Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 14
Sálin hans Jóns míns - Annar Máni ★★★★ plötudómur Óaðfinnanlegur tónlistarflutningur Rúm tólf ár eru síðan fyrsta plata Sálarinnar hans Jóns mins kom út, vinýlskífan Syngjandi sveittir, næst- um nákvæmlega snemma sumars 1988. Önnur hliðin hefur að geyma hljóm- leikaupptökur frá 10. mars það ár, en þá var Sálin nýlega orðin til og algjör gleðisveit. Líklega stóð ekki til að hún hjarði lengur en kannski sumarið, hvað þá aö hún kæmist inn um Gulina hliðið og lifði með þjóðinni eins og hið upprunalega fræga sálartetur Jóns í skjóðunni, í leikriti Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi sem hann samdi 1941. En hljómsveitin varð ógnar vin- sæl meðal almennings, öfugt við Jón Davíðs sem hafði bara eina trygga kerlingu á bak við sig sem kom honum með klækjum á toppinn; sveitin Sálin hefur notið mikiilar hylii margra kvenna frá upphafi, og líka karl- manna, sem kom þeim klækjalaust inn fyrir hlið útgefanda. Ekki er þó nóg að komast inn fyrir, og miðað við leikrit Davíðs er vistin Guðsmegin við Gullna plötudómur hliðið öruggari en útgáfusamningur á Jörðinni. En Sálin hans Jóns míns hefur spjarað sig vel, er enn á Spori og nýja Sálar-platan merkt Spor201 (það, eins og fóðurmerkið Steinar, hefur Skífan ættleitt, eins og alþjóð veit). Það er samt of lítið að segja vel í þessu tilviki, því að þessi plata, Annar Máni, er langbesta platan sem Sálin hans Jóns míns hefur sent frá sér, og það er sko sjaldgæft að svo gömul poppsveit geti toppað sjálfa sig eftir slíkar vinsældir strax í upphafi. Annar Máni er svo kölluð „konsept“-plata, þ.e.a.s. (sögu)þráður tengir lögin. Hér er þó bara hálfsögð sagan, því að Sálarmenn segja von á framhaldi næsta ár, 2001, og ég ætla að vona að þá skýrist málin, þvi að ég verð að segja eins og er, að söguþráð- urinn vefst fyrir mér. Ég hef óljósa til- finningu um að Máni eigi að bjarga Jörðinni og íbúum hennar, eftir að mannkynið hefur verið að vesenast í vísindum (t.d. Eilífðarvélinni), skemma þar með sinn æðri tilgang og við það nær Lýður hinn vondi (?) völd- um. Kannski má afsaka þetta Sálar- „konsept" með því að benda á að sögu- þráður platna eins og Tommy (Who) og The Wall (Pink Floyd) hafi skýrst eftir á vegna kvikmyndanna sem eftir þeim voru gerðar, en hvað um það, það eina neikvæða sem ég get sagt um Annan Mána er í sambandi við text- ana. Þeir hljóma ekki illa úr munni Stefáns við þessi ijómandi góðu lög, eru ekkert slæmir hver út af fyrir sig, svona rúmlega meðalgóðir íslenskir popptextar; það er bara yfirlýst sam- hengið sem er of óljóst fyrir minn haus. Lögin á öðrum Mána eru 11 talsins, 8 eftir Guðmund Jónsson gítarleikara og 3 eftir Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikara. Hér eru engin lög sem maður hefur á tilfmningunni að séu til uppfyllingar vegna þess að önn- un min er ekki sprottin af sagnorð- inu ríða). Sá texti er um samskipti kynjanna eins og flestir á Poppi (utan tveir af tíu: Englar; Þrá), sem er í góðu lagi væri málfarslega meira lagt í þá. Efnislega ganga þeir svo sem flestir og er t.d. gaman að heyra Berg- svein syngja um að vera leiður á að vera einnar nætur gaman og skilinn eftir allsber í rúminu að morgni dags ... morgunblús sem kvenfólki er yfir- leitt eignaður. En mér finnst aulalegt að þurfa að benda á að best samdi textinn er við lagið sem mér finnst ekki eiga heima á þessari skífu, en það er útlent, við texta Þorsteins Egg- ertssonar: Can’t take my eyes of