Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
27
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Breyttir tímar
Vandi Alþýðusambands íslands mim ekki leysast á yfir-
standandi þingi sambandsins. Breytingar á lögum eða kjör
nýs formanns verða ekki sjálíkrafa til þess að styrkja sam-
tök launafólks, hvort heldur þau eru innan Alþýðusam-
bandsins eða ekki. Þegar þingfulltrúar ASÍ ganga til for-
mannskjörs er varhugavert fyrir þá að gera ráð fyrir að úr-
slitin skipti sköpum um framtíð sambandsins. Hvorki Grét-
ar Þorsteinsson, núverandi formaður ASÍ, né Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri og frambjóðandi til formanns, hafa boð-
að nýja hugsun eða bent á nýjar leiðir í stöðugri og eðli-
legri baráttu launafólks fyrir bættum kjörum.
Staðreyndin er sú að íslenskri verkalýðshreyfmgu hefur
ekki auðnast að bregðast við breyttum aðstæðum á vinnu-
markaði. Forystumenn launamanna hafa margir hverjir
neitað að horfast í augu við nýja tíma, þar sem æ fleiri
laimamenn taka sjálfir að sér að semja um kaup og kjör.
Auðvitað hafa samtök launamanna rutt brautina en breytt-
ar aðstæður kalla á breytt vinnubrögð og nýja hugsun líkt
og Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert. Verkefn-
in eru enn til staðar fyrir verkalýðshreyfinguna beri for-
ystumenn hennar gæfu til þess að aðlagast nútímanum -
annars mun hægt og bítandi molna undan samtökum
launamanna.
í leiðara DV í maí síðastliðnum var fjallað um þann
vanda sem verkalýðshreyfmgin á við að glíma og bent á að
því miður hafi kraftar hennar ekki beinst að því að tryggja
samkeppni um vinnuaflið: „Og raunar hafa mörg samtök
launamanna unnið skipulega gegn þvi að samkeppni um
starfsmenn kæmist á. Hugmyndafræðin er fremur sú að
tryggja einhver sérréttindi sinna félagsmanna en að vinna
að heilbrigðu umhverfi á vinnumarkaði. Samtök kennara
hafa þannig aldrei áttað sig á þeirri staðreynd að sam-
keppnisleysið um starfskrafta kennara er ein helsta skýr-
ing á slökum kjörum. Og einmitt þess vegna hafa faglegar
kröfur vikið til hliðar fyrir geldri kjarabaráttu um sérrétt-
indi og laun.“
Stærsta og mikilvægasta verkefni íslenskra launamanna
er að tryggja að eðlileg samkeppni fái að þróast á íslensk-
um vinnumarkaði. Samkeppni um vinnuafl er besta og ör-
uggasta trygging almennings fyrir bættum lífskjörum.
Ekki háðari útlendingum
Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-
Sæbergs og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, tekur ekki
undir með Kristjáni Ragnarssyni, formanni Landssambands
íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), um að ekki eigi að leyfa fjár-
festingar útlendinga í sjávarútvegi.
í nýjasta fréttabréfi LÍÚ bendir Róbert á einfalt dæmi: „Ef
erlendur aðili eignast 30-40% í islensku sjávarútvegsfyrir-
tæki þá er það áhættufjármagn sem kemur inn í félagið og
ég sé ekki að menn yrðu neitt háðari útlendingum við það
en menn eru í dag. Fyrirtæki eru t.d. að taka erlend lán.“
Hér er talað af heilbrigðri skynsemi en umfram allt skipt-
ir máli að við eigum að veita útlendingum sama rétt og við
íslendingar teljum eðlilegt að við njótum í öðrum löndum.
Þetta veit stjórnarformaður Sölumiðstöðvarinnar sem á
hluti í fyrirtækjum í Kanada, á Nýfundnalandi og á Spáni.
Og þetta skilur stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs
sem á hlut í sjávarútvegsfyrirtæki í Mexíkó. Róbert Guð-
finnsson gerir þá eðlilegu kröfu að íslenskur sjávarútvegur
geti tekið þátt í alþjóðavæðingu sem á og mun eiga sér stað
í sjávarútvegi eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins.
