Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 7
í gegnum móðu áfengis geta hörðustu djammarar séð sér fyrir hugskotssjónum brjáluðu stemninguna sem myndaðist á Grand Rokk þegar hann var enn til húsa á Klapparstíg og þar trónir hljómsveitin Miðnes efst í brunni óminninga. Samtals hafa meðlimir hennar tíu píanótíma að baki en ekkert er píanóið, Að auki eru þeir allir í Geirfuglunum en fundu hjá sér þörf fyrir meira rokk. Eirik Sordal hitti Miðnesið á Grand Rokk, hinum nýja, og rætt var um allt milli himins og Reykjavíkurhelvítis. „TitiEinn er ákveðin samsvörun við hinn Heilaga guðdómleik Dante, ítalskt miðaldaljóð þar sem lesandinn er leidd- ur í gegnum helvíti. Kannski erum við að leiða hiustendur í gegnum helvíti á 60 mínútum,“ segir Freyr Eyjólfsson, sporgöngumaður Eika Hauks í þvi að sameina kennslu og rokk, í dramatískri greiningu á væntanlegri plötu Miðness, Reykjavík Helvíti. „Ég hef alveg misst af þessu,“ segir Hermann Jósefsson, verðandi vélstjóri sem kallar sig Venni, og kemur augljóslega af flölium hvað þessa samlíkingu varðar. „Þú ert líka af Vestfjörðum," svarar Freyr að bragði og þar með er það afgreitt. Þriðji limur- inn, Stefán Már Magnússon hijóðfæra- sali, hefur sig hægan en brosir yfir orðaskiptum félaga sinna. Útskrifaðir úr rokkskólanum „Við héldum okkur uppi í námi með því að spila á gamla Grand Rokk,“ rifj- ar Stefán upp, en þar stigu Miðnesing- ar sín fyrstu spor fyrir rúmum þremur árum. Þeir segjast aldrei hafa verið týpiskt pöbbaband; frekar komið sam- an til að fá sér í glas og spila uppáhalds- lögin sín og því hafi myndast heldur sérstök stemning. „Við spiluðum við ýmsar aðstæður. Þama voru aðalfylli- byttur bæjarins saman komnar og við máttum þola ýmislegt - lentum oft í slagsmálum," segir Freyr. Stefán virð- ist enn bitur út í hina óprúttnu drykkjumenn: „Já, við lærðum líka að veija okkur. Við urðum fyrir aðkasti, fólk var að teygja sig í hljóðfærin, hella bjór yfir græjumar og campari yfir mig,“ segir hann. „Þú braust nú líka gitar á gaumum sem gerði það,“ segir Freyr. „Já ... það gekk á ýmsu,“ viður- kennir Stebbi. „Einu sinni spiluöum við svo hátt að stefha átti Grand Rokk fyrir hávaða- mengun og staðurinn lenti í meiri hátt- ar lögreglumáli út af því. Við erum ábyggilega hávaðasamasta rokkband ís- landssögunnar," segir Freyr og er fast- ur í nostalgíunni. Strákunum finnst sem þeir hafi lært mest á spilamennskunni á Grand Rokk og skilja lítið í hljómsveitum sem æfa sig endalaust i loftlausun kytrum og gleyma sér í tækja- og tæknipælingum, frekar en að mæta á knæpumar, telja í og rokka. „Grand Rokk var bara æfmgahús- næðið okkar,“ staðhæfir Venni og hin- ir jánka því. „Okkar rokkskóli," bætir Freyr við. „Ég segi nú bara eins og Mick Jagger: „You can’t leam Rock & Roll at school". Drykkur, herstöð eða lík- amspartur Talið berst að hinu sérstaka nafni sveitarinnar: „Miðnes er bæði drykkur og líka staður á Reykjanesi, htiil hóll sem heit- ir Miðnesheiði, eða Miðnesþúfa; her- stöðin stendur þar. Þetta er því vísun bæði i herstöð og uppáhaldsdrykkinn okkar,“ útskýrir Stefán. „Þetta er líka eitthvað sem skemmist þegar maður er mikið í rokkhljómsveit," segir Venni og á þá við miðsnesið