Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Page 11
t.
Nú eru hartnær 10 ár síðan Polly Jean Harvey braut sér leið fram á sjónarsviðið
með hljómsveit sem bar einfaldlega nafnið PJ Harvey, í tilefni af útgáfu sjöttu plötu
stúlkunnar renndi Kristján Már Ólafsson yfir söguna.
með
brasi
Smáskífan Dress var það fyrsta
sem heyrðist til hljómsveitarinnar
en í kjölfar hennar kom stór plata,
Dry. Sú vakti gríðarlega athygli,
ekki einasta heima á Englandi
heldur um viða veröld og Kaninn
var sérlega hrifinn. Rolling Stone
valdi stykkið plötu ársins og Polly
lagasmið og söngkonu ársins, ekki
amaleg byrjun það.
Einráð en ekki ein
Island tók frúna og fylgifiska
upp á arma sína árið 1993 og holaði
inn í stúdíó með Steve nokkrum
Albini. Útkoman varð Rid of Me,
frábær plata sem ásamt ströngu
tónleikaferðalagi um heiminn festi
Polly og félaga enn frekar í sessi.
Samt sem áður ákvað hún í kjöl-
farið að leysa upp sveitina og
reyna fyrir sér með samstarf við
aðra tónlistarmenn. Hún opnaði
sólóferilinn með útgáfu 4-Track
Demos, plötu sem innihélt 14 lög,
blöndu áður óútgefins efnis og
demóa fyrir Rid of Me.
Ólíkir samstarfsaðilar
Til aðstoðar á fyrstu alvöru sóló-
plötunni fékk Polly ýmsa mektar-
menn úr tónlistargeiranum. John
Parish spilaði og pródúseraði í fé-
lagi við frúna og hinn margfræga
Flood. Aðrir hljóðfæraleikarar
voru Eric Drew Feldman sem
lengi var í slagtogi við Captain
Beefheart og reyndist Frank Black
betri en enginn, og Joe Gore sem
þekktastur er fyrir störf sín með
Tom Waits. Á pappír virðist þetta
ekki geta klikkað og sú varð raun-
in reyndar líka, platan fékk nafnið
plötudómar
To Bring You My Love og var róm-
uð um víða veröld.
Hún var og iðin við að ljá öðrum
hjálparhönd, gerði heila plötu með
fyrmefndum Parish og hefur sung-
ið inn á plötur hjá Nick Cave og
Tricky. Auk þess hefur hún unnið
tónlist fyrir kvikmyndir og meira
að segja leikið i nokkrum, meðal
annars The Book of Life, sem leik-
stýrt var af íslandsvininum Hal
Hartley.
stórum hring móti...
Þegar lagt var í fimmtu plötuna
smalaði hún saman stóðinu af
síðustu plötu, að undanskildum
Flood, og bætti auk þess í hópinn
ómögulega útsæðinu Mick Har-
vey og fyrrum spilabróður úr
bandi sínu, Rob nokkrum Ellis.
Niðurstaðan úr þeim rannsókn-
um var skírð Is This Desire og
fyrir hana var frúin tilnefnd
þriðja sinni til Mercury-verð-
launanna svonefndu og var fyrst
manna til að ná þeim áfanga.
Hvergi er þó gefið eftir og nú
var að detta í búðir platan Stor-
ies From the City, Stories From
the Sea. Á henni eru þeir Mick
Harvey og Rob Ellis henni til að-
stoðar og einhver Victor Van
Vugt sér um hljóðblöndun.
Þekki hann ekki en þekki Polly
og mælist til að fólk kynni sér
hana.
Hljómsveitin JJ72
hefur verið ansi áber-
andi í Bretlandi undan-
farið þó meðlimirnir
séu ekki nema 19 ára.
JJ72 er tríó frá Dublin sem sam-
anstendur af þeim Mark Greaney, c
sem syngur og spilar á gítar, Hillary
Wood, sem plokkar bassa, og trommu-
leikaranum Fergal Matthews. Það
var víst ekkert flóknara en blessaður
leiðinn sem varð til þess að
trommarinn Fergal tók að bræða með
sér hugmyndir um að stofna band.
Hann vissi að Mark spilaði á gítar og
átti auk þess svalasta jakkann í öllum
skólanum þannig að hann afréð að
orða þetta við hann. Ekkert mál, sagði
hinn, ég skal semja lögin og syngja. Þó
ótrúlegt megi virðast hjökkuðu þeir
talsvert saman tveir, eða þar til út-
sendari útgáfufyrirtækis hvatti þá til
að finna sér bassaleikara. Hillary
fékkst auðveldlega til þeirra starfa og
boltinn hélt áfram að rúlla. Þrátt fyrir 4
takmarkaða kunnáttu á tækjum hnoð-
uðu þau saman demói og sendu til val-
inkunnra gæðinga i bransanum.