Óli Bjöm Kárason
DV
Skoðun
Hærra til þín
A söfnunum í Laugames-
hverfinu, Ásmundarsafni
og Listasafni Sigurjóns,
stendur nú yfir athyglis-
verð myndlistarsýning und-
ir ofangreinu heiti. Undir-
titill hennar er Trúarleg
minni í vestnorrænni list
og þar er að finna verk eftir
sjö listamenn frá Dan-
mörku, Noregi og Færeyj-
um auk verka Ásmundar og
Sigurjóns.
Hjalti Hugason
prófessor
Trúarleg minni
Á sýningunni er gengið út frá víð-
feðmum skilningi á fyrirbærinu trú-
arieg minni. Má þar benda á kröftugt
málverk án titils eftir Norðmanninn
Jakob Weidemann sem fáir myndu
ugglaust skilja trúarlegum skilningi
nema vegna þess að þeir rekast á það
í þessu samhengi. Þá mun mörgum
framandi að bendla Ásmund og Sig-
urjón við hefðbundna trúarlega list.
Trúarleg minni í myndlist geta þó
komið fram með æði misjöfnum
hætti. Oft vísar efni mynda með
beinum hætti til sagnheims Biblí-
unnar eða til athafna kirkjunnar, lifs
hennar og starfs í sögu eöa samtíö.
Hér kann þó oft að verða
mjótt á munum.
í veflistaverkum eftir
Hannah Ryggen (norsk)
gætir mjög pólitískra undir-
tóna og kirkjugagnrýni þar
sem trúarlegar vísanir kall-
ast á við tilvísanir til and-
spyrnu Norðmanna og
Dana gegn nasistum. Trúar-
leg minni eða vísanir geta
þó einnig komið fram í lit-
um og formum sem gjarna
eru óhlutbundin og gegna
ekki síst því hlutverki að beina sjón-
um að hulinni vídd sem okkur stend-
ur ekki alltaf opin. í slíkum tilvikum
er áreiti verksins torgreint frá boð-
skap trúarinnar. í slíkum verkum
freista listamenn þess líka oft að
brjóta þverstæður mannlegrar til-
veru til mergjar eða tjá kvöl hennar
og sælu.
Aldrei endanlegur höfundur
1 þessum skilningi eiga mörg af
verkum þeirra Ásmundar og Sigur-
jóns mjög vel heima á sýningunni.
E.t.v. er öll list á einhvern hátt trúar-
leg þar sem hún opnar augu okkar
fyrir nýjum flötum á mannlegri til-
veru. Þó er auðvitað
hægt að takast á við
kvöl og sælu sem og
sjálfa lifsgátuna án
þess að það sé gert
undir formerkjum trú-
ar. Það er því sönnu
nær að segja að listin
og trúin eigi við okkur
sams konar erindi.
Listin verður því að-
eins trúarleg í eiginleg-
um skilningi að hún
veki með okkur þann
áleitna grun að hand-
an daglegs lífs búi önn-
ur tilvera sem gerði
okkur bæði aö meiri
og betri mönnum - þ.e.
mennskari - ef við
næöum að kynnast
henni nánar. Þar mæt-
um við þó þeirri
ágengu spurningu
hvað það sé er veki
þennan grun hjá áhorf-
anda eða áheyranda
listarinnar.
Er listamaðurinn
sjálfur ætið meðvitað-
ur um þá trúarlegu
„í vissum skilningi er listamaður því aldrei endanleg-
ur höfundur verks að þessu leyti til. Trúarleg minni í
flestum verkanna á sýningunni í Laugamesinu eru
þó mun afdráttarlausari en hér er gert ráð fyrir ..." -
Eitt verkanna á sýningunni í Laugamesinu þar sem
er að finna verk eftir norrœna listamenn. '
Er kommúnisminn afturgenginn?
Ummæli
Eiginlega hafði ég búist við því, að
Gorbasjof blessaður hafl bundið endi
á kommúnismann og kalda stríðið
fyrir rúmum áratug, þegar Berlínar-
múrinn hrundi og Jámtjaldið sömu-
leiðis, öllum til ánægju.
Fordómar í garð Bandaríkjanna
Það kom mér því nokkuð á óvart
er ég las grein í DV nýlega eftir
gamlan skólafélaga minn og kunn-
ingja, Gunnar Karlsson sagnfræðing.
Greinin hét „Getum alveg varið okk-
ur sjálf', og fjallar um það sem segir
í fyrirsögninni.
Greinin er annars full af fordóm-
um og óvild í garð Bandaríkja-
manna, svo að annað eins hefur vart
sést frá því á velmektar-
dögum kalda stríðsins og
Keflavíkurgangna hér á
landi. - Orðrétt segir
hann: „Svo er varla hægt
að taka Bandaríkin alvar-
lega sem tryggingu fyrir
frelsi, því að þau verða að
teljast harla ófullkomið
lýðræðisríki."
Einng er það deginum
ljósara, að með þessari
grein hefur Halldór Ás-
grimsson utanríkisráð-
herra eignast dyggan skó-
svein í því sem á síðustu vikum hef-
ur verið kallað „Breytt stefna Fram-
sóknarflokksins í Evrópusambands-
málunum", enda þótt mér sé
ekki kunnugt um hvaða
flokki GK tilheyrir.
Um þetta farast honum
svo orð: „Loks er hætta á að
tengsl okkar við Bandaríkin
skilji okkur frá félagsskap
Evrópuþjóða...og í félags-
skap Evrópuþjóða hljótum
við að vilja vera“. Svo mörg
voru þau orð.
Agnar
Hallgrímsson
cand. mag,
„Sem sagnfrœðingur œtti GK að vita, að Bandaríkja-
menn studdu beint og óbeint að því, að við gœtum lýst
yfir stofnun lýðveldis áríð 1944, með því að verja land-
ið (ásamt Bretum) fyrir innrás hersveita Hitlers.“
-Á Þingvöllum lýðveldisdaginn 1944.
Með og á móti
Innlendur her?
Að öllu gamni slepptu, þá
má segja, að grein GK sé tóm
endileysa, sem fær engan veginn
staðist í veruleikanum, hvað snertir
vamir íslands, og byggi það á eftir-
farandi rökum:
í fyrsta lagi höfum við íslendingar
jafnan stært okkur af því, að hafa,
einir örfárra ríkja í heiminum, eng-
an her eða herskyldu. Tel ég enga
ástæðu til að breyta því. Þetta kæmi
e.t.v. ekki svo mjög að sök á friðar-
tímum, þegar ekki skipti neinu máli,
hvar væri her og hvar ekki. En ef til
hemaðarátaka kæmi hér á landi,
hvað þá?
í öðru lagi hlýtur hver heilvita
maður að sjá, að við höfum engan
veginn fjárhagslegt bolmagn eða
kunnáttu til að starfrækja innlendan
her, þrátt fyrir útreikninga GK.
Madelaine Albright utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, lýsti því yfir í
íslandsheimsókn sinni á dögunum,
að þeim í Pentagon þætti NATO-her-
stöðin í Keflavik of kostnaðarsöm
fyrir Bandarikjamenn, enda þótt það
næmi ekki meira en 10 milljörðum á
siðasta ári. Hvað þá um okkur ís-
lendinga? Ætli yrði ekki lítill afgang-
ur af söluhagnaði íslenska ríkisins
af Landssímanum og Ríkisútvarp-
inu, ef við ættum að fara að halda úti
her? Þegar rikasta þjóö heims er að
sligast undan herkostnaði í Keflavik,
enda þótt þeir verji mörg þúsund
sinnum meira til hermála en sem
nemur öllum fjárlögum íslenska rík-
isins árlega. Ef við ættum að byggja
varnir landsins alveg upp frá grunni
að nýju, hygg ég, að lítiö yrði eftir í
ríkiskassanum. Varla getum við
vænst þess, að Bandaríkjamenn færi
okkur herstöðina í Keflavík að gjöf á
silfurfati, ef við rekum þá úr landi
með allt sitt.
Bandaríkin og lýðveldisstofnunin
GK getur þess að vísu ekki í grein-
inni, hvort hann vill að við verðum
áfram í NATO, en af fyrri kynnum
minum af honum, tel ég það harla
ólíklegt. Við yrðum því einir á báti,
ef til stríðs kæmi.
