Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2000, Síða 24
28
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
Tilvera i
lí f iö
F F T I R V I N N U
Marilyn Monroe
í Kaffileikhús-
inu í kvöld
í kvöld verður glæsileg Mari-
lyn Monroe-dagskrá í Kaffileik-
húsinu í Hlaðvarpanum, i flutn-
ingin Andreu Gylfadóttur og
Pálma Sigurhjartarsonar. Andr-
ea Gylfadóttir bregður sér í
gervi gyðjunnar Marilyn Mon-
roe og flytur lög úr kvikmynd-
um sem hún gerði vinsæl. Dag-
skráin hefst kl. 22.00.
Klúbbar
■ BRAVO A THOMSEN I kvöld verö-
ur djammfílingur á Bravo-kvöldi á
Thomsen. Þar koma fram Dj. Kári,
X Rottweiler, Dj. Galdur og SesarA.
Svo sýnir The Flower gjörning. Öðru-
vísi fimmtudagskvöld. Aögangseyrir
500 krónur.
Krár
■ RÖLEGHEIT Á CÁFÉ ROMÁNCÉ
Enski píanóleikarinn og söngvarinn
Miles Dowley spilar sig inn í hjörtu
rómatískt sinnaðra hjartna á Café
Romance. Kertaljós og Ijúfir tónar.
Leikhús
1 HORFÐU REIPUR UM OXL
Horföu reiöur um öxl í Þjóöleikhús-
inu í kvöld á Litla-sviðinu, kl. 20.00.
Uppselt.
■ SEX I SVEIT Sex í sveit í kvöld,
kl. 20, í Borgarleikhúsinu. Aukasýn-
ing.
Kabarett
■ KÍNAKYNNING KÍNAKLÚBBS
UNNAR Næsta Kínaferö Kína-
klúbbs Unnar verður kynnt í kvöld,
fimmtudagskvöld, á veitingahúsinu
Shanghai, Laugavegi 28. Unnur
Guöjónsdóttir, stjórnandi Kína-
klúbbsins, mun sýna litskyggnur og
veita allar upplýsingar um þessa 22
daga ferð sem verður farin verður
þann 15. maí næstkomandi. Kína-
kynningin er opin öllum sem hug
hafa á að fara í ferðina og að kynn-
ingu lokinni geta gestir fengið sér að
borða kínverskan mat, ef þeir kjósa
svo.
Fundir
■ UPPLESTUR Á SÚFISfÁNUM í
kvöld, kl. 20.00, verður Heimsbók-
menntakvöld II á Súfistanum. Lesið
verður upp úr eftirtöldum verkum:
Blikktrommunni eftir Gúnter Grass,
Ofurnæfur eftir Erlend Loe, Fáfræö-
inni eftir Milan Kundera og Sjö
bræörum eftir Aleksis Kivi.
■ GEÐVERND í 50 ÁR Á morgun
veröur ráðstefna í húsakynnum
Læknafélags íslands sem ber yfir-
skriftina Geðvernd í 50 ár en Geö-
verndarfélag íslands átti hálfrar ald-
ar afmæli þann 17. janúar sl. Gylfi
Ásmundsson sálfræðingur setur ráð-
stefnuna og síðan verður fjallað um
forvarnir, meöferð, endurhæfingu og
framfarir. Ráðstefnan fer fram að
Hlíðasmára 8 og hefst á morgun, kl.
13.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Geðrækt er heiti verkefnis sem stendur næstu þrjú ár:
Viljum auka verga
þ j ó ð arhaming j u
Umræðan um geðheilsu hefur
aukist til muna að undanförnu,
enda er það markmið þeirra sem
starfa að þessum málefnum að rjúfa
þá þögn sem hefur umlukið geðsjúk-
dóma eða geðraskanir.
Geðrækt-geörækt
Geðrækt er samstarfsverkefni
Geðhjálpar, geðdeilda Landspítal-
ans Háskólasjúkrahúss og Land-
læknisembættis og hefur að mark-
miði að fræða almenning bæði um
geðheilbrigði og geðraskanir.