sem lætur gjaman undan síga eftir ótæpilega inntöku eit- imlyfja nefleiðis. Og eigiöi von á því að þaó gefl sig hjá ykkur í bráö? „Ja, það er aldrei að vita ef platan selst vel,“ svarar Stefán um hæl og glottir við tönn. En, meira um plötuna, um hvaö er hún? „Það hafa komið út tvær svona plöt- ur áður, Borgarbragur Gunnars Þórð- arsonar og Loftmynd Megasar. Platan heitir Reykjavík helvíti, eftir einu lagi á plötimni, og er öll um borgarlífið," segir Freyr. „Þetta er okkar framlag til Menningarborgarinnar 2000,“ segir Venni við góðar undirtektir hinna tveggja. „Við erum þó ekki menningar- styrktir og óskum þess ekki,“ flýtir Freyr sér að skeyta við. Hva, eruö þiö svona pólitískir? „Já, auðvitað erum við það,“ segja þeir. „Við höfum áhuga á stjómmálum en ekki stjórnmálamönnum," segir Stebbi fyrir sitt leyti. Freyr tekur í sama streng: „Mín pólitík er nú bara eins og Bob Dylan sagði einhvem tím- ann: „Don’t follow leaders.““ „ Enda lætur hann afskaplega illa að stjóm,“ segir Venni og bendir á Frey, félaga sinn. Eru mikil átök innan sveitarinnar? „Já, það verður að vera, á því þrífst samstarfið." Stefán og Venni era sam- mála um það. „Er það ekki marxísk söguskoðun að hlutimir þróist með átökum?" segir Freyr og setur þetta í sögulegt sam- hengi. Rokk af eðlisávísun Kvarðað var á að gera plötuna i sept- ember en eftir að hugmyndinni hafði verið komið á koppinn frussaðist af- gangurinn út eins og niðurgangur. Hún var tekin upp i æfingahúsnæðinu und- ir styrkri upptökustjóm Venna og Mið- nesingar segjast vonast til þess að hrað- inn viðhaldi ferskleikanum og komi áheyrendum þannig fyrir hlutstir. „Við vorum ekkert búnir að negla öll lögin eitthvað niður,“ segir Venni, „og mest af þessu var búið til í einhverju „adrenalinkikki“.“ Freyr er hlynntur æsingnum: „Mér finnst rokk og ról svo- lítið ganga út á það. Tónlistin sem við erum að gera verður tO af eðlisávísun, frekar en einhverri vitsmunalegri sköp- un; kemur beint frá hjartanu," segir hann. Þegar búið var mjólka beljuna áttu Miðnesingar bara eftir aö finna sér mjólkursamlag. „Við fórum í alla útgef- endur en það vildi enginn gefa okkur út, enda seint á ferðinni," segir Venni. Gæfan snerist svo strákunum í vfi og Rabbi tók vel í útgáfuna, enda geirfugl í útgáfubransanum hvað hugsjónastarf varöar að mati piltanna. „Við emm svolítið að vona með þessari plötu, af því að við erum hjá litlu útgáfufyrir- tæki, að loksins nái tónlistin að sigra. Þetta er erfiður slagur að berjast við þessa stóm útgáfurisa, sérstaklega þeg- ar einn þeirra á flestallar útvarps- og sjónvarpsstöðvar á landinu," segja þeir. „Við erum bara að búa til tónlist og hafa gaman af og, ólíkt mjög mörgum öðrum íslenskum böndum, þá er tón- listin fókusinn hjá okkur, ekki aö lita á sér hárið, fara í ljós og fá sér gadda- vírstattú til að græða pening,“ segir Freyr. Samsærið um Bítlana En nú er Skítamórall víst allur, liðiö lík, hvernig líst ykkur á þaö? Það tekur strákana smástund að átta sig á hinum válegu tíðindum. Venni er orðlaus en stingur loks upp á því að Miðnesið taki upp samstarf við Einar Bárðar áður en aðrir grípa gæs- ina. „Þá bíður maður bara eftir sóló- plötum frá strákunum. Þeir eru bara að