Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Page 12
*
* ‘
vikuna
17.11-24.11 2000
45. vika
Lenny Kravitz heldur sínu striki á toppnum þessa
vikuna sem ætti heldur betur að ýta undir söluna
á Best of plötunni hans. Glæsidaman Kylie
Minogue heldur einnig sínu striki en Kelis skjó-
tast upp í þriðja sætið framfyrir Land og syni. Á
eftir fylgir Sálin hans Jóns míns en Skítamórall
hefur aftur á móti tekið stefnuna niður á við. Ef
að líkum lætur munu strákarnir frá Selfossi þó
taka kipp á næstunni þegar þjóðin fyllist
örvæntingu yfir brotthvarfi þeirra.
Topp 20
01 Again Lenny Kravitz
02) On a night like this Kylie Minogue
(03) Get along with you Kelis
(04) Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Kari
05 Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis
(06 Ekki nema von Sálin hans Jóns míns
07 Don’t mess with my man Lucy Pearl
(08) Með þér Skítamórall
09 Give me just one night 98 Degrees
(70) La Fiesta Club Fiesta
(77) Hollar Spice Girls
(72) Beautiful Day U2
(13) My Generation Limp Bizkit
(74) Yellow Coldplay
(75) Spanish guitar (remix) Toni Braxton
(75) Come on over Christina Aquilera
(77) Ég hef ekki augun af þér Sóldögg
(75) Let the music play Barry White feat
! 70) Independent Women Destiny’s Child
(20) Why does my heart... Moby
Vikur >
á listai:
I
iXs
l' 4
M 5
T 2
T 4
T 3
í4r 12
t 5
í 4r 4
4- 6
: 4- 8
X 1
,4r 10
t 2
4k 7
9
'f- 5
X 1
I ^ 3 :
Sætin 21 til 40
Q topplag vikunnar Hvenær Buttercup 6
j hástökkvari vlkunnar Music Madonna 4-11
/ You’re God Vertical Horizon 4- 6
nýtt á llstanum Body Groove Architecs feat. Nana T 3 I
X Ekkert mál A móti sól X 7 j 4-10
u stendur í stað Lady Modjo
T hækkarsig frá síðustu viku Fiesta (HouseParty) Body il Body Dj Mendez Samantha Mumba 4-8 1 4- 2
4, lækkarsigfrá 1 wonder why Tony Touch feat T 3 4-10
siðustu viku Groovejet Spiller
Y fall vikunnar Stop messing ar... Craig David T 2
My love Westlife X 1
Sonique 4- 7
Lucky Britney Spears 4-12
Could 1 have this... Houston/lglesias 4-13
Let’s get loud Jennifer Lopez 4-13
Wonderful Everclear 4- 9
1 turn to you Melanie C 4- 8
Wasting Time Kid Rock 4-10
Overload Sugarbabes X 1
ifókus
íslenski listinn er
samstarfsverkefni D V og
FM 957 og birtist vikulega i
Fókus. Listinn er fluttur á
FM í umsjá Einars Ágústs
Víðissonar.
Daft Punk, Air og
Cassius hafa allar
frestað plötunum
sínum fram á
næsta ár. Frönsk
house-tónlist held
ur samt áfram sig-
urgöngu sinni og
nú eru það Etienne
de Crecy og Bob
Sinclar sem eru að
gera það gott með
nýjum plötum.
Trausti Júlíusson
bragðaði á nýrri
sendingu af
franskri house-tón
list.
Lagið Am I Wrong hefur heyrst
stöðugt á öldum ljósvakans undan-
farnar vikur. Lagið er tekið af nýút-
kominni plötu Etienne de Crecy,
Tempovision. Einn af diskósmellum
sum|psins var lagið I Feel For You
Argerð
Etienne de Crecy: Einn af Versala-nördunum.
hætti hussms
með Bob Sinclar en plata hans,
Champs Elysées, er nýkomin í versl-
anir. Við skulum kíkja aðeins á
þessa tvo Fransmenn sem báðir eiga
eitt og annað að baki og hafa verið
virkir þátttakendur í franska tónlist-
arvorinu. Byrjum á Etienne.
Einn af Versalagenginu
Etienne de Crecy er fæddur í Lyon
og alinn upp í sinnepsborginni
Dijon. Hann flutti til Versala þegar
hann var 15 ára og það var þar sem
hann fékk áhuga á tónlist. Hann
gekk í Jules Ferry menntaskólann
en þar var hópur af tónlistaráhuga-
mönnum sem voru í tveimur hljóm-
sveitum sem áttu eftir að hafa mikil
áhrif i frönsku tónlistarlífi. Etienne
var bassaleikari í Louba (sem var
nefnd eftir hundinum hans) ásamt
Mr. Learn og Pierre-Michel
Levallois sem seinna stofnaði með
honum Solid-plötuútgáfuna. í hinni
hljómsveitinni, Orange, voru
Nicolas Godin og Jean-Benois
Dunckel (seinna Air), Xavier
Jamaux (seinna í downtempo sveit-
inni Bang Bang) og Alex Gopher,
sem gaf út eina af betri plötum síð-
asta árs. Þeir áttu það sameiginlegt
að vera góðir í stærðfræði og að vera
hálfgeröir nördar: „Þetta var hlægi-
legt. Okkur var aldrei boðið í partí,
þannig að við sökktum okkur niður
í tónlistina" segir Etienne „Það var
samt alltaf rigur á milli Louba og
Orange og hann hefur haldið áfram
eftir að við fórum að gera aðra
hluti."
