Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
Skoðun_____________________________________________________________________________________________________X>V
Sjónvarpið:
Hvað finnst þér helst vanta í
grunnskólum landsins?
Edda Arnaldsdóttir, 12 ára:
Fleiri sérkennstufima.
Vigdts Sverrisdóttir, 12 ára:
Það vantar fleiri frímínútur.
Arnar Bjartmarsson, 12 ára:
Fleiri hópverkefni og námskeið.
Inga Valgerður Stefánsdóttir, 12 ára:
Mér finnst vanta leiklist.
Ari Eiísson, 12 ára:
Þaö vantar fleiri skemmtileg
hópverkefni.
Erla Björk Þorsteinsdóttir, 12 ára:
Það vantar lengri frímínútur miðað
við langan skóladag.
Milli himins og jarðar
Sigríður Gunnarsdóttir
skrifar:
Sjónvarp allra landsmanna (með
góðu eða illu) tók upp léttara hjal sl.
laugardag með þættinum Milli him-
ins og jarðar. Þeir sem á annað borð
horfa enn á Sjónvarpið settust fyrir
framan tækin og biðu með eftir-
væntingu. Sannleikurinn er þó sá að
laugardagskvöldin eru orðin þau
kvöld sem fæstir horfa á sjónvarp.
Unga fólkið er farið út á stjá ásamt
hinum sem sitja á matstöðum lands-
ins eða eru í boðum. Þeir sem heima
sitja, afgangurinn; kyrrsetufólk á
miðjum aldri og upp úr (fólkið sem
aldrei fer út hvort eð er) og aðrir
sem alltaf eru að bíða þess að fá eitt-
hvað fyrir sinn áskriftarsnúð sitja
og þrá að Sjónvarpið færi þeim krás-
ir hvert kvöld.
Laugardagarnir eru því kannski
eftir allt ekki besti timi til að senda
út nýja skemmtiþætti, heldur venju-
leg vikukvöld. Það sannaði t.d. áhorf-
ið á þáttinn Þetta helst, sem var á
fimmtudagskvöldum. En auðvitað
fylgist stofnun eins og Sjónvarp ekki
með þessu. Eða er það útvarpsráð
sem ræður ferðinni?
Leikkonan Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir var í forsvari fyrir þess-
um nýja þætti. Hún er kunn sjón-
varpsáhorfendum, einmitt úr þættin-
um Þetta helst, þar sem hún stóð sig
prýðilega og var einn burðarás þess
þáttar. - í þættinum Milli himins og
jarðar var Steinunn Ólína líka
burðarásinn. Hún kynnti efnið og
var á þönum frá skrifborðinu og að
því aftur. Það er ekki hlutverk stjórn-
andans.
Flest atriðin í þættinum komu
kunnuglega fyrir sjónir; glefsur úr
gömlum sjónvarpssenum í
svart/hvítu, og hefði svo sem mátt
staldra við einhverjar þeirra eins og
t.d. Lárus Ingólfsson leikara sem fór
frábærlega með allt sem hann flutti -
Steinunn Olína Þorsteinsdóttir leikkona í nýjum sjónvarpsþætti
Ræður útvarpsráð ferðinni?
„Ég treysti hins vegar hinni
ungu leikkonu til að stjórna
svona þætti með prýði og óska
henni velfarnaðar í verkefn-
inu. Einfalt tal manna í milli
(ekki tilbúnir fábjánar!) er af-
farasælast. “
gamlalkunnugt viðtal gamlingja, eins
konar konar „Árnasafns“-sena, -
snögg innkoma Arnar Árnasonar
leikara - til einskis, Aðeins litla
stelpan sem forríkur kvótaeigandi
var hinn nýi neisti sem kveikti
áhuga minn. Textinn sem henni var
lagður í munn var frábær og vel flutt-
ur. - En þessi þáttur Milli himins og
jarðar var í raun áramótaskaup í
„mini“-útgáfu.
Mér datt sem snöggvast i hug að
þarna hefði útvarpsráð sjálft um
vélað með sínum „snjöllu" hugmynd-
um sinum. Ég treysti hins vegar
hinni ungu leikkonu til að stjórna
svona þætti með prýði, og óska henni
velfarnaðar í verkefninu. Einfalt tal
manna í milli (ekki tilbúnir fábján-
ar!) er affarasælast. - Rétt eins og í
Þetta helst-þættinum, eða þannig...
Góðærið sem gleymdi öldruðum
Það var döpur
sjón að sjá hin
þöglu mótmæli
aldraðra og öryrkja
fyrir framan Al-
þingishúsið við
setningit þingsins á
dögunum. Það hlýt-
ur að teljast há-
mark lágkúrunnar
á íslandi á sama
tíma að birta þær fréttir að ríkissjóð-
ur hafi aldrei verið rekinn með jafn
miklum blóma og nú. En hvað er það
sem veldur því að margir eldri borg-
arar skuli þurfa að lifa á smánar-eft-
irlaunum ásamt öryrkjunum? Þetta
fólk hefur einfaldlega gleymst, fólk
sem ætla verður að ráðamenn vilji
„Danir miða við 60 ára starfs-
lokamarkið en fólk heldur
sömu launum eins og það
væri í vinnu. Norðmenn, Sví-
ar og Finnar gera betur við
ellilífeyrisfólk og öryrkja en
gert er hér á landi. “
ekki vita af, nema þegar kosningar
eru í nánd.
Launamál hér eru komin í görótt-
an farveg. Ýmsir, t.d. forstjórar, eru
með allt að 1,5 til 2 milljónir króna i
mánaðarlaun og þingmenn ákvarða
sín laun sjálfir. En sé tekið dæmi frá
nágrannalöndum okkar, t.d. Bret-
landi, þá fá ellilífeyrisþegar þar, ör-
, yrkjar og fólk án vinnu, fri lyf, húsa-
leigubætur og svonefndan „kola-
styrk“ sem nægir í dag fyrir gasi eða
rafmagni (sem leyst hefur kolin af
hólmi). Læknisþjónusta er öllum
Bretum ókeypis ásamt ýmissi
annarri þjónustu sem innt er af
hendi á heilsugæslustöðvum og
sjúkrahúsum.
Danir miða við 60 ára starfsloka-
markið en fólk heldur sömu launum
og það væri í vinnu. Norðmenn, Sví-
ar og Finnar gera betur við ellilífeyr-
isfólk og öryrkja en gert er hér á
landi. Gleymum heldur ekki hinu
geysiháa matarverði hér sem er hið
hæsta í allri Evrópu. Núverandi
ástand er okkur til skammar og illt
til afspumar í nágrannalöndunum.
Skarphéðinn
Einarsson
skrifar:
Dagfari
Debet og kredit
Pétur Blöndal er mikill spekingur. Þetta
hefur Dagfara alltaf fundist og aldrei farið í
grafgötur um það. Aðhaldssemi Péturs í fjár-
málum er til eftirbreytni.
Dagpeningamálið er Dagfara enn í fersku
minni. Pétur hafði svo stórar summur í vas-
anum þegar hann kom úr einhverri ferðinni
á vegum þingsins að hann gaf þær Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Það var þó ekki af
manngæsku heldur átti Pétur bara í vand-
ræðum með að finna fúlgunum stað í bók-
haldinu þar eð þær voru hvorki debet né
kredit. Þannig hugsar Pétur Blöndal. Hann
er ekki að láta mannlegar tilfinningar trufla
sig heldur samræmið milli debet og kredit í
heimilisbókhaldinu.
Fleira má læra af Pétri. Hann krefst þess
til dæmis af ungum syni sínum að hann
vinni fyrir hverri krónu sem hann lætur
honum í té. Þetta kom fram á hagsýnisíðum
DV fyrir tveimur árum þar sem Pétur var í
örvæntingu að reyna að gefa löndum sínum
góð ráð og sporna þannig við sukki þeirra í
fjármálum. Sonurinn fékk tiu krónur fyrir að
slökkva á vekjaraklukkunni sinni og tuttugu
krónur fyrir að klæða sig á innan við tíu
minútum. Þetta gerði þrjátíu krónur á dag og
Og þannig á maður að hugsa í samfélagi þar
sem markaðslögmálin ráða. Því miður hafa
öryrkjar og ellibelgir þessa lands ekki áttað sig
á þessu og eru því sífellt að bera sínar
búksorgir á torg með þurftarfrekju af alógeð-
felldustu sort.
á þeim lifði sonur Péturs góðu lífi. Menn eiga
nefnilega að vinna fyrir þeim krónum sem
þeir eyða.
Og þannig á maður að hugsa í samfélagi
þar sem markaðslögmálin ráða. Því miður
hafa öryrkjar og ellibelgir þessa lands ekki
áttað sig á þessu og eru því sífellt að bera
sinar búksorgir á torg með þurftarfrekju af
alógeðfelldustu sort.