you/Hef ekki augun af þér. Sóldögg flytur það á bíó-disknum íslenski draumurinn ... svo sem skemmtilegt lag frá 7. áratugnum, en stingur f stúf við ný og ágæt lög Sóldaggar, enda ur hafi ekki verið til(búin); þetta eru allt virkilega fln lög, melódísk og vel útsett, en síðastnefndi þátturinn er skrifaður á sveitina í heild. Áður- nefndir textar eru eftir 31. febrúar (Stefán Hilmarsson söngvara), eða 5, hinir 6 eftir Friðrik Sturluson bassa- leikara, en auk þeirra fjórmenninga er trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson í Sálinni. Allir standa þeir sig óaðfinn- anlega í tónlistarflutningnum og ætla ég ekki að nefna neinn þeirra frekar en annan, nema Stefán: hann hefur ekki sungið betur inn á plötu; m.a.s. laus við tiigerðina í t-framburðinum (ekkert af „tsjá o’ tsundri"). Svona í lokin er rétt að geta þess að ég heyrði Guðmund Jónsson tala við Óla Palla í Popplandi á Rás 2 um Ann- an Mána. M.a. sagði hann að „konsepts“-ramminn sem Sálin setti sér þegar byrjað var að vinna að plöt- unni hafl valdið nýjum og gagnrýnni vinnubrögðum en áður, þannig að lík- lega er þessi góða tónlistarlega útkoma því að þakka sem undirritaðri finnst síst, þannig að njótið heil. Andrea Jónsdóttir þótt Bítlakeimur sé af sumum þeirra. Sóldögg hefur mér alltaf fundist sjarmerandi hljómsveit og á Berg- sveinn söngvari, með sína skemmti- legu rödd, mestan þátt í því... ekki að hann sé besti söngvari í heimi (og því síður textasmiður), hann er bara svo eðlilegur popp-rokk-söngvari. Hinir strákarnir eru ágætir hljóðfæraleik- arar og lagasmiðir, og hér kemur lagaskorið..: Baldvin trommari og Jón Ómar bassaleikari eiga hér 3 lög hvor, Stefán Henrýsson hljómborðs- leikari 1, líka Gunnar Þór gítarleik- ari og sá gamli, Ásgeir Jón, sem hætti skyndilega í fyrra og fór utan í tón- listarnám. En, eftir á að hyggja, enn eitt sam- eiginlegt með Sálinni hans Jóns míns og Sóldögg: ekki grufla um of í text- unum á servíettunum með diskunum Öðrum Mána og Poppi, heldur að láta ágæt lögin njóta sín ... fyrst... Andrea Jónsdóttir Sjarmerandi hljómsveit Sóldögg á það sameiginlegt með Sálinni hans Jóns míns að nafnið er tilvísun í svarta soul-tónlist; báðar sveitir voru settar saman fyrir eitt verkefni (held ég...): Sálin fyrir soul- iívöld í Klúbbnum og Sóldöggin sem Dí Commitments fyrir sviðsetningu á peirri írsku sálarsveit, i Fjölbraut í Breiðholti; báðar sveitir hafa gengið í gegnum mannabreytingar, sérstak- lega Sóldögg, og þá tíðust bassaleik- araskipti, en Sálin í sambandi við trommara; hvorug er nú í sérstökum tengslum við soul-músíkina, en hafa báðar búið sér sinn poppstíl. Eftir er að sjá hvort Sóldögg endist eins vel og stóra frænka, en Döggin er líklega um 7 árum yngri en Sálin. Á þennan jólamarkað sendir Sól- dögg frá sér Popp, sem er þriðji fulli diskur sveitarinnar, svona matar- diskur; sá fyrsti var kökudiskurinn Klám, með 6 lögum og kom út ‘96 (lít- ið er um að íslenskir tónlistarmenn gefi út eins tO þriggja laga undirskál- ar...). Þarna á milli komu Breyt’ um lit ‘97 og Sóldögg ‘98. Popp hefur ekki breytt þeirri skoðun minni að Breyt’ um lit sé enn það besta frá Sóldögg en góðu fréttirnar eru að Popp-platan finnst mér betri, og skemmtilegri, en skífan Sóldögg. Popp byrjar vel á laginu Hennar leiðir (lag og texti: Baldvin Aalen trommari), en í þvf er áberandi þessi ágæta strengjasveit úr Sinfóníu- hljómsveit Islands (Melabandinu) undir stjórn Sigrúnar Eðvaldsdóttur (strengjaútsetningar: Þorvaldur Bjarni); þetta er líka með skárri text- um á plötunni, en í þeim efnum ættu Sóldaggarmenn að taka sig á og t.d. ekki láta sjá á prenti texta á borð við Bonasera (ég tek fram að þessi skoð- Sóldögg - Popp ★★★ „Annar Máni er langbesta platan sem Sálin nans Jons míns hefur sent frá sér, og það er sko sjald- gæft að svo gömul popp- sveit geti toppað sjálfa sig eftir slíkar vinsældir strax í upphafi.