Motorbass
Etienne flutti til Parísar og hóf störf
sem upptökumaður hjá einu aðalstúd-
íói borgarinnar, Plus X, en þar hitti
hann fyrir Philippe Zdar og saman
fengu þeir house og teknódellu og fóru
að búa til tónlist saman undir nafninu
Motorbass. Philippe gerði reyndar áður
smáskífu undir La Funk Mob nafninu
(instrumental hip-hop) og byrjaði að
vinna með franska rapparanum MC
Solaar meö aðstoð Etienne. Fyrsta
Motorbass platan „Pansoul" kom út
1996 og var eitt af fyrstu meistaraverk-
um fransks house (ásamt Boulevard
með St. Germain).
Næsta verkefni Etienne de Crecy var
svo Super Discount platan en þar fékk
hann til liðs við sig m.a. Air og Alex
Gopher. Reyndar tók Etienne líka upp
fyrstu lögin með Air og kom þeim í út-
gáfu.
Tempovision
Nýja platan er öllu mýkri en hans
fyrra efni. Etienne kallar tónlistina á
henni „digital soul“, þ.e. hann notar
mikið af gömlum „læf‘ sándum en
vinnur svo tónlistina með nýjustu græj-
um. Fyrsta lagið sem hann tók upp fyr-
ir plötuna „Out of my hands“ notar
sampl með blússöngkonunni Esther
Phillips. Platan er líka melódískari en
áður og Etienne segist vera kominn á
þann punkt að instrúmental grúv dugi
honum ekki lengur, hann vilji melódí-
ur og söngvara. Að lokum má geta þess
að Etienne segir að þeir Philippe stefni
að þvi að gera aðra Motorbass-plötu.
„Vandamálið er samt að nú er ég að
kynna mína plötu og hann að taka upp
Cassius-plötu og svo þegar ég verð bú-
inn að kynna mína þá þarf hann að
kynna Cassius-plötuna..."
Kvennabósinn Bob Sinclar
Það hafa margir séð myndbandið við
lagið I Feel for You með Bob Sinclar. í
þvi sjáum við Bob sem upptökustjóra
sem minnir einna helst á Phil Spector.
Bob Sinclar er alter egó Christophe Le
Friant, sem á og rekur Yellow Product-
ions útgáfuna i París en hún hefur m.a.
geflð út efni með Dimitri From Paris
og Kid Loco. Áður en Bob Sinclar varð
til var Christophe þekktur sem plötu-
snúðurinn Chris Le French Kiss og
jafnframt þekktur fyrir downtempo
plötumar sem hann gaf út undir nafn-
inu Le Mighty Bop.
Gymtonic
Bob Sinclar varð til þegar
Christophe ákvað að gera hraðari dans-
tónlist og vantaði nafn á það pródjekt.
Þá mundi hann eftir sögupersónunni
Bob Sinclar sem Jean Paul Belmondo
lék í kvikmyndinni Le Magnifique og
sem var skopstæling á James Bond.
Bob Sinclar varð frægur þegar lagið
Gymtonic með honum (þetta sem er
með Jane Fonda líkamsræktar-
samplinu) sló í gegn á Ibiza fyrir tveim-
ur árum. Það lag var að vísu unnið af
Thomas Bangalter í skiptum fyrir
Daft Punk remix en á nýju plötunni er
allt eíni unnið af Bob sjálfum.
Champs Elysées
Lögin á nýju plötunni eru sambland
af sungnum lögum og instrúmental og
mishröð. Það er yfir henni þessi diskó
house glamour blær sem fylgir karakt-
emum en annars er þetta nokkuð íjöl-
breytt. Á meðal samstarfsmanna á plöt-
unni er James Williams sem var í
diskóhljómsveitinni D-Train, Gene
Van Buren sem gaf út tvær plötur á
Motown og Chezere sem söng með
bresku hljómsveitinni Urban Species.
Það kannast kannski ekki margir við
Bob Sinclar á myndum í dag. Þegar
fyrsta platan hans, Paradise, kom út
fékk hann nefnilega vin sinn til að sitja
fyrir á ljósmyndunum. Það var sam-
kynhneigður barþjónn úr Le Marais
hverfmu sem tók að sér að túlka per-
sónuna í það skiptið (og fórst það
reyndar mjög vel úr hendi) en nú gerir
Christophe það sjálfur...
Bob Sinclar í góðum félagsskap.
12
f Ó k U S 17. nóvember 2000