Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Side 15
14
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
19
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Oræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafrsn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setnlng og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim.
Handafl og tilskipanir
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur farið
sér hægt í einkavæðingu ríkisviðskiptabankanna.
Hægagangur ráðherrans hefur haft slæm efnahagsleg
áhrif, enda hefði umfangsmikil einkavæðing bankanna
slegið verulega á þensluna þegar þess var þörf og hrint
af stað uppstokkun á islenskum íjármálamarkaði sem
öll rök benda til að sé nauðsynleg. Heimili og fyrirtæki
hafa þurft að sætta sig við hærri vexti en þekkist í
helstu viðskiptalöndum íslands vegna framtaksleysis
ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. í stað þess að láta
verkin tala hefur ráðherrann setið með hendur í skauti
og gælt við hugmyndir um að sameina Búnaðarbanka
og Landsbanka í einn banka. Furðu sætir hve mikið
langlundargeð talsmenn einkavæðingar innan ríkis-
stjórnarinnar hafa sýnt ráðherra viðskipta- og banka-
mála.
DV og fleiri fjölmiðlar hafa undanfarna daga greint
frá því að búist sé við að innan fárra daga dragi loks til
tíðinda. Flestir á íslenskum íjármálamarkaði virðast
búast við að ríkisstjórnin samþykki tillögu Valgerðar
Sverrisdóttur um að sameina ríkisviðskiptabankana
áður en hafist verður handa við klára einkavæðingu
þeirra. Með því verður hins vegar farið úr öskunni í eld-
inn.
Fáir bera á móti því að endurskipulagning og hag-
ræðing sé nauðsynleg á íslenskum íjármálamarkaði en
það óskynsamlegasta sem ríkisstjórnin getur gert í þeim
efnum er að beita handafli. Viðskiptaráðherra getur og
má ekki hafa frumkvæði að því að sameina banka eða
aðrar fj ármálastofnanir. Til þess skortir hann alla yfir-
sýn og skilning sem aðeins fæst á markaði samkeppn-
innar. Stjórnmálamenn hafa ekki verið þekktir fyrir að
taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi viðskipti - til
þess eru aðrir betur fallnir. Það eina sem stjórnmála-
menn geta gert er að skapa þeim sem betur eru færir en
þeir tækifæri til að hefjast handa.
Viðskiptaráðherra á ekki að hafa áhyggjur af því
hvaða leiðir íslenskir bankar kjósa að fara í endalausri
leit þeirra að hagkvæmari rekstri. Þegar ráðherra hef-
ur selt hlutabréf rikisins í ríkisviðskiptabönkunum á að
láta nýja eigendur hafa áhyggjur af rekstrinum og fram-
tíðinni.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra getur ekki
skýlt sér á bak við einhver reiknilíkön fjármálamanna
sem sýna fram á mikinn sparnað og hagkvæmari rekst-
ur ríkisviðskiptabankanna verði þeir sameinaðir.
Reiknilíkön gefa ekki aðrar niðurstöður en þeim er ætl-
að og forsendur gefa tilefni til. Þróunin á íslenskum
fjármálamarkaði verður að gerast á markaðslegum for-
sendum en ekki með stefnuyfirlýsingu frá opinberum
aðilum.
Verkefni ríkisstjómarinnar og Valgerðar Sverrisdótt-
ur viðskiptaráðherra er ekki að knýja fram sameiningu
Búnaðarbanka og Landsbanka heldur fyrst og fremst að
klára verkefni sem þegar hefur verið hafið: að draga
rikið fyrir fullt og allt út úr rekstri á fjármálamarkaði
en um leið að tryggja að eðlileg samkeppni fái að njóta
sín. Það væri furðuleg niðurstaða ef viðskiptaráðherra,
yfirmaður samkeppnismála, teldi það í samræmi við
anda og tilgang samkeppnislaga að fækka leikendum á
markaði með handafli og tilskipunum.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun
Viðskiptabönn og viðskiptafrelsi
„Viðskipti tryggja efnahagslegt sjálfstæði sem er for-
senda þess að almenningur í írak sé tilbúinn að berjast
gegn ofríki Saddams Husseins. “ - Hussein á opinberri
hátíð múslíma í Bagdad.
öflugan hljómgrunn hjá vinstri mönn-
Ég er á móti viðskipta-
bönnum af einfaldri ástæðu;
ég tel þau í fæstum tilvikum
þjóna tilgangi sínum. Þetta á
einnig við um viðskiptabann
SÞ gagnvart írak í þeim til-
gangi að steypa ógnvaldinum
Saddam Hussein af stóli. Nið-
urstaðan er sú að bannið
bitnar á þriðja aðilanum, al-
menningi í írak, sem er kúg-
aður til stuðnings við ein-
ræðisherrann.
Þrátt fyrir að SÞ hafi boð-
ið Saddam að slakað yrði á
banninu gegn því að eftirlitsnefnd fái
að koma inn í landið til að taka út
eign íraka á gjöreyðingarvopnum hef-
ur því verið hafnað. Saddam Hussein
hefur því valið vopnin fyrir sig í stað
lyfja og matar fyrir þjóð sína. Það er
þvi ljóst að það eymdarástand sem
skapast hefur í kjölfar viðskipta-
bannsins er sök Saddams Husseins.
Afnemum viðskiptabannið
Saddam Hussein ógnar öryggi Vest-
urlanda. Hann ræður yfir gjöreyðing-
arvopnum og hefur hvað eftir annað
ítrekað andstyggð sína á vestrænum
ríkjum. Þeir sem eru að reyna að
tryggja öryggi okkar segja valið
standa á milli þess að beita
hervaldi eða viðskipta-
banni. Af þessum tveimur
kostum telur öryggisráð SÞ
viðskiptabannið skárri
kost. En bannið hefur sorg-
legar afleiðingar í fór með
sér fyrir ahnenning í írak
sem hefur styrkst í stuðn-
ingi sínum við kúgara sinn.
Því hef ég talað gegn við-
skiptabanninu enda stuðn-
ingsmaður frjálsra við-
skipta og tel að með þeim sé
lagður grunnur að þeim
gildum sem við viljum halda á lofti,
eins og lýðræði og frelsi.
Að efla viðskipti við kúgaðar þjóð-
ir er ein leið til að upplýsa almenning
í viðkomandi löndum um hvað frjálst
markaðshagkerfi felur í sér og hvern-
ig það vinnur að velferð einstaklinga
og þjóða. Með auknum viðskiptum
þarf að koma aukið frjálsræði og sam-
skipti milli þjóða sem aftur eykur vel-
megun borgaranna. Þegar borgarar
sjá að velferð þeirra byggist fyrst og
fremst á frelsi en ekki tilskipunum
stjórnmálamanna og einræðisherra
vex andstaða gegn harðstjórunum.
Viðskipti tryggja efnahagslegt sjálf-
stæði sem er forsenda þess að al-
menningur í írak sé tilbúinn að berj-
ast gegn ofríki Saddams Husseins.
Með því að efla þessa vitund al-
mennings, gera fólkinu grein fyrir í
hverju kúgun þess er fólgin, er kom-
inn sá grundvöllur sem nauðsynlegur
er til að fólkið rísi upp og krefjist
frelsis undan harðstjórum og lýðræð-
is fólkinu til handa. Þetta var horn-
steinninn í baráttu almennings í
Austur-Evrópu gegn valdhöfum sín-
um; þeim var ljóst að dýrö sósíalism-
ans var blekking þegar samskipti við
Vesturlönd jukust. Þaðan spratt and-
staðan við valdhafana sem leiddi til
falls járntjaldsins.
Enginn tvískinnungur
Það er hreint með ólíkindum að
þurfa að hlusta á það frá vinstri
mönnum að félög, sem ekki tóku þátt
í mótmælum gegn Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hafi sýnt tvískinnung í mann-
réttindamálum því áður hefðu þau
mótmælt komu Li Pengs hingað til
lands. Ekkert er eins fjarri lagi þrátt
fyrir að við höfum ekki viljað taka
okkur stöðu gegn Albright við þetta
tilefni við hlið t.d. herstöðvaandstæð-
inga.
Heimdallur hefur allt frá stofnun
félagsins, árið 1927, barist með oddi
og egg fyrir mannréttindum einstak-
linga sem við teljum best tryggð með
frelsi þeirra gegn ofríki ríkisvalds. í
þeirri baráttu höfum við verið tals-
menn frjálsra viðskipta, enda er
markaðurinn frelsinu skjöldur og er
ánægjulegt að við loksins fáum svo
um í dag. Það er ekki langt síðan
þessir sömu aðilar börðust gegn
hvers kyns viðskiptum og þá má
kannski spyrja- að því hvaðan tví-
skinningurinn kemur. Ekki frá
Heimdalli, það er ljóst.
