Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000
19
Haukar 7 7 0 211-160 14
Fram 7 6 1 182-157 12
Valur 7 5 2 187-161 10
ÍBV 7 5 2 191-169 10
FH 7 4 3 179-163 8
Grótta/KR 7 4 3 165-175 8
UMFA 7 3 4 191-178 6
KA 7 3 4 171-170 6
ÍR 7 3 4 166-166 6
Stjarnan 7 2 5 174-185 4
HK 7 0 7 158-196 0
Breiðablik 7 0 7 140-235 0
Markahæstir:
Halldór Ingólfsson, Haukum . . 58/23
Hilmar Þórlindsson, Gróttu/KR 50/23
Alexander Petersons, Gróttu/KR . 48
Guðjón Valur Sigurðsson, KA . 45/14
Björgvin Rúnarsson, Stjömunni 38/2
Jerri Garcia, HK.............37/10
Jón Andri Finnsson, ÍBV .... 37/24
Gintaras Savukynas, UMFA .... 35
Gunnar Berg Viktorsson, Fram 35/10
Bjarki Sigurðsson, UMFA .... 35/13
Halldór Ingólfsson, markahæsti
leikmaöur Nissandeildarinnar, skor-
ar eitt 5 marka sinna fyrir Hauka
gegn Fram í Safamýri i gær.
DV-mynd Hilmar Pór
- tróna einir á toppi Nissandeildarinnar eftir sigur á Fram
Það var mikil spenna eins
og við mátti búast þegar tvö
efstu lið deildarinnar, Fram
og Haukar, áttust við í Safa-
mýrinni. Þó að Haukarnir
hefðu frumkvæðið allan leik-
inn tryggðu þeir sér ekki
endanlega sigurinn fyrr en á
lokamínútunum þegar Fram-
arar nýttu ekki tvö góð tæki-
færi til að jafna leikinn.
Haukarnir gengu á lagið og
tryggðu sér sigurinn og sitja
þar með einir á toppi deildar-
innar.
Leikurinn var jafn framan
af en Haukamir voru þó
ávallt með frumkvæðið.
Bæði liðin tóku snemma þá
ákvörðun að skipta mark-
vörðum sinum út og reyndist
það ágætlega hjá báðum lið-
um þar sem þeir Þór Björns-
son hjá Fram og Bjarni
Frostason hjá Haukum áttu
báðir prýðisleik, einkum þó
Bjarni. Leikurinn var annars
lengst af í járnum í fyrri hálf-
leik en Haukar náðu mest
þriggja marka forskoti og
það var munurinn sem skildi
liðin í leikhléi. Sami munur
hélst framan af síðari hálf-
leik og að sama skapi fór
taugaspennan vaxandi. Spil-
ið virtist þó búið þegar um
tíu mínútur voru eftir og i
stöðunni 19-22 misnotuðu
liðin sitt vítið hvort þar sem
Þór, markvörður Fram,
varði fyrst frá Óskari og sið-
an skaut Maxim Fedioukine
himinhátt yfir hinum megin.
Framaramir minnkuðu síð-
an muninn í eitt mark, 22-23,
og Þór gaf Fram svo tækifæri
til að jafna leikinn þegar
hann varði annað víti. En
Hjálmar missti boltann í
næstu sókn Fram þegar tæp-
ar þrjár minútur vom eftir,
Haukamir gerðu tvö síðustu
mörk leiksins og tryggðu sér
þar með toppsætið í deild-
inni.
Stóri munurinn á liðunum
var á vörninni, en hún var
betri hjá Haukum og Bjami
var í feiknastuði fyrir aftan
hana. í kjölfar góðrar varnar
komu síðan hraðaupphlaup
sem voru einnig fleiri Hauka-
megin.
