Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
lO'V
Hagsýni
Fjölskyldan boröar frekar létt fæði:
Bæði hollara og ódýrara
- segir Halldóra Magnúsdóttir sem er nýflutt heim frá Bandaríkjunum með fjölskyldu sína
Halldóra flutti fyrir skömmu til ís-
lands eftir að hafa búið í þrjú ár í
Bandaríkjunum. Hún segir að það sé
mjög mikill verðmunur á milli land-
anna, bæði í matvöru og fatnaði. „í
heildina séð er verðmunurinn tölu-
verður en þó sérstaklega þegar kem-
ur að vörum eins og kjöti og þá sér-
staklega kjúklingi og gosi sem er
mun ódýrara þama úti. Þegar ég
versla hérlendis reyni ég að forðast
ýmsar vörutegundir sem eru óþarfl
en kosta stórar upphæðir séu þær
keyptar reglulega. Ég kaupi til dæmi
ekki gosdrykki, nema kannski fyrir
helgar, og það er ekki frjáls aðgangur
að þeim. Ef bömin fá að drekka eins
og þau lystir eru lítramir fljótir að
fara. Við kaupum yfirleitt ekki tilbú-
inn mat, heldur eldum hann frá
granni. í Bandaríkjunum var tilbú-
inn matur hlutfallslega mjög ódýr
miðaö við hráefni en hér á landi er
raunin önnur. Hér er tilbúinn matur
frekar dýr en hráefnið ódýrara. Hér
getur maður til dæmis fengið ódýr-
ara hveiti og sykur, til dæmis ís-
lenska hveitið. Eins má nefna þurr-
ger og vanilludropa sem hvort
tveggja var mjög dýrt þarna úti. Ég
keypti því alltaf vanilludropa héma
heima og tók með mér út ef ég var á
ferðinni. En hafa ber í huga að ódýr-
ari vörur eru stundum lakari að gæð-
um og verður að meta hvert tilfelli
fyrir sig. Ég hef til dæmis rekið mig
á að það borgar sig ekki að kaupa
ódýrar eldhúsrúllur og klósettpappír.
Ég kaupi eingöngu dýrar eldhúsrúll-
ur þar sem pappírinn er það sterkur
að hægt er að skola úr honum og
ekki er alltaf nauðsynlegt að nota
heilt bréf.
Baka mikið sjálf
Ég elti líka tilboð verslana. Ef eitt-
hvað er á góðu verði kaupi ég nokkurt
magn og frysti. Einnig eram við dug-
leg að borða hrisgrjón. Þau era góð
með mat auk þess að vera holl og ódýr
fæða. Ég er ekki með steikur í hverri
viku heldur borðum við frekar léttan
mat. Þannig sparast töluverðar fjár-
hæðir. Ég hef í mörg ár notað brauðvél
og oft notaði ég hana til að búa til ým-
iss konar deig, eins og í bollur, pitsur
og smákökur, sem ég síðan bakaði sjálf
í ofninum. Pitsumar hef ég nokkuð oft
á borðum og þá með hollu áleggi eins
og hver og einn vill. Svo baka ég boll-
ur, súkkulaðibitakökur, mufflns og
þess háttar. Ég forðast að kaupa dýrt
kex og sætabrauð, ég vil heldur baka
eitthvað gott.
Ég baka mjög oft þessar bollur og
þær era vinsælar á mínu heimili. Þær
hefast mjög vel og brauðið verður mjög
létt I sér, eins og nýbakað franskbrauð.
Halldóra Magnúsdóttir heimavinnandi móðir fjögurra barna gefur lesendum góðar upp-
skriftir að færeyskum brauðbollum og mexíkósku lasagna. Meö henni á myndinni eru
yngstu börnin hennar, Liija Líf og Enok.
Fjölskyldan mín klárar auðveldlega
svona skammt á einum degi en ef það
er einhver afgangur fá krakkarnir
bollu með sér í skólann daginn eftir.
Færeyskar brauðbollur
2 dl vatn
3 dl mjólk
2 pk. þurrger
50 g sykur
100 g smjörlíki, brætt
legg
1 kg hveiti
1 tsk. salt
Hitið vatnið og mjólkina þar til yl-
volgt. Hellið þurrgeri og sykri saman
við og hrærið. Látið bíða á meðan ann-
að hráefhi er tekið til. Egginu er síðan
hrært saman við smjörlíkið. Hveiti og
salt er látið í stóra skál og vökvanum
hrært saman við. Deigið er látið hefast
í skálinni í 40-00 mín. Gott er að setja
heitt vatn i botninn á vaskinum og láta
skálina standa í því með viskustykki
yfir. Gæta skal að ekki komist drag-
súgur að deiginu, lokið því öllum
gluggum. Því næst era mótaðar um 40
bollur sem settar era á tvær plötur og
þær látnar hefast í 20 mínútur. Bakað
í ofni við 180-200°C þar til þær eru fal-
lega brúnar. Bollumar má frysta.