Plötusnúður tók eitt laganna upp á
sína arma og gerði að smáskífu vik-
unnar - upp frá því var leiðin greið.
Spekingar greina áhrif frá hinum og
þessum stórsveitum sögunnar: Joy
Divison, Manic Street Preachers og
jafnvel er hvíslað um nýja Radi-
ohead. Eitt er allavega víst: upphafið
og endirinn er í lögum og söng Marks.
Röddin er kórdrengs, sem þó hefur
fengið að kynnast myrkari hliðum *
lifsins, og lögin eru flest ástarsöngvar
til tvíburasystur bassaleikarans. Strax
við upptökur plötunnar kom til
árekstra um tónsmíðamar en það
virðist hafa hjálpað útkomunni því,
eins og alkunna er, hafa margar perl-
ur tónlistarsögunnar orðið til við tví-
sýnar aðstæður.
hvaöf fyrir hvernf ^Ví^rVyrfcPiV’ niöurstaöa
★★★★ Hljómsveitin: Todmobíle Piatan: Best Útgefandi: Skífan Lengd: 64:17/62:46 mín. Todmobile þarf vart að kynna sérstak- lega, þar sem sveitin hefur verið að senda frá sér efni i ein tólf ár. Best, líkt og nafnið gefur til kynna, skartar afburðatitlum þessarar tólf ára vinnu, auk tveggja nýrra laga: „Þeir sem guð- irnir elska" og „Fæ aldrei nóg af þér." I fýrstu hélt ég að Todmobile skyti yfir markið með útgáfu tveggja diska safn- plötu en að athuguðu máli má það víst ekki minna vera. Skemmtilegt verk fýr- ir upplýsta, staðfesta aðdáendur og hagnýtt fýrir þá sem enn eiga eftir að kynnast sveitinni.
★ ★★ Hljómsveitin: Soulfly Platan: Primitive Útgefandi: Roadrunner/Japis Lengd: 74:01 mín. Núverandi heimili Brasiliumannsins Max Cavalera sem á tíunda áratugn- um breytti lífi margra ungmenna með aðstoð hljómsveitar sinnar, Sepultura. Hvort hann er enn örlagavaldur ung- menna um víða veröld skal ég ekki fullyrða um, en hann rokkar allavega enn þá og er orðinn feitur. Þó svo ég hafi dáð Max og félaga á sinum tíma þá hefði ég nú seint fariö aö hlaupa út í búö til að tryggja mér þessa. Þetta er samt ágætt og, eins og tiska er í dag, þá er mikill gesta- gangur. Chino Moreno rekur inn snjáldrið ásamt einhverjum Grady Avenell, sem og jaxlinn Tom Araya og furðufuglinn Sean Lennon.
★ ★★ Hljómsveitin: SamÚel JÓfl Samúelsson o.fl. piatan: Legoland Útgefandi: Fnykur Lengd: 67:15 min. Blástur úr öllum áttum. Samúel semur sjálfur alla tónlist Legolands, sem tek- in er upp á tónleikum þann 1. mai 2000, og platan ervissulega undirorp- in þeim lögmálum sem tónleikaupp- tökum fylgja. Hljóðvershljómgæðunum er fórnað á altari orkunnar og í þessu tilfelli hef ég ekkert út á það að setja. Kannski fýrst og fremst fönk- og djass- aðdáendur en Samúei nýtir sér þó líka fleiri kafla tónlistarsögunnar. Legoland býöur til dæmis upp á diskóspretti annað slagið og jafnvel smá rokk hér og þar.
★★★ Hljómsveitin: GlirU S Jazzmatazz Platan: StreetSOUl Útgefandi: Virgin/Skifan Lengd: 62:23 min. Guru er fýrrum meðlimur í Gang Starr. Þetta er þriðja platan sem hann gerir undir Jazzmatazz nafninu. Meðal gesta á plötunni eru Angie Stone, Kel- is, Erykah Badu, Macy Gray, The Roots, Bilal, Les Nubians, Isaac Hayes og breska nýstírníð Craig David. Fyrstu tvær Jazzmatazz plöturnar voru tilraunir með sambland af hip hop og djassi og þóttu nokkuð vel heppnaðar. Hér er Guru að vinna með hip hop og soul. Þetta er tónlist sem ætti að höfða til aðdáenda gestanna sem nefndir eru hér til hliðar og þeirra sem fíla hip hop soul yfirleitt.
