Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 6
slensk jól hafa alltaf snúist um tvennt; gjafir og góðan mat. Nú eru allir í megrun, og eftir standa gjafirnar. Eina skiptið sem börn og unglingar leiða hugann að himnafeðgunum yfir hátíðarnar er þegar þau opna verstu gjöfina undir trénu og missa út úr sér lítið: „djísus kræst.“ Seint breytist það að mjúku pakkarnir eru viðbjóður og margur hnokkinn hefur verið kominn á fremsta hlunn með að senda hrákann framan í ofmálaða frænkuna sem gerir ekki greinar mun á Playmo og apaskinnsgalla. Þetta breytist lítið með árunum og illa valdar jólagjafír hafa orðið valdur að ófáum sambandsslitunum. Nú þegar jólaauglýsingarnar frá búðum eins og IKEA dynja á okkur er tilvalið að rifja upp hryllingssögur liðinna jólapakka þeim seku til áminningar. „Fyrir einhverjum árum síðan fékk ég stærsta jólapakka sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann var risastór, níðþungur og náði frá gólfi upp í loft. Eftir að allir aðrir pakkar höfðu verið teknir upp kom að þessum. Það tók mig lang- an tíma, líklega hálftíma, að taka utan af pakkanum og komast að innihaldi hans. Á meðan ég var að reyna að komast í gegnum öll lím- böndin og kassana, sem voru lík- lega á milli 20 og 30, voru uppi miklar vangaveltu viðstaddra um innihald pakkans og gefandann því ekkert stóð utan á pakkanum um það. Eftir mikla vinnu komst ég loks að pínulitlum pakka og sá að hann var frá góðum kunnungja mínu. í pakkanum voru skyrtu- hnappar úr gulli. Ég var svo sem ekkert fyrir neinum vonbrigðum, það var frekar að viðstaddir yrðu fyrir vonbrigðum og hefðu eitt- hvað við þennan húmor að athuga. Þetta var siðasta gjöfin sem ég fékk frá þessum kunningja mín- um, eins konar skilnaðargjöf, þar sem hann var að fara að gifta sig og við þurftum ekki upp frá því jafn mikiö hvor á öðrum að halda.“ Mummi bætir við að á yngri árum hafi verstu jólagjafirn- ar jafnan verið frá þeim sem vildu honum best, eldra fólki sem gaf honum sokka og spil af einskærri góðmennsku sinni. Gudmundur Jónsson i Byrginu „Þegar ég var þrettán - fjórtán ára eða alla vega ennþá í gaggó, voru tvö lög með Elton John mjög vinsæl, Sad Song og The Passanger. Ég gat nú varla talist Elton John-aðdáandi því ég var ! fangadag birtast tveir vinir mín- ir, þeir Þorvaldur og Tommi, með pakka til mín. Um kvöldið opnaði ég svo pakkann og fann þar plötu með Elton John. Mig minnir meira að segja að þetta hafi verið eitthvert remix dæmi. Fyrst fannst mér þetta ekkert fyndið og bara lágkúrulegt en svo áttaði ég mig á að þetta væri nú ansi sniðugt. Eftir að þeir höfðu gefið mér pakkann á aðfangadag fannst mér ég verða að gefa þeim eitthvað líka og hljóp því út í sjoppu og keypti eitthvert nammi. Svo fann ég einhverja mynd af okkur saman til að gefa þeim. Ég man að ég gaf Þorvaldi líka ljótt, hvítt frotté-ennisband." Halldór Gylfason leikari alltaf að tala um það við vini mína hvað þessi lög væru ömur- lega leiðinleg. Við vinirnir höfð- um eitthvað talað um að gefa hvor öðrum jólagjafir en ég hélt að ekkert yrði úr því. Svo á að- rnmmmm „ V e r s t u eftir Enid Blyton. Ég var eitthvað gjafa-jólin mín 8 eða 9 ára og ég gjörsamlega fyrir- voru án efa leit þennan höfund. Ég skOdi ekki þegar ég fékk hversvegna allir aðrir krakkar þrjár bækur dýrkuðu svona ömurlegt drasl. __________________________________Bækurnar hétu lævintýra-eitt- Skiki Dr- Gunna hvað eða Fimm og eitt- hvað og fjölluðu allar um nokkur krakkaflfl og óþolandi páfagauk sem stöðvuðu smygl- ara. Sem betur fer skipti ég þessu öllu og fékk Spider-man í staðinn." Hugleikur viðurkennir að þetta hafi verið hræðileg lífs- reynsla og segist hafa orðið sármóðgaður þeg- ar hann opnaöi Enid Blyton pakkana því að þrátt fyrir að hann