„Ég datt i ágætt stuð á köfl-
um þó að ég fengi líka á mig
ódýr mörk. Ég er að koma
aftur eftir langa fjarveru og
það tekur tíma að komast inn
í þetta. En við unnum þenn-
an leik á vöminni," sagði
Bjarni Frostason, markvörð-
ur Hauka, sem átti stórleik í
gærkvöld. „Við vomm mjög
lélegir i fyrri hálfleik og
töpuðum boltanum síðan á
mikil-vægum augnablikum í
lokin. Þeir vom alltaf skrefi á
undan og nýttu sér vel
mistökin í vörninni hjá
okkur. Það er hins vegar
mikið eftir af mótinu og það
skiptir meira máli að vera á
toppnum á réttum tíma í
úrslitakeppninni," sagði
Gunnar Berg Viktorsson,
skytta Fram, sem náði sér vel
á strik í síðari hálfleik eftir
aö hafa verið slakur í þeim
fyrri. Þór Björnsson sýndi
svo gamla takta i markinu en
aðrir vora nokkuð frá sínu
besta -HI
Botninum náð
- sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Mosfellinga
Grótta/KR komst upp fyrir Aftur-
eldingu með 24-23 í Mosfellsbænum
í gærkvöld. Það var mikill skjálfti í
mönnum í byrjun leiks og fyrsta
mark leiksins kom ekki fyrr en eftir
tæpar 3 minútur þegar Afturelding
skoraði. Mosfellingar skoruðu svo
sitt annað mark ekki fyrr en eftir
rúmar 10 mínútur.
Annars einkenndist fyrri hálfleik-
urinn af sterkri vörn Gróttu/KR sem
Afturelding átti í mestu erfiðleikum
með að komast fram hjá nema með
vítum og hraðaupphlaupum. Sókn
Gróttu/KR var aftur á móti borin
uppi af Hilmari Þórlindssyni og Al-
exanders Pettersons sem skomðu 12
af 13 mörkum þeirra í fyrri hálfleik.
Ráðleysið í sókn Aftureldingar
hélt áfram og eini maðurinn sem
eitthvað sýndi var Litháinn
Gintaras, þeir urðu þó fyrir áfalli á
7. mínútu seinni hálfleiks þegar Páll
Þórólfsson fékk rautt spjald fyrir að
kasta knettinum í höfuð Hreiðars
Guðmundssonar í víti. Mosfellingar
vora mjög ósáttir við þetta og má
segja að þeir hafi haft nokkuð til
síns máls, það varð þeim þó að falli
að góða stund á eftir náðu þeir ekki
að einbeita sér að leiknum og
Grótta/KR skoraði hvert markið á
fætur öðm.
Afturelding tók þá til þess bragðs
að taka „byssumar" tvær, Hilmar og
Alexander, úr umferð og við það
riðlaðist leikur Gróttu/KR mikið og
Mosfellingar minnkuðu muninn
jafnt og þétt. Einnig átti ágæt mark-
varsla Ólafs Gíslasonar sinn þátt í
því að leikurinn var æsispennandi
undir lokin, Gróttu/KR-menn virtust
einnig vera stressaðir og tóku léleg
skot og gerðu klaufaleg mistök.
Sigurinn var þó þeirra og þeir
fógnuðu af hjartans lyst að leik lokn-
um. Bjarki Sigurðsson var að vonum
daufúr i dálkinn að leik loknum og
sagði að lið sitt smylli ekki ssunan
eins og það hefði gert áður, liðið
spilaði sem 7 einstaklingar. Eina
ráðið við þessu væri að berja sig
saman því nú væri botninum náð og
liðið ætti meira inni.
Eins og áður segir var Gintaras
besti maður Aftureldingar en aðrir
leikmenn liðsins voru langt ffá sínu
besta og t.a.m. náði Bjarki sér aldrei
á strik og lék lítið. Liðið lék án
Magnúsar Más Þórðarsonar sem er
meiddur og var það ekki til að hjálpa
til.
Grótta/KR lék ágætlega á köflum,
liðið lék mjög góða vöm og var það
hún sem tryggði þennan sigur öðm
fremur. Bestu menn þeirra voru
„byssumar tvær“, þeir Hilmar Þór-
lindsson og Alexander Pettersons
sem skoraðu mörk í öllum regnbog-
ans litum, þó sérstaklega í fyrri hálf-
leik. Aðrir leikmenn skiluðu sínu í
vöminni og hjálpuðu „byssunum" í
sókninni með því að opna fyrir þá.