I þriðja lagi hafa Bandaríkjamenn
séð um varnir íslands í hálfa öld og
gengið bærilega, og gott samkomulag
ríkt milli beggja aðila um það. GK
ferst því ekki að vera að ala á ein-
hverri Bandaríkjaóvild nú, meira en
10 árum eftir lok kalda stríðsins. -
Staðreynd er, að Bandaríkjamenn
hafa stutt okkur íslendinga í marga
áratugi (Marshall-aðstoðin, o.fl., o.fl.).
Sem sagnfræðingur ætti GK að
vita, að Bandaríkjamenn studdu
beint og óbeint að því, að við gætum
lýst yfir stofnun lýðveldis árið 1944,
með því að verja landið (ásamt Bret-
um) fyrir innrás hersveita Hitlers.
í fjórða og síðasta lagi finnst mér
það fremur sorglegt, þegar „kolleg-
ar“ mínir úr Islenskudeildinni í HÍ
láta eitthvað frá sér heyra, sem ger-
ist alltof sjaldan, þá skuli það þurfa
að vera eintómt bull og vitleysa.
Agnar Hallgrímsson
Niðurstaðan verði skýr Aðeins einn kostur í boði
i „Nefndin hefur
ekki skilað endan-
K legri niðurstöðu
VHKiþ hvað varðar skoð-
anakönnun meðal
borgarbúa um framtíð flug-
vallarins.
í mínum huga er það hins
vegar afar mikilvægt að
könnuninni verði hagað með
þeim hætti að niðurstaðan
feli í sér skýran vilja borgar-
búa.
Því takmarki verður ekki
náð nema kostimir sem valið er á
milli séu fáir.
Hrannar B.
Arnarsson,
borgarfulltrúi fyrir
Reykjavikurlistann.
Margar hugmyndir hafa
kviknað um framtíð vallarins
og menn hafa ótal möguleika
í þessum efnum.
Það er hins vegar vonlaust
að ætla að skýr niðurstaða fá-
ist ef allir þeir kostir væru
undir, enda hefur það verið
verkefni nefndarinnar að
fara yfir málið og velja þá
kosti sem þykja skynsamleg-
astir."
r „Ég tel að
óbreyttur flugvöll-
ur, jafnt og flutn-
ingur innanlands-
flugs til Keflavík-
ur, séu óraunhæfir valkostir.
Það að bjóða aðeins upp á
eina millileið þýddi að kosn-
ingin væri þannig hönnuð að
raunverulega væri aðeins um
einn valkost að ræða, líkt og
var í Sovétrikjunum sálugu.
Fyrst verið er að bjóða borg-
arbúum upp á skoðanakönn-
un um þessi mál þá getur það tæpast
staðist að stjórnmálamennimir velji
Trausti
Valsson,
arkitekt og skipu-
lagsfræöingur.
alfarið fyrir fram það sem
verður í boði. Skoðanakönn-
unin verður fyrst og fremst
leiðbeinandi og þar þarf að fá
að koma fram álit borgarbú-
anna á öðrum fullgildum til-
lögiun í flugvallarmálinu,
eins og til dæmis því að flytja
flugbrautimar út á Löngu-
sker en halda flugþjónust-
unni áfram í landi. Með
þessu vinnst tvennt: nær allt
flugvallarsvæðið fæst undir
™ byggð og flugvöllurinn er
samt sem áður á miðju höfuðborgar-
svæðinu."
Skoðanakönnun meöal borgarbúa um framtíð Reykjavíkurflugvallar er fyrirhuguð í upphafi næsta árs. Skiptar skoðanir eru um framkvæmd könnunarinnar
þar sem talið er víst að valið verði á milli óbreytts flugvallar, flutnings til Keflavíkur og einnar millileiðar.
vísun sem í verki hans
felst og kemur hann
henni markvisst til leið-
ar eða á hún fremur
upphafi sitt í huga þess
sem listarinnar nýtur og
nálgast hana ætíð á eig-
in forsendum? E.t.v. er
sanni næst að hin trúar-
lega vídd listarinnar
verði virk í samspili
litamanns, verks og
áhorfanda eða
áheyranda.
í vissum skilningi er
listamaður því aldrei
endanlegur höfundur
verks að þessu leyti til.
Trúarleg minni í flest-
um verkanna á sýning-
unni í Laugarnesinu eru
þó mun afdráttarlausari
en hér er gert ráð fyrir
þótt ekki séu þau öll
hefðbundin eða mjög
kirkjuleg. Hér er athygl-
isverð og örvandi sýning
á ferð og skulu allir sem
leita hinna duldu vídda
hvattir til að sjá hana.
Hjalti Hugason
Týndi þorskurinn
„Niðurstaða
prófessorahópsins
í dag um að „ráð-
gjöf sé trúverðug"
er stórhættulegt
og stærðfræðilegt
hugarflug, í
beinni mótsögn
við fallandi
þorskafla. Mér
finnst öll heilbrigð skynsemi benda
til þess að 25% aflaregla sé líklegur
orsakavaldur þess að það týndust
200 þúsund tonn af þorski! Þá er
óreiknað tjón af hundruð þúsunda
tonna rækjuáti þorsks sem bannað
var að veiða! Þarna eru horfin verö-
mæti fyrir meira en 100 milljarða.
Vaxtarhraði 7 ára þorsks hefur fall-
ið um 12% sl. þrjú ár.“
Kistinn Pétursson framkvstj.
í Mbl. 14. nóvember.
F j árlagaaf gangur-
inn til fólksins
„Ríkisstjómin gortar mjög af
miklum fjárlagaafgangi þrátt fyrir
að hún hafi gert sitt til að minnka
hann með
auknum
útgjöldum
^®?Þjóðviljinn
á síðustu árum...Til að tryggja
áframhaldandi grósku í efnahagslíf-
inu nú, þegar það er farið á hægja á
sér á nýjan leik liggur beinast við
að lækka skatta og skila fárlagaaf-
ganginum þannig til fólksins sem
vann fyrir honum. Fjármálaráð-
herra hlýtur einnig að átta sig á því
hvaða áhrif það hefur á þá sem
mest gera út á framlög úr ríkissjóði
ef seðlabúntunum sem ríkisstjóm-
inni tekst ekki sjálfri að koma í lóg
er sífellt veifað framan í þessa að-
ila.“
Úr Vef-Þjóöviljanum 14. nóvember
Engin ástæða til
skattahækkunar
„Það er engin
ástæða til að
hækka skatta og
ég vona svo sann-
arlega að enginn
stjórnmálamaður
hafi þrek til þess.
Um áramótin mun
ríkið lækka tekju-
skatt um 0,33% en
um leið verður hániarksheimild
sveitarfélaga til útsvarsálagningar
hækkuð um 0,66% stig. í Reykjavík
er engin ástæða til að hækka út-
svarið enda er slæm fjárhagsstaða
borgarinnar til komin vegna eyðslu-
semi og óráðsiu R-listans.“
Kjartan Magnússon, borgarfulltrú Sjálf-
stæöisflokksins, í Degi 14. nóvember.
Ofmat og ráðgjöf
- leiddi til 43% sóknar
Nýlega var ég þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá að
vera viðstaddur fund sem
Hafrannsóknarstofnun
efndi til til að kynna umbeð-
ið álit erlendra sérfræðinga
á stofnmati stofnunarinnar
og þeim aðferðum sem
stofnunin beitir. Eins og
vænta mátti vom niðurstöð-
ur úttektarinnar að mestu
mjög jákvæðar og kom það
mér ekki á óvart, þar sem
ég tel mig vita að rannsókn-
ir stofnunarinnar séu unnar _____
af alúð og nákvæmni að svo
miklu leyti sem aöferðir og aðstæður
leyfa slíkt.
Hitt vakti athygli og undrun mína,
að virtir prófessorar í greininni
skuli enn á því herrans ári 2000 leyfa
sér að skila áliti sem nær eingöngu
byggist á samanburði bíómassa (líf-
þyngdar stofna eða hluta þeirra) og
prósentulegum breytingum þeirra og
jafnvel leyfa sér að segja fyrir um
æskilega veiði og endumýjunargetu
íslenska þorskstofnsins út frá sömu
forsendum.