Vatn hollasti drykkurinn
Við erum frekar nísk þegar kemur
að matarkaupum en reynum samt að
borða hollan mat. Það er auðvitað
margt sem ekki er hægt að sleppa við
að kaupa, eins og grænmeti, sem er
rosalega dýrt, og ostur. Þegar kemur
að mjólkurvöram kaupi ég auðvitað
mjólk, óhrært skyr og ost, auk þess
sem krakkarnir fá jógúrt með sér í
skólann. Ég kaupi yfirleitt ekki aðrar
mjólkurafurðir því þær era dýrar og
oft er í þeim mikill sykur. Bömin fá
vatn með klaka með sér í skólann en
gera sér dagamun einu sinni í viku
þegar þau fá kókómjólk eða annan
slíkan drykk. Helst vildi ég að þau
drykkju mjólk í skól-
anum en þau kjósa
frekar vatnið. Börnin
drekka mikið af því,
það er jú hollasti
drykkurinn og ég
kaupi yfirleitt ekki
ávaxtasafa eða djús á
femum.
Ég reyni að versla
aðeins einu sinni í
viku. Það er aðallega
vegna þess að ég nenni
ekki að fara fleiri ferð-
ir en ég finn líka að
það sparar mér mik-
inn pening. Ég hef haft
það fyrir sið að gera
matseðil fyrir a.m.k.
eina viku í senn því
mér finnst erfitt að
þurfa að ákveða hvað
vera á í matinn á
hverjum degi. Þegar
ég síðan fer í búðina
þá veit ég nákvæmlega
hvað ég þarf og er því
ekki að kaupa neinn
óþarfa. Þegar maður
hefur notað þetta kerfi
í svolítinn tíma þá sér
maður að af því hlýst
margt hagræði. Yfír-
sýnin yfir mataræði
fjölskyldunnar verður
betri og maður gætir
þess frekar að það sé
nægilega fjöibreytt. Ég
reyni líka að skipu-
leggja máltíðirnar
þannig að þegar mikið
er að gera og ég hef
ekki mikinn tíma til að
elda þá er ég með eitt-
hvað sem er mjög fljótgert eða þá eitt-
hvað sem ég hef búið til fyrr um dag-
inn og get bara stungið í ofninn rétt
fyrir matartímann. Þegar við bjuggum
í Bandaríkjunum borðuðum við mikið
af mexíkóskum mat en það hefur
minnkað eftir að við komum heim því
mexíkósku vörumar og kjötið er mjög
dýrt hér. En ég á frábæra uppskrift af
mexíkósku lasagna, sem er einn af
þeim réttum sem ég er oft búin að mat-
reiða fyrir fram og sting svo bara í ofn-
inn. Hægt er að bæta í réttinn alls
kyns hlutum sem e.t.v. era til á heim-
ilinu og þarf að nýta fljótlega, t.d.
papriku, lauk, ostafganga og fleira.
Mexíkóskt lasagna
Þessi réttur er byggður upp eins og
venjulegt lasagna, með nokkrum lög-
um af kjöthakki, osti og sósu. í stað
hefðbundinna lasagnaplatna nota ég
tortillas, mexíkósku hveitikökurnar.
Ég byija á því að steikja 6-700 g af
nautahakki sem ég síðan krydda með
Tilboð verslana
10-11
Tilboöin gilda til 19. október. 1
0 Nautastrimtar 999 kr. kg
Q Nautahakk 599 kr. kg
Q Úrb. kjúklingabr. 1299 kr. kg\
Q Mexico-pylsur 599 kr. kg
Q Mariachi Taco Diner Kit 219 kr.
Q Tortila pönnukökur, 8 stk. 149 kr.
Q Cheese salsa 159 kr.
Q B.C. Djöfiakaka 229 kr.
Q B.C. Gulrótarkaka 229 kr.
Q B.C. súkkul./vanillukrem 169 kr.
Tilboðin gilda til 18. október.
Óbais ungnautahakk 799 kr. kg
Svínahnakki m/beini 499 kr. kg
Stjörnu ostapopp 79 kr.
Stjörnu paprikustjörnur 159 kr.
Mávastellskaffi, 500 g 289 kr.
Rynkeby eplasafi, 2 1 223 kr.
Tilboöin gilda á meöan birgöir endast.
Ómmu tilboöspitsur, 12“ 279 kr.
Queens hvítiauksbrauö 74 kr.
Búrfells skinka, 18 sn. 638 kr. kg
Afbragös hrásalat 172 kr.
Kaffehuset speciai kaffí 195 kr.
Soller örbylgjupopp 79 kr.
Þín verslun
Tilboöin gilda til 18. október.
Q Nautahakk 15% afsl.
Q Hunt's tómatsósa 99 kr.
Q Hunt's spaghettisósur 179 kr.
O Merrild kaffí, 103 329 kr.
Q Myllu hvítlauksbrauö, 2 stk. 169 kr.
Q Toro frönsk lauksúpa 119 kr.
Q Trópí 1/4 1, 3 saman 169 kr.
Q Víking Pitsner, 500 ml Q © 59 kr.