-RG
Þrír í röö hjá FH
FH-ingar unnu sinn þriðja leik í
röð á íslandsmótinu í spennandi leik
gegn Val og era á hraðferð upp töfl-
una eftir erfiða byrjun á mótinu. Vals-
menn, sem hafa verið að vinna góða
sigra að undanfömu, stóðust ekki þá
prófraun að vinna útileik en Valur
hefur ekki unnið útileik ef undan er
skilinn sigur á Breiðabliki.
FH byrjaði leikinn af miklum
krafti, spilaði fasta vöm sem gaf góða
raun gegn hálfhikandi liði Vals. Þetta
reyndist vel og þrátt fyrir að vera ein-
um færri í 6 mínútur fyrstu 25 mínút-
ur fyrri háffleiks náðu þeir fjögurra
marka forystu, 10-6. Á þessum
leikkafla fóra skyttur FH-liðsins á
kostum og skoraðu þeir Sigurgeir,
Valur og Láras hvert markið af öðra
með skotum utan punktalínu. Vals-
menn komust betur inn í leikinn eftir
að Valdimar Grímsson var látinn
spila úti hægra megin sem gerði það
að verkum að sóknarleikur Vals varð
mun hraðari en skyttur Valsliðsins
náðu sér ekki á strik. FH-ingar skor-
uðu siðasta markið í hálfleiknum og
vora tveimur mörkum yfir í hálfleik.
FH-ingar létu það ekki á sig fá að
Héðinn Gilsson lék ekki með og náðu
með mikilli baráttu að tryggja sér sig-
urinn eftir aö hafa verið með naumt
forskot nær allan tímann. Sigurgeir
Ámi Ægisson sem var ásamt Berg-
sveini Bergsveinssyni bestur í liði FH
lét það ekki á sig fá þótt hann þyrfti
að taka að sér stærra hlutverk vegna
fjarveru Héðins: „Tímabilið byrjaði
ilia hjá okkur en það hefur verið stíg-
andi í leik okkar. Þetta hefur verið að
smella saman, hópurinn verið að taka
við sér og framhaldið lítur vel út.“
Valsmenn naga sig í handarbökin
fyrir að hafa ekki nýtt sér það betur
þegar þeir vora manni fleiri og að
hafa misnotað hraðaupphlaup á loka-
sprettinum. Roland Eradze varði vel
að venju og Valgarð Thoroddsen stóð
sig vel. -HRM
Sport
Fram-Haukar 22-25
0-1, 2-2, 2-4, 4-6, 7-7, 8-10, 9-12, 10-13,
(11-14), 12-14, 12-16, 16-17, 17-20, 18-22,
21-22, 22-23, 22-25.
Fram
Mörk/viti (Skot/víti): Gunnar Berg
Viktorsson, 7/1 (18/3), Róbert Gunnars-
son, 3/1 (4/1), Hjálmar Vilhjálmsson 3
(10), Þorri B. Gunnarsson, 2 (4), Vilhelm
Gauti Bergsveinsson, 2 (7), Björgvin Þór
Björvinsson 2 (5), Guðjón Drengsson, 1
(2), Njörður Ámason, 1 (3), Maxim Fedi-
oukine, 1/1 (3/2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Þorri, 2,
Róbert).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 6.
Varin skot/viti (Skot á sig): Magnús Er-
lendsson, 1 (5, 20%), Þór Bjömsson, 14/2
(35/4 40%, víti í stöng).
Brottvisanir: 4 mínútur
Haukar
Mörk/viti (Skot/viti): Halldór ingólfs-
son, 5 (9/2), Einar Örn Jónsson, 5 (7), Þor-
varður Tjjörvi Ólafsson, 4 (7), Rúnar Sig-
trygsson, 4 (7), Óskar Ármansson 3/2
(7/3), Aliaksandr Shamkuts, 2 (3), Petr
Baumruk, 1 (1), Vignir Svavarsson, 1 (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Tjörvi,
2, Einar Öm, 2, Halldór, Shamkuts).
