Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
Fréttir DV
Sýslumaðurinn í Borgarnesi bað um meira fé í þágu umferðaröryggis:
Ætli við fáum ekki
bara pappalöggur
- segir sýslumaður og þarf að sæta niðurskurði
DV, BORGARNESI:_____________________
Sýslumaðurinn í Borgamesi, Stef-
án Skarphéðinsson, er alls ekki sátt-
ur við þær fjárveitingar sem emb-
ættinu eru færðar á fjárlögum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir 1,7%
flötum niðurskurði þrátt fyrir auk-
in verkefni embættisins og endur-
teknar óskir um ríflegra fé til lög-
gæslu í héraðinu.
Dulin búseta í héraöinu hefur
verið reiknuð út. Að meðaltali dvelj-
ist um 3.800 manns í umdæmi Borg-
arneslögreglu yflr sumarmánuðina
(maí til ágúst) umfram þá sem þar
eiga lögheimili. Liggur nærri að
þetta sé tvöfoldun á íbúafiölda. Sam-
bærilegar tölur fyrir heilsugæslu-
mndæmið eru um 3.300 manns. Um-
ferðarþungi við Hafnarfjall hefur
aukist um 50% á árunum 1995 til
1999 og jókst enn í fyrrasumar.
Sýslumaðurinn í Borgamesi segir
að eðlilegt sé að fjárveitingavaldið
taki tillit til þessara staðreynda þeg-
ar ákvarða á umfang heilsugæslu-
og löggæsluþjónustu í Borgarfirði.
„Ég er búinn að gera öllum grein
fyrir því sem ég get að það þarf að
auka fjárveitingar til embættisins
Meiri verkefnl - minna fé
Sýslumaðurinn í Borgarnesi, Stefán
Skarphéöinsson, er ósáttur viö fjár-
veitingar sem færöar eru embættinu
- í staö hækkunar kemur lækkun.
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
og enn sem komið er hefur ekki ver-
ið hlustað á það,“ segir Stefán
Skarphéðinsson. „í dag eru fimm
lögreglumenn sem ganga þrjár vakt-
ir þannig aö það er aðeins einn
maður á einni vaktinni og það hef-
ur verið krafan hjá okkur að ná því
að vera með sex menn á vöktum
með yfirlögregluþjóni sem er sjö-
undi maðurinn, en ef maður ætti
óskastund þá væri óskastaðan að
vera með þrjá menn á vakt og það
myndi þýða að það væru tveir í eft-
irlitsvinnu og einn inni við skýrslu-
gerð.“
Stefán segir að fámennið í lög-
reglunni komi niður á eftirliti á veg-
um og annars staðar.
„Ætli við verðum bara ekki að
hafa pappalöggur. Það er í tísku í
dag en þær gera nú litið af skýrsl-
um. Fjárveitingar til flestra lög-
regluembætta eru svo knappar að
aðeins verður unnt að halda sjó og
mun þykja gott ef tekst,“ sagði Stef-
án.
- Fjárveiting til Akranesembætt-
isins aukin um 12 milljónir, ertu
ekki óhress með það?
„Við erum ekki í neinum saman-
burðarleik heldur lítum við á raun-
veruleikann hjá okkur og viljum
öðrum allt gott. En þegar skorið er
niður hjá flestum embættum þá
þykir manni athyglisvert að Akra-
nesembættið er eina embættið utan
höfuðborgarsvæðisins sem fær
auknar ijárveitingar. -DVÓ
1
ísafjarðardjúp:
Tengivagn hrap-
aði 40 metra
Tengivagn slitnaði aftan úr flutn-
ingabíl á fóstudagskvöfdið og hrapaði
ofan í 40 metra djúpt gif í ísafjarðar-
djúpi. Bíffinn var á leið yfir brúna yfir
Laugardalsá í Súðavíkurhreppi og var
eitthvað af fiski og tóm fiskkör í tengi-
vagninum sem var nýlegur. Lögreglan
á ísafirði rannsakar nú tildrög þess að
vagninn losnaði en talið er að beislið
hafi brotnað með þeim afleiðingum að
vagninn slitnaði frá. Hann kastaðist á
vegrið brúarinnar, fór yfir það og nið-
ur í gilið. Bílstjórann sakaði ekki og
flutningabíllinn er óskemmdur.
Búið er að ná vagninum upp en
hann er talinn ónýtur, sem og innihald
hans. -SMK
Borgames:
Rúður brotnar
Skemmdarverk voru unnin í Borg-
amesi aðfaranótt sunnudagsins. Brot-
in var rúða í íþróttahúsinu og fóru ein-
hveijir pörupiltar yfir girðinguna sem
umkringir sundlaugina og inn á svæð-
ið. Ekki virðist sem fólkið hafi komist
inn í íþróttahúsið. Einnig var brotin
rúða í skólanum. Lögreglan í Borgar-
nesi er með málið i rannsókn. -SMK
DV-MYND REYNIR NEIL.
Stórir árgangar á feröinni
Tveir óvenjustórir árgangar eru aö alast upp í Neskaupstaö. Á myndinni eru nokkrir krakkar úr þessum árgöngum, 4
og 5 ára krakkar. Kristín Guömundsdóttir leikfimikennari og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir hafa undanfariö veriö meö börnin
í hring- og stöövaþjálfun sem þau hafa gaman og gagn af. Hér eru nokkrir tilvonandi blakmenn fyrir Þrótt i Neskaup-
staö á fullri ferö. -RN
Björgunarsveitir fá Tetra-kerfi
Á Agora-ráðstefnunni í Laugar-
dalshöll var skrifað undir samning
milli fjarskiptafyrirtækisins Stiklu,
Fjarskiptaráðs björgunarsveita og
Radíóþjónustu Sigga Harðar um
notkun Tetra-fjarskiptakerfis. Þessu
kerfi er ætlaö að auövelda fjarskipti
björgunarsveita og gerir kleift að
stjórna björgunaraðgerðum frá
einni stjómstöð. Áður hefur þurft
að hafa staðbundna stjómmiðstöð
nálægt því svæði sem björgunarað-
gerðir fara fram, og sú miðstöð hef-
ur svo þurft að hafa samband við
stjómstöðvar annars staðar á land-
inu.
Fjarskiptaráð björgunarsveita á
og rekur um 40 endurvarpa sem not-
aðir eru til fjarskipta hjá rúmlega
100 björgunarsveitum Slysavamafé-
lagsins Landsbjargar víða um land.
Hægt er að nota áfram núverandi
VHF-talstöðvabúnað sveitanna.
í fréttatilkynningu frá Stiklu seg-
ir: „Fulltrúar fjarskiptarisans
Nokia, sem er framleiðandi Tetra-
kerfis Stiklu, hafa sýnt mikinn
áhuga á þessu verkefni sem er ein-
stakt sinnar tegundar í heiminum,
en þetta er liklega í fyrsta sinn sem
slík samtenging hefur átt sér stað
milli Tetra-fjarskiptakerfis og VHF-
endurvarpakerfa."
Sigurður Harðarson hjá Radíó-
þjónustu Sigga Harðar hefur sett
upp flesta endurvarpa björgunar-
sveitanna og átti hugmyndina að
samtengingu fiarskiptakerfanna
tveggja. -SMK
Björgunarsveitarmenn aö störfum.
Hiö nýja Tetra-kerfi gerir björgunar-
sveitum kleift aö stjórna öllum björg-
unaraögeröum frá einni stjórnstöö.
Umsjón:
Höröue Kristjánsson
netfang: sandkom@ff.ls
Leggur mat á jólabækur
§Sagt er að rit-
höfundar landsins
og jafhvel heims-
ins alls biði nú
með öndina (jafn-
vel heilu anda-
stofhana) í háls-
inum eftir nýjum
þætti í morgun-
sjónvarpi Stöðv-
ar tvö. Er spenna sögð mikil
í þeirra herbúðum, enda hyggst
stórkanónan sjálf, Kolbrún Berg-
þórsdóttir menningarritstjóri
Dags, þar skyggnast inn í heim
ritsnillinga og þá trúlega í þeim
tilgangi að leggja nokkurt mat á
hvemig vinsælum jafnt og minna
vinsælum höfundum tekst til. Þó
Kolbrún sé aflra manna hugljúfi,
þá er talið víst að hún muni ekki
bregðast áhorfendum og segja
stundum sársaukafullan sannleika
um allt það sem hripað er á blöð
og sett í fallegar jólagjafaumbúðir
Framliðin bleikja
í héraðsfréttablaðinu Austur-
landi er sagt frá þvi að „Dagur
myrkurs" verði haldinn hátíðleg-
ur á Austin'landi
í byijun nóvem-
ber. Sagt er að
margir af þekkt-
ustu draugiun
landsins hafi
þar boðað komu
sína. Eru þar
nefndir Sand-
víkur-glæsir,
Viðfiarðarundrin, Bjamar-Dísa og
fleiri. Eru íbúar fiórðungsins
hvattir tfl að taka vel á móti
þeim. Þá hefur veitingamönnum
verið bent á að tilvalið væri að
setja saman sérstakan matseðfl í
tilefhi dagsins. T.d. mætti bjóða
upp á framliðna bleikju, flamber-
að lík af lambi, hálsskorin svið og
ótal margt fleira ...
Björn eða ...
Spennan vegna leitarinnar
miklu að nýjum ritstjóra Morgun-
blaðsins er nú í hámarki. Ýmsir
hafa verið orðaðir
sem arftakar
Matthíasar Jo-
hannessens sem
lætur af störfum
innan skamms
vegna aldurs. Þar
hafa heyrst nöfn
eins og Þorsteinn
Pálsson og Davíð
Oddsson. Menntamálaráðherra
hefur þar líka verið nefndur. „Ég
get ekki staðfest að Bjöm Bjama-
son menntamálaráðherra hafi ver-
ið ráðinn ritstjóri Morgunblaðs-
ins,“ sagði Hallgrímur Geirsson,
framkvæmdastjóri Árvakurs, út-
gáfufélags Morgunblaðsins, í sam-
tali við blaðamann DV. Gárungar
fullyrða að málið snúist um hvort
Bjöm fái útskoma eftirlíkingu af
ráðherrastól eða ekki...
„í djúpum - mannau
Ýmsa rak í
rogastans er það
fór að spyijast út
að Rangárvalla-
hreppur væri að
standa fyrir kvik-
myndagerð og
hygðist fá íbúa í
hreppnum til að
fiármagna hver
sinn hluta af myndinni. Einhver
misskilningur mun þó hafa verið
á ferðinni og kvikmyndagerðin af
öðrum toga en menn héldu. Rétt
er þó að hreppurinn hefur ákveð-
ið að fá fyrirtæki til að mynda.
Myndatakan mun hins vegar fara
fram í skolpræsum íbúanna til að
kanna hvort lagnir hafa skemmst í
jarðskjálftunum í sumar. Áhuga-
menn segja þó að vel megi búa til
úr þessu áhugaveröa heimflda-
mynd og mun nafn myndarinnar
liggja í augum uppi. Hún gæti sem
best heitið; „í djúpum - manna“...