Björgvin Guömundsson
Björgvin
Guömundsson,
form. Heimdallar og rit-
stj. Frelsi.is
Vitlaust gefið
Mörg athyglisverð mál eru nú í
brennidepli; sum gefa alveg nýja inn-
sýn. í miðju góðærinu er ekki allt
sem sýnist en fólk á að viðurkenna
með kurt og pí að allt sé í himnalagi.
Mjög litrík og fróðleg orðaskipti hafa
orðið milli tveggja forseta, lýðveldis-
ins (1) annars vegar og þingsins (2)
hins vegar. Þingið hefur fjarlægst
fólkið, segir forseti 1. Þessu hlaut
forseti 2 augljóslega að mótmæla því
það er vitaskuld rangt þar sem það
er fólkið sem hefur fjarlægst þingið
en ekki öfugt; þingið hefur einfald-
lega setið eftir í ásköpuðum stelling-
um. Þjóðin getur sjálfri sér um kennt
með æðibunuganginum og sókn eftir
lífsgæðum og viðurværi með leiðum
sem ekki liggja um skömmtunar-
krana við Austurvöll. „Ef fjallið
kemur ekki til Múhameðs kemur
Múhameð til fjallsins". Þjóðin hefði
átt aö samsama sig félagi fordildar-
manna við Austurvöll.
Forseti 1 hefur rétt fyrir sér hvað
varðar þróun atburðarásar í nýja
efnahagskerfinu svokallaða; sam-
skiptabyltingin leiðir strauma þjóð-
„Forseti 1 hefur rétt fyrir sér hvað varðar þróun at-
burðarásar í nýja efnahagskerfinu svokallaða; sam-
skiptabyltingin leiðir strauma þjóðlífsins fram hjá
Austurvelli, en hann skilur ekki að þessi þróun er ólýð-
rœðisleg og jafngildir þvi að greiða atkvœði með fótun-
um eða sýna borgaralega óhlýðni. - Forseta 2 getur þó
verið huggun í harmi að hið sama gerist nú um allt.“
lífsins fram hjá Austurvelli,
en hann skilur ekki að þessi
þróun er ólýðræðisleg og
jafngildir þvi að greiða at-
kvæði með fótunum eða
sýna borgaralega óhlýðni. -
Forseta 2 getur þó verið
huggun i harmi að hið sama
gerist nú um allt.
Vagga lýðræðisins
Já, lýðveldið er það elsta
í heimi og vagga lýðræðis-
ins þar sem atkvæði borgaranna eru
vigtuð misjafnlega allt eftir því í
hvaða deild þau eru. Það er líka
tímasóun að láta fólk i úrvalsdeild
kljást við fólk i neðstu deild. Að vísu
er unnt að koma á pókalkeppni þar
sem allir taka þátt; skoðanakannanir
eru því ígildi pókalleikja. Þótt niður-
stöður liggi fyrir varðandi helstu
álita- og ágreiningsmál eru verðlaun-
in bara farandsbikar sem fær að
skreyta húsakynni um sinn. Þing-
menn úrvalsdeildar láta ekki breyta
leikreglum í miðjum leik.
Óðs manns æði
Ef fólk veltir fyrir sér þeim ásetn-
ingi aö gera réttinn til fiskveiða að
eignarétti fárra.falla flestum hendur
í skaut; þaö getur bara ekki verið
rétt og þeir sem halda því fram
hljóta að vera rangt upplýstir eða
það sem verra er, öfundsjúkir.
Einstaklingar fara einfaldlega bet-
ur með sínar eigur en stjórnmála-
menn og það er algilt lögmál, einnig
þótt stærsta auðlind þjóðarinnar eigi
í hlut; hinn svipuli sjávarauður fell-
ur vel að hagfræðilíkönum séreign-
armanna. Loftið sem við öndum aö
okkur hefur verið mengað of mikið;
þvi ber að koma því í einkaeign. ís-
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
lendingar eru mjög snjallir
í stjómun á nýtingu nátt-
úruauðlinda til einkaþarfa;
enda fer kynning fram í út-
löndum. Annars er þjóð-
arsálin íslenska sauðþrá og
lætur ekki teyma sig út i
hvað sem er.