„Óreglan er margs konar og hún er víða,“
segir fjármálaséníið Pétur í blöðunum og
ekki er furða þótt hann hneykslist. Gamalt
fólk hefur orðið uppvíst að því að kaupa sér
sérríflösku á tyllidögum, gefa barnabörnun-
um sínum gjafir og jafnvel gerst svo djarft að
treysta sínum nánustu og skrifa upp á víxla
fyrir þá! Það barasta gengur ekki í samfélagi
auðhyggjunnar og þetta veit Pétur.
Pétur veit líka að það er út í hött að aldr-
aðir séu með lágar ráðstöfunartekjur. Menn
eiga að hafa tekjur i samræmi við störf sín
en kveinandi gamalmennin og síkvartandi ör-
yrkjamir eru ekki i neinum störfum. Krón-
urnar sem þau fá eru því - hvernig sem á
það er litið - alltaf of margar.
Nýmæli hjá lögreglunni
Lögga og leikari við hvern staur?
Pappírslöggur
Sunna hringdi:
Maður stendur undrandi yfir þeirri
ákvörðun lögreglustjóra í nokkrum
embættum sínum hér á Reykjanesi að
ætla að vekja almenning til aukinnar
vitundar um umferðarhættu með
skiltum af lögreglumanni i fullri stærð
við aðalumferðaræðina á svæðinu.
Þetta er ekki illa meint auðvitað en af-
skaplega ódýr, ég vil segja „billeg"
lausn á því vandamáli að ekki sé til
nægur mannskapur hjá löggæslunni
til að vera á eftirliti í eigin persónu á
bíl eða mótorhjóli á þessari mestu um-
ferðaræð landsins. Ég vona samt að
þetta verði ekki til einskis, þótt ég telji
það ei tO bóta í neinum mæli.
Risalán?
Einar Árnason skrifar:
Á mínum vinnustað hefur nokkur
umræða spunnist um þá þróun í
bankamálum hér að starfsmenn og
einkum háttsettir stjórnendur bank-
anna hafa verið að kaupa hlutabréf i
þeim stofnunum sem þeir eru í for-
svari fyrir. Svo langt hefur þetta geng-
ið að viðkomandi ráðherra banka-
mála hefur neyðst til að gera athuga-
semdir þar um. Verra er ef einstakir
ráðamenn þessara peningastofnana
hafa lagt sig í lima við álíka uppkaup
hlutabréfa með risalánum, kannski á
betri kjörum en standa hinum al-
menna viðskiptavini til boða, til að
eignast hlutabréf í þeim stofnunum
sem þeir stýra. Likt og fréttir hafa
hermt að átt hafi sér stað í íslands-
banka-FBA. Allt eru þetta stofnanir
sem almenningur sækir til varðandi
sínar ijárreiður og verður að geta
treyst því að innanhússkritur og sam-
keppni um eignaraðild spilli ekki
hinu trausta orðspori sem sérhver
bankastofnun þarf að hafa í heiðri.
Óeirðir á götum úti
Daníel skrifar:
Ég vil lýsa
megnustu
óbeit á því at-
hæfi sem hér
bryddar á, að
hafa í frammi
mótmæli - oft-
ast gegn stjórn-
völdum sem þó
oftar en ekki
eiga enga aðild
að viðkomandi
máli - með ofbeldi og heift. Að kveikja
í þjóðfánum erlendra ríkja (kannski
stutt í að aðfór verði gerð að íslenska
fánanum) hér á götum úti er atburður
sem við íslendingar viljum ekki sjá
aftur. Það er engin ástæða til að taka
vettlingatökum á þeim sem þetta gera.
Erlendir menn sem hér dvelja tíma-
bundið eða hafa fengið hér ríkisfang
eiga að virða íslenska friðhelgi og
semja sig að íslenskum þankagangi.
Annað verður ekki liðið.
Evran - pólitískur
líkkistunagli
Vilhjálmur AlfreðssonjsJkrifar:
Þegar Danir sögðu NEI við evrunni
var það fyrsti naglinn í pólitískri lík-
kistu Pouls Nyrups Rasmussens, for-
sætisráðherra Dana. Ekki bara einu
sinni hefur hann hótað sinni eigin þjóð
pólitísku ofbeldi heldur einnig að beita
og hóta pólitísku ofbeldi gegn Færeyj-
um og Grænlendingum. Að Danmörk
skuli enn fylgja nýlendustefnu á Norð-
ur-Atlantshafi er gjörsamlega út í hött.
Þurfum við sem Évrópuþjóð að segja
Dönum til, eða hvað?
pvl Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Mótmælt með röng-
um hætti
Viljum ekki sjá
þetta þróast hér.