Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2000, Qupperneq 24
52
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
DV
'Tilvera
lí f iö
Haustveisla á
Hallormsstað
Það er mikið um að vera í
Hússtjómarskólanum á Hall-
ormsstað nú sem endranær. Þeg-
ar haustverkunum er lokið,
sveppa- og berjatinslu, svo og
sláturgerð, verður sjötíu ára af-
mæli skólans fagnað með því að
halda mikla haustveislu í dag
þar sem boðið er upp á haustaf-
urðir af Héraði.
Krár
■ ROLEGT A ROMANCE Það er lif-
andi tónlist á Café Romance öll
kvöld en þaö er enski píanóleikarinn
og söngvarinn Miles Dowley sem
skemmmtir gestum staöarins.
■ SOULBRÆÐUR Á PRIKINU Það
er kominn miðvikudagur og þá er
kominn tími á Soulbræður á Prikinu.
Þeir Herb Legowitz og Tommy White
kunna þetta allt saman, spurningin
er hvort þú kannt þetta og hvort þú
þorir.
■ 360* KVÖLP Thomsen verður til-
einkaöur 360* Adda Exoz. Að þessu
sinni er það þýska teknógyðjan
Monika Kruzo sem opnar hugi
fimmtudagsdjammara og fer hamför-
um viö mixerinn. Exoz og Ohm snúa
bökum saman og aðstoða gelluna.
Það kostar 300-kall inn fyrir klukkan
23 en einn Jón Sigurösson eftir
það. 18 ára aldurstakmark.
Klassík
■ ART-2000 Alþjoöleg raf- og
tölvutónlistarhátíö í fyrsta skipti á
íslandi í Salnum í Kópavogi.
Leikhús
■ HORFÐU REWPUR UM OXL
Horfðu refður um öxl í Þjóðleikhús-
inu í kvöld á Litla sviðinu, kl. 20.00.
Uppselt.
■ KIRSUBERJAGARÐURINN í
kvöld verður sýnt í Þjóðleikhúsinu
leikritiö Kirsuberjagarðurinn eftir
Anton Tsjekhov. Örfá sæti laus.
■ TRÚÐLEIKUR í kvöld frumsýnir
■*' Leikfélag Islands leikritiö Trúðleik
eftir Hallgrím H. Helgason í Iðnó.
Sýningin er hluti af leiklistarhátíöinni
A mörkunum, sem er samvinnuverk-
efni Bandalags sjálfstæðu leikhús-
anna og Reykjavíkur, menningar-
borgar 2000.Trúðana tvo í sýning-
unni leika þeir Friðrik Friöriksson
og Halldór Gylfason. Leikstjóri sýn-
ingarinnar er María Reyndal. Hljóm-
sveitin Geirfuglarnir semur og flytur
tónlist viö sýninguna.
Kabarett
■ TRÍÓ VOX í KAFFILEIKHÚSINU
Þrjár raddir og tveir gítarar flytja
notalegar ballööur bæði frumsamd-
ar og annars staöar að. Flytjendur
eru Trío Vox eða Ruth Reginalds,
Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar
Jóhannsson. Dagskráin hefst kl.
^ 21.00.
Fundir
■ FYRIRLESTUR I LHI Hildur
Bjarnadóttir, myndlistarmaður og
kennari, flytur fyrirlestur í LHÍ í Skip-
holtl 1, stofu 113, klukkan 12.45.
Hún stndaði nám í myndlistardeild
Pratt Institut í Brooklyn í USA og
lauk þa/ námi meö meistaragráðu
1997. I fyrirlestrinum fjallar Hildur
um eigin verk og dvölina í New York.
■ MYNDASÝNING FERÐAFÉLAGS-
INS Mvndasvning verður í FLsalnum
í kvöld kl. 20.30. Þar sýnir Ólafur
Sigurgeirsson fararstjóri myndjr úr
Vestfjaröaferöum sumarsins. Ólafur
fór í ferð um Aöalvíkur, Skálavíkur, í
Selárdal og út á Látrabjarg, svo
nokkuð sé nefnt. Aðgangseyrir er
krónur 500 og kaffiveitingar í hléi.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
y
Söngvari og lögregluþjónn
Eiríkur Hreinn Helgason yfirlögregluþjónn lítur yfír nóturnar og tekur lagiö.
Eiríkur Hreinn Helgason syngur íslensk sönglög á nýrri plötu:
Söngurinn er skemmtilegt hliðar-
starf og nauðsynlegt mótvægi
„Það má segja að komin voru
ákveöin tímamót hjá mér, ég hafði
verið að syngja í tuttugu og fimm ár
ásamt því að hafa verið í lögreglunni
jafnlangan tíma. Þannig að það var
góð ástæða til að gera eitthvað á þess-
um tímamótum svo ég fór út í það að
gefa út plötu og fékk með mér vini og
kunningja úr tónlistarbransanum til
að gegna ýmsum hlutverkum í þessari
útgáfu," segir Eiríkur Hreinn Helga-
son, yfirlögregluþjónn við Lögreglu-
skólann og söngvari til margra ára, en
þessa dagana er að líta dagsins ljós
plata sem inniheldur að mestu leyti
íslensk sönglög, eitt erlent, færeyskt
sönglag fær að fljóta með í lokin.
„Þetta eru lög sem ég hef sungið í
gegnum tíðina og hef haldið mikið
upp á.“
Eiríkur Hreinn segist hafa verið að
syngja allt sitt líf. „Ég fór þó ekki að
Bíógagnrýni
læra söng fyrr en ég var kominn á þri-
tugsaldurinn. Um sama leyti hóf ég
störf í lögreglunni. Söngurinn hefur
alltaf verið til hliðar hjá mér. Ég hef
sungið mjög víða og komið á marga
staði, bæði í kórum en síðan haft all-
nokkurn feril sem einsöngvari og á að
baki nokkur óperuhlutverk, fjölmörg
hlutverk í óratoríum og kirkjulegum
verkum ýmiss konar og komið fram
sem söngvari á stundum sorgar og
gleði í flestum kirkjum landsins.
Starfið í lögreglunni hefur þó alltaf
verið mitt aðalstarf og síðastliðin átta
ár hef ég verið yfirlögregluþjónn við
Lögregluskóla ríkisins þar sem ég
stýri framhaldsdeild skólans."
Eirikur Hreinn er spurður hvort
hann hafi aldrei hugleitt það að gerast
atvinnusöngvari. „Eftir nám bæði hér
heima og erlendis var ég stundum að
velta þessu fyrir mér en ég hef aldrei
haft nógu mikinn metnað í þessa átt
til að hella mér út í það og hef litið á
sönginn sem skemmtilegt hliðarstarf
sem stundum hefur verið bráðnauð-
synlegt til mótvægis við aðalstarfið,
hinu á stundum litt jákvæða starfi í
lögreglunni. Það hefur þurft kjark til
að vera atvinnusöngvari hér heima
vegna stopullar vinnu og fárra tæki-
færa. Flestir sem hafa kosið að gera
sönginn að aöalatvinnu kenna söng,
ég aftur á móti kenni í Lögregluskól-
anum og hef mjög gaman af því. Það
má þó segja að breyting verði á starfs-
sviði atvinnusöngvara hér á landi ef
fastráðnir verða söngvarar við ís-
lensku óperuna, sem vonandi verður,
þá er kominn grundvöllur fyrir söngv-
ara að starfa hér heima.“
Plötu sína gefur Eiríkur Hreinn út
sjálfur en Skífan mun dreifa henni.
„Ég fékk Bjarna Jónatansson til að
leika undir hjá mér á píanó og í
tveimur lögum syng ég dúett með
einni af björtustu vonum okkar af
yngri kynslóðinni, Garðari Thor
Cortes. Svo stofnaði ég kór skipaðan
atvinnusöngvurum sem nefndur hef-
ur verið Karlakór íslands og nágrenn-
is og þó ég segi sjálfur frá þá tel ég
hann meðal bestu kóra, hvað annað er
hægt að segja um kór sem hefur Garð-
ar Cortes sem annan tenór.“
Eiríkur Hreinn segist ekki alveg
vera viss hvemig hann muni fylgja
plötunni eftir. „Æskilegast væri að
halda tónleika eða koma fram ein-
hvers staðar en þessa dagana er mjög
mikið að gera hjá mér í skólanum svo
ég veit ekki hvemig ég kem til með að
geta fylgt plötunni eftir." -HK
Bíóborgin - In the Mood for Love: 'k'k'k
Astin er skepna
Gunnar Smári
Egilsson
skrifar gagniýni
um kvikmyndir.
In the Mood for Love
Aðalpersónurnar
In the Mood for Love er
hæg, falleg, hlýleg og svo
nostalgísk að þegar ég gekk út
á Snorrabrautina að lokinni
sýningu þá saknaði ég Hong
Kong eins og borgin var á sjö-
unda áratugnum. Samt á ég
fullt i fangi með að muna
Reykjavík þess tima. Svona
hefur fjölþjóðlega menningin
gert mig skrítinn. Ég sakna
orðið þess sem ég þekkti
aldrei en man ekki lengur
hver ég er; eða hvað ég er.
Ég veit þó að ég get aldrei
skilið þessa mynd sama skiln-
ingi og höfundur hennar, Kar-
wai Wong. Ég get látið mér detta í hug
að sviðið sem hann velur sögu sinni
sé eitthvaö í líkingu við sögusvið Guð-
bergs í Það rís úr djúpinu. Hjá Guð-
bergi vora allir að vestan, nýkomnir í
bæinn að venja sig við nýtt líf og nýtt
fólk sem þaö þekkti ekki og hefði ekki
fundið neina samsömun með nema af
því það var svipað komið fyrir því í
fólksflutningum eftirstríðsáranna. Og
það bjó við þrengsli, nálægð og var
því berskjaldað, nakið i umkomuleysi
sínu, stefnulaust í leit sinni að betra
lífi. í mynd Wongs halda allir síðan
áfram ferðinni, flytja ýmist til Filipps-
eyja eða Singapúr, eins og fólkið hans
Guðbergs hefði ílutt til Gautaborgar
þegar síldin hvarf; það er ef Guðberg-
ur sjálfur hefði ekki hangið á Spáni og
misst sjónar af fólkinu sínu. Og af því
að In the Mood for Love er
svo nostalgisk þá er ég farinn
að sakna þess að enginn
nema Guðbergur skuli hafa
sagt sögu þessa fólks og þessa
tímabils; upprifjanir barna
þess teljast ekki með, þau
virðast alltaf misskilja erfið-
leikana við sambúð drauma
og skyldurækninnar.
In the Mood for Love fjall-
ar um ástina. Og eins og í
góðum ástarsögum þá sigrar
ástin persónurnar svo ræki-
lega að þær verða næstum
óhæfar til að lifa; einnig að
njóta ástarinnar. Og hún seg-
ir frá framhjáhaldi betur en ég hef séð
lengi. Við sjáum ekki hina seku en
fylgjumst með fómarlömbunum leita
huggunar hvort hjá öðm þar til ástin
kemur aftan að þeim og gerir þau að
því sem þau fyrirlíta: ástfóngnu fólki.
Þannig dregur Wong upp mynd af ást-
inni sem eyðandi afli og græðandi;
aldrei öðru hvoru.
Og allt er þetta fallega gert, svo fal-
lega að þeir sem eru enn með óbragð
í sálinni eftir keimlíka sögu í banda-
rísku bíómyndinni Random Hearts
geta hér fengið nokkra bót meina
sinna. Hér er sparlega og smekklega
farið með allt, nema hvað kvikmynda-
takan jaðrar stundum við tilgerð. En
þótt Wong og félagar séu sparsamir á
flest þá eru þeir ekki haldnir ein-
hverri delluhugmynd um að minna sé
meira; þvert á móti beita þeir alls
kyns brögðum - ekki síst í klippiher-
berginu - og finnst auðsjáanlega gam-
an að búa til bíó. Sparsemin er frem-
ur í anda endurminningarinnar: lit-
irnir eru samtóna, hreyfingar hægar,
það sem er utan sögunnar er kirfilega
fest í bakgrunni. Niðurstaðan er eins
og eftirsjá á dánarbeði. Þá sjáum við
ekki svo mikið eftir því sem við gerð-
um heldur söknum þess sem við gerð-
um ekki.
Leikstjórn og handrlt: Kar-wai Wong.
Leikarar: Tony Leung Chiu Wai, Maggie
Cheung, Lai Chen o.fl.