Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
Skoðun DV
Þaö er þægilegt aö víkja og hleypa þeim sem ætla sér hraöar fram úr
Á Reykjanesbrautinni.
Reykjanesbrautin:
Harður húsbóndi sem refsar...
Spurning dagsíns
Hvernig leggst
skammdegið í þig?
Dagný Einarsdóttir sjúkraliöi:
Bara mjög vel. Notalegt aö kveikja á
kertum.
Berglind Rafnsdóttir nemi:
Ekki nógu vel, þaö er erfitt aö
vakna og dagurinn er of stuttur.
Birna Hrönn Björnsdóttir nemi:
Bara ágætlega.
Helga Huld Halldórsdóttir nemi:
Mjög vel, þaö er notarlegt, sérstak-
lega um helgar. Svo sef ég betur í
skammdeginu.
Helgi Guövarðson versiunarstjóri:
Aiveg rosalega vel. Þaö er svo nota-
legt og rómantískt aö kveikja á kert-
um í skammdeginu.
Ólafur Þórisson verslunarstjóri:
Rosatega vel, ég er svo rómantískur
aö þaö er ekkert notalegra en
skammdegiö.
Jón Gröndal
umferöaröryggisfulltrúi skrifar:
Segja má að það séu þrenn mistök
við akstur á Reykjanesbrautinni sem
harðast er refsað fyrir. Þau eru;
hraðakstur, framúrakstur á 95-100 km
hraða og þar yfir og svo miðlínuakst-
ur. Þessi mistök eiga það öll sameigin-
legt að hafa valdið ljótustu umferðar-
slysum sem við sjáum eða a.m.k. átt
þar stóran hlut að.
Akstur eftir aðstæðum er aðals-
merki ökumanna. Aðstæður vísa til
birtu, veðurs, ástands vega og öku-
manna ásamt annarri umferð. Mat á
aðstæðum lærist að mestu leyti með
reynslunni.
Að minnka hraðann mun hiklaust
leiða til færri alvarlegra slysa. Við-
bragðstími minnkar og áhrifin af að-
gerðum okkar verða öfgakenndari
með meiri hraða .Hægjum því ferðina
og fækkum slysum.
Sennilega verða flest alvarlegustu
slysin á Reykjanesbraut við framúr-
Guöjón Jónsson
skrifar:
Ráðstefna sem haldin var um síð-
ustu helgi í Reykjavík, um iandgrunn-
ið og auðlindir þess, var stefnumark-
andi í þeim skilningi að nú er þögnin
loks rofin af hinu opinbera sem
gengst fyrir löggjöf um olíuleit og ol-
íuvinnslu á landgrunni íslands. Er
talað um stjórnarfrumvarp sem kvað
vera í fæðingu hjá iðnaðarráðherra og
taka til leitar, rannsókna og vinnslu
kolvetnis og flutnings þess eftir
leiðslukerfi í landhelgi, efnahagslög-
sögu íslands.
Ég minnist umfjöllunar um þetta á
sínum tíma í DV, bæði af nokkrum
þingmönnum og eins af sérfræðingum
hjá Orkustofnun. Þar kom fram að
„Nú er ekki lengur afsökun
fyrir því að halda fyrir aft-
an sig langri lest bíla.
Vegaxlirnar þola alveg
akstur á 80-90 km hraða.“
akstur. Það jafngildir dauðaósk að
fara fram úr bílum sem keyra á 95-103
km hraða. Jafnvel við góðar aðstæð-
ur, þegar einhver umferð er.
Þeir sem helst stunda þennan
ósóma eru líka þeir sem minnsta
reynslu hafa, ungu ökumennirnir. Nú
hafa skilyrði til framúraksturs hins
vegar batnað nokkuð. Það gerðist með
tilkomu breiðra vegaxla með bundnu
slitlagi sem nú eru lausar við lausa-
möl. Nú er ekki lengur afsökun fyrir
því að halda fyrir aftan sig langri lest
bíla. Vegaxlimar þola alveg akstur á
80-90 km hraða. Það er þægilegt að
víkja og hleypa þeim sem ætla sér
„Vitað er um áhrifamikla að-
ila hér sem vilja hélst þagga
allt málið niður að fullu. En
fróðlegt verður að fylgjast
með áhuga þingmanna og sér-
fræðinga um orkumál og
hvemig þeir taka á málinu á
komandi vikum.“
þegar er búið að uppgötva setlög út af
norðanverðu landinu og sem talin eru
vera þess eðlis að þar sé olíu að finna.
Alla vega er nú komið að því að ís-
lenska ríkið ætlar ekki lengur að tefja
framkvæmd málsins eins og búið er
að gera um alllangt skeið. Kannski er
hraðar fram úr. Ekki er lengur þörf á
að leggja þá í lífshættu sem ætla að
spara 1 minútu milli Keflavíkur og
Hafnaríjarðar með því að keyra á 110
km.