Ofmat um 18%
Það vekur undrun mína að ís-
lenskir vísindamenn sem undan-
farna áratugi hafa hlaðið upp rann-
sóknargögnum sem sýna öllum sem
sjá vilja að bæði nýtanleiki og þó
sérstaklega endurnýjun þorskstofna
fer að miklu leyti eftir öðrum þáttum
en bíómassa stofns eða stofnhluta
skuli láta bjóða sér þá óvirðingu sem
Sveinbjörn
Jónsson
smábátasjómaöur
ég tel felast í ofanritaðri
meðferð gagna þeirra.
Til að reyna að gera nið-
urstöðurnar skiljanlegar
vil ég leyfa mér að segja
þær á einföldu máli.
Fyrir ráðgjöf siðastliðins
fiskveiðiárs ofmat Haf-
rannsóknarstofnun veiðan-
legan hluta íslenska þorsk-
stofnsins um 18%. Ráðgjöf
Hafrannsóknarstofnunar
um veiði samkvæmt hinni
„stórkostlegu“ aflareglu
var 25% af því stofnmati.
Ég fæ því ekki betur séð en
ofmatið og ráðgjöfin hafi leitt til 43%
sóknar í þann stofn sem stjómmála-
menn og hagsmunaaðilar töldu sig
hafa til umráða fyrirfram og er ég þá
ekki að tina til neina smámuni eins
og umframveiði og útkast.
Varaði við aflareglunni
Ég er nokkuð viss um að tO eru
stofnár þar sem slík mistök hefðu
ásamt smáfiskavemd þýtt nánast út-
rýmingu allra þorska eldri en fimm
ára (að því marki sem tækni leyfir).
Og þar af leiðandi tryggt afar lélega
nýliðun næstu 5-6 árin þar á eftir.
Það sem hins vegar stendur upp úr í
mínum huga er hvílík afhjúpun
þetta er á fáránleika aflareglunnar
sem vísindamenn hafa blekkt ríkis-
tjóm til að kaupa og reyndar Alþingi
til að samþykkja.
Ég varaði Sjávarútvegsnefnd Al-
þingis við aflareglunni samfara smá-
fiskavernd fyrir nokkrum árum.
Ekki hafði hann erindi sem erfiði
enda virðist það vera siður skaplít-
illa þingmanna að lúta fremur ráð-
um þeirra sem vel eru titlaðir en^
reyna aö beita heilbrigðri skynsemi.
Ég vil leyfa mér aö biðja þá sem um
þessi mál fjalla að hugleiða afleiðing-
ar slíkra mistaka ef raunveruleg
þyngd fiögurra ára fiska i slíkum
stofni hefði verið 400 þús. tonn (4 ára
árgangar hafa verið frá 50-260 millj-
ón stk. síðustu 20 ár).
Að viðkomandi úttektaraðilar
skuli síðan draga þá ályktun að afla-
reglan sé skynsamlegt stjómtæki
segir mér að þeir séu tossar sem
ekki eru tilbúnir að meðtaka þær
breytingar sem þekkingin verður
stöðugt að ganga í gegn um ef hún á
ekki að staðna og deyja.
Þegar upp er staðlð
Þrátt fyrir ofanritað álit mitt á út- u
ektinni og reyndar þeim aðferðum
sem beitt er við fiskveiðiráðgjöf vil
ég nota þetta tækifæri til að þakka
starfsfólki Hafrannsóknarstofnunar
fyrir vei unnin rannsóknarstörf i
gegn um tíðina og ítreka að það er
ekki þeim að kenna aö náttúran vill
ekki falla nákvæmlega að stöðluðum
hugmyndum fræðanna frá ári til árs.
Þegar upp er staðiö hefur náttúran
aldrei rangt fyrir sér. Það getur hins
vegar auðveldlega komið fyrir okkur
hin sem þykjumst skilja hana og ger-
um ósjaldan of lítinn greinarmun á
púsluspilum og tölvuleikjum annars
vegar og lífinu sjálfu hins vegar.
Sveinbjöm Jónsson
„Það sem hins vegar stendur upp úr í mínum huga er hvílík afhjúpun þetta er á fá-
ránleika aflareglunnar sem vísindamenn hafa blekkt ríkistjóm til að kaupa og
reyndar Alþingi til að samþykkja. “
i