Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Qupperneq 6
heimasíöa vikunnar
D r- Gunna
Hinn andlegi meistari Srí Chinmoy hétt sína 600. fríðartónleika í Háskóiabíói á mánudaginn. Það var fullt út
úr dyrum af fólki í leit að einhverju til að fylla i stóra góðærísgatið á sér. Dr. Gunni tók með sér vasaklút.
unni um poka fyrir enn önnur tilefni,
eins og einn hannaður fyrir notendur
UNIX-kerfisins, annar helgaður
stjórnmálamanninum Newt
Gingrich og að sjáifsögðu poki frá
Disneyland-skemmtigarðinum. Menn-
ingarlegt gildi síðunnar er því óum-
deilanlegt því hún er einstök heimild
um þennan oft og tiðum afskipta geira
mannlífsins.
Þeir sem eiga poka frá Arnarflugi
eða eitthvert álíka raritet geta svo
lagt sitt af mörkum og jafnvel fengið
eitthvað úr býttinu að launum i stað-
inn. Að lokum er vert að benda ís-
lenskum ungmeyjum á að Steven
þessi er einhleypur en ákaflega róm-
antískur, eins og sést af „Steve’s Tiny
Book of Romance" sem fylgir siðunni
í kaupbæti.
Heimasíða vikunnar að þessu sinni
er www.airsicknessbags.com. Á síð-
unni er að flnna veglegt myndrænt
safn rúmlega 400 ælupoka sem Banda-
rikjamaður að nafni Steven J. Silber-
berg hefur sankað að sér í gegnum
tiðina frá öllum heimshornum.
Ekki er nóg með að flestöll helstu
flugfélög heims (og íjölmörg önnur)
eigi sér þarna fulltrúa heldur eru þar
líka pokar sem grípa má til ef ógleði
gerir vart við sig í lestarferð, í loft-
púðaskipi úti á rúmsjó, í sunnudags-
bíltúrnum, i bíó eða jafnvel úti í
geimnum. Sérstakur bálkur er á síð-
KNICKERBOX
Knickerbox
Kringlunni
sími 533 4555
Knickerbox
Laugavegi 62
sími 551 5444
5 ára afmælisvika
til sunnudagsins 5. nóvember.
" 20% afslá
áttur
af öllum vörum.
Sendum í póstkröfu.
FM 95,7
Fylgist með afniælisleik okkar
Glæsileg verðlaun
Á LAUGARDAGINN VERÐUR STORVEISLA I KRINGLUNNI
• GLÆSILEG TÍSKUSÝNING, ÞAÐ ALLRA NÝJASTA FRÁ KNICKERBOX.
• EINAR ÁGÚST MUN KOMA OG TAKA LAGIÐ í TILEFNI AFMÆLISINS.
• Kannski áritar hann NÆRBUXUR EÐA BRJÓSTAHALDARA HMMM...
http://www.ai rsi-
cknessbags.com
Hann helti
-joj-joj-joj
Mörgum finnst nútlmajóginn Sri Chinmoy stór-
kostlegur meistari. Með ástundun jóga getur
þessi aldni meistari hvaö sem er: lyft Stein-
grími Hermannssyni og hlaupiö margföld mara-
þon án þess aö blása úr nös. Hann þykir gífur-
lega fjölhæfur og víst er að hann er afkastamik-
ill. Hann málar grófar krúsidúllur og klessur
meö svampi I tonnavís, hefur teiknað tíu millj-
ón myndir af fuglum (hefur einhver nennt að
telja?) og dælir frá sér Ijóöum, eins og þessu:
Ekki hætta aö dreyma!
Einn daginn mun draumur þinn um alheimsfriö
flæða yfir allan heiminn.
Það er greinilegt aö svona tær snilld næst ein-
göngu meö áralöngu jóga. Hann býöur upp á
ókeypis hugleiöslunámskeiö og efst á Klappar-
stlgnum eru tvær frábærar búðir sem fylgjend-
ur hans á íslandi starfrækja, Heilsubúðin
Musteri sálarinnar og kaffihúsiö Kaffihúsið.
Ætli Sri hafi fattaö upp á þessu djúpspaka
nafni eftir langa jógatörn?
Er Sri bara svona góður?
Ég mæli eindregiö með þessum búöum.
Starfsfólkið er mjög kammó, maturinn ódýr og
fínt grænmetisgums I boði, og ég hef ekki orð-
iö var viö neinar tilraunir til heilaþvottar.
Kannski gengur þetta Sri-dæmi aldrei þessu
vant ekki út á neinn heilaþvott eða pen-
ingaplokk. Kannski er Sri bara að þessu af því
að hann er svona góöur? Þegar kafað er að-
eins dýpra má þó sjá ýmislegt sem veröur aö
teljast vafasamt og hægt er aö finna að alls
konar skrumi sem á betur heima I Sjónvarps-
markaðinum en hjá meistara andans. Sri hefur
m.a. sagst vera andlegur bróöir Jesú Krists,
hann segist hafa verið Thomas Jefferson I fyrra
lífi og hann segir að Hindú-guöinn Vishnu hafi
einu sinni sest á öxlina á sér. Svo eru þessir
lyftingatiIburöir heldur vafasamir. Sri lyfti þrem-
ur tonnum með annarri hendi 1985. Já,
einmitt. Hann nuddar sér utan I ráðamenn við
hvert tækifæri (er ekki Ólafur Ragnar vinur
hans?), skipuleggur Friöarhlaup og hefur hengt
upp friðarplatta á fræg mannvirki um allan
heim - „friðarblómganir" kallar hann það. Það
er ekki laust viö að manni detti svindlarinn Ma-
harishi Mahesh Yogi (sá sem Bítlarnir sáu að
lokum I gegnum) I hug I sömu andrá og Sri.