hafi verið frek- ar dulur sem bam fannst honum að fólk ætti aö vita betur en að gefa honum Enid Blyton í jólagjöf. Þórarinn Hugleikur - mynd- listarnemi og kvikmyndaspek- úlant „í fyrra, um síðustu jól, fékk ég í jólagjöf frá Kára bróður mínum raf- magnsaugnnuddara sem verður að Iteljast versta jólagjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið. Þetta var raf- magnsaugnnuddari sem bróðir minn sagðist hafa fengið lítið notaðan í Kolaportinu. Tækið leit út eins og l skíðagleraugu sem maður festir á sig | með þar til geröum ólum og stingur s j svo í samband. Ég lá í sófanum með 1] þetta á augunum öll jólin og hafði ' ekkert upp úr því nema hausverk og ógleði. Þetta hefúr sjálfsagt verið mik- i ið þarfaþing á sínum tíma og líklega i ómissandi á hveiju heimili. Ég gaf : ] hins vegar Kára forláta túttubyssu í || jólagjöf og sem sárabót fyrir jólagjöf- | ina mína gaf hann mér líka túttu- byssu í afmælisgjöf 3. janúar þannig að við gætum leikið okkur saman.“ i Villi segir að aldrei sé að vita nema að hann hefni sín þessi jólin og finni eitthvert drasl á markaði til að gefa bróður sínum í jólagjöf og launa honum þannig fyrir þau síðustu. Villi i 200.000 naglbitum Tollablús lýrir úkúlele Oft heyrist blaðrað um alþjóðavæðingu, rofna einangrun íslands og vaxandi viðskipti á Netinu. Dr. Gunni tók þátt i þessu mikla ævintýri nýlega. Hinn 23. ágúst 1879 kom skipið Ravenscrag til Hawaii eftir að hafa velkst í hafi í 4 mánuði. Innanborös voru 419 karlar, konur og börn frá Madeira, komin til Hawaii til að hefja nýtt líf. Einn þeirra var Joao Fernandez. Hann var svo glaður að vera loks kominn á áfangastað að hann stökk á land og söng og spilaði á bragu- inha-iö sitt, fjögurra strengja portúgalskan gít- ar. Innfæddir ráku upp stór augu, hrifust af tón- um hljóðfærisins og sögur af því bárust um eyj- arnar. Nokkrum mánuðum síðar var farið að smíða eftirlíkingar af braguinha Joaos og not- aður til þess efniviður af eyjunum. Útkoman var kölluð úkúlele - „hoppandi fló“ - en fingrafimi Joaos á ströndinni þótti minna á hoppandi flær. 1 dag er úkúlele-ið eitt af þjóðareinkennum Hawaii, snilldarhljóðfæri sem allir geta lært á. Mig langaöi í úkúlele og hreppti því eitt á upp- boösvefnum Ebay. Frábær hagræðing Þegar Póstur og sími var eitt og hiö sama var pósttollstofan til húsa í Ármúla og maður blót- aði oft í hljóði að þurfa að koma sér alla leið þangað til að leysa út disk eða bók. Svo var batteríinu skipt í tvennt - „til hagræðingar" - og hagræðingin sú fyrir mig, viöskiptavininn, fólst í því aö nú þurfti ég að dragnast á hjara veraldar, upp í Póstmiðstöðina á Höföa eftir lít- ilfjöllegum diski eða bók. Þaö er auðvitað al- gjört aukaatriði og ekki mál póstsins aö ég á engan bíl og hef aldrei tekið bílpróf. Ég tók þessu þegjandi, blótaði bara í hljóði og tók fri í hádeginu til að druslast eftir dótinu mínu. Ef ég var heppinn fékk ég dótiö þegar ég hafði borgaö innflutningsgjöld og toll. Samtals var þá dótið oröið miklu dýrara en ef ég hefði keypt þaö hér. Ef ég var óheppinn þurfti ég aft- ur oní bæ eftir einhverri útprentun eða Ijósriti sem vantaði upp á. Ég hélt að þjónustan gæti ekki oröið verri. Þar hafði ég rangt fyrir mér. í höll Drakúla greifa Að því komst ég þegar úkúlele-iö kom i pósti. Það hafði kostað 40 dali plús 22 í póstkostn- að - samtals 62 dali, rúmlega 5 þúsund kall. Ég fékk ábúöarfullt bréf í pósthólfiö mitt og var boðaður í höll Drakúla greifa við Tryggvagötu. Ég hef komið í pósthúsið í Tallinn en, trúið mér: í samanburði við Tollinn í Tryggvagötu er það þunglamalega rikispósthús sem Disney-land. Ég mætti skjálfandi með það sem ég hafði i höndunum: Ijósrit af tékkanum sem ég sendi fyrir úkúlele-inu og útprentun á reikningnum frá Ebay. í upplýsingum var roskinn starfsmaður sem hjálpaöi mér þegar ég hafði vakið hann. Hann fyllti út innflutningsskýrsluna fyrir mig og hún var send inn í svarthol hallarinnar. Þetta var á miövikudegi um hádegið. Mér var sagt að koma daginn eftir og tékka á þessu. Ég mætti á fimmtudagshádegi en þá var kom- iö babb í bátinn - eitthvaö sem ég skildi ekki alveg, enda hef ég ekki gengið f tollskólann - en elskuleg starfsstúlka hjálpaði mér að lag- færa skýrsluna sem starfsmaöurinn í upplýs- ingunum hafði fyllt út daginn áður. Fór þá inn- flutningsskýrslan aftur inn í svartholið. „Tékk- aðu á þessu á eftir," sagði starfsstúlkan að skilnaði. Ástrós reddar þessu Þegar ég tékkaði „á eftir" var mér sagt að tékka í fyrramálið. Þegar ég gerði það var mér sagt aö tékka um hádegi. „Þetta er enn í skoð- un,“ sagöi stúlkan í símanum í hádeginu en gaf mér samband við upplýsingafulltrúann, Ástrósu. Hún vildi ólm „gera eitthvað fyrir mig" og sagöi mér að hringja eftir korter. Nú var ég farinn að halda að það væri skriðdreki í pakk- anum en ekki úkúlele, eða þá að úkúlele-ið heföi óvart verið fyllt af heróíni. Ég viðurkenni aö ég var farinn að svitna þegar ég hringdi í Ástrósu korteri síðar. „Ég hef bara ekki haft tíma til að athuga þetta," sagöi Ástrós þá og sagðist hringja um leið og hún væri búin að kynna sér málið. „Veröur það ekki bráðlega," spurði ég varlega því ekki vildi ég styggja ríkisstarfsmann, og hún lofaði því. Rúmlega hálftíma síðar hringdi Ástrós með stórfrétt: Þetta var tilbúið! Ég fór í höll Drakúla og borgaði samtals 1265 kall í Ö2 gjöld. Alltaf jól hjá toilvörðum Nú var kominn föstudagur og vonda veðrið sem spáð hafði verið á miövikudag var skollið á. Ég var þó ekkert aö spá í vonda veðrið, enda fullur fagnaðar með stimplað plagg frá Tollin- um í höndunum og hafði ekki verið nema tvo daga að ná því í gegn. Ég tók strætó nr. 110 og gekk úr Ártúni í víggirta og skuggalega póstherstöðina í útjaöri borgarinnar. Ég komst veöurbitinn á tollkontorinn sem er ótrúlega lit- I miðað viö það flæmi sem pósturinn hefur aðsetur í. Eins og vanalega beið fólk þar í hrönnum eftir að ómarkviss röðin kæmi að því. 1 svip gesta var grámygla, enda lítið til dundurs á kontórnum. Fólk barðist um velkt eintök af Degi gærdagsins en enginn fékk sér veitta hressingu: staðiö vatn og vont kaffi. Tollverðir í Ijómandi glæsilegum einkennisbúning kíktu tortryggnir í pakka bak við, svona líka ánægð- ir meö djobbið. Hjá þeim hljóta alltaf að vera jólin. Kontór æðiskastanna Nú fékk fölur náungi með gleraugu snögglega nóg og fór að derra sig við starfsstúlku. „En ég er búinn að borga fyrir þetta!" vældi hann ör- væntingarfullur og heimtaöi þar næst aö fá að tala viö tollvörð. Hann var leiddur sótsvartur af pirringi inn I hliðarherbergi. Ég átti eins von á að heyra næst byssuhvell og sjá tollverði bera líkið út en í staðinn rauk föli maðurinn út eftir 5 mínútur og skellti á eftir sér. Enn meiri ör- væntingar gætti í kjölfar þessa í andlitum hinna bíðandi gesta og ég fékk herping í mag- ann. Starfsstúlkurnar brostu umhyggjusamar. Eftir nokkur æðisköst til viðbótar kom að mér og til allrar hamingju fékk ég pakkann möglun- arlaust og þurfti ekki að taka kast. Tók leigubíl í bæinn (1450 kall) með úkúlele-ið og andaði léttar. Næst þegar ég dirfist að kaupa eitthvaö frá út- löndum ætla ég aö undirbúa mig vel, panta fri i vinnunni og byrgja mig upp af róandi lyfjum. Næst þegar ég heyri blaðrað um Netvæðing- una, Alþjóðasamfélagið og vaxandi viöskipti á Netinu mun mér renna kalt vatn milli skinns og hörunds og ég mun fá martröö. Þá verður gott að geta gripið til úkúlele-sins og látið sefandi tóna þess róa sig niður. 6 f Ó k U S 17. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.