Öfug Pótemkintjöld
Löggjöfin um fiskveiði-
stjómun, ragbætt og stög-
uð, rammskekkt og bjöguð,
ásamt lögum um heimildir til frest-
unar sköttunar hagnaðar af kvóta-
sölu hefur leitt til þess að nú er hægt
að selja þjóðareign og siðan flytja
hagnaðinn milli fyrirtækja eða til út-
landa og sleppa alveg við skatta. For-
seti 2 ritaði í ársbyrjun tvær greinar
tii varnar kvótakerfmu og tíndi allt
til, já allt of margt, enda glöggur.
Hann veit meira að segja að menn
fari nú betur með flskinn; hann til-
tók þó ekki gæðaástand þess fisks
sem fer fyrir borð.
Það er hægt að græða án þess að
aðrir tapi, segja réttir kennimenn;
enda velti Ingibjörg Sólrún millj-
arðaskuldum af borginni yfir á
Veitustofnun án þess að hún hækki
verð á orku. Eilifðarvélin er í sjón-
máli. Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja
eru næstum fimmtungur þúsunds
milljarða og hafa aukist hratt en lík-
legt er að þær séu að verulegum
hluta til komnar vegna kvótakaupa.
Pótemkintjöldin sýna larfa að fram-
an en unnt er að læðast út um bak-
dyr með kvótahagnað. Með lævísri
leikfléttu er búið að innleysa rentu
af fiskveiðum til margra ára. En fólk
skyldi ekki æðrast því það var nefni-
lega vitlaust gefið í upphafi.
Jónas Bjarnason
Með og á móti
• •
Oruggt kynlíf
4
/stakmark á smokkakaupum unglinga?
Hvatning til hórdóms
,,Ég er fylgjandi
því að þessir
krakkar noti
smokka, einfald-
lega af því að þau
eru byrjuð að stunda kynlíf
og það er ekki hægt annað en
að leyfa þeim að komast í
vamir. Hitt leiðir bara af sér
bameignir, fóstureyðingar og
sjúkdóma, og það er það sem
við erum að reyna að koma í
veg fyrir.
Hvort 15 ára unglingur kemst í
smokka eða ekki breytir ekki
ákvörðun hans um að stunda kynlíf, þau stunda það hvort sem er. Við erum bara að „Siðferðisbrest- 1 ur stjórnvalda er •Bpr* alvarlegt umhugs- f2)
1 . w hjálpa þeim að stunda öruggt unarefni. Hvað eft-
9, kynlíf. ir annað er að
Sóley Bender gerði rann- sóknir á þessu hér á landi fyrir nokkrum árum, og hennar rannsóknir sýna að mínu áliti hvatt til að ungling- arnir stundi kynlif. Allt virðist gert til að æsa upp hvatir fólks í fjölmiðlum og ekki síst í rik-
Einarsson,
læknanemi á
þriöja ári
25 prósent 14 ára unglinga
hafa haft fyrstu kynmök og
að meðalaldur við fyrstu kyn-
mök er 15,4 ár. Þetta er undir
því aldurstakmarki sem sum apótek
hafa sett fyrir smokkakaup."
sama og að lýsa yfir samþykki
fyrir því að óþroska unglingar
stundi kynlíf.
Kynhvötin er guðs gjöf. Hún
er stórkostleg til viðhalds
mannkyninu og er uppfylling í
samlífi karls og konu i hjóna-
bandi. En fegurðin er ekki
lengur til. Að hvetja unglinga
til kynlifs er að hvetja til hór-
dóms. Það er talið nútímafrelsi
af sumum alþingismönnum að
leyfa fóstureyðingar. Enginn
virðist boða þroskandi, hreint
henda unglingum ókeypis verjur er og fagurt lífemi." -SMK
isfjölmiðlunum, þar sem sið-
ferðisbrostnar alþingiskonur
era að hvetja viðkvæma ung-
lingana til þess að hafa
smokka við hendina. Að af-
Guðjónsson,
talsmaöur
Kristilega
lýöræöisflokksins
Dæmi eru um að foreldrahópar hafi þrýst á apótek að banna smokkasölu til unglinga undir 16 ára aldri. Islenskir læknanemar hvetja til auðveldari að-
gangs unglinga til getnaðarvarna og gefa sumir þeirra þeim unglingum, sem þeir hitta í gegnum vinnu sína, smokka.