Adda Steina Bjömsdóttir, starfs-
maður Geðræktar, var beðin í upp-
hafi að skilgreina orðið geðrækt.
„Geðrækt er einfaldlega það að hlúa
að géðheilsu sinni. Allir hafa geð-
heilsu. Hún er misgóð en hún er
nokkuð sem allir geta hugsað um og
hlúð að sjálfir. Við leggjum áherslu
á að fólk taki ábyrgð á geðheilsu
sinni, rétt eins og líkamsræktin
hvetur fólk til að taka ábyrgð á lík-
amlegri heilsu. Það má má því segja
að geðrækt+líkamsrækt=heilsu-
rækt.“
Sýnilegt verkefni
Markmiðið með Geðræktarverk-
efninu er, að sögn Öddu Steinu, að
eíla meðvitund fólks um eigið geð-
heilbrigði og fræða um geðraskanir
og eyöa fordómum gegn þeim. „Við
ætlum að hefja fræðslu- og forvarna-
starf. I upphafi einbeitum við okkur
að fræðslustofnunum og tökum
skólakerfið frá leikskólum og upp í
háskóla." Verið er að gefa út efni til
að nota í lífsleiknikennslu í leik- og
grunnskólum. Farið verður með
fræðslufyrirlestra í framhaldsskóla
og þar verður einnig dreift litlum
bæklingum með upplýsingum um
hvert hægt er að leita varðandi mál
Fjólskyltlumál
Aðeins
DV-MYND
Fræösla um geörækt
Adda Steina Björnsdóttir er starfsmaöur Geöræktar.
sem snúa að geðröskunum. í Há-
skóla islands verða svo Geðveikir
dagar síðar i mánuðinum, þar sem
verður fræðsla um kvíða streitu og
þunglyndi og rannsóknir á geðsjúk-
dómum, auk þess sem fræðsla verð-
ur um geðrækt. Loks verður nám-
skeið fyrir almenning nú í haust í
Endurmenntunarstofnun Háskól-
ans, þar sem fjallað verður um geð-
rækt, helstu geðsjúkdóma og rann-
sóknir á þeim. „Nú eru 60 rnanns
73 dagar
búnir að skrá sig á þetta námskeið
sem hefst í næstu viku,“ segir Adda
Steina. Að auki hefur Geðrækt ver-
ið í samstarfi við Völu Þórsdóttur
um einleik sem tekur á geðhvörfum
og loks staðið að listsýningunni
Geðveik list i Gallerí Geysi. Síðar
verður farið inn í stofnanir og fyrir-
tæki með fræðsluna.
Þjóðarhamingja
Markmið verkefnisins Geðrækt
til jóla
er að fólki líði betur, að fólk sé með-
vitað um að geðræn heilsa er eitt-
hvað sem allir búa að og getur orð-
ið betri eða verri eftir atvikum.
Markmiðið er einnig að minnka for-
dóma og fækka sjálfsvígum. „Við
viljum auka verga þjóðarham-
ingju,“ segir Adda Steina að lokum.
-ss
Þórhallur
Heimisson
skrifar um
fjölskyldumál á
miövikudögum
Ekkert liggur á
Þaö hefur verið segin saga undanfarin ár aö kaupmenn vilja margir gíra okkur
inn á jólin sem fyrst. Þaö hafa þeirgert meö auglýsingum sem birtast æ fyrr.
Það var fallegt haustveður og 12
stiga hiti í síðustu viku september
þegar fyrsta jólaauglýsingin skall á
lesendum dagblaðanna. Ég býst við
að margir hafi hrokkið upp við vær-
an blund eins og ég þegar þeir sáu
umrædda auglýsingu. Samkvæmt
auglýsingunni voru „aðeins" 90 dag-
ar til jóla og því ekki seinna vænna
að heQa jólaundirbúninginn. í dag,
fimmtudaginn 12. október, eru „að-
eins“ 73 dagar eftir fram að jólahelg-
inni, þannig að nú er kominn tími
til að spýta í lófana og hefjast
handa. Eða það skyldi maður ætla,
alla vega ef eitthvað er að marka
auglýsingarnar. Því á þessum tíu
dögum sem liðnir eru síðan fyrsta
stóra jólaauglýsingin birtist, hafa
fleiri álíka bæst í hópinn.
