Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Side 13
13 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 DV Svona gerir maður ekki DV-MYND PJETUR Ragnheiöur Gestdóttir Oft eru þaö börn sem aldrei hafa mætt neinu misjöfnu áður en þau koma í skóla sem verða fyrir einelti. Ragnheiður dregur enga dul á að hún þekki viðfangsefnið af eigin raun og við spyrjum hvaöa böm verði einkum fyrir einelti í skólum. „Það er svo merkilegt að oft eru þetta börn sem aldrei hafa mætt neinu misjöfnu áður en þau koma í skóla,“ segir hún. „Þau eru ber- skjölduð fyrir ofbeldi af því þau hafa aldrei mætt neinu slíku. Þau skilja ekki hvað er að gerast og kunna ekki að láta hart mæta hörðu. Þá verða þau hrædd og hin eru íljót að finna það. Margir þessara krakka koma sem sagt frá heimilum þar sem þeim líður vel, heimilisfólk- ið á ekki von á neinu misjöfnu og áttar sig ekki á ástandinu. Þetta eru oft viðkvæm böm sem hafa sterkar tilfinningar - eru „listamannstýp- ur“ ef maður getur notað svoleiðis merkimiða. Eins og Sóley.“ Valdið kitlar - Eitt af því sem gerir bókina óvænta er að ekki er reynt að skýra hegðun stelpnanna í bekknum, afsaka þær, fyrirgefa þeim, eins og maður á kannski von á í barnabók ... „Ég held mig við sjónarhom Sóleyjar og get ekki farið frá henni inn í huga ofsækjendanna. Auðvitað gæti hún kynnst þeim og vingast við þær, en það fannst mér ódýr lausn og ótrúverð- ug,“ segir Ragnheiður. „Málið er að það er ekk- ert hægt að skýra svona hegðun skynsamlega. Það virðist vera hluti af eðli okkar að mynda hópsál sem leggst á þann sem er öðruvísi og þetta gerist auðveldlega ef hlutimir fá að þró- ast óáreittir. Þeir sem eru leiðandi í hópnum eiga stundum við vandamál að stríða en alls ekki alltaf. Þegar munstrið er orðið til sjá krakkarnir enga ástæðu til að brjóta það - það er gaman að stríða. Maður finnur til valds þeg- ar einhver grenjar undan manni, og Vcddið kitl- ar. Og fullorðna fólkir gefur krökkunum stöðugt tvöfóld skilaboð - segir „þiö eigið ekki að vera vond hvert við annað“ en líka „ekki vera grenjuskjóða, ekki klaga“. Það tekur eng- inn af skarið og segir: Svona gerir maður ekki!“ Stríðnin sem Sóley verður fyrir er lengi svo „léttvæg" að henni finnst hún ekki hafa frá neinu að segja, og þetta er einmitt eitt einkenni eineltis. Kannski gerist það eitt að allir færa sig fet afturábak þegar lítil stúlka gengur eftir skólaganginum, það virðast engin ósköp. En þegar það gerist á hverjum degi vikum og mán- uðum saman fer henni að fmnast hún óhrein - og hún getur ekki haft orð á því við neinn. Hvað hefur svo sem gerst? Það sem bjargar Sól- eyju í bók Ragnheiðar, þótt undarlegt kunni að virðast, er þegar ofbeldið gagnvart henni verð- ur sýnilegt. Eins og að koma til himna Sjálf sagði Ragnheiður aldrei frá stríðninni sem hún varð fyrir í skóla, en haustið sem hún átti að byrja í 12 ára bekk gat hún ekki hugsað sér að fara í skólann. „Þá fékk ég að skipta um skóla, og það var eins og að koma til himna," segir hún. Nýi kennarinn hafði búiö bekkinn undir komu hennar og krakkarnir tóku vel á móti henni. Þar urðu aldrei nein vandamál. En kennarinn í gamla bekknum gerði sér aldrei grein fyrir hvað var að gerast. „Kennarar kjósa oft meira og minna meðvit- að að sjá ekki það sem fram fer,“ segir hún. „Þeir velta ekki fyrir sér hvers vegna þessi eða hinn krakkinn vill ekki fara út i frímínútur eins og þeir ættu þó að gera. Það er ekki trúlegt að orkumiklir krakkar nenni ekki að fara út að leika sér. Þá hlýtur að vera eitthvað að.