★ ★★ Hijómsveitin: Underworld piatan: Everything, Everything Útgefandi: V2/Japis Lengd: 75: 24 min Þetta er tónleikaplata með bresku hljómsveitinni Underworld, en hún hef- ur um langt árabil verið í fremstu röð teknóhljómsveita. Platan kemur skömmu eftir að Darren Emmerson sagði skilið við hljómsveitina og virkar því svolítið eins og uppgjör við árin með honum. Underworld eiga sér marga dygga að- dáendur. Þeir urðu opinberar stór- stjörnur þegar „Born Slippy" sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting. Þeir eru líka taldir eitt af best heppnuöu tónleikaböndunum i teknógeiranum og hafa spilað á ótal rokkfestivölum.
Óhætt er að fullyrða að Selma Björns-
dóttir búi vel að því að eiga sér innan
handar Þorvald Bjarna, gítarleikara
Todmobile, sem hefur sýnt og sannað
sína ótvíræðu tónlistarhæfileika í
gegnum árin. Hið dapurlegasta við
Best er kannski það aö Eyþór hafi ekki
lagt frá sér símtólið dálitla stund til að
taka þátt I útgáfunni og nýju lögunum.
Félögunum í Sepultura leist ekkert á
blikuna þegar kavalierinn Max hóf að
nýta umboðsmanninn (kvendýr) í öðr-
um tilgangi en viðskiptalegum. Hann
sagði þeim þá hreinlega að fara I rass-
gat, stofnaði Soulfly og reið sem rófu-
laus hundur. Síöan hefur hann
blómstrað en Sepultura visnað.
Samúel Jón Samúelsson ætti að vera
orðinn flestum kunnur (a.m.k. þeim
sem eitthvað hafa sett sig inn i ís-
lenska popptónlistarmenningu) fýrir
störf sín i hljómsveitunum Casino og
Jagúar. Heillaóskir, hrós og/eða ann-
ars konar ábendingar: sammi-
jr@simnet.is.
Guru á greinilega ekki í vandræðum
með að fá fólk til að vinna með sér.
Þessi plata er eins og heimsúrvalið í
hip-hop soul og á fyrri plötunum vann
hann með Roy Ayers, Lonnie Liston
Smith, Ramsey Lewis, MC Solaar,
Jamiroquai, Chaka Khan o.fl. o.fl.
Everything, Everything er líka fáanleg í
DVD-útgáfu og þykir sú útgáfa hafa
heppnast sérstaklega vel. Eins og tón-
listin á diskinum er myndefnið á DVD-
útgáfunni sett saman úr efni sem var
tekið upp á fjölmörgum Underworld-
tónleikum hér og þar í heiminum.
Lögin eru öll að eldast með þokka en
nokkrar útsetninganna eru þó orðnar
dálítið veðraðar, enda börn sins tíma.
Best er engu að síður eigulegur gripur.
Vafalaust ákjósanlegur I partý minnar
kynslóðar og auglýsi ég hér með eftir
kassa af bjór og vinum til að sann-
reyna þá kenningu.
hilmar örn óskarsson
Beljurnar rata á básinn sinn - sú stað-
reynd verður ekki hrakin. Max er alltaf
jafn hlaðinn neikvæðri orku og það gust-
ar svo sannarlega af honum. Halanegr-
ar slá bumbur til þykkingar og allt voða-
lega fint og flott, en samt tiltölulega
andlaust. Mér hlýnaði þó um hjartaræt-
ur við þessa fornleifafræði og Max nýtur
góðs af. kristján már ólafsson
Nokkuð skemmtileg plata. Það er í
versta falli áhugavert að heimsækja
Legoland Samúels - vafalaust prýðileg
bakgrunnstónlist I til dæmis gáfu-
mannapartýið og auglýsi ég hér meö
eftir kassa af bjór og gáfuðum vinum
til að sannreyna þá kenningu.
hilmar örn óskarsson
Þetta er ágætis plata og flest vel gert
enda ekki við öðru að búast frá þeim
sem hér koma við sögu. Platan nær
samt ekki að koma manni á óvart. Þó
að þetta sé gæðaefni og sum lögin
frábær (t.d. lagið sem Angie Stone
syngur og „Who’s There" sem Les Nu-
bians syngia) þá er þetta er svolitið fýr-
irsjáanlegt. trausti júlíusson
Það verður að segjast eins og er að
þessi plata olli mér nokkrum vonbrigð-
um. Það getur verið að þetta sé mikil
upplifun ef þú ert á staðnum á tónleik-
unum en þetta tónleikastuð skilar sér
ekki alveg inn á geislaplötuna. Þetta
eru flott lög en þessar tónleikaupptök-
ur bæta litlu við.
trausti júlíusson
3. nóvember 2000 f Ó k U S
11