Flestir ökumenn eru hræddir við
vegbrúnina. Þá hlið bílsins sem þeir
sitja fjærst. Þannig finnst þeim þeir
vera öruggari við miðlínuna og oft
aka þeir eftir henni ef skyggni er
slæmt. Hvað gerist þegar tveir öku-
menn, sem báðir hugsa svona, mæt-
ast, t.d. í Kúagerði? Þá er bilið á milli
þeirra, aðskilnaðurinn, um og undir
50 cm. Þá má bíllinn ekkert rása. Sek-
úndubrot og slysið gerist.
Reynið að aka nær vegbrúninni.
Við getum í öllum tilfellum treyst
henni. Á Keflavíkurveginum eru oft
hjólför. Ökumenn eiga að forðast þau.
Sérstaklega ef þau eru full af vatni. Þá
skal reynt að fara upp úr þeim hægra
megin þar sem vegbrúnin er. - Sýnum
sérstaka aðgát nú þegar akstursskil-
yrði versna.
olíuborun við Færeyjar hvatinn að
lagasetningu okkar íslendinga.
Á ráðstefnunni um sl. helgi, sem ég
hefði haft áhuga á að sækja, voru, að
sögn, engir þingmenn aðrir en tvær
þingkonur sem sitja í iðnaðarnefnd.
Margir furðuðu sig á íjarveru þing-
menna, a.m.k. seinni daginn (á laug-
ardegi). Ráðstefnan hefði a.m.k. átt að
vekja áhuga þingmanna kjördæmis
Norðurlans eystra en þar er helst að
vænta olíu í setlögum. Vitað er um
áhrifamikla aðila hér sem vilja helst
þagga allt málið niður að fullu. En
fróðlegt verður að fylgjast með áhuga
þingmanna og sérfræðinga um orku-
mál og hvemig þeir taka á málinu á
komandi vikum.
Löggjöf um olíuleit og olíuvinnslu
Dagfari
Þrjár stjörnur í frjálsu falli
Dagfari hefur alltaf hrifist af þeim mönn-
um sem hafa áræði og kjark til að synda á
móti straumnum og vera trúir sannfæringu
sinni. Enda telur Dagfari sig í hópi slíkra
manna. Það er hins vegar verra þegar slíkir
stórlaxar fara að synda hver á móti öðrum í
beljandi fljóti samtímans sem engu eirir.
Sverrir bankastjóri, Gunnar Ingi Gunnars-
son læknir og Valdimar kvótabani eru allir
þjóðkunnir menn af þeirri sort sem fyrr var
lýst. Þeir hafa borið gæfu til að starfa saman
í stjórnmálaflokki sem hefur á stefnuskrá
sinni öll helstu réttlætismálin sem brenna á
þjóðinni. Samt vill enginn kjósa flokkinn.
Þetta hefur Dagfari aldrei skilið. Eins og
Sverrir er nú skemmtilegur, Gunnar Ingi
myndarlegur og Valdimar sækinn sér. Sjá
kjósendur ekki þá hæfileika sem fara forgörð-
um þegar þeir setja krossinn við eitthvað annað en
þá félaga í kosningum? Stjömurnar þrjár bjóða sig
fram en eftirspumin er nánast engin. Dagfari er
hissa.
Ástæðan er ef til vfil sú að þessir þrír menn geta
ekki verið saman í herbergi og hvað þá í framboði.
Fyrir siðustu kosningar fengu þeir félagar þá
snjöllu hugmynd að láta prenta einhvem óþverra
um Framsóknarflokkinn og dreifa meðal kjósenda.
Þetta var heldur frjálslynd útgáfa; Valdimar átti að
Dagfara er ekki kunnugt um að þjóðin
hafi óskað eftir starfskröftum þre-
menninganna í opinberu lífi. Mœlir-
inn er fullur. Eða, eins og danskurinn
segir: - Farvel, tossede trio.
sjá um prentunina þar sem hann var gamall blaða-
maður með sambönd í prentsmiðjum, Sverrir ætl-
aði að borga brúsann, enda gamall bankastjóri og
fésýslumaður, og Gunnar Ingi átti svo að
sleikja sárin þar sem hann var læknir. Allt
fór þetta úr böndum þegar læknirinn neitaði
að sleikja sárin þó svo Valdimar væri búinn
að láta prenta og Sverrir að borga. Framsókn-
armenn stóðu hins vegar í forundran yfir
þessari óvæntu árás sem enginn vissi deili á,
enda ætluðu fijálslyndu stjörnunar þrjár
aldrei að kjafta frá. Þar til nú.