“ - Hvað er til ráða gegn einelti? „Það þarf að leggja grunn um leið og börn byrja í skóla og kenna þeim að umgangast hvert annað vinsamlega," segir Ragnheiður. „Sum þeirra kunna ekkert annað en stjaka við næsta manni. Það er hægt að kenna þeim markvisst að meta hvert annað að verðleikum og til er ágætt námsefni um samskipti bæði í samfélagsfræði og kristinfræði. Og nýja fagið lifsleikni er kjörinn vettvangur fyrir umræður um samskipti fólks. Við þurfum að ala börn betur upp í samábyrgð en nú er gert - dæmi- sagan um miskunnsama Samverjann er enn þá í fullu gildi.“ Ekki er að efa að bók Ragnheiðar verður vin- sælt lestrar- og umræðuefni í skólum landsins næstu ár en Leikur á borði er ekki bara vanda- málabók, hún er fyrst og fremst heillandi lesn- ing og næm lýsing á lífi 12 ára stúlku í Reykja- vík á okkar dögum. Vaka-Helgafell gefur bók- ina út. íslensku bamabókaverðlaunin féllu Ragnheiði Gestdóttur í skaut í vikunni sem leiö fyrir söguna Leikur á borði. Þetta er saga Sóleyjar sem er skynsöm, listfeng og skemmtileg stelpa, dugleg að hjálpa mömmu sinni heima og lunkin að tefla við afa en kvíðir svolítið fyrir að hitta nýju konuna hans pabba þegar hann kemur frá Svíþjóð. Ösköp venjuleg stelpa, að því er virðist. Það skrýtna er samt að bekkjar- systrum hennar er einkennilega uppsigað við hana og líf Sóleyj- ar skiptist alveg í tvennt: eðli- lega lífið heima og óeðlilega lífið í skólanum. „Sóley getur vel plumað sig í samfélagi fullorðinna, “ segir Ragnheiður, „en í jafningja- hópnum hefur hún orðið undir - af því að hún svarar ekki fyrir sig. Sumum finnst kannski ótrú- verðugt að svona klár stelpa svari ekki fyrir sig, en ég þekki mörg dœmi um börn sem kunna ekkert svar við áreiti félaganna. Þá geta þau ekki notað nein vopn sem þau eiga. “ En Sóley lœtur ekki bugast og saga hennar er bœði sár og hressandi lestur. Bókmenntir Reykvísk Holmenni Það er engu líkara en smá- sagan sé að renna inn í skáldsöguna - nú skrifar varla nokkur maður smásög- ur nema þær tengist allar innbyrðis, séu í raun réttri ekki smásögur nema á yfir- borðinu. Þorsteinn Guð- mundsson hefur sjálfur minnst á Raymond Carver og bók hans Short Cuts sem hliðstæðu við nýtt smá- sagnasafn sitt, Klór, það er engin furða, þessi bók- menntalega tíska á Carver og ekki síður kvikmynd Ro- berts Altmans eftir henni mikið að þakka. Sögur Þorsteins eru þó ekki jafti nístandi og Car- vers, örlög persónanna eru hversdagsleg og stækka ekki í sögunum nema þá helst í þá átt að verða yflrgengileg, grótesk og hlægi- leg. Annað form og nokkuð eldra sem kemur upp í hugann við lestur Klórs eru söfn manngerðalýsinga, Manngerðirnar eftir Þeófra- stos eru þekktasta verkið af þessu tagi, meistari þess i nú- tímanum er Elias Canetti en manngerðasafn hans Heym- arvotturinn kom út á ís- lensku fyrir nokkru. Kaflarn- ir í Klór heita „Sá sveitti", „Sú sæta“, „Sá graði“ og svo framvegis. I hverri sögu er ákveðinn eiginleiki í fari per- sónu ýktur þannig að hann verður að kjama hennar, sú sæta er fyrst og fremst sæt, sá sveitti fyrst og fremst sveittur og það hefur áhrif á alla persónu hans. Lesendur DV og Fókuss kannast kannski við pistla Þorsteins sem hafa svipuð einkenni nema hvað þar er talað í fyrstu persónu og ýkjur og fremur þreytandi aulahúmor ráðandi. Sögumar í Klór eru af öðru tagi og mun betur skrifaðar (aulahúmorinn er lfka betur heppnaður þar sem honum bregður fyrir). Sögurnar eru ekki bara lýsingar á ýkjukenndum sérkennum per- sóna heldur tengjast þær allar og milli þeirra kvikna stuttar sögur, persónurnar eiga sam- eiginlega fortíð og hafa áhrif á líf hver annarr- ar, stundum á óvæntan hátt. Stíllinn á Klór er i samræmi við þá kald- hæðni sem einkennir afstöðuna til persón- anna í manngerðalýsingum. Þegar best lætur er hann skemmtilega pínlegur, en getur líka runnið út í sandinn í hreinar skrípamyndir. Það er raunar helsti gallinn á bókinni hversu holar persónur hennar eru, þær verða of klisjukenndar og stundum ekkert annað en út- þensla á þeim eiginleika sem þær eru nefndar eftir. Best tekst til þegar ákveðið jafnvægi helst