Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
Viðskipti_________________________________________________________________________________________________________________________ PV
Urnsjón: Viðskiptablaöið
Hagnaður Opinna kerfa 186 millj-
ónir króna fyrstu 9 mánuði ársins
- hagnaður eykst um 86% milli ára
Vöxturinn í rekstri móöurfélagsins er nokkuö jafn eftir deildum og á sér
rætur í vörum frá Hewlett-Packard, Cisco og Microsoft, ásamt tilheyrandi
þjónustu.
Hagnaöur samstæöu Opinna
kerfa hf. fyrstu 9 mánuði ársins 2000
var 186 milljónir kr. en var 100
milljónir kr. fyrir sama tímabil 1999
og hefur því vaxið um 86% milli
tímabila. Hagnaöur fyrir tekjuskatt
fór úr 204 milljónum kr. í 410 millj-
ónir kr. eöa rúmlega tvöfaldaöist.
Heildarvelta samstæðunnar jókst
um 46% miðað við sama timabil í
fyrra og er nú 3.770 milljónir kr.
Aukningin skýrist af góðum vexti í
rekstri móðurfélagsins (43%) og
vexti hjá dótturfélögunum Skýrr og
Tölvudreifmgu sem varð hluti af
samstæðu Opinna kerfa 1. apríl
1999.
Veltufé frá rekstri var á tímabil-
inu 270 milljónir kr. en var árið
áður 208 milljónir kr. og hefur því
aukist um 30% milli tímabila.
Hagnaöur af rekstri móöur-
félagsins eykst um 60%
Hagnaður af hefðbundinni starf-
semi móðurfélagsins án skatta eða
fjármagnsliða er nú 161 milljón kr.
sem er um 60% aukning frá sama
tima i fyrra. Velta móðurfélagsins
jókst um 43%, og er nú 2.158 miljón-
ir kr.
Vöxturinn í rekstri móðurfélags-
ins er nokkuð jafn eftir deildum og
á sér rætur i vörum frá Hewlett-
Packard, Cisco og Microsoft, ásamt
tilheyrandi þjónustu. Horfur út árið
eru í takt við gengi félagsins hingað
til.
Auknum umsvifum móðurfélags-
ins hefur meðal annars verið mætt
með fjölgun starfa en laun og launa-
tengd gjöld hafa hækkað um 34%
milli timabila. Opin kerfi hf. byggja
afkomu sína fyrst og fremst á fram-
úrskarandi starfsfólki og í tengslum
við það hyggst félagið kaupa eigin
bréf til nota í tengslum við valrétt-
arsamninga eða aðra umbun starfs-
manna.
Birgðastýring hefur verið mjög
virk og hefur magn sölubirgða vax-
ið mun hægar en veltan. Forsvars-
menn félagsins eru ánægðir með
aldurssamsetningu birgða og við-
skiptakrafna og hefur vel tekist til í
umsjón með þeim.
Dóttur- og hlutdeildarfélög
skila 29 milljónum kr. í hagn-
aö Opinna kerfa
Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga
voru jákvæð um 29 milljónir króna
fyrstu níu mánuði ársins en voru
neikvæð um 19 milljónir kr. á sama
timabili 1999. Af dóttur- og hlut-
deildarfélögum hefur rekstur Skýrr
gengiö framúrskarandi vel og góður
viðsnúningur er hjá Tæknivali.
Opin kerfi hf. eru með beina eignar-
aðild að um 17 félögum þar sem bók-
fært verð þeirrar eignar er 1.000
miljónir, en áætlað markaðsverð-
mæti um 4.000 milljónir kr.
Forráðamenn félagsins telja ekki
ástæðu nú að breyta fyrri áætlun
um að hagnaður félagsins fyrir árið
2000 í heild verði yfir 280 milljónir
króna.
Tekjur deCODE aukast um 57%
- allt bendir til aö áætlanir deCODE standist, segir Kári Stefánsson
Tekjur deCODE genetics Inc.,
móðurfélags Islenskrar erfðagrein-
ingar ehf., á þriðja ársfjórðungi
voru 5,6 milljónir Bandaríkjadala
en voru 3,5 milljónir á sama tíma-
bili árið 1999. „Þessi ársfjórðungur
einkenndist af stórum áföngum í
rannsóknasamstarfi okkar við
Roche og samsvarandi aukningu í
áfangatengdum tekjum. Það bendir
allt til þess að við náum þeim tekj-
um sem áætlanir gerðu ráð fyrir á
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í
eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
1. flokki 1996
2. flokki 1996
3. flokki 1996
-36. útdráttur
- 33. útdráttur
-32. útdráttur
-31. útdráttur
-27. útdráttur
- 25. útdráttur
- 24. útdráttur
-21. útdráttur
- 18. útdráttur
- 18. útdráttur
- 18. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2000.
Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin
húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
S
Ibúðalánasjóður
I Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800
Dr. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar.
þessu ári,“ sagði dr. Kári Stefáns-
son, forstjóri íslenskrar erfðagrein-
ingar.