“ „Sóldögg hefur mér alltaf fundist sjarmerandi hljómsveit og á Berg- sveinn söngvari, með sína skemmtilegu rödd, mest- an þátt í pví ... ekki að hann sé besti söngvari í heimi (og því síður texta- smiður), hann er bara svo eðlilegur popp-rokk- sóngvari.“ plötudómur Osk - Silent Journey Býsna rík af tímaskekkjum Ósk er Óskarsdóttir og hin þögla ferð hennar hefur tekið hartnær tutt- ugu ár. Elstu lög Silent Journey eru sfðan 1982 (I Do Love You, Colors of Skin og Children) og þau yngstu eru tekin upp á þessu ári. Ýmsir aðilar aðstoða Ósk á þessu uppgjöri hennar og merkilegasta nafnið á þeim lista er vafalaust Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson, sem trommar með prýði í þessum þrem elstu lögum plötunn- ar sem minnst var á. Hinn trymbill plötunnar, Laurie nokkur Driver, fölnar hins vegar í samanburði. Margir fleiri koma nálægt bæði hljóðfæraleik og upptökum og kom- ast misvel frá sínu. Sterkasti áhrifavaldur plötunnar er vafalaust snillingurinn Kate Bush en Ósk vinnur hins vegar ekkert sér- lega vel úr þeim áhrifum; ungfrú Bush stillir sér yfirleitt upp allt of framarlega í tónsmíðum Óskar. Sú staðreynd að sum lög plötunnar eru smíðuð á níunda áratugi þessarar aldar gerir það að verkum að platan er býsna rík af bagalegum tíma- skekkjum. Sum þeirra laga sem hér um ræðir hefðu kannski getað virk- að ágætlega þar og þá en í dag eru þau fremur máttlítil. Þessar tón- smíðar, og þá kannski fyrst og fremst útsetningar þeirra, hafa í sem skemmstu máli ekki staðist tímans tönn. Þrátt fyrir að einir fjórir aðilar standi að textagerð Silent Journey er ekki hægt að segja annað en að þeir séu misjafnlega slæmir. I besta falli þjóta þeir inn um eitt eyra og út um hitt en þegar verst lætur skilgreinir maður þá beinlínis sem afleita. í ljósi alls þess sem fram að þessu ★ hefur verið sagt um Silent Journey Óskar kemur siðasta lag plötunnar, Sleep Now, vissulega á óvart. Kate Bush er að vfsu enn til staðar (ásamt skilgetinni tónlistardóttur sinni, Tori Amos) en í þetta sinn sér mað- ur einungis móta fyrir henni ein- hvers staðar i bakgrunni og jafnvel brosa lítið eitt til samþykkis. Sleep Nów er prýðilegt lag og ef Ósk Ósk- arsdóttir gæti fyllt heila plötu af efni í anda þessa fyrrnefnda lags hefði ég vafalaust aðra sögu að segja um hennar tónsmíðar. Hilmar Örn Óskarsson „Sterkasti áhrifavaldur plötunnar er vafalaust snillingurinn Kate Bush en Ósk vinnur hins vegar ekkert sérlega vel úr þeim áhnfum. Bíósjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn hjá OLÍS Gullinbrú i Grafarvogi, SELECT Smáranum í Kópavogi og NESTI Lækjargötu í Hafnarfiröi. Bíósjálfsalinn er einnig opinn á venjulegum afgreiðslu- tíma hjá OLÍS Mjódd og Álfheimum og hjá NESTI Ártúnshöfða. Barnaleikur aö velja mynd - bara aö muna eftir kreditkortinu Aöeins 300 kr. á spólu* fyrir sólarhringsleigu! Kynningarverö Bíósjálfsalinn uinFnteg Bíósjálfsalinn - sjálfvirk myndbandaleiga Igfr J . mf / ,Jí ■T ’<f Ijfji ftpSS' mmm alssf !♦» Jíl 11»;: ;’l J BBl mm ttUufl |MH j ..J " W3'- ■; \ j 14 f Ó k U S 17. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.