Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Side 18
Islandssími hefur komiö sterkt inn undanfarin misseri og tíöindi liöinna daga gera það að verkum að fyrirtækið er í fókus þessa vikuna. Líklegast man enginn hversu lengi við höfum þurft að búa við einokun Landssímans enda skiptir það ekki máli lengur; nýir timar eru gengnir í garð og við bjóðum þá velkomna. Ekki alls fyrir löngu var okinu létt af farsíma- markaðnum og síðan hefur Tal verið að gera góða hluti, þ.e. viðskiptalega, því enginn kann við það ofurpresens sem Tai heldur að sé já- kvætt, eða hver er ekki búinn að fá nóg af: „Það er Tal sem býður þér upp á...“. En nú er -* Íslandssími sem sagt farinn að bjóða fólki að flytja viðskiptin frá Landssímanum yfir til sin sem er auðvitað mjög jákvætt og verðið virðist ekki vera neitt til að kvarta yfir. Nei, Eyþór Arn- alds og félagar eru á góðu róli þessa dagana og ætti fólk alvarlega að íhuga að prófa nýja hluti með þeim, þó ekki væri nema bara til að prófa, því Landssíminn má vel við smásparki í rassgatið. ú r f ó k u s Strætisvagnar Reykjavikur, SVR, eru ekki að gera góða hluti þessa dagana. Nú er veturinn svo sannarlega genginn i garð og þá fara gall- ar almenningssamgangnanna að koma ber- lega i Ijós hér í borginni. Þeir sem neyðast til að ferðast með strætó þekkja vel þá tilfinn- ingu að híma í frosthreti inni í einhverju skýli, biðandi eftir „gula ógeðinu", eins og einhver kallaði vagnana sem eru jafnan allt of seinir. Og það er ekki eins og þessi blessuðu strætó- skýli séu eitthvað til að hrópa húrra fýrir. Nei, þau eru eitt af afrekum Ingibjargar Sólrúnar og Helga Hjörvars sem tókst að semja um hriplek og opin skýli bara upp á vonina um auglýsingatekjur i framtíðinni þegar þau verða hvort eð er búin að tapa borginni. Já, SVR er úr fókus nú um stundir sem fyrr, fyrirtækiö virðist illa rekið og ekki er þjónustunni fyrir aö fara. Þegar borgarfulltrúar R-listans vilja ekki einu sinni sjálfir stíga upp i vagnana á billaus- um dögum er nú fokið í flest skjól. Ottar Proppé er einn aöalleikara kvikmyndarinnar Óskabörn þjóðarinnar sem frumsýnd veröur 24. nóvember. Þar leikur Óttar Simma smákrimma sem lendir í ýmsum ævintýrum rneö Óla, vini sínum af sama sauðahúsi. Mikil t ó n I i s t e r í m y n d i n n i o g ö 11 Dower wr~ Óttar Proppé er líklega þekktastur fyrir söng sinn í hljómsveitunum Ham og Funkstrasse ásamt smærri hlutverkum í kvikmyndunum Sódóma Reykjavík og Ein stór fjölskylda. Dagsdaglega unir Óttar þó glaður við sitt í deild erlendra bóka í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Gott handrit Óttar segir að líklega hefði hann ekki tekið að sér hlut- verk Simma í Óskabörnunum ef hann hefði vitað hversu mikil vinna fylgdi þvi. Hann viðurkennir að heilinn á bak við myndina, Jonni Sigmars, hafi aðeins þurft að ganga á eftir honum, sem og öðrum, en það sem hafi ráðið úrslitum um að hann lét til leiðast og tók að sér hlutverkið hafi ver- ið hversu vel honum leist á handritið. „Jonni varði löng- um tíma í að skrifa handritið, í allt hefur hann líklega skrif- að það átta sinnum. Það skil- aði sér líka því það er mjög sterkt og þétt,“ segir Óttar. Hann bætir við að oft sé það handritið sem upp á vanti í kvikmyndum en svo sé ekki i þessu tifelli. Tökur fóru fram frá á árunum ‘97 og ‘98. Óttar segir undirbúning fyrir tök- urnar hafa verið góðan, þau hafi til dæmis eytt góðum tíma í að æfa upp öll atriði fyrir tök- ur og telur hann þaö hafa skil- að sér í myndinni. Skipting leikaranna er að sögn Óttars til helminga lærðir leikarar og svo amatörar, eða náttúruta- lentar eins og Óttar. Myndin gerist að mestum hluta hér á landi og þá helst í Reykjavík en einnig i Hollandi. Aðspurður segir Óttar myndina mjög íslenska og karakterana þá sérstaklega. „Atburðarásin er ótrúlega hröð,“ segir Óttar og bætir við að tónlistin skipi stóran sess i myndinni. Olíusmurðir í frosti En tekur hann ekkert þátt í þeim hluta, gamalreyndur músíkkallinn? „Jú, en aðeins í einu lagi sem ég syng. Annars sá Jó- hann Jóhannsson úr Lhooq um „sándtrakkið“ og svo var það Jonni sjálfur sem valdi úr 10-12 hljómsveitir og lög þeirra.