Aukningin nemur 57,1 prósenti
og í frétt frá félaginu kemur fram aö
hún stafar að mestu leyti af aukn-
ingu á áfangatengdum tekjum frá
aðalsamstarfsaðila fyrirtækisins.
Útgjöld til rannsókna- og þróunar-
starfsemi á umræddum ársfjórðungi
voru 11,7 milljónir dala en 9,2 millj-
ónir á sama tímabili í fyrra. Þessi
aukning skýrist af vexti í rann-
sóknastarfsemi fyrirtækisins.
Tap ársfjórðungsins
7,6 milljónir dala
Tap ársfjórðungsins samkvæmt
rekstrarreikningi nam 7,6 milljón-
um dala og tap á hvem almennan
hlut eftir umbreytingu forgangs-
hluta í almenna hluti nam 0,18 döl-
um. Til samanburðar var tap 7,9
milljónir á sama tímabili árið áður.
Tapið hefur minnkað um 4% frá
sama tímabili í fyrra. Tap á hvem
almennan hlut eftir umbreytingu
forgangshluta í almenna hluti hefur
minnkað um 37,9%. Minnkun á tapi
á hvem almennan hlut, eftir um-
breytingu forgangshluta í almenna
hluti, orsakast meðal annars af
auknum fjölda hluta vegna fyrsta al-
menna hlutafjárútboðs félagsins.
Þann 30. september 2000 hafði
deCODE um 210,4 milljónir dala til
ráöstöfunar í handbæru fé. 1 júlí síð-
astliðnum lauk fyrsta almenna
hlutafjárútboði fyrirtækisins sem
aflaði félaginu viðbótarhlutafjár að
íjárhæð 198,7 milljónir dala alls.
„Þessi ársfjórðungur einkenndist
af stórum áfóngum í rannsóknasam-
starfi okkar við Roche og samsvar-
andi aukningu í áfangatengdum
tekjum. Það bendir allt til þess að
við náum þeim tekjum sem áætlan-
ir geröu ráð fyrir á þessu ári,“ sagði
dr. Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar. „Við telj-
um aö við höfum nú þegar náð Qeiri
áfóngum í rannsóknum á þeim sjúk-
dómum sem samstarfssamningur
okkar við Roche nær yfir. Við erum
mjög ánægð með hversu mikla
áherslu þessi aðalsamstarfsaðili
okkar leggur á þróunarstarf sem
byggist á niðurstöðum okkar, eins
og sjá má í fréttatilkynningum sem
fyrirtækin sendu frá sér í dag. Ég er
einnig fullviss um aö nýir, mikil-
vægir samstarfsaðilar munu bætast
í hóp þeirra sem fyrir eru á næstu
mánuðum."
HEILDARVIÐSKIPTI 1218 m.kr.
Hlutabréf 558 m.kr.
j Ríkisbréf 251 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Baugur 172 m.kr.
Kaupþing 130 m.kr.
Tryggingamiðstööin 80 m.kr.
MESTA HÆKKUN
; OKaupþing 2,0%
O Samherji 1,8%
Q Sjóvá-Almennar 1,5%
MESTA LÆKKUN
Oíslenski hugbúnaðarsj. 3,0%
OLaodsbankinn 2,6%
qkea 1,9%
ÚRVALSVÍSITALAN 1365 stig
- Breyting O 0,23 %
Forstjóri
Chrysler rekinn
DaimlerChrysler hefur í undir-
búningi að reka Jim Holden sem
forstjóra Chrysler vegna mikilla
vonbrigða með tap í Bandaríkjun-
um. Holden var einn af fáum hátt-
settum frá Chrysler sem hélt sínu
starfi eftir samruna fyrirtækjanna
tveggja 1998. Við starfl hans tekur
Dieter Zetsche. Talið er að Júrgen
Schrempp, sem er stjórnarformaður
DaimlerChrysler, hafi verið mjög
óánægður með afkomuna en tap fyr-
irtækisins á þriðja ársíjórðungi
þessa árs nam tæpum 500 milljón-
um dala.
Hagnaður Vodafo-
ne eykst um 21%
Vodafone, sem er stærsta far-
simafyrirtæki í heiminum, hefur til-
kynnt að hagnaður fyrir skatta hafl
aukist um 21% miðað við sama
tímabil í fyrra. Inni i hagnaðinum
er sleppt kostnaði við endurskipu-
lagningu og fjölda fyrirtækja sem
Vodafone keypti á liðnu ári. Sala á
Orange, sem og sala hlutar af Mann-
esmann, hefur hjálpað til við halda
niðri skuldum Vodafone.
|i'rr3'nrriiiiTi7:i;ii-i'J!ATOi73TTni_
(IÍIdOW JONES 10681,06 O 1,64%
14799,14 O 1.39%
1382,95 O 0,32%
3138,27 O 1.72% j
6387,90 O 0,25%
6907,62 O 0,59%
6208,82 O OJ-7%