Vítanýting: Skorað úr 2 af 5.
Varin skot/viti (Skot á sig): Magnús
Sigmundsson, 0 (4/1, 0%), Bjarni Frosta-
son, 19/1 (37/3, 51%, 1 yflr, 1 fram hjá)
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (6).
Gϗi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 700.
Maður leikins: Bjarni Frostason,
Haukum.
FH-Valur 22-20
1-0, 2-2, 3-4, 7—4, 10-6, 11-9, (12-10),
12-12, 14-12, 16-13, 17-16, 19-18, 20-20,
22-20.
FH
Mörk/viti (Skot/viti): Sigurgeir Árni
Ægisson, 6 (15), Hálfdán Þórðarson, 4 (5),
Valur Örn Arnarson, 4 (10), Victor Guð-
mundsson, 3 (4), Lárus Long, 3 (7), Guð-
mundur Pedersen, 2 (5/1).
Mörk ár hraóaupphlaupum: 3 (Victor,2,
Sigurgeir, 1).
Vitanýting: Skorað úr 0 af 1.
Varin skot/viti (Skot á sig): Berg-
sveinn Bergsveinsson, 15/1 (34/3,
44%), Jónas Stefánsson, 0 (1/1, 0%).
Brottvisanir: 10 mínútur
Valur
Mörk/víti (Skot/viti): Valgarð
Thoroddsen, 5 (6), Valdimar Grímsson,
4/3 (8/3), Markús Michaelsson, 4 (10/1),
Ingvar Sverrisson, 3 (6), Fannar Þor-
björnsson, 1 (2), Júlíus Jónasson, 1 (4),
Daníel Ragnarsson, 1 (4), Snorri Guð-
jónsson 1 (5), Theódór Valsson (1).
Mörk úr liraöaupphlaupum: 4 (Valgarð,
2, Ingvar, Valdimar)
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Varin skot/viti (Skot á sig): Roland
Eradze, 17/1 (39/1, 44%).
Brottvisanir: 0 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson
og Gunnar Viðarsson (8).
Gteði leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 400.
Maöur leikins: Sigurgeir Árni
Ægisson, FH.
UMFA-Grótta/KR 23-24
I- 0, 1-4, 4-5, 5-8, 7-10, 10-11, (11-13),
II- 14, 12-16, 14-20, 17-21, 18-22, 20-24,
23-24.
Afturelding
Mörk/viti (Skot/viti): Ginataras Savu-
kynas, 6 (13), Gintas Galkauskas, 4 (6),
Atli Steinþórsson, 3 (3), Páll Þórólfsson,
3/3 (6/4), Bjarki Sigurðsson, 3 (5/1), Þor-
kell Guðbamdsson, 2(2), Hilmar Stefáns-
son, 2/1 (2/1), Haukur Sigurvinsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4
(Gintaras, 2, Atli, Þorkell).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Varin skot/viti (Skot á sig): Reynir Þór
Reynisson, 4 (16/2, 25%), Ólafur H. Gisla-
son, 8/2 (30/5, 27%).
Brottvisanir: 16 mínútur
Rautt spjaid: Páll Þórólfsson á 37. mín.
Grótta/KR
Mörk/viti (Skot/viti): Hilmar Þórlinds-
son, 11/5 (15/7), Alexander Petersons, 8
(12), Atli Þór Samúelsson, 1 (2), Gísli
Kristjánsson, 1 (2), Sverrir Pálmason, 1
(3), Alfreð Finnsson, 1 (4), Davíð Ólafsson,
1(5).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Peter-
sons)
Vitanýting: Skorað úr 5 af 7.
Varin skot/víti (Skot á sig): Hlynur
Morthens, 9/1 (31/4, 29%), Hreiðar Guð-
mundsson, 1/1 (2/2, 50%)
Brottvisanir: 14 mínútur.
Dómarar (1-10): Guðjón L.
Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (6).
Gϗi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 190.
Maöur leikins: Hilmar
Þórlindsson, Gróttu/KR.