I Ijósi alls þessa er Dagfari á því að þessir
kappar eigi að snúa sér að því sem þeir eru
bestir í. Sverrir er búinn að reyna fyrir sér í
pólitík og bankamálum með landsfrægum ár-
angri. Hann á bara að vera í laxi. Valdimar
hefur ítrekað reynt að koma sér á framfæri
við þjóðina og tókst meira að segja að selja
henni uppstoppaðan geirfugl fyrir morð fjár
þegar nóg var tfi af honum erlendis. Það eitt
nægir til að réttlæta uppstoppun á Valdimar sjálf-
um. Þá ætti Gunnar Ingi að fara að lækna fólk aft-
ur, enda til þess menntaður af skattfé almennings.
Menn þurfa ekki læknismenntun tfi að sleikja sár
í pólitík. Dagfara er ekki kunnugt um að þjóðin
hafi óskað eftir starfskröfum þremenninganna í op-
inberu lífi. Mælirinn er fufiur. Eða, eins og dansk-
urinn segir: - Farvel, tossede trio.
Sameining
ríkisbankanna
Jóhann Sigurðsson skrifar:
Ég tek fram að ég er ekki andsnú-
inn einkavæðingu á mörgum sviðum,
t.d. RÚV og Landssímans, en ég styð
hefis hugar sameiningu ríkisbank-
anna Búnaðarbanka og Landsbank-
ans. Hvað er eðlilegra en að þjóðin,
ríkið, haldi utan um sameinaða
bankastofnun sem þessi nýi banki
yrði? Og hvað með það þótt hann
hefði 50 eða 60% markaðshlutdefid?
Ég vil fremur sjá þessa stofnun sterka
en að vita af t.d. einhverjum tveimur
öðrrnn bankastofnunum sem berjast
um markaðshlutann. Og öruggari er
ég með ávísun eða tékka í vasanum,
t.d. í viðskiptum erlendis frá banka
sem ríkið stendur á bak við, en alls
óþekktri bankastofnim islenskri. Nýi
bankinn gæti sem best borið nafnið
Þjóðbankinn (á ensku: The National
bank of Iceland).
Tveir ríkisbankar í einn sterkan
þjóðbanka
50 eöa 60% markaöshlutdeild
- og hvaö meö þaö?
Hvílíkur afsláttur!
Ragnar skrifar:
Ég sá stóra frétt (ekki auglýsingu) í
Mbl. fyrr í þessum mánuði um tvær
verslanir (og voru nefndar afsláttar-
verslanir) sem opnaðar heföu verið í
Faxafeni hér í borginni og myndu að
bjóða væntanlegum viðskiptavinum
sínum svona 50-80% afslátt. Þetta
voru verslanirnar Toppskórinn og
Herramarkaðurinn, hlið við hlið, sem
buðu þessi kostakjör. Ég fór á staðinn
og ætlaði að gera reyfarakaup en varð
fyrir vonbrigðum með verð á flestum
vörutegundum. Hálsbindi voru þarna
t.d. seld á 1.900 kr. og annað var eftir
þessu. Ég heföi víða annars staðar
fengið fatnað á því verði sem þarna
var boðið. Mér fannst ég hafa verið
ginntur á staðinn að tilefnislausu.
Hollywood eöa ríkið?
G.G. skrifar:
Mikið er rætt um
velgengni myndar-
innar 101 Reykja-
vík, og höfundur-
inn, Baltasar Kor-
mákur, útlistar af
miklum dugnaði að Baltasar Kor-
hann hafi ekki haft mákur kvik-
tóm til að fara yfir myndaleikstjóri.
fjölda tilboða sem honum hafi borist
frá Hollywood. Þeim mun skrýtnara
er að hann skuli þegar vera að reyna
að kría út styrk frá Kvikmyndasjóði
fyrir næsta meistaraverk. í blaðavið-
tali sagðist hann þurfa á slíku að
halda til að gleymast ekki. Er
Hollywoodáhuginn virkfiega ekki
meira virði en svo að Balthasar
gleymist strax í hinum stóra heimi,
nema íslenskir skattborgarar sjái
aumur á hinum hæfileikaríka en fá-
tæka manni?
Landbúnaðar-
banki íslands
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
í DV þann 10. okt. sl. lagði Loki til
aö nýi bankinn sameinaði úr Búnað-
arbanka og Landsbanka skyldi heita
Landbúnaðarbankinn. Satt að segja
fmnst mér þetta óvitlaus nafngift og
góð hugmynd. Nafnið Landbúnaðar-
banki íslands, LBÍ segir sitthvað úr
uppbyggingarsögu og starfsemi lands
og þjóðar á síðustu öld. Um leið óska
ég bönkunum tveimur góðs gengis og
fagna því að enginn af starfsmönnum
bankanna muni missa vinnu sína.
Starfsmenn ættu nefnfiega sérstak-
lega að fagna þessari sameiningu.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.