mæta eftirspum og það er gott að þeir hafi verið þama, finir strákar, og ég er reyndar skotinn í þeim ... öllum,“ segir Stefán. „Þetta er nú bara sama trix og Sálin hans Jóns míns var með. Þeir hættu alltaf þegar farið var að seljast illa inn á tónleika með þeim. Hvað er Sálin hans Jóns míns búin að halda marga lokatónleika?" spyr Freyr. Strákamir gæla nú við þá hugmynd að útgáfutón- leikar Miðness verði jafnframt lokatón- leikar. „Þetta band (Skímó) er búið að vera til í ellefú ár. Það er jafnlangur tími og Bitlamir áttu,“ athugar Stefán. Þegar talið berst aö Bítlunum tekur Freyr við sér og viðrar útpælda sam- særiskenningu sína: „Ég held að breska konungsfjölskyldan rækti eiturlyfin sín í gömlu nýlendunum og selji eiturlyf um allan heim í krafti tolla- og skatt- frelsis. Svo þegar þau vildu fara að selja eiturlyf til Bandaríkjanna þá bjuggu þau til Bítlana til að mynda opnara andrúmsloft. Bítlamir töluðu um LSD og svona og ég held að þeir hafi verið búnir til af bresku konungsfjölskyld- unni, rétt eins og Spice Girls.“ Stebbi er sammála þessu: „Já, ég meina, er það tOviljun að Bítlamir hafi fyrst reykt marijúana i Buckingham- höll, er það tilviljun? í boltanum og bjórnum Þið eruö greinilega miklir vinir, hvaö geriö þiö þegar þió hittist hljóöfœralaus- ir? „Að spila tónlist, drekka bjór eða horfa á fótbolta eru eiginlega einu kringumstæðurnar sem við hittumst við,“ segja þeir. Stefán og Freyr eru forfallnir fót- boltafiklar og tala um liðin sín í 1. persónu fleirtölu en fótboltaæðið rann af Venna við ellefu ára aldur. Freyr er Káerringur en Stefán er Víkingur og hefur haldið tryggð við félagið í gegnum súrt og sætt. „Það em bara tveir hlutir sem maður skiptir ekki um,“ segir hann og glott- ir við tönn, „það er fótboltalið og kyn.“ En Venni hrekur kenninguna og segist þekkja dæmi þess að sam- nemendur sínir úr Vélskólanum hafi skipt um kyn. Athyglisvert! Miðnesmenn eru með margar pits- ur í ofninum því með Geirfuglunum bæta þeir annarri breiðskífu í jólaút- gáfuna. Einnig hafa þeir samið kvik- myndatónlist fyrir væntanlega kvik- mynd félaga sfns, Toffa, um undirheimaprinsinn Lalla Jones. Næst á dagskrá er hins vegar partí ársins, en svo nefna þeir útgáfutón- leika sína sem haldnir verða á Grand Rokk, 25. þessa mánaðar. „Eins kon- ar uppgjör við staðinn," segja þeir og hlæja. Við höfum verið truflaðir nokkrum sinnum af gesti Grand Rokk sem hefur fundið hjá sér þörf fyrir ýmsar upphrópanir, spangól og halelújaköll upp á síðkastið og nú birtist Hrafn Jökulsson með taflborð undir handleggnum og heilsar Mið- nesinu kumpánlega. „Þetta er allt til á video,“ svarar hann þegar stákarn- ir biðja hann að rifja upp trylltar samverastundir á gamla Grand Rokk. „Ekki allt,“ segir Freyr. „Sumt getum við aldrei sagt. „Aldrei," samsinnir Hrafn og hann er ekki fyrr búinn að sleppa orðinu en bjórþyrstur afgang- urinn af Geirfuglunum kemur askvaðandi. „Þetta lítur út eins og við hittumst alltaf á pöbbnum," segir Venni og hefur áhyggjur af útkomu viðtalsins. En nú er gesturinn góði hvort eð er farinn að syngja einhverj- ar óperettur og lengra verður ekki komist í bili. 17. nóvember 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.