifoss verður afhentur í Al- geciras á Spáni 18. október nk. og mun koma inn í áætl- unarsiglingar félags- ins í Rotterdam 23. október. Skipið kemur til Hamborgar 24. október og tekur þá við af Brúarfossi. Þessar breytingar eru lokaskrefin í inn- leiðingu á nýju sigl- ingakerfi Eimskips í Evrópusiglingum. Fé- lagið hefur með breyt- ingunum skilað þremur leiguskip- um sem félagið var með í rekstri, selt Brúarfoss og tekið inn tvö stór og tæknilega fullkomin gámaskip, Goðafoss og Dettifoss, í þeirra stað. Alþjóðlegt námskeið í raf- rænum viðskiptum á íslandi - stærstur hluti þátttakenda frá erlendum stórfyrirtækjum Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir alþjóðlegu námskeiði um rafræn við- skipti dagana 12.-15. október í Háskól- anum í Reykjavík. Stærstur hluti þátt- takendanna kemur frá aljþóðlegum stórfyrirtækjum frá 15 löndum. Einnig munu 11 stjómendur íslenskra fyrir- tækja fá tækifæri til að sækja þetta námskeið hér á landi sem er á heims- mælikvarða. Þessi lönd eru m.a. Bretland, Þýskaland, Danmörk, Portúgal, Suð- ur-Afríka, Bandaríkin og Taívan. Háskólinn í Reykjavík. Þátttakendur munu njóta fræðslu fremstu sérfræðinga í rafrænum við- skiptum og fá næg tækifæri til að mynda tengsl sín á milli og læra hver af öðrum í fjölbreyttri dagskrá. Leiðbeinendur koma frá IESE, einum virtasta viðskiptaháskóla í Evrópu, McKinsey, einu þekktasta ráðgjafarfyr- irtæki heims, og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, sem er samstarfsaðili Háskólans í Reykjavík i alþjóðlegu MBA-námi sem hefst í febrúar á næsta ári. Þetta eru sérfræðingar á sviðum rafrænna viðskipta og hafa tekið virkan þátt í þeirri miklu þróun sem er að eiga sér stað í þessum efnum um allan heim. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 DV Þetta helst mEILDARVIÐSKIPTI 1928 m.kr. - Hlutabréf 622 m.kr. - Ríkisbréf 750 m.kr. MEST VIÐSKIPTI j O Islandsbanki-FBA 126 m.kr. 0 Kögun 121 m.kr. © Össur MESTA HÆKKUN 79 m.kr. o - o - o - MESTA LÆKKUN © Delta 7,1% 0 SR-mjöl 7,1% © Skýrr 6,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1436 j - Breyting © 3,051% Urvalsvísitalan snarlækkaði í mikl- um viðskiptum Mikil lækkun varð á Verðbréfa- þinginu I gær og lækkaði úrvalsvisi- talan um rúm 3% og endaði í 1436 stigum. Viðskipti með hlutabréf námu 622 m.kr. Mest viðskipti urðu með bréf Íslandsbanka-FBA, 136 m.kr., og bréf Kögunar, 121 m.kr. Mest lækkun varð hjá Delta og SR- mjöli, 7,1%. Þessa lækkun visitöl- unnar má rekja til mikillar hækk- unar neysluverðsvísitölunnar milli september og október. Engin hækk- un varð á Verðbréfaþinginu í gær. i MESTU VHDSKIPTI M síöastliöna 30 daga 0 Íslandsbanki-FBA 563.402 0 Össur 444.149 © Baugur 263.313 © Eimskip 250.134 © Pharmaco 213.510 siöastliöna 30 daga j 0 Pharmaco 19% í i i Q íslenskir aöalverktakar 19 % i © Vaxtarsjóðurinn 16% © Jarðboranir 12 % © SR-Mjöl 11% sidastliDna 30 daga 0 Héöinn smiðja -39 % 0 ísl. hugb.sjóðurinn -21 % Q Hampiöjan -19 % 0 Hskiöjus. Húsavíkur -17 % 0 Nýheiji -13 % Gengisvísitala krón- unnar upp fyrir 116 í kjölfar nýrra verðbólgutalna í gærmorgun veiktist gengið töluvert og fór gengisvísitalan upp fyrir 116. Gengisvísitalan hefur ekki farið upp fyrir 116 síðan í júlí í sumar. ifi^HpQW JONES 10413,79 O 1,05% i! • ÍNIKKEI 15550,64 O 0,24% BB§s&p 1364,59 O 1,62% F NASDAQ 3168,49 O 2,22% SSftse 6150,10 O 0,53% F=dax 6597,95 O 0,55% 1 lCAC40 6029,43 O 1.23% GENGíÐ HÉSlÉ 12.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BB Dollar 84,000 84,430 iislslpund 122,570 123,190 |4>|: Kan. dollar 55,780 56,130 BSlPónskkr. 9,7720 9,8260 j gj=| Norsk kr 9,0260 9,0760 j Sænsk kr. 8,4780 8,5250 j I4HFÍ. mark 12,2398 12,3134 j K Fra. franki 11,0944 11,1611 j fl Belg. franki 1,8040 1,8149 i C1 Sviss. franki 48,1900 48,4600 j d^Holl. gyllini 33,0237 33,2222 Þýskt mark 37,2091 37,4327 L ít. líra 0,03759 0,03781 □C.Aust. sch. 5,2887 5,3205 B)S! Port. escudo 0,3630 0,3652 1.1—i Spá. peseti 0,4374 0,4400 1 0 ÍJap. yon 0,78010 0,78480 1" 1 írskt pund 92,404 92,960 SDR 108,5700 109,2200 SÍECU 72,7747 73,2120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.