Hraöbúöir Esso
Tilboöin gilda til 14. október. I
0 Freyju rís stórt 79 kr.
Q Sóma horn samkoka 209 kr.
Q Mónu Rex súkkulabikex 39 kr.
O Freyju hríspoki 139 kr.
Q Toffy Pops ÍOO kr.
Q Vekjaraklukka 495 kr.
Q Lugt, fjölnota, 6 IJós í einu Q Q © 695 kr.
Fjarðarkaup 1
Tilboöin gilda til 14. október.
0 Pampers prem. bleiukassi 2698 kr.
Q Þurrkryddaö lambalæri 798 kr. kg
Q Svínakótelettur 658 kr. kg
O Kgg,15 stk- í Pk- 99 kr.
O Goba lambalæri, nýtt 749 kr. kg
Q Orkumjólk 95 kr.
Q Kjarnagrautar, 21 Q Q © 289 kr.
Uougrin verslanir Olís
Tilboöin gilda út október. 1
0 Bouches hvítt, 27 g 35 kr.
Q Bouches rautt, 27 g 35 kr.
Q Freyju rískubbar, 200 g 189 kr.
O Kit Kat, 53 g 39 kr.
Q Remi súkkulaöikex, 110 g 109 kr.
Q Hanskar Thinsulated 390 kr.
Q Rúöuskafa meö bursta 345 kr.
Q
Q
©
Smáauglýsingar
DV
visir.is
mexíkósku kryddi, svo sem fajitas,
taco eða burritos. Það fer náttúrlega
eftir smekk hvers og eins hvaða krydd
er notað. Gott getur verið að drýgja
kjötið með nýrnabaunum úr dós. Þá er
þeim og safanum af þeim bætt út í kjöt-
ið þegar það er að fullu steikt og búið
er að krydda það. Fyrst set ég eitt lag
af kjöti í botninn á eldfóstu móti og
einhverja sósu og ost yfir það. Sósum-
ar sem hægt er að nota era t.d. gu-
acamole-, taco-, salsa- og ostasósa. Það
má nota eina eða fleiri í réttinn, það
fer eftir því hversu örlátur maður er
og hvað maður vill leggja mikið í
hann. Því næst kemur eitt lag af
tortillas-hveitikökum og síðan annað
lag af kjöti, osti og sósu. Gott er að
mylja mexíkóskar flögur (nachos) yfir
eitt kjötlagið i miðju réttarins. Það er
þó ekki nauðsynlegt. Efsta lagið sam-
anstendur svo af kjöthakki með osti
yfir. Rétturinn er bakaður i ofni við
200" C þar til osturinn hefur tekið á sig
lit. Lasagnað er borið fram með
salsasósu, sýrðum rjóma og mexíkósk-
um flögurn". ÓSB
Molar
Ediká
vððargólfið
Eitt algengasta gólfefni nú á dögum
er viður og hægt er að fá parket í ótal
tegundum og útfærslum. Ekki er úr-
valið minna af þeim efnum sem fást
til að þrifa þessi gólf og era mörg
hver afskaplega dýr, auk þess sem
svolítil fyrirhöfn getur verið að nota
þau. Því er ástæða til að benda fólki á
að á flestum heimilum er til ódýrt og
handhægt efni sem dugar til margra
hluta þegar kemur að hreinlæti. Hér
er auðvitað um að ræða borðedik sem
margir Evrópubúar hafa nýtt til þess-
ara hluta í áratugi. Þegar parketgólf
er þvegið með ediki reglulega mynd-
ast á því fallegur gljái með tímanum.
Um það bil tveimur matskeiðum af
ediki er blandað í 41 af volgu vatni og
gólfklúturinn undinn upp úr þessari
blöndu þannig að hann sé aðeins rak-
ur þegar honum er rennt yfir gólfið.
Eftir að þetta hefur verið gert í nokk-
ur skipti myndast fallegur gljái á gólf-
inu þannig að það sýnist ætíð sem
nýtt. Eins og allir vita þola viðargólf
ekki mikla bleytu en hæfilegt þykir
að þrífa gólf með ediki á um tveggja
viknajresti. Þess á milli ætti að ryk-
suga eða þurrmoppa gólfin, helst dag-
lega, þar sem sandkorn og annað
smálegt á gólfinu getur rispað það.
Olivia - nýtt smjör-
líki á markað
Olivia-smjörlíki er komið á markað
hér á landi. Það inniheldur mikið af
suðrænni ólífuolíu og er markmiðið
með framleiðslu þess að sameina kosti
ólífuolíu og smjörlíkis. Smjörlíkið
hentar bæði til baksturs og til steiking-
ar og hægt er að hita það í 190”C. Oli-
via er þróað af dönsku matvælafyrir-
tæki, Dragsbæk, sem nýlega keypti stór-
an hlut í Kjamavörum sem er framleið-
andi smjörlíkisins hér á landi. Drags-
bæk hefur verið leiðandi i vöraþróun á
dönskum viðbits- og smjörlíkismarkaði
og er Olivia fyrsta afurðin ffá
fyrirtækinu sem kemur á íslenskan
markað.