Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 __________________________________________________________________________________________£
DV Tilvera
Dropi
í hafið
Verkið á myndinni, sem er i
fjöruborðinu rétt fyrir innan Suð-
rn-eyri, hefur vakið athygli vegfar-
enda í sumar. Þetta er rautt
dropalaga form sem listamaður-
inn hefur kallað „Dropi í hafið“.
Það marar ýmist í hálfu kafi, er
allt upp úr eða hverfur alveg, allt
eftir því hvernig stendur á sjávar-
follum. Höfundur verksins, Ólöf
Björk Oddsdóttir, vill með þessu
verki minnast þeirra mörgu sem
haflð hefur heimtað. Rauði litur-
inn og dropalögunin vísa til lífs-
blóðsins sem hefur dropið í hafíð
við íslandsstrendur i gegnum ald-
imar.
Verkið er hluti sýningarinnar
Sjávarmyndir sem haldin hefur
verið í fjórum þéttbýlisfjörðum
Isafjarðarbæjar nú í sumar. Höf-
undar myndanna em, auk Ólafar,
þau Elísabet Gunnarsdóttir arki-
tekt og myndlistarmennimir
Högni Sigurþórsson og Pétur Guð-
mundsson.
-VH
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Dropi í hafið.
Höfundur verksins er Ólöf Björk
Oddsdóttir.
Síðasti spölurinn.
Hér er stóöiö rekiö í réttina og margar hendur á lofti viö reksturinn.
Laufskálaréttir:
Stóðið dró að
fjölmenni
- á annað hundrað manns rak 700 hross til réttar
DVH1YNDIR ORN ÞÓRARINSSON.
Fræknir félagar.
Mættir í Laufskálarétt enn einu sinni voru þeir Stefán Steingrímsson, Bessi
Vésteinsson og Ingólfur Helgason.
DV, SKAGAFIRÐI: ________
Mikið fjölmenni var samankomið
við Laufskálarétt í Hjaltadal þegar
stóð var réttað þar á dögunum. Réttin
hefur verið ein fjölsóttasta stóðrétt
landsins undanfarin ár og miðað við
fólksfjöldann nú virðast vinsældir
hennar síst í rénun.
Talið er að um 700 hross að folöld-
um meðtöldum hafi komið í réttina að
þessu sinni. Flest koma úr afréttinni í
Kolbeinsdal en um 200 eru í beitar-
hólfi seinni part sumars í Viðvíkur-
sveit og eru þau réttuð á undan aðal-
stóðinu.
Flestir sem koma í stóðréttina
koma til að fylgjast með þvi sem þar
fer fram og hitta vini og kunningja.
Undanfarin ár hefur verið vaxandi
ásókn i að fara með heimafólki til að
smala stóðinu og er talið að talsvert á
annað hundrað manns hafl rekið
hrossin til réttar að þessu sinni. Þá er
talsverður fjöldi sem kemur til að að-
stoða bændur við að draga hrossin í
dilka og reka þau síðan heim á eftir.
Því fylgja talsverð átök sem freista
ungra og hraustra manna.
Þegar fjölmenni heimsækir Skag-
firðinga eins og við þetta tækifæri
reynir á ferðaþjónustuaðila. Talið er
að nánast allt gistirými i héraðinu sé
fullnýtt þessa helgi og raunar er þeg-
ar búið að panta fyrir þessa helgi að
ári. Þá var mikið að gera á matsölu-
og veitingastöðum í héraðinu. Tveir
stóðréttardansleikir voru haldnir, á
Hofsósi og í Varmahlíð, og var fjöl-
mennt á báðum stöðum.
-ÖÞ
Hestar og menn.
Hér eru Laufskálaréttir í fjallasalnum fagra, menn kannski lítt færri en hross-
in, sem rekin voru til réttar, trúlega um 700 talsins.
Glaðhlakkalegir þre-
menningar
Egill Helgason
ásamt listamönnun-
um Huldu Hákon og
Jóni Óskari.
Hönnun fest á filmu
Valgeröur Matthías-
dóttir, innanhúss-
arkitekt og þátta-
geröarkona, mundar
myndavélina á Kjar-
valsstööum.
í léttum dúr
Þaö var létt yfir Þor-
grími Gestssyni rit-
höfundi og Guörúnu
Jónsdóttur, formanni
menningarmála-
nefndar Reykjavikur-
borgar, á opnun
hönnunarsýningar-
innar.
DV-MYND EINAR ÖRN
íbyggnir á svip
Jón Viöar Jónsson
leikhúsfræöingur og
Þorvaldur Þor-
steinsson, rithöf-
undur og myndlist-
armaöur, í djúpum
samræöum.
Kjarvalsstaðir:
íslensk hönnun á sýningtu
Um sídustu helgi var opnuð sýningin
Mót - hönnun á íslandi - íslenskir
hönnuðir, á Kjarvalsstöðum. Sýningin
er sameiginlegt framlag Form ísland,
samtaka hönnuða, Hönnunarsafns ís-
lands og Listasafns Reykjavíkur til
menningarborgarinnar. Eins og við var
að búast mœtti fjöldi gesta til opnunar-
innar og ekki annað að sjá en sýningin
vekti hrifningu viðstaddra.
KAUPTU MIÐA Á LEIKRITIÐ
SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM!
Nöfn þeirra sem kaupa miða á Vitleysingana á
www.visir.is fara í pott sem dregið verður úr
Þrír heppnir einstaklingar geta unnið þriggja rétta
leikhúsmáltíð fyrir tvo á veitingaskipinu Thor.
THOR
Veitinga og söguskip