Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Síða 22
50
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
DV
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
^SZIujSí
90 ára _______________________________
Vilhjálmur Óskarsson,
Víðimýri 10, Sauöárkróki.
85 ára________________________________
Lára Magnúsdóttir,
Torfnesi, Hlíf 2, Isafiröi.
70 ára________________________________
Erla Blandon,
Sléttuvegi 15, Reykjavlk.
Halldóra Petra Oddsdóttir,
Vatnsendabletti 101, Kópavogi.
Svanhildur Jónsdóttir,
Réttarholti 10, Selfossi.
60 ára________________________________
Friðgeir Björnsson,
Granaskjóli 76, Reykjavík.
Þórólfur Valgeir Þorleifsson,
Blikahólum 12, Reykjavík.
Reynir Björnsson,
Garðhúsum 49, Reykjavík.
Valdimar Gíslason,
Laufási 2, Garöabæ.
Guðjón Ragnarsson,
Hlíðarbraut 2, Blönduósi.
50 ára________________________________
Viðar Aðalsteinsson,
Þingholtsstræti 6, Reykjavík.
Sigríður Einarsdóttir,
Engjaseli 58, Reykjavík.
Bjami Gunnarsson,
Furugrund 81, Kópavogi.
Magnús Þorsteinsson,
Sjávargrund 14b, Garðabæ.
Björgólfur Lauritsson,
4 Helgafelli 11, Eskifirði.
40 ára________________________________
Ingibjörg Lydía Yngvadóttir,
Strandgötu 79, Hafnarfiröi.
Anna Dórothea Tryggvadóttir,
Lerkigrund 5, Akranesi.
Hugrún Thorlacius,
Ægisbraut 17, Búðardal.
Linda Lee Bluett,
Odda, Súöavík.
Vilborg Magnúsdóttir,
Smáragili, Brú.
Kristín Guðveig Sigurðardóttir,
Múlavegi 41, Seyðisfiröi.
1
i n g a r DV
© 550 5000
</> @ vísir.is
W) FAX
3 CS 550 5727
'Œ 1 " 1
S m Þverholt 11, 105 Reykjavík
Andlát
Anna Björnsdóttir frá Hörgsholti, lést á
Dvalarheimili aldraöra í Borgarnesi
föstud. 13.10. Jarðarförin verður aug-
lýst síðar.
Guðný Vigfúsdóttir Kristoffersen er lát-
in. Útför hennar fór fram I Alta í Noregi,
miðvikud. 11.10.
Ásgeir Páll Úlfarsson frá Seyöisfiröi,
Amtmannsstíg 6, Reykjavík, andaðist á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
föstud. 13.10..
Guðmundur Pálsson lést á heimili sínu,
Furuvöllum 9, Egilsstöðum, mánud.
9.10. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Úlfar Haraldsson, Álfaskeiði 92, Hafnar-
firði, lést á Landspítalanum, Fossvogi,
að morgni sunnud. 15.10.
Fjóla Ósk Bender kennari, Sörlaskjóli
94, Reykjavík, lést föstud. 13.10.
>
Fólk í fréttum
Gunnar Ingi Gunnarsson
fyrrv. varaformaður Frjálslynda flokksins
Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsu-
gæslulæknir við Heilsugæslustöð-
ina í Árbæ og fyrrv. varaformaður
Frjálslynda flokksins, greindi ítar-
lega frá því í DV-frétt í gær hvers
vegna hann sagði skilið við Frjáls-
lynda flokkinn.
Starfsferill
Gunnar Ingi fæddist í Reykjavík
21.8.1946 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófl frá MR 1968, kandi-
datsprófi í læknisfræði frá Gauta-
borgarháskóla 1972 og embættis-
prófi í læknisfræði þaðan 1976.
Gunnar Ingi var aðstoðarlæknir á
Landspítalanum 1973, heilsugæslu-
læknir í Bolungarvík 1974, aðstoðar-
læknir á Sahlgrenska sjukhuset í
Gautaborg 1975, heOsugæslulæknir
á Þórshöfn, Raufarhöfn og í Vest-
mannaeyjum 1976, aðstoðarlæknir á
Sjukhuset í Lidköping 1976-77 og
1978, og á Sjukhuset i Falköping
1977- 78, við Borgarspítalann
1978- 79, heilsugæslulæknir í Hvera-
gerði og Þorlákshöfn 1979 og hefur
verið heilsugæslulæknir við Heilsu-
gæslustöðina í Árbæ frá 1979.
Gunnar sat í stjóm Félags ís-
lenskra heimilislækna og var rit-
stjóri Fréttabréfs félagsins um ára-
bil, var formaður nokkurra samn-
inganefnda Læknafélags íslands
1980-98, meðstofnandi Læknavakt-
arinnar sf. 1986 og formaður
1986-97, hefur setiö í opinberum
nefndum um heilsugæslu og heil-
brigðisþjónustu, var fulltrúi Alþing-
is í stjórn Ríkisspítala 1991-95, for-
maður Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur 1996-97, meðstofnandi Frjáls-
lynda flokksins 1998, varaformaður
flokksins frá stofnun og þar til nú
og varaþingmaður frá 1999.
Fjölskylda
Gunnar Ingi kvæntist 3.5. 1969
Ragnhildi Björnsdóttur, f. 6.7. 1947,
d. 5.5. 1998, hjúkrunarfræðingi. Þau
skildu 1978.
Dætur Gunnars Inga og Ragnhild-
ar eru Hulda Margrét, f. 2.10. 1966,
búsett í Reykjavík; Guðrún Katrín,
f. 16.2. 1972, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, en sambýlismaður henn-
ar er Ingólfur Arnór Magnússon raf-
virki; Svanhildur Ásta, f. 4.11. 1974,
ritari í Kópavogi, en maður hennar
er Konráð Þór Snorrason tækni-
maður.
Gunnar Ingi kvæntist 10.11. 1979
Brynhildi Sverrisdóttur Scheving
Thorsteinsson, f. 2.1. 1954, sálfræð-
ingi og BA í frönsku og ensku. Þau
skildu 1991.
Böm Gunnars Inga og Brynhildar
eru Sverrir Ingi, f. 22.1. 1981,
menntaskólanemi; Áslaug Heiða, f.
12.9.1983, menntaskólanemi.
Gunnar Ingi kvæntist 24.8. 1991
Ernu Matthíasdóttur, f. 27.9. 1957,
hjúkrunarfræðingi og sölufulltrúa.
Sonur Gunnars Inga og Emu er
Gunnar Þorbjörn, f. 7.3.1993.
Stjúpsonur Gunnars Inga og son-
ur Ernu eru Daníel Jónsson, f. 28.10.
1984, nemi.
Systkini Gunnars Inga eru Hjör-
dís Thors, f. 17.7. 1948, húsmóðir í
Reykjavík; Ólafur Þór, f. 17.4. 1953,
viðskiptafræðingur hjá Vegagerð
ríkisins; Ingibjörg, f. 2.8.1959, deild-
arstjóri hjá Landssímanum.
Foreldrar Gunnars Inga: Gunnar
Þorbjöm Gunnarsson, f. 8.8. 1926,
fyrrv. forstjóri íslenskra aðalverk-
taka, búsettur í Reykjavík, og Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir, f. 16.11.
1923, d. 26.8. 1988, snyrtifræðingur.
Ætt
Gunnar Þorbjöm er sonur Gunn-
ars, kaupmanns í Reykjavík, bróður
Péturs, læknis á Akureyri, og Hann-
esar, kaupmanns í Reykjavík, afa
dr. Hannesar, forstöðulæknis og
dósents, og Sólveigar dómsmálaráð-
herra Pétursbarna. Gunnar var son-
ur Jóns, kaupmanns á Hvamms-
tanga, Hanssonar, skálds og hrepp-
stjóra á Þóreyjarnúpi, hálfbróður
Guðnýjar, langömmu Baldurs Lín-
dals efnaverkfræðings. Önnur hálf-
systir Hans var Þóranna Rósa, lang-
amma ívars H. Jónssonar, fyrrv. rit-
stjóra Þjóðaviljans og skrifstofu-
stjóra Þjóðleikhússins, og og
langamma Sigurpáls, foður Bjöms
Vignis, ritstjórnarfulltrúa á Morg-
Gunnar Ingi Gunnarsson, fyrrv. varaformaöur Frjálslynda flokksins
Gunnar Ingi starfaði mikið í Alþýðuflokknum áður en hann gekk til liðs við
Sverri Hermannsson og var m.a. formaöur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
unblaðinu. Hans var sonur Natans,
skálds og læknis á Illugastöðum á
Vatnsnesi, Ketilssonar. Móðir Jóns
kaupmanns var Kristín Þorvarðar-
dóttir. Móðir Gunnars kaupmanns
var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á
Klömbrum í Vesturhópi, Sigurðar-
sonar, b. á Grund á Álftanesi, Þor-
bergssonar. Móðir Þorbjargar var
Ragnhildur Snorradóttir, hrepp-
stjóra á Klömbmm, Jónssonar, b. á
Klömbrum, Snorrasonar, pr. á
Hjaltastað, Bjömssonar.
Móðir Gunnars Þorbjörns var
Ingibjörg, systir Gunnlaugs, fóður
Jóns Steinars hrl. Ingibjörg var
dóttir Ólafs, steinsmiðs í Reykjavík,
Þórarinssonar, b. á Kjaransstöðum í
Biskupstungum, Jónssonar, b. á
Iðu, Jónssonar. Móðir Ingibjargar
var Þorgerður, dóttir Gunnars, b. á
Skálahnjúki, Hafliðasonar. Móöir
Gunnars var Björg, systir Pálma í
Valadal, afa Jóns á Nautabúi,
langafa Jóns Ásbergssonar, for-
stjóra Útflutnignsráðs.
Guðrún Jóhanna var dóttir Ólafs,
togarasjómanns og vörubifreiða-
stjóra í Reykjavík, bróður Gunnars,
forstjóra Leifturs, afa dr. Ninu Ás-
mundsdóttur. Annar bróðir Ólafs
var Brynjólfur, afi Gunnars I. Birg-
issonar, forseta bæjarstjómar Kópa-
vogs. Ólafur var sonur Einars, sjó-
manns í Skálholtskoti í Reykjavík,
Ólafssonar og Katrínar Gunnars-
dóttur, b. í Norðurkoti í Holtum,
Guðmundssonar.
Móðir Guðrúnar Jóhönnu var
Magdalena Margrét Benediktsdótt-
ir, starfsmanns við stjórnarráðið í
Reykjavík, Daníelssonar, bróður
Solveigar, seinni konu Sigfúsar Ey-
mundssonar ljósmyndara. Móðir
Magdalenu Margrétar var Guðrún
Snorradóttir.
Fertugur
Þórir Guðmundsson
upplýsingafulltrúi Rauða kross íslands
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi Rauða kross íslands,
Hverafold 6, Reykjavik, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Þórir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann stundaði nám við
Verslunarskóla fslands 1976-77, við
Rhode Island School of Photography
1979-80, lauk BS-prófi í fjölmiðla-
fræði við University of Kansas 1984,
og MA-prófi í alþjóðasamskiptum
við Boston University Bmssels 1994.
Þórir var blaðamaður við Vísi og
síðar DV, í fullu starfi eða meðfram
skóla á árunum 1976-85, var frétta-
maður á fréttastofu Ríkisútvarpsins
1985-86 og yfirmaður erlendra frétta
á fréttastofu Stöövar tvö 1986-96.
Þórir starfaði við hjálparstörf á
vegum Alþjóða Rauða krossins sem
sendifulltrúi Rauða kross íslands
1996-99, fyrst sem upplýsingafull-
trúi á svæðisskrifstofu fyrir Mið-
Asiu í fyrrum Sovétríkjunum og
síðar sem upplýsingafulltrúi í Asíu-
og Kyrrahafslöndum. Hann hefur
verið upplýsingafulltrúi Rauða
kross íslands frá 1999.
Þórir var umsjónarmaður fiölda
sjónvarpsþátta um alþjóðleg málefni
og skrifaði bókina Úr álögum,
ásamt eiginkonu minni, Öddu
Steinu Bjömsdóttur.
Fjölskylda
Þórir kvæntist 27.8. 1988 Öddu
Steinu Björnsdóttur, f. 14.10. 1963,
guðfræðingi. Hún er dóttir Björns
Friðfinnssonar, f. 23.12. 1939, ráðu-
neytisstjóra og k.h., Iðunnar Steins-
dóttur, f. 5.1. 1940, rithöfundur í
Reykjavík.
Böm Þóris og Öddu Steinu eru
Unnar Þór Þórisson, f. 14.9. 1991;
Bjöm Þórisson, f. 1.5. 1995.
Systkini Þóris eru Erlendur Guð-
mundsson, f. 2.1.1968, kafari, búsett-
ur í Mosfellsbæ; Kristinn Guð-
mundsson, f. 15.10.1969, kvikmynda-
gerðarmaður og útsendingastjóri,
búsettur á Seltjarnarnesi.
Dætur fósturfóður Þóris frá fyrra
hjónabandi: Hafdís Guðmundsdótt-
ir, f. 5.8. 1964, verslunarmaður, bú-
sett í Reykjavík; Berglind Magneu-
dóttir, f. 10.8. 1962, verslunarmaður,
búsett í Reykjavík.
Foreldrar Þóris: Guðmundur
Kristinsson 17.8. 1936, innrammari,
búsettur á Seltjamarnesi, og k.h.,
Þórann Erlendsdóttir, f. 31.7. 1935,
skólastarfsmaður.
'OBB1
Útför Rögnu Kristínar Þórðardóttur
kennara, Blöndubakka 5, Reykjavík, fer
fram frá Fossvogskirkju föstud. 20.10.
kl. 15.00.
Jarðarför Hólmfríðar Rögnvaldsdóttur
fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd,
laugard. 21.10. kl. 14.00.
Ottó Svavar Jóhannesson, Skjólbraut
la, Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju föstud. 20.10. kl.
13.30.
Jón S. Guðmundsson, Ljósvallagötu 22,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miö-
vikud. 18.10. kl. 15.00.
Ingólfur Baldvinsson frá Naustum verö-
ur jarðsunginn frá Akureyarkirkju
fimmtud. 19.10. kl. 13.30.
Guðmundur Alexandersson, áður að
Miðtúni 22, verðurjarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikud. 18.10. kl. 13.30.
Merkir Islendingar
Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri og al
þingismaður, fæddist í Laufási við
Eyjafiörð 18. október 1835. Hann var son-
ur Gunnars Gunnarssonar, prests í Lauf-
ási, og Jóhönnu Kristjönu Gunnlaugs-
dóttur Briem. Tryggvi var bróðir Egg-
erts alþm. og móðurbróðir Hannesar
Hafsteins ráðherra. Kristjana, móðir
Tryggva var systir þjóðfundarmann-
anna séra Jóhanns Briem í Hruna, og
Eggerts sýslumanns, foöur alþm. Ei-
ríks prófessors, Ólafs á Álfgeirsvöllum
og Páls amtmanns, en systir þeirra var
Kristín, amma Gunnars Thoroddsens.
Þriðji bróðir Jóhönnu var Ólafur á Grund,
langafi Stefáns, alþm. í Fagraskógi, og Odds,
föður Davíðs forsætisráðherra.
Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi lærði trésmíði hjá Ólafi á Grund,
lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn og var
í búnaðarskóla í Noregi. Hann var bóndi
á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1959-73,
stofnaði Gránufélagið og var kaupstjóri
þess 1871-93 og bankastjóri Landsbank-
ans 1893-1909 er Björn Jónsson ráð-
herra vék honum frá. Bjöm veikti
stöðu sína meö bankafarganinu svo-
nefnda og hrökklaðist sjálfur frá völd-
um 1911 en Alþingi ákvað full eftirlaun
til Tryggva til æviloka.
Tryggvi var alþm. 1869-85 og sat í
lengi í bæjarstjóm Reykjavíkur. Hann
var virtur athafnamaður, sá m.a. um bygg-
ingu ölfusárbrúarinnar 1891 og gerði Al-
þingisgarðinn þar sem hann er jarðsettur.