Andaktug dýrð
En hvað með það. Ekki ætla ég að setja mig I
spor rannsóknarblaðamanns og fletta ofan af
Sri greyinu. Flnt ef fyl^endur hans flla þetta allt
saman og mln vegna mega þeir lifa fyrir kenn-
ingar meistarans og stara á myndir af honum á
sama hátt og þorri landsmanna lifir fyrir sjón-
varpsdagskrána. Mln vegna má þetta almenni-
lega fólk gleyma sér tímunum saman I hug-
leiðslu fyrir framan skallann á Sri og hlaupa út
um allan bæ I góðu stuði. Skárra væri það nú.
Ég fór á friðartónleika meö Sri á mánudaginn.
Ég fór líka fyrir 12 árum og skemmti mér kon-
unglega. Átti að vísu að fyllast einhverri innri ró
og vellíðan, en hló þess I stað eins og vitleys-
ingur inn I mig allan tlmann. Sat á aftasta bekk
og varð blár og grænn I framan á meðan ég
reyndi að halda hlátrinum niðri I mér. Loks gat
ég ekki meir, læddist út I gegnum andaktuga
dýröina og sprakk grenjandi fyrir framan Há-
skólabló.
Troðinn salur
Ég var spenntur þegar ég mætti á tónleikana á
mánudaginn. Mundi ég hlæja jafn mikið núna
og síðast? Ég tók vasaklút með til öryggis.
Stóri salurinn I Háskólabíó var troðfullur af
þeim forvitnu og þeim andlegu. Allir líkast til
aö leita að einhverju til að fylla I stóra góöær-
isgatiö á sér. Hvítklæddir lærisveinar rótuðu
fyrir meistarann og sari-klæddar yngismeyjar
dreiföu bæklingum. Loks voru Ijósin dempuð.
Sex pæjur I kuflum komu úr bakherberginu og
settust á fremsta bekk. Voru þetta eiginkon-
ur meislarans? Helsti fulltrúi Sri hérlendis
bankaði I hljóðnemann og bað fólk velkomið
meö þessum skilaboðum: „Vinsamlegast
klappiö ekki fyrr en I lokin." Tveir andans rót-
arar höföu tekiö sér stööu viö útgöngudyrnar.
Stóöu með krosslagðar hendur og ég var
drulluhræddur um að bráðum færu þeir aö
dreifa eitruðu djúsi eins og rótarar Jim Jones
I denn.
Gúrú í dótabúð
Dauöaþögn. Þarna birtist loks sá gamli og
staulaðist I stól. Bað lengi. Það mátti heyra
saumnál detta, gemsa hringja. Sri tók varlega
upp einhvers konar sltar og þá byrjaöi ballið.
Hann byrjaði að sarga. Hann sargaöi eitthvaö
út I loftið I tíu mínútur. Þreyttist við sargið og
baö pæjurnar um að syngja. Þær héldu lagi.
Aftur Sri, nú á blokkflautu. Eitthvað út I loftið
eins og ofvirkur byrjandi. Það var ekki einu
sinni hægt aö dorma þvl hvell plp úr flautunni
rufu flæðiö. Næst puðraði Sri I einhverja
framandi bóluflautu. Stutt verk.
Gamalt bros tók sig ekki upp hjá mér fyrr en
Sri tók upp Iftinn skemmtara og ruglaöi eitt-
hvaö meö stiilt á harpsikord-sánd. Svo skipti
hann yfir á ásláttarstillinguna og trommaöi
smávegis. Stillti loks á pan-flautusándið og
glamraði smá. Enn dauðaþögn, gestir eins og
kanínur I bílljósum meistarans, en nokkrir þó
farnir að læðast út.
Hmm, hvaða dót á ég aö prufa næst, hugsaöi
gúrúinn og skimaöi yfir úrvaliö. Ókei, fiölu.
Ssssszzzarg eins og hjá sex ára stelpu. Auð-
'vitað haft bergmál á hljóönemanum. Þaö er
svo andlegt.
Nú var Sri orðinn þreyttur og stelpurnar sungu
á ný. Meistarinn sat I himneskum friði á bak
viö. Var hann kannski aö íhuga hvort Davíð
Oddson væri til I aö láta lyfta sér?
Hmm, best aö prófa banjóiö næst. Spoing-
poing. Annaö slagið eitthvað sem var eins og
lagllnan I Ég heiti Chinmoy og segi doj-joj-joj-
joj-joj.
Nú kom bló. Videóupptaka af erlendum Sri-
fundi. Fölt fólk I mussum að tóna meö tómleg
augu þess sem „hefur fundið sannleikann".
Það tónaði nöfn á löndum og fáni viökomandi
lands fór á loft. Sri hefur „friðblómgað" ein
115 lönd samkvæmt Mogganum og þegar
komiö var að Kirgisistan - „Kirgisi-stan -
Kirgisi-stan - ki hi hi hi hi hi hi hi hi hi hi hi hi
hi hi hi hi hi hi hi hi hi hi Kirgisi-stan", söngl-
aöi föla fólkið I mussunum - gafst ég upp og
dreif mig út.
Hvaða lærdóm dró ég af þessu? Jú, þaö á
aldrei að reyna aö endurlifa gamalt hlát-
urskast. Takk fyrir þá speki, mikli meistari.
6
f Ó k U S 3. nóvember 2000