“ Flest þeirra laga eru ný. Þar sem ofurlítið langt er síðan tökum lauk þarf Óttar örlítinn tíma til að hugsa þeg- ar hann er beðinn um að segja frá einhverjum skondnum at- riðum frá því við tökur. Hann man þó að mótleikari hans, Grímur Hjartarson, sem leik- ur Óla vin hans rifbeinsbrotn- aði ekki einu sinni heldur tvisvar við tökur. „Svo man ég vel eftir því þegar við þurftum að standa olíusmurðir við frostmark á „settinu“ og þykj- ast vera í gufu. Það reyndi á,“ segir Óttar og hlær ofurlítið. Óttar virðist hafa mikla trú á Óskabörnunum og sá nýver- ið síðustu klippingu myndar- innar og leist vel á, „Það er „power“ í henni,“ segir hann að lokum. hverjir voru hvar Laugardagur- inn var góöur á Vegamótum en þar hélt dj. Andrés uppi stuðinu I 25 ára afmæli Arnars Stelns. fyrrverandi framkvæmda- stjóra Priksins. Á svæðinu mátti m.a. sjá Díönu Dúu og Gurrý, vinkonu hennar, Geira Sæm, Andrés barþjón með sinni heittelskuöu, Eglll Ólafsson leit inn og Daðl boltastrákur lét sig ekki vanta og vinkonurnar Begga í Japis og Rakel dilluöu sér vel og lengi. Mikil gleði var á Skugganum síðustu helgi og / meðal þeirra sem létu sjá sig voru Helgi Már Partyzone og félagar, strákarnir úr meistara- flokki ÍBK, Hllla barþjónn meö meiru, Elías Þor- varðar athafnamaður og sonur Þorvarðar, skólastjóra Verzló, Gumml Gonzales, Finnur handboltakappi, Dagný Atla ásamt vinum frá New York, staffið frá tímaritinu Flaunt, Erla Skuggadrottning, Omaríó fótboltahetja, Kolla úr GK, Þórir frá Hanz, Sigga Lára, Eria og Addú frá SkjáEinum, Christlne frá Allied Domec, Kristján Jónsson Ólafssonar, sem er aðalmaðurinn í fyrirtækinu INNN, og Jó- hannes Helmir læknir og Ágúst Orri lögfræö- ingur sem tóku helgina með stæl að vanda. Meðal þeirra sem stöldruðu við á Café Gróf, þar sem Klddi Ghozt sá um stemninguna, voru Jón Mýrdal, Raggl í Krull, Boggi sem dansaöi tryllingslega við Agnesi hárgreiðsludömu og Hafdís förðunardama meö nýja kærastanum. Allt var brjálað á Astró síöustu helgi rétt eins og venjulega. Þar mætti m.a. Howard Kruger Valhallarmaður, sem var að reyna að fá einhver tilboð á barnum, félagarnir Sverrir ex-Rósen- berg, Ivan Burknl stílisti og Júlll Kemp heilluöu dömurnar að vanda. Helgi í Partyzone var á kantinum, Skjöldur tískulögga var flottur í tauinu, módelin Rakel, llma, Elva, Elma Lisa og vinkonur voru i flottum fíling á dansgólfinu, sem og Raui Rodriques, Halli einkaþjálfari og f Ó k U S 17. nóvember 2000 hinir kropparnir úr Betrunarhúsinu voru flottir, Magga V og vinkonur, Arna Play- boy og vinkonur, Svavar Örn kom sterkur inn eftir að hafa misst úr helgi vegna Indlandsferðar með forseta vorum og fleiri úr Stöðvar 2 klíkunni, Jóna og Anna María eróbikk- drottningar tóku sig vel út, FM957-gaukarnir Þröstur, Jói Jó, Bjarki og Kalll Lú sátu og tjött- uöu við Jón Gunnar Geirdal sem saknar greini- lega gömlu, góðu daganna, og Gústa Héðins á Bylgjunni. Edda úr þeirri umdeildu hljómsveit 8- villt og vinkonur tóku villt spor á dansgólfinu, Sístó úr Þórscafé mætti með alla keppendur úr stripp-keppninni og lét kampavínið flæða, þeir Binni og Kristján Clinton-menn komu heldur ekki tómhentir, boltastrákarnir Krist- ján Brooks, Sverrir Sverris, Tryggvi Guð- munds og Olga Fær- seth spjölluðu við hinn eina sanna íþróttaálf landsins, Valtý BJörn, en einnig voru þeir Páll Þórólfs og Finnur (“þetta er bara spurning um prinsipp") hand- boltamenn ekki langt undan, Siggi Bolla i 17 og Maggi Ármann mættú að vanda, einnig sást til Tomma Jr. á Brennslunni, Svala Björgvins, Gumma Gonzales, fyrrum andstæðingarnir Villi Vill og Guðlaugur Þór tóku tal saman, Björn í Samfilm, Hebbi í Skimó (Skee-mo), sem allir syrgja nú, Sjáðuklíkan Teitur og Andrea, Eiríkur Hauks og Queen-fólk- ið (fluginu til Noregs seinkaði), Kristófer Helga, Dóra Takefusa. Margrét Rós á SkjáEinum, dragdrottningarnar Skjöldur og Venus, Guðjón Bergmann jógameistari. Slgurður Kári SUS-ari og aö lokum meistarinn Nonni í Quest. Það kenndi ýmissa grasa á Klaustrinu um helg- ina. Þar voru Stebbi Hilmars og Anna konan hans ásamt Eyva, handboltamennirnir Hans Guðmunds, Hlynur Jóhanns og Björgvin Rún- ars voru í vatninu eins og hinar glóandi Stjörnu- stelpur, Spútnikarnir Sverrir Sverris, Gylfi Ein- ars og Kjartan Sturlu úr Fylki voru þvilíkt hress- ir, sem og Rútur Snorrason og Silja Hauks Dís mætti með Gunna kærastann sinn. Tíska* Gæði* Betra verð m RCWELLS » 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.