Lífseigur merkimiði
„Aldraðir og öryrkjar"
er lífseigur merkimiði í
stjómmálaumræðunni
sem ætti að taka úr um-
ferð... Mjög margir aldr-
aðir íslendingar eru efn-
að fólk. Flestir era í
sæmilegum álnum. Lítill hluti aldraðra
á undir högg að sækja í efnalegu tilliti.
Þessu er öfugt farið með öryrkja... Kraf-
an um almenna hækkun öllum til
handa sem til aldraðra og öryrkja telj-
ast mun gagnast þeim síst sem erfiðast
eiga. Og þjóna mörgum sem ekkert
hafa með auknar bætur að gera.“
Stefán Jón Hafstein í Degi
11. október.
Snurða á sameiningar-
þræði Íslandsbanka-FBA
„Sameining íslandsbanka og FBA
gengur ekki alveg eins snurðulaust og
mjúklega fyrir sig og yfirstjórnendur
bankans vilja vera láta... Nýkynntar
skipulagsbreytingar gera því miður lít-
ið til þess að leysa vandamálin og það
er þvi aðeins spuming um tíma þar tO
frekari hrókeringar verða tilkynntar. í
sjálfu sér kemur ekki á óvart að slflí
vandamál skuli hafa skotið upp kollin-
um, við því var einmitt búist.“
Úr pistli Óöins í Vióskiptablaöinu
11. október.
Níska góðæriskynslóðar
„Vel mega Pétur
Blöndal og vel menntað-
ar góðæriskynslóðir
hans leiða hugann að
því, á hvaða grunni þeir
byggja auð sinn og góðu
kjör... Þær kynslóðir
sem núna eyða og spenna og heimta
menntun og hagkvæmt fjármálaum-
hverfi og bjarta framtíð fyrir sig og
sina eru svo ekkert nema samhalds-
semin og nískan þegar kemur aö því
að skammta öldraðum og öryrkjum
lífskjörin og telja þá hvern pening eins
og maurapúkar. Verði þeim að góðu.“
Oddur Ólafsson blaöamaöur,
í Degi 11. október.
Ónýt skýrsla, feitir þjónar
„Skýrsla auðlinda-
nefndar ber íslenskri
þjóðmálaumræðu dapur-
legt vitni. Hér komast
menn upp með rökleysu,
m.a. vegna þess að flest-
ir þingmenn, blaðamenn
og aðrir sem ættu að vera á við-
horfsvaktinni eru óvirkir í umræð-
unni vegna kjarkleysis... Það er skilj-
anlegt að kvótagreifar vilji hafa feita
þjóna í þjónustu sinni. Við hin skulum
hins vegar hætta að kjósa þjónana
þeirra til að fara með völdin í okkar
umboði."
Valdimar Jóhannsson framkvstj.
i Mbl. 11. október.
t
Lífgaðu upp á lífið
- heilsubót meö grænmeti og ávöxtum
Þessa viku sameinast
Evrópa gegn krabbameini
undir yfirskriftinni Lífgaðu
upp á lífið - heflsubót með
grænmeti og ávöxtum. Ár-
vissum boðskap Evrópu-
samtaka krabbameinsfé-
laga er í þetta skiptið beint
til ungra bama og foreldra
þeirra og þau hvött tfl að
hressa upp á grænmetis- og
ávaxtaneysluna. Grunnur-
inn að lífsvenjum hvers og
eins mótast snemma á lífs-
leiðinni og er því ástæða til
að mæla meö aukinni neyslu græn-
metis og ávaxta strax í bamæsku.
Þau börn sem fá reglulega grænmeti
og ávexti eru líklegri til að halda
áfram að borða þetta hollustufæði á
unglings- og fullorðinsárum. En það
er ekki aðeins grannurinn að smekk
manna sem lagður er á bamsárun-
um því fæðuvenjur í æsku hafa áhrif
á heilsufar fullorðinsára.
Forvarnir þarf að
hefja snemma
Fjöldi rannsókna síðustu ára sýn-
ir aö mataræði ríkt af grænmeti og
ávöxtum dregur úr líkunum á mörg-
um tegimdum krabbameina, hjarta-
og æðasjúkdómum og minnkar líkur
á offitu. Grænmeti og ávextir eru
hitaeiningasnautt fæði sneisafullt af
trefjum, vítamínum, steinefnum og
fleiri lífvirkum efnum s.s. andoxun-
arefnum og plöntuestrogenum. Þessi
efni eru meðal annars talin ástæða
þeirra góðu áhrifa sem grænmeti og
ávextir hafa á heilsufarið.
Þaö er ekki víst i hverju þessara
efna hollustan er helst fólgin og ekki
ólíklegt að það sé samsetningu
þeirra í grænmeti og ávöxtum að
þakka. Sömu áhrifa virðist t.d. ekki
gæta ef stök vítamín, steinefni eða
önnur lífvirk efni eru tekin inn i
töfluformi. Aðalatriðið er því að
borða nógu mikið af grænmeti og
ávöxtum!
„Fimm á dag“
Manneldisráð telur mikilvægt að
hvetja tfl aukinnar neyslu á græn-
meti og ávöxtum og er það eitt af
meginmarkmiðum ráðsins. Mann-
eldisráð hefur ásamt Krabbameinsfé-
laginu og Hjartavemd hvatt tfl auk-
innar neyslu, „Fimm á dag“. Með því
er átt við að æskilegt sé að borða
a.m.k. fimm skammta af grænmeti,
ávöxtum og kartöflum daglega. Einn
skammtur getur verið hvort heldur
sem er einn meðalstór ávöxtur,
75-100 g af grænmeti (þ.e. 1 dl af
soðnu grænmeti eða 2 dl af salati),
1-2 kartöflur eða glas af
hreinum ávaxtasafa. Hér er
um að ræða mikla aukn-
ingu frá því sem neytt er í
dag eða úr u.þ.b. 275 g hjá
fullorðnum og 200 g hjá
bömum í 400-600 g á dag.
Grænmetis- og ávaxta-
neysla íslenskra skólabarna
á aldrinum 10-15 ára var
könnuð 1992-1993. Hún
reyndist vera langt undir
því magni sem æskilegt get-
ur talist. Grænmeti var 37 g
á dag að meðaltali sem sam-
svarar tæplega hálfum tómat eða
einum þriðja hluta úr gulrót en
ávextir voru 75 g á dag eða sem sam-
svarar hálfum ávexti. Það er því aug-
ljóst að hvatningar er þörf. Fæðu-
venjur dagsins í dag móta heilsufar
þjóðarinnar í framtíðinni og framtíð-
in er í höndum bamanna.
Hugmyndaflugiö og börnin
Manneldisráð leggur til að ávöxt-
um, t.d. eplum, perum, banönum,
mandarínum og jafnvel hráu græn-
meti eins og gulrótum, verði dreift í
skólum á svipaðan hátt og nú tíðkast
með mjólk og aðrar drykkjarvörur.
Böm ættu að geta keypt grænmeti
eða ávexti gegn miða eða áskrift í
nestistímum. Grænmeti og ávextir
sem liggja hálfan daginn í skólatösk-
um fara gjaman illa og verða
ólystugir en aftur á móti væru
ferskar vörur boðnar fram í skólun-
um gimilegri og lystugri og gætu
þannig verið hvatning til aukinnar
neyslu. Börn læra líka hvert af öðru
og borða gjarnan það sem vinsælt er
á meðal skólafélaganna. Það gerir
skólana að ágætum vettvangi átaks
sem þessa.
Sumum bömum finnst einstaka
tegundir af grænmeti ekki góðar en
flest borða þau ávexti vegna sæta
bragðsins. Það er hins vegar um að
gera að kynna sem flestar tegundir
fyrir bömunum og leyfa þeim að
venjast nýju bragði. í raun ætti græn-
meti og ávextir einmitt að höfða til
bama vegna fjölbreytileika í lit og
lögun ekki síður en bragði. Það er
hægt að gera ótalmargt úr náttúrann-
ar heilsufæði og lífga með því upp á
einfóldustu máltíðir. Auðvelt er að
setja gúrku-, tómata-, epla- eða ban-
anasneiðar á brauðið, niðurskorna
ávexti út í súrmjólk og annan mjólk-
urmat eða broskarl úr salati með
kvöldmatnum, svo einhver dæmi séu
nefnd. Best er að gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn og leyfa börnun-
um að vera með í að lífga upp á lífið
með grænmeti og ávöxtum!
Anna Sigríður Ólafsdóttir
„Böm lœra líka hvert af öðru og borða gjaman það sem
vinsœlt er á meðal skólafélaganna. Það gerir skólana að
ágœtum vettvangi átaks sem þessa. “ - í Lindaskóla, heil-
brigðisráðherra hvetur til neyslu hollustufœðis.
Anna Sigríður
Ólafsdóttir
matvæla- og næringar-
fræöingur