Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Sport i>v þarf hann ekki að vera til, spyr Magnús Jónasson hverri á koma. Hve margir laxar eiga þá að vera að baki hverri stöng sem leyfð er í laxveiðiá? Er eðlilegt að t.d. 2-3 laxar veiðist á dag á hverja stöng? Hefur stangatjöldi ekki afgerandi áhrif veiðina þegar til lengri tíma er litið? Hve margir veiðistaðir eru í ánni? Hve löng er áin? Hve margir veiðistaðir gefa lung- ann úr veiðinni? Hvernig er álagið á þá veiðistaði? Hvemig er dreifing veiðinnar á veiðistaðina? Eru hrygningarstaðir árinnar einnig bestu veiðistaðirnir? Eru hrygningarstaðir árinnar friðaðir? Eru stangir leyfðar á þeim stöð- um árinnar þar sem litil sem engin veiði er? Hvað réttlætir að slikt sé heimil- að? Svæði þar sem nær enginn lax veiðist heilu sumrin eru leigð út og jafnvel heilu stangveiðifélögin gera leigusamninga um slík svæði og selja síðan veiðileyfi á þau. Er það ekki ávísun á mögulega misnotkun, þ.e. að veiðin sé langt undir því sem væntingar standa til? Skrípaleikur „Fréttir og umræður um stanga- veiði hérlendis, sérstaklega laxveið- ina, einkennast yfirleitt af því að getið er hve margir laxar hafi veiðst í einstaka á, án þess að nokk- uð sé minnst á hve margar stangir séu að baki veiðinni,“ sagði Magn- ús Jónasson í upphafi erindis síns á ráðstefnu Landssambands stanga- veiðifélaga um síðustu helgi og við skulum aðeins grípa niður í það sem hann sagði. Það er að segja að stangafjöldinn sé ekki orsök minnkandi veiði í ánum. Hvemig skýra menn það þá að laxveiðiárn- ar á Kólaskaga í Rúss- landi, sem ekki var veitt i gegnum aldirn- ar, eru fullar af laxi, þ.e. þær voru algjör- lega friðaðar. Veiðistuðull? Meöalþyngd að minnka „Nú, þegar umræðan um slaka veiði í mörgum ám landsins virðist aukast ár frá ári, er rétt að staldra örlítið viö og velta fyrir sér mögu- legum ástæðum þess að veiðin virð- ist fara minnkandi og það sem al- varlegra er, meðalþyngd veiddra laxa virðist einnig minnka. Getur það verið að of margar stangir séu að veiða of fáa laxa? Þeirri fullyrðingu hefur verið hald- ið á lofti nú um alUangt skeið af fræðimönnum, veiðiréttareigend- um og einstaka veiðimanni að ekki liggi fyrir neinar sannanir um það að laxveiðiár á Islandi séu ofveidd- ar. Stóraffoll Nokkrir vísinda- menn héldu því jafn- vel á lofti fyrir 10-15 árum að aðalvandi is- lenskra laxveiðiáa væri það að of mikill lax hrygndi í ánum og seiði fengju ekki nægt rými til fæðuöflunar og því væri hætta á stóraftöllum af stofni ánna. Því spyr ég aftur: Hvað með veiðiámar í Rússiandi þar sem nús Jónasson sést hér engmn hafðí veút og all-veöaurb|íðunni, Rangárva„asýslu. ur lax hafði hrygnt í ar- á veiðum Jótin 2000 n Jólagjafahandbók D'K 20ám Við fognum 20 ára útgáfuafmæli Jóiagjafahandbókarinnar. Af því tilefni verður blaðið 80 síður og sérlega veglegt. Við vekjum athygli á því að nú kemur Jólagjafahandbókin út með okkar vinsæla helgarblaði laugardaginn 2. desember. í Jólagjafahandbókinni verður lögð áhersla á skemmtilega umíjöllun um jólin og jólaundirbúning. 9 9 9 9 9 þúsundir? Því voru þær ekki laxlausar vegna ofhrygningar í þær? Þarf ekki aö vera þokkaleg von um veiði? Þarf ekki að vera til svokallaður veiðistuðull fyrir einstaka ár, þannig að það sjáist vel að leyfin sem okkur era boðin séu raunvera- lega þokkaleg von um veiði. Því miður er allt of mikið um það nú að verið sé að selja laxlitlar ár, og jafnvel laxlaus svæði, í einstök- um ám. Myndi það ekki breyta miklu fyr- ir okkur veiðimenn ef við vissum með sæmilegri vissu við hverju við mættum búast þegar við nálgumst veiðileyfin í einstökum ám? Væri ekki gott að vita það að áin sem við erum að fara að kaupa leyfi í hafl geflð að meðaltali 4 laxa á hvem stangardag undanfarin 5 ár? Eða að hún hafi aðeins geflð hálf- an lax á hvem stangardag? Er ekki rétt að þau yfirvöld sem um þessi mál fjalla, þ.e. veiðinefnd og veiðimálastjóri, tryggi eftir fremsta megni að stangafjöldinn sé í samræmi við veiðina. Stangafjöldi ekki í rökrænu sambandi Við bjóðum þér að auglýsa í Jólagjafahandbókinni, vinsælasta og stærsta sérblaði DV. Athugið að tekið er við pöntunum til 17. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband sem íyrst við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eða 699 2788, netfang: srm@ff.is Er það mögulegt að hérlendis séu ár þar sem stangafjöldi er ekki í neinu rökrænu sambandi við þá veiði sem áin gefur. Er veiðimálastjóra og veiðinefnd gefið vald í núverandi lögum til þess að stjórna því hve margar stangir skulu vera í einstökum ám? Ef svo er, hvaða viðmið hefur veiði- málastjóri og nefndin þá þegar ákveðið er hve margar stangir eru leyfðar? Er hugsað um það að tryggja, eft- ir því sem hægt er, að stofn árinn- ar standi undir eðlilegri endumýj- un og þoli það veiðiálag sem á ánni er? Er hugsað fyrir þvi að þeir sem í ánni veiða fái að meðaltali ein- hverja ákveðna veiði? Eru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja að þessi tvö atriði fari sam- an, þ.e.a.s. að stofn árinnar sé var- inn ofveiði og að þeir við ána dvelja fái veiði eftir væntingum? Það hlýtur að vera spennandi fyr- ir okkur veiðimenn að velta því upp hvort að það sé ekki einmitt veiðimálastjóri og veiðimálanefnd sem stjóma eigi því hve margar stangir eigi að veiða þá laxa sem úr Er forsvaranlegt að yfirvöld heimili slíkan skrípaleik? Hvað með verð á veiðileyfum? Verð á veiðileyfum verður alfarið að ráðast á hinum frjálsa markaði, þ.e. framboðið og eftirspumin ráða verðinu. Veltum aðeins fyrir okkur þeim væntingum sem við veiðimenn höf- um þegar við veljum okkur veiðiá og kaupum veiðileyflð. Ég spyr ykkur öll sem hér eruð, hvað kernur þá fyrst upp í hugann? Vonin um mögulega veiði, ekki satt? Veiðimálastjóri hefur lýst því yfir að hann hafi hagsmuni laxins fyrst og síðast í huga þegar hann fjallar um það veiðiálag sem leyft er i hverri á. Við ættum öll að geta verið sam- mála því. Það hlýtur því að vera mikilvægur hluti af vemdun stofns- ins að tryggja eftir megni að ekki sé óvarlega farið í veiðiálagið," sagði Magnús enn fremur og ræddi líka um stangaíjölda í laxveiðiánum og spurði hvort ekki væri kominn tími tU að fara í stríð viö bændur. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.