Við getum látið allt jóla-
stússið sem vind um eyru
þjóta og gefið okkur í
staðinn góðan tíma til að
njóta haustsins í róleg-
theitum með börnunum í
faðmi fjölskyldunnar.
En svo er það aftur spurningin
hvort eitthvað sé yfirleitt að marka
þessar auglýsingar Er einhver
ástæða til þess að huga að jólaund-
irbúningi í lok sumars? Það er þá í
raun og veru alveg jafn tímabært að
undirbúa páskana eða hvítasunnu-
helgina árið 2001. Ég tala nú ekki
um þegar jólin eru aðeins ein stutt
helgi eins og i ár. Ef til vill er margt
betra hægt að gera við frítíma fjöl-
skyldunnar en að hella sér út i jóla-
undirbúning í byrjun október. Eða
hvað?
Það er nefhilega kjarni málsins,
frítími fjölskyldunnar. Hvemig ætl-
um við að nota hann næstu vikurn-
ar og mánuðina? Það hefur verið
segin saga undanfarin ár að kaup-
menn vilja margir gíra okkur inn á
jólin sem fyrst. Það hafa þeir gert
með auglýsingum sem birtast æ
fyrr, eins og auglýsingin sem ég
nefndi hér í upphafi. Markmiðið
með þessum auglýsinguum er auð-
vitað ekki að vekja okkur til meðvit-
undar um boðskap jólanna. Hann er
nú það fyrsta sem gleymist þegar
gullið skellur í skríninu. Markmið-
ið er fyrst og fremst að lengja jóla-
neysluna, að fá fjölskyldur landsins
til þess að eyða meira fé á lengri
tíma. Helst eiga menn að halda jól
allan desembermánuð með jólaveisl-
um og jólauppákomum, sem reynd-
ar byrja í október hjá mörgum veit-
ingahúsunum. Svo þegar loksins
kemur að jólunum sjálfum eru allir
búnir að fá nóg fyrir löngu. Fyrir
allt þetta jólastand þarf auðvitað að
borga. Til þess að borga fyrir jóla-
neysluna duga ekki venjuleg dag-
vinnulaun. Það þarf að vinna auka-
vinnu til þess að eiga fyrir öllum
veislunum og fótunum og gjöfunum
og vísareikningunum, svo maður sé
nú maður með mönnum. Aukavinn-
an kemur auðvitað niður á sam-
verustundum fjölskyldunnar, börn-
in sjá foreldra sína varla fyrir öllu
vinnustressinu. í raun og veru eru
það hálfgerð öfugmæli að kalla jólin
hátíð barnanna og fjölskyldunnar
eins og komið er. Allir eru nefnilega
að vinna yflrvinnu. Annaðhvort er
verið að vinna fyrir fyrir jólaneysl-
unni hjá sér og sínum eða í sölu-
mennsku af einhverju tagi. Síðan er
frítímanum varið í verslunum, oft í
allt öðru en jólaskapi eins og segir í
góðri vísu: „Marga rekur búð úr
búð, beiskja, sorg og mæða.“ Þannig
mun þetta halda áfram svo lengi
sem við, fjölskyldurnar í landinu,
bítum á agnið.
En auðvitað getum við séð við
auglýsingunum og öllu heila dótinu.
Þetta er frjálst land! Við getum látið
allt jólastússið sem vind um eyrun
þjóta og gefíð okkur í staðinn góðan
tíma til að njóta haustsins í róleg-
heitum með bömunum í faðmi fjöl-
skyldunnar. Þvi það eru nefnilega
73 dagar til jóla og engin ástæða til
þess að láta verslunina raska ró
sinni, 73 dagar sem við getum gefíð
hvort öðru og bömunum okkar í
staðinn fyrir að eyða þeim í yfir-
vinnu og kaupæði. Og það er jóla-
gjöf sem blifur!