milli klisjunnar og þeirrar þrár eftir mannlegum samskiptum sem persónurnar eiga sameiginlega. Þá glittir í kviku sem gefur sögunum þann tilgang og það líf sem skortir þegar kaldhæðnin ein ríkir. Jón Yngvi Jóhannsson Þorsteinn Guömundsson: Klór. Mál og menning 2000. ______________________Meniúng Umsjón: Siija Aðaisteinsdóttir Um loftin blá í frétt á mánudaginn um endurútgáfu bamabókarinnar Um loftin blá eftir Sigurð Thorlacius láðist að geta útgefandans. Það er Muninn bókaútgáfa sem gefur bókina út og BSRB styrkti útgáfuna. Eldjárn og Skag- fjörd Hjá Máli og menningu hafa nýlega komið út tvær barnabækur. Drekastappa Sigrúnar Eldjám fjallar um Hörpu og Hróa sem leggja upp í erfiðan leiðangur. Harpa ætlar að veiða dreka og elda úr honum afmælis- máltíð handa mömmu sinni, en ekki gengur það þrautalaust. Valgeir Skagfjörð hefur fram að þessu verið þekktur sem tónlistarmaður, leikari og leikstjóri en hann hefur líka skrifað leikþætti og söngleik. Saklausir sólar- dagar heitir hans fyrsta barnabók og gerist á þeim tíma þegar „góð spýta var gulls ígildi svo strákar gætu klambrað saman kassabílum, rifflum og skjöldum, stelpur voru pempíur í plíseruðum pilsum og haltu kjafti brjóstsykur fékkst í Árnabúð", eins og segir í fréttatilkynningu. Nvtt kennsluefni N'feðal kennslubóka frá Máli og menningu á þessu hausti er gmnnefni til dönskukennslu í framhaldsskóla eftir Auði Hauksdóttur og El- ísabetu Valtýsdóttur. Bókin ber heitið Dansk der du’r og í henni er lögð áhersla á að kynna nemendum danska tungu, menningu, siði og venjur. Einnig er kominn síðari hluti kennsluefnis í spænsku fyrir byrjendur, Mundos 2. Efnið hentar öll- um nemendum, hvort sem þeir eru í framhaldsskól- um, á námskeiðum, í full- orðinsfræðslu eða að læra spænsku á eigin spýtur. Stærðfræði 3000 er ný grunnbók i stærð- fræði fyrir framhaldsskólana, ætluð nemend- um í áfanga 103. Bókin er þýdd en rækilega staðfærð. Tölfræði með tölvum eftir Ásrúnu Matthí- asdóttur, Stefán Árnason og Svein Sveinsson kappkostar að gera efnið aðgengOegt og skýrt og sérstök áhersla er lögð á tölvunotkun við verkefnavinnuna. Fjölmiðlafræði eftir Lars Petersson og Áke Petterson íjallar um fjölmiðla almennt, eðli þeirra og uppruna, áhrif og vald með skemmtilegum myndum og dæmum. Birtar eru m.a. siðareglur Biaðamannafélags íslands, útvarpslög sem samþykkt voru á Alþingi í maí og siðareglur auglýsinga. Framhald bókarinnar Fé- lagsfræði - einstaklingur og samfélag eftir Garðar Gísla- son er komið út og ber nafn- ið Félagsfræði 2 - kenning- ar og samfélag. Skipa ís- lenskar rannsóknir, fræði- menn og dæmi sess í bók Garðars. Landafræði - maðurinn, auðlindirnar og umhverfið eftir Peter Östman o.il. er yfirgripsmikil kennslubók fyrir fram- haldsskóla. Jónas Helgason þýddi og staðfærði bókina, en valinkunnir íslenskir sérfræðingar skrifuðu um íslensk efni. 101 Reykjavík til Faber & Faber Ný Réttindastofa Eddu hf. hefur gengið frá sölu á skáld- sögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, til breska út- gáfufyrirtækisins Faber & Faber sem er eitt virtasta bókmenntaforlag hins enskumælandi heims. Þessi skáldsaga Hallgrims hefur nú verið seld til sjö landa og kvikmynduð að auki eins og kunnugt er. Útgáfustjóri Faber & Faber, Walter Dona- hue, var gestur á tíókmenntahátíðinni í Reykjavík á dögunum og var samningurinn gerður í framhaldi af heimsókn hans. Áður hefur Faber & Faber tryggt sérútgáfuréttinn á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Réttindastofa Eddu fer með samninga- og kynningarmál fyrir hönd þeirra höfunda sem koma út á vegum Máls og menningar, Vöku- Helgafells og Forlagsins. Edda verður með stærsta bás sem íslenskt útgáfufyrirtæki hefur verið með á bókasýningunni í Frankfurt sem hefst í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.