Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 9
9
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
Útlönd
A1 Gore og George W. Bush tókust aftur á í gærkvöld:
Bush
DV, BOSTON:_______________________
Forsetaframbjóðendumir George
W. Bush og Albert Gore tókust aftur
á í kappræðum í gærkvöldi. í þetta
skiptið fóru kappræðumar fram í
Wake Forest-háskólanum í Winston-
Salem í Norður-Karólínuríkii.
Eitt helsta málefni kappræðn-
anna voru utanrikismál og reyndi
spyrillinn, Jim Lehrer frá PBS-sjón-
varpsstöðinni, að fá frambjóðend-
uma til þess að skýra mismuninn í
afstöðu sinni á þann veg að óá-
kveðnir kjósendur gætu gert upp
hug sinn byggðan á skýringunum.
Bush tók það skýrt fram að hann
vildi ekki að Bandaríkjaher gegndi
hlutverki afls sem byggði upp þjóð-
ir - herinn væri til þess að berjast í
og sigra í stríði.
Ekki allt í öllu
„Við getum ekki verið allt í öllu
fyrir alia,“ sagði Bush við um 80
milljónir áhorfenda. „Og ég tel að það
sé einmitt þarna sem ég og varafor-
setinn [Ai Gorej emm ósammála."
Gore var þessu að sjálfsögðu
ósammála og benti á hversu nauð-
synleg Marshail-aðstoðin og viðvera
bandarískra hersveita reyndist Evr-
ópuþjóðum í uppbyggingunni í kjöl-
far seinni heimsstyrjaldarinnar.
stóð sig betur
I kjölfarið á umræð-
unni um seinni heims-
styrjöldina beindist
talið að Mið-Austurlönd-
um, en undanfarna daga
hafa um 100 manns -
mest Palestínumenn -
látist í átökum á milli
ísraelska hersins og
Palestínumanna. Fram-
bjóðendumir voru svo
gott sem sammála um
hvemig bæri að leysa
deilunu í Mið-Austur-
löndum.
„Núverandi ríkis-
stjórn hefur unnið hörð-
um höndum að því að
halda samningsaðilum
við samningarborðið.
Ég mun gera það sama
nái ég kjöri,“ sagði
Bush. „Það verður þó
ekki eftir tímaáætlun
sem ég legg fram, heldur
tímaáætlun sem komin
er frá deiluaðilunum
sjálfum."
Þau ummæli sem
komu bæði áhorfendum
og fréttaskýrendum
hvað mest óvart var þegar
barst að innanríkismálum.
Fingurkoss frá Bush
George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og forsetaefni
repúbtikana í Bandarikjunum, var ánægður með
sig eftir kappræöurnar við Al Gore varaforseta í
nótt og sendi einhverjum í áhorfendahópnum
fingurkoss.
talið ásakaði Bush um að hafa ekki beitt
Gore sér nægjanlega fyrir löggjöf gegn
hatursglæpum í Texas, en þar er
Bush ríkisstjóri. Bush sneri vörn í
sókn með þvi að benda á það að ný-
verið féll dómur í máli þar sem þrír
hvítir menn voru sakfelldir fyrir að
myrða svartan mann hrottalega.
„Gettu hvað mun verða um þessa
þrjá menn? Þeir munu verða líflátn-
ir. Kviðdómur í Texas hefur fundið
þessa menn seka og það mun verða
erfltt að refsa þeim frekar eftir að
þeir hafa verið líflátnir.“
Gore var skýrmæltari
Frambjóðendumir eru báðir tald-
ir hafa staðið sig betur í þessum
kappræðum heldur en í þeim sem
fram fóru í Boston á þriðjudags-
kvöldið í síðustu viku. Flestir
stjómmálaskýrendur og áhorfendur
voru sammála því að Gore hefði
verið skýrmæltari en Bush. Þrátt
fyrir það bentu skoðanakannanir
helstu sjónvarpsstöðvanna, sem
framkvæmdar voru strax eftir kapp-
ræðurnar, til sigurs Bush. Sam-
kvæmt þeim þótti 75 prósentum
áhorfenda Bush standa sig betur.
Enn eru einar kappræður eftir og
munu þær fara fram í Washington-
háskólanum í St. Louis í Missouri-
þann 17. október.
-ÓRV
Li Peng vekur litla hrifningu
Mæður fórnarlamba kínverskra ráöa-
manna eru ekki hrifnar af Li Peng.
Mæður vilja
að Li Peng
verði refsað
Mæður námsmanna sem voru
drepnir í fjöldamorðunum á Torgi
hins himneska friðar í Peking árið
1989 hafa krafist þess að Li Peng, þá-
verandi forsætisráðherra, verði
refsað fyrir morðin. Námsmenn
voru að krefjast lýðræðisumbóta
þegar á þá var ráðist.
Að sögn mannréttindasamtaka
komu mæðurnar kröfu sinni á
framfæri við upphaf málaferla kín-
verskra andófsmanna gegn Li Peng
fyrir dómstóli í New York.
Erföabreytt maískorn í matnum
Mexíkóskir félagar í Greenpeace töldu víst vissara að klæðast einangrandi búningum þegar þeir vöktu athygli
viöskiptavina stórmarkaða á því að erfðabreyttan maís er að finna i grundvallarmat Mexíkóa, tortillakökunum.
Silfurbrúðkaup
Bandarísku forsetahjónin ætluðu
ekki að halda veislu í tilefni
tímamótanna.
Rólegt silfur-
brúðkaup hjá
Hillary og
Bill Clinton
Bandarísku forsetahjónin héldu
upp á silfurbrauðkaup sitt í New
York í gær. Að sögn talskonu Hill-
ary stóð hvorki til að bjóða vinum
heim í tilefni tímamótanna né fara
út á lífið. ígær var heldur ekki
ljóst hvort Chelsea dóttir þeirra
kæmi til að fagna með þeim. „Þetta
verður rómantískt kvöld sem hefst
seint,“ sagði talskonan. Forseta-
hjónin voru bæði önnum kafin við
störf og kosningabaráttu langt fram
á kvöld.
Meira var um að vera á 20 ára
brúðkaupsafmæli forsetahjónanna.
Haldin var veisla í Hvíta húsinu og
strengjakvartett lék fyrir gesti.
Helstu vinum forsetahjónanna var
boðið til veislunnar, þar á meðal
prestinum sem gaf þau saman.
Fangaverðir
smygluðu sæði
Tveir fangaverðir í Allenwood-
fangelsinu norðan við Harrisburg í
Pennsylvaniu í Bandaríkjunum
voru í gær ákærðir fyrir að hafa
smyglað frosnu sæði fanga til eigin-
kvenna þeirra og vinkvenna gegn
þúsunda dollara greiðslum. Fanga-
verðirnir útveguðu fóngunum
sæðistökubúnað og smygluðu siðan
sæðinu út úr fangelsinu.
Samkvæmt frásögn dagblaðs i
Pennsylvaniu vöknuðu grunsemdir
þegar fangi, sem hafði setið inni í
áratug, sagði smástrák sem kom i
heimsókn vera son sinn. Fangaverð-
imir geta átt von á allt að 20 ára
fangelsi og hálfrar milljóna dollara
sekt verði þeir dæmdir.
Hlutafjárútboð Kaupþings hf. Skráning fer fram á www.kaupthing.is og lýkur í kvöld kl. 20. Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast í afgreiðslu Kaupþings eða á www.kaupthing.is.
10.-12. OKTÓBER m KAUPÞING
Ármúli 13A | 108 Reykjavík | sími 515 1500 | fax 515 1509