Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Ríkissmalinn smalaði þúsund fjár en slysum fækkaði lítt: Hugmyndir um varð- hald á vegarollur - og eigendum verði gert að greiða sektir DV. BORGARNESl:____________________ I sumar réð Vegagerðin í Borg- arnesi ríkissmala sem svo hefur verið kallaður. Hann starfaði í tvo mánuði til reynslu í því augnamiði að fæla burt fé frá þjóðveginum og koma því inn fyrir girðingar. Slys af völdum búfjár eru flest á Borg- arnessvæðinu ef allt landið er tek- ið. Smalað var alla fimmtudaga frá í ágúst til loka september og segir Jenni R. Ólason, fulltrúi hjá Vega- gerðinni í Borgarnesi, sem sá um verkefnið, að smal- að hafi verið um 1000 fjár. „Þeir staðir sem voru smalaðir var hringvegurinn frá göngum og upp að Hellisá í Norðurár- dal, Akrafjallsveg- urinn allur, Hvít- árvallavegurinn að Andakílsá og Snæ- fellsnesvegur vestur að Hítará. Verkefnið tókst að mörgu leyti vel, viðbrögðin voru svo jákvæð og ég held það komi í ljós að tilraunin hafi verið fullkomlega þess virði að reyna hana. Ég veit ekki hvort farið verður af stað með verkefnið aftur að ári, það var engin fjárveit- ing í þetta ,“ sagði Jenni við DV. Samkvæmt tölum yfir slys af völdum búfjár frá áramótum til 7. október í umdæminu virðist slys- um lítið hafa fækkað. Þau eru um 50 eins og í fyrra en umferðin hef- ur hins vegar aukist. Á morgum verður fundur í Hyrnunni þar sem verkefnið verður kynnt og er ætl- un manna að knýja fram fjárveit- ingar til þess að Ríkissmali verði aftur ráðinn á næsta ári. DV hefur áreiðanlega heimildir fyrir þvi að meðal þeirra bragða sem menn ætla að beita sé að hneppa vega- sækinn búfénað i varðhald. Verði skepnunum ekki sleppt nema greiðsla komi frá eiganda búfjár- ins. -DVÓ F Jenni R. Ólason Blönduós: Heimafólk hélt í rækjuvinnsluna vinnslan hér á Blönduósi á sér lengri sögu. Þetta varð því að sam- komulagi og allt í góðu með það,“ sagði Kári, og vitaskuld eru Blöndu- ósingar ánægðir með að þama hafi verið tryggt eignarhald yfir stærsta atvinnufyrirtækinu á Blönduósi, fyrir utan Heilbrigðisstofnunina. Að sögn Kára hefur vinnslan gengið ágætlega að undaníörnu. Um 30 manns vinna hjá Særúnu á tveimur vöktum. Erfiðlega gekk um tíma að fá fólk til vinnu og Kári réð sjö Pólverja sem verða á Blönduósi í vetur, en fullmannað er um þessar mundir. Kári kvíðir ekki hráefnis- öfluninni, segir að Særún fái nóga rækju af Nökkvanum og Gissuri hvíta, sem eru í eigu fyrirtækisins, og einnig er það með nokkra báta í viðskiptum. -ÞÁ „Mér fannst frekar að þró- unin ætti að vera í hina átt- ina, þar sem DV-MYND MAGNÚS ÓLAFSSON í rækjunni Unniö í rækjunni í Særúnu fyrir nokkrum árum. Þessi smái fiskur hefur bjargað miklu á Blönduósi um árabil og svo veröur eflaust áfram. DV. BLÖNDUÖSI: Kári Snorrason, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Særúnar á Blöndu- ósi, og fjölskylda hans hafa eignast meirihluta í fyrir- tækinu, en fyrir skömmu var gengið frá eignaskiptum Snorrason Kara °S Óttars Yngvasonar i Reykjavík. Kári lét af hendi eignar- hlut í þrem skipum sem gerð eru út á Flæmska hattinum undir eist- neskum fána, Merika, Kan og Tár- us, ásamt hlutabréfum í nokkrum öðrum félögum, þar á meðal Dögun á Sauðárkróki. Kári fékk í staðinn það sem Óttar átti í Særúnu og Nökkvanum. Meginástæð- an fyrir þessum skiptum var sú að Óttar hafði áætlanir um að leggja niður rækjuvinnslu á Blönduósi og auka í staðinn vinnsluna á Sauðárkróki. Kári var ann- arrar skoðunar. Skatan kæsist dvmyndsveinn Fiskbúö Hafliöa á Grandagaröi er nú í óöaönn aö undirbúa „skötufárið“ sem veröur dagana fyrir Þorláksmessu. Níu tonn afskötu eru komin í verkun og von á meiru. Stööug aukning er í neyslu á þessum þjóölega rétti en þó eru enn margir sem grípa fyrir nefiö. Hér er Þorkell Hjaltason, einn eigenda fisk- búöarinnar, og Marokkómaöurinn Mohamed Tayni sem óöum er aö venjast lyktinni. Verslun Samkaups. Kaupás þenst út: Samkaupsmenn áhyggjulausir Forráðamenn verslanakeðjunnar Samkaups hafa engar áætlanir um að bregðast við hinum nýju lágvöru- verðslunum sem Kaupás hyggst opna. Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, segist ekki hafa áhyggjur af aukinni sam- keppni: „Þetta raskar ekkert ró okk- ar og við höfum ekki ráðgert neinar sérstakar breytingar vegna þessa. Það eru alltaf einhverjar hræringar á markaðnum og ef maður hrykki alltaf við væri maður löngu orðinn vitlaus. Við erum með lágvöruverðs- verslun í Keflavík sem við ætlum að stækka, en það hefur verið á dag- skránni um nokkurt skeið. Það fjölg- ar náttúrlega á lágvöruverðsmark- aðnum á höfuðborgarsvæðinu, enda hefur fólksflóttinn þangað það í fór með sér að menn vilja helst vera með rekstur þar. Það er svo annað mál að gaman væri að vita hversu mikið hefur verið fjárfest í verslun á íslandi miðað við önnur lönd. Ég gæti trúað því að fermetrarnir séu orðnir töluvert fleiri hér en víðast hvar annars staðar, en það hefur auðvitað áhrif á verðlagið." -MT Aflahæstir Akureyringar eru aflakóngar síðasta fiskveiöiárs. Baldvin Þorsteinsson EA: Aflakóngar síð- asta fiskveiðiárs DV, AKRANESI: Baldvin Þorsteinsson EA var afla- hæsti togari landsmanna á síðasta fiskveiðiári með alls 9048 tonna afla. Þetta er 1700 tonnum meiri afli en hjá þeim togara sem næstur kom en það var Höfrungur III AK sem var með 7348 tonn. Þetta kemur fram i yflrliti Fiski- stofu yfir togaraaflann á sl. ári og er miðað við allar tegundir. Á eftir þessum skipum koma Þerney RE með 7123 tonn, Akurejrin EA með 6794 tonn, Kleifaberg ÓF með 6717 tonn, Arnar HU með 6668 tonn, Málmey SK með 6464 tonn, Vigri RE með 6405 tonn, Víðir EA með 6256 tonn og Örfirisey RE með 6228 tonn. -DVÓ Mikið úrval af úlpum Nóatúni Mikið úrval ódýrt - ódýrt • Innanhússskór, kr. 500-1.990 • Speedo-sundfatn., 30-50% afsl. • Úlpur frá kr. 1.990 • Barnaskór nr. 24-36, kr. 500 • íþróttagalli m/2 buxum, barnast. 4-14, kr. 3.490, fullorðinsst. kr. 3.990 • Gerry Micro-galli, S-XXL, SPAR Li SPORT TOPPMERKI A LÁGMARKSVERÐÞ kr. 2.990 Nóatúni 17 s: 511 4747 # Fleecepeysur- hjólabuxur Reef-bandaskór, st. 36-46, kr. 1.990 Töflur, st. 35-36, kr. 995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.