Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Side 13
Á dögunum leit nýjasta afurð Offspring
dagsins Ijós en rætur afsprengisins má
rekja ailt aftur til ársins 1984. Kristján
Már Ólafsson skoðaði sögu sveitarinnar
sem MTV tók svo eftirminnilega upp á
sína arma.
Um það leyti sem Offspring
byrjaði hafði pönk senan í Orange
County klofnað í marga hluta og
ýmislegt að gerjast. Bryan Hol-
land, forsprakki sveitarinnar,
hafði þó annað í huga fyrst um
sinn en að leita frama á sviði tón-
listarinnar. Hann var duglegur í
íþróttum og stefndi að því að
verða læknir, var meira að segja
efstur í sínum bekk og fékk þess
vegna viðurnefnið Dexter. Allt
breyttist hins vegar þegar eldri
bróðir hans gaf honum safnplötu
með pönki.
Fyrr en varði þreifst hann
hreinlega á tónlist sveita á borð
við T.S.O.L., The Adolescents og
Agent, og hóf jafnframt að mata
Greg Kriesel, félaga sinn úr
íþróttunurr, á sama kokkteil. Sá
var ekki alveg að kaupa þetta í
fyrstu en Dexter hélt þessu að hon-
um og á endanum fór hann að
biðja um meira. Síðan kom sú
stund að þá langaði að prófa að
spila sjálfir.
Tveggja og hálfs árs
baratta
Eftir að hafa hnoðast i gegnum
einhverja hljóma tóku þeir að
troða upp í partýum heima hjá
Greg ásamt tveimur félögum úr
iþróttakreðsunni. Um haustið
byrjaði Holland samt í læknis-
fræðinni og Kriesel stefndi á lög-
fræðina. Þeir klikkuðu samt aldrei
á því að æfa um helgar og lög á
borð við Very Sarcastic og Sor-
ority Bitch litu dagsins ljós. Þegar
hinn gítarleikarinn lét sig hverfa
réðu þeir Kevin Wasserman í
hans stað, eldri strák sem vann
sem húsvörður í skólanum þeirra
og var sá eini sem hafði aldur til
að kaupa bjór.
Trommaranum skiptu þeir út
þegar hann var orðinn of niður-
sokkinn í læknisfræðina og
flökkusauðurinn Ron Welty fyllti
í skarðið, hafði nýverið flutt í bæ-
inn með móður sinni, sem hafði
það að áhugamáli að giftast mönn-
um og skilja við þá. Skömmu síð-
ar, snemma árs 1987, fóru þeir í
stúdíó og tóku upp fyrstu smáskíf-
una á eigin kostnað. Sú var
pressuð í 1000 eintökum og það tók
þá tvö og hálft ár að losna við upp-
lagið. En þeir losnuðu við það og
baráttan skilaði sér á þeirri leið,
þeir gerðu plötusamning við litla
pönkútgáfu, komu sér í samband
við Thom Wilson, sem hljóðritað
hafði uppáhalds T.S.O.L. og Dead
Kennedys plöturnar þeirra og
gáfu út plötu sér samnefnda.
Máttur MTV
Þeir máttu þó rembast enn um
sinn áður en heimurinn hirti eitt-
hvað um þá. Upp úr 1990 komust
þeir þó þrepinu ofar í metorðastig-
anum, að því er þeim fannst, er
Epitaph útgáfan tók þá upp á sína
arma. Það var eftir ítrekaðar til-
raunir drengjanna til að ná at-
hygli eigandans, Brett Gurewitz,
að hann ákvað að miskunna sig
yfir þá. Hann hafði á sínum snær-
um sveitir á borð við Rancid og
NOFX og þóttist, á endanum,
heyra í piltunum það sem menn
nefndu Epitaph sándið; orkuríkt
uppreisnarpönk með góðum meló-
díum og snaggaralega uppbyggð-
um lögum (Jón Gnarr hlýtur að
hlusta á Epitaph böndin).
Platan Ignition þótti alveg ágæt
en það var fyrsta smáskífan af
plötunni Smash sem setti allt á
endann. Sú kallaðist Come out and
play og var fylgt eftir með enn
stærri smelli, Self Esteem. MTV
sýndi enn og aftur hvers megnugt
það er og Offspring urðu á allra
vörum.
Hættu hjá Epitaph
Smash seldi rúmar 9 milljónir
og sprengdi alla skala hvaö varð-
aði þetta litla og óháða útgáfufyr-
irtæki sem Epitaph er. Enda kom
fljótlega upp ágreiningur milli
bandsins og forráðamanna útgáf-
unnar sem lyktaði með því að pilt-
arnir kvittuðu hjá Columbia árið
1996. Líkt og hjá Epitaph fór til-
tölulega lítið fyrir fyrstu plötunni,
Ixnay on the Hombre, seldi tæpar
3 mills, sem er talsverður sam-
dráttur miðað við fyrra afrek. En
enginn skyldi afskrifa afkvæmið,
með snyrtilegri endurvinnslu á
gömlu bítlalagi, búnu texta sem
fjallaði á harmþrunginn hátt um
atvinnuleysi í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna ruddust þeir aftur
til æðstu metorða.
Nýverið kom svo nýjasta af-
kvæmi Afkvæmisins í verslanir
og fékk nafnið Conspiracy of One.
Hver þarf læknisfræði eða lög-
fræði þegar leggja má stund á
pönkfræði?
plötudómar
hvaöf fyrir hvernf skemmti leqar staöreyn cfi r niöurstaöa
★★★ Flytjandi: Sade piatan: Lovers Rock Útgefandi: Epic/Skífan Lengd: 44:21 mín. Þetta er fýrsta nýja efnið frá Sade í átta ár. Helen Folasade Adu er fædd í Nígeríu og sló í gegn árió 1984 meó plötunni Diamond Life, sem m.a. inni- hélt lögin Smooth Operator og Your Love Is King. Sade vinnur Lovers Rock meó Mike Pela eins og fyrri plöturnar. Tónlist Sade er ofur mjúkt og Ijúft popþ meö mjög lifandi og organísku sándi og töluverðum djassáhrifum. Platan passar vel þegar þú slappar af við arininn á vetrarkvöldum. Þetta er tónlist sem róar mann og sefar og ætti að vera ágætis ráð gegn öllu stórhá- tíðarstressinu sem er fram undan. Sade er fædd í Nígeríu en gekk í skóla í London. Hún lærði fatahönnun og vann fyrir sér sem módel en fékk svo starf sem bakraddasöngkona I r&b/djasshljómsveitinni Pride. Þar kynntist hún Stuart Matthewman, sem hún semur flest lögin á plötunum með. Afgangurinn er f sögubókum... Það er sami gæðastimpillinn á þessari plötu og fyrri plötum Sade. Tónlistin er líka mjög mikið f anda hennar fyrri verka, en einhvern veginn kemur það ekki að sök, því hún hefur einstakan og tímalausan stfl og svo er nú ekki eins og hún sé aö þræla út tveimur plötum á ári. Ffn plata semsagt, en ekkert nýtt í gangi. trausti júliusson
★★★ Flytjandi: Blur piatan: The best of Útgefandi: Food/Skifan Lengd: 77:15 mín. Ljúflingarnir í Blur eru nú að nálgast 10 ára starfsferil í útgáfu og eru, ólíkt sumum samtíðarmönnum, í fullu fjöri. Hér er komið safn bestu laganna hing- að til og eitt nýtt að auki, sem virðist vera fastur liður í slfkri útgáfu um þessar mundir. Allt gott og blessað með það. Ég held það sé erfitt fyrir manninn á götunni að komast hjá því að finna lag sem honum geðjast f safni sveitarinn- ar. Hún hefur farið þaö víða f sköþun sinni. Hér er sem sagt eins konar þverskuröur af þessum sex plötum sem þeir hafa búið til, sfðan er spurn- ingin hvort rétt er skorið... Ekki voru þeir á einu máli um hvað væru bestu lögin þiltarnir þegar til þess átti aö taka. Enda varð niður- staðan sú að markaðsfræöin var látin ráða og hreinlega kannað hvaða lög fólk vildi fá á Blur-safnplötu. Niður- stöðurnar koma kannski ekki mikiö á óvart en þó vantar einhver lög og ein- hverjum er ofaukið, að mínu mati. Ég ætla að tína til það sem mér geðjast ekki að: Tender finnst mér leiöinlegt og hefði skipt því út fyrir Sing (skandall að sleppa því). On your own er vonlaust og hefði mátt víkja fýrir annaö hvort You're so great eða Death of a party af sömu plötu (Blur). Ég nenni varla að byija að væla yfir brandaranum Parklife, sem sumir kalla lag. Blur er samt frábær hljómsveit! kristján már ólafsson
★★★★★ Flytjandi: YmSÍr Platan: PIUS 8 ClaSSÍCS Útgefandi: Novamute/Japis Lengd: 138:23 mín. (2 diskar) Þetta er safnplata frá því goðsagna- kennda teknóplötufyrirtæki Plus 8, sem íslandsvinurinn Richie Hawtin og John Acquaviva ráku. Platan inniheldur efni frá 1990-1997, m.a. með mönn- um eins og Speedy J, Kenny Larkin, Ken Ishi og Hawtin sjálfum undir ýms- um nöfnum, þ.á m. Plastikman. Þetta er skyldueign fyrir áhugamenn um sögu og þróun teknó-tónlistarinn- ar. Ef þú varst að hlusta á þessa tón- list á þessum tíma er þetta velkomin upprifjun, ef ekki þá er þetta tækifæri til að kynn- ast þessari margrómuðu útgáfu. Lfka fyrir þá sem mættu á Gaukinn til að hlusta á Richie Hawtin í vor. Þeir Hawtin og Acquaviva leystu upp fyrirtækið árið 1997, þar sem það haföi vaxið svo mjög að þeir treystu sér ekki til þess að reka það almenni- lega og vera að búa til tónlist um leiö. Þeir hafa nú nýendurvakið það f smækkaðri mynd og hyggjast nota það fyrir endurútgáfur og safnplötur. Þessi plata er frábær frá byrjun til enda. Þetta er frekar einfalt og hrátt teknó, en alltaf athyglisvert. Það er einhver frumkraftur f þessum upptök- um sem maður finnur ekki svo auð- veldlega í nýrra efni. Þetta er gersemi sem á skilið besta staðinn i safninu, innan um plötur Kraftwerk, Derrick May og Warp-útgáfunnar. trausti júlíusson
★★★ Flytjamdi: U2 piatan: All that you can't leave behind Útgefandi: Island/Skífan Lengd: 49:26 mín. írskir öldungar sem komnir eru til að bjarga rokkinu eins og við þekkjum það, að eigin sögn. Aö þessu sinni er riöið um heimahéruðin í stað þess að leita sífellt á ókunnar, eða miskunnar altént, slóðir. Hvar sáluhjálp rokksins liggur er mér hins vegar ekki Ijóst, þrátt fyrir ítrekaðar hlustanir. Ég sé alveg fyrir mér 30 og eitthvað ára aödáanda þusandi „svona eiga U2 að vera, þetta gera þeir best!" Jafn- framt skil ég fögnuðinn þar sem það eru að verða 10 ár síöan bandið geröi eitthvað markvert, hversu markverð sem þessi smfð skal teljast. Þessi á að vera örugg, svo mikið er vfst. Bono afneitaði riffinu í Beautiful day þegar Edge bar það fyrst á borð fyrir félaga sfna, sagði það of U2 legt. Hin- ir meöiimirnir voru honum alls ekki sammála, eða vildu alla vega ekki henda þvf og útkoman er eitt af sterk- ari lögum plötunnar, hvorki meira né minna. Þessi plata stendur ekki undir þvi að bjarga einu né neinu er varðar framtíö rokks eða popþs. Það þýðir hins vegar ekki að hún sé slæm. Hér er margt gott, ýmislegt miður gott og sumt hálf vemmilegt. Þetta eru U2 að spila það sem þeir spila, þó það teljist kannski ekki nýjast og best lengur þá er það ansi gott. kristján már ólafsson
17. nóvember 2000 T Ó k U S
13