Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 8
haf
Tilraunaeldhúsið
hefur staöiö fyrir
listakvöldunum
Óvæntir bólfélagar
allt þetta ár og þeir
næstu sem fara í
bóliö saman eru
Guðbergur Bergs-
son og Dr. Gunni.
Þeir hafa samið
sprellóperuna
Ferfætta borgin
sem verður sýnd
i Iðnó miðviku-
daginn 6. des-
ember en ekki i
Leikhúskjallaranum 23. nóvember eins
og kom fram I þætti Björns og félaga á miðviku-
daginn. Óperan er napurt háð um stjórnun borg-
arinnar og lífsstílinn í Reykjavík. Steinunn Ólína
leikur borgarstjórann en Dr. Gunni og óperusöng-
konan Þórunn Guðmundsdóttir syngja lögin. For-
sala miða hefst bráðlega í 12 tónum og það er
eins gott að tryggja sér miða því Ferfætta borgin
verður bara sýnd einu sinni.
Eftir að X-ið sáluga úthýsti hip-hop-tónlist hef-
ur hún átt erfitt uppdráttar á íslandi. Nú virð-
ist þó sem nokkur hreyfing sé á málunum.
Flestir muna eftir sniildarþættinum Chronic,
sem sat í öndvegi í laugardagsdagskrá X-ins
og var þar lífseigur en hvarf svo sporlaust eins
og Geirfinnur forðum. Róbert Aron, e.þ.s.
Robbi Chronic, e.þ.s. Ram Dog e.þ.s. Ram,
e.þ.s. Rampage, með dj-forskeyti á öllum
stöðum, ætlar nú að endurlífga þáttinn sinn
góða. Hann hefur fengið til liðs við sig nýkