Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Síða 4
Sigurður Harðarson er hjúkrunarfræð
ingur að mennt og á eitt barn. Aðal-
björn Tryggvason er hlaðmaður og
veit ekki til þess að hann eigi
nein börn. Saman eru þeir í for-
sæti fyrir hátíðarnefnd Andkristni-
hátíðar, sem haldin verður heilög
á Gauki á Stöng, þriðjudaginn
komandi, klukkan 21. Þar
mun flutt dauðarokk, tón-
listarstefna sem tröllreið
bílskúrum landsins í
upphafi síðasta ára-
tugar, en er ekki
aldauð.
„Við lítum á trúarbrögð sem
samsæri,“ segja þeir Siggi og Addi.
Þeir telja að allt frá því að kristni
var lögleidd á íslandi, með ofbeldi,
fyrir þúsund árum hafi hún reynt
að troða sér inn í líf fólks og verið
eitt af kúgunartækjiun ríkisvalds-
ins. „Það er þessi grunnskólaheila-
þvottur. Hið sama á við um aðra
minni kristna söfnuði þar sem
ræktun trúarbragðanna sniðgeng-
ur persónulegar þarfir hvers ein-
staklings. En kristnin er að tapa
virðingunni og næstu þúsund ár
eru okkar,“ segja þeir félagar.
Tónlist djöfulsins
Þeir höfðu lengi fundið til pirr-
ings í garð þjóðkirkjunnar, en sú
tilfinning náði hámarki sinu með
kristnitökuhátíð sumarsins. „Þetta
er gömul hugmynd hjá okkur. Að
halda öfgakennda þungarokkstón-
leika er góð leið til að berjast gegn
kristni," segja þeir um hugdettu
sína. „Kristnir menn hafa alltaf
stimplað rokkið sem tónlist djöfuls-
ins, og þungarokkið eitthvað þaðan
af verra. Nema Gunni í Krossin-
um, hann tók rokkið í sátt eftir að
Páll Rósinkrans kom í söfnuð-
inn,“ segja þeir með bros á vör. En
Snorri í Betel er lika dyggur að-
dáðandi þungarokkssveitanna sem
upp troða á Andkristnihátíð.
„Hann hefur brennt allt okkar efni,
held ég,“ segir Addi, en hann er
meölimur i sveitinni Sólstafir,
sem verður á Gauknum ásamt
hljómsveit Sigga, Forgarði Helvít-
is, og tveimur öðrum sveitum,
Múspell og Potentiam. Forgarður
helvítis er að sigla inn í annan tug
starfsævi sinnar og er þekktust
hljómsveita í neðanjarðarþung-
arokksgeiranum íslenska. í frétta-
tilkynningu hátíðarnefndar segir:
Nafn, tónlist og ímynd Forgarðs
Helvítis hefur ætíð virkað sem
hráki í auga þeirra sem hrópað og
beðið hafa gegn rokktónlist. Sú for-
dæming sem þeir krossmerktu hafa
krafist er meðlimum upphafning og
um leið sannfæring um að þeir séu
að gera rétt.
Samið yfir Nágrönnum
Sú þungarokkstónlist sem bönd-
in fjögur spila og kennd er við
ýmsa málma, svo sem dauðamálm-
ur og svartimálmur, hefur ekki
verið í tísku undanfarin ár og hef-
ur fallið í skuggann af vinsældum
harðkjarnarokks svokallaðs. „Mín-
us hefði til dæmis getað fyllt húsið
einir og sér, með hardcore-krökk-
um, og þeir eru ágætis vinir okkar,
en okkur langaði bara að halda al-
vöru metaltónleika og sjá hvernig
það gengi,“ segja þeir, en harma
það að neyðast til að setja aldurs-
takmark á hátíðina. „Yngri krakk-
arnir ffla okkur líka, fyrir að vera
svona gamlir þungarokkarar,“
segja þeir. Fyrir þá sem hlusta lítið
á þungarokk getur verið erfitt að
greina muninn á hinum ýmsu
stefnum, en Addi og Siggi segja
muninn skýran. „Við gerum dekkri
og ljótari tónlist, og miklu hraðari
en hardcorið, en sumar af yngri
hljómsveitunum eru að ná hraðan-
um, eru að læra að hjóla,“ segja
þeir. Þó þeir gefi frá sér þessa
dimmu tóna og rymji andkristna
texta við, lengst neðan úr barka,
eru þeir fjarri því að vera þung-
lyndir eða einhverjar verri mann-
eskjur fyrir vikið. Addi segist hafa
samið megnið af disk hljómsveitar
sinnar, sem kom út *96, með
kassagítar sér við hönd í glaðbeittri
setu fyrir framan sápuóperuna Ná-
granna. Þeir kumpánar bjóða þjóð-
inni eins óg hún leggur sig á Gauk
á Stöng og lofa trylltum tónleikum.
Aðgangseyrir er 400 krónur. „Við
ætlum ekki að koma út í 100 millj-
ón króna tapi eins og kristnitöku-
hátiðin," segja þeir loks.
Nóg verður um að vera í Kringlunni næstu tvo föstudaga þegar Fókus reynir að hafa uppi á tvíförum aðal-
leikaranna í stórmyndinni Charlie’s Angels. Það eina sem fólk þarf að gera er að mæta í verslun Skífunnar
í Kringlunni og láta taka mynd af sér en vegleg verðlaun eru í boði.
Charlie’s Angels verður frumsýnd
þann 24. nóvember og af því tilefni
verður þeim stúlkum sem líkjast að-
alleikonunum boðið að taka þátt í
skemmtilegum leik, þar sem vegleg
verðlaun eru í boði.
Aðalleikkonur myndarinnar eru
skvísurnar Cameron Diaz, sem
þekktust er fyrir leik sinn í ThereYs
Something About Mary, Drew
Barrymore, sem leikið hefur í fjölda
stórmynda frá unga aldri og Lucy
Liu, sem sló í gegn i hlutverki sínu
sem ein af Bond-konum sögunnar.
Þær stúlkur sem telja sig likjast
leikkonunum þurfa bara að koma
í verslun Skífunnar í Kringlunni
næstu tvo fostudaga, 10. og 17.
nóvember. Þar verður tekin mynd
af þeim og síðan verða sigurvegar-
amir valdir fyrir frumsýningar-
helgina. Vegleg verðlaun eru í
boði fyrir sigurvegarana. Sigur-
vegarnir þrír fá allir glæsilegasta
símann frá Nokia, 8210, auk fata-
úttekta í Vero Moda og klipping-
ar hjá Toni & Guy.
4
f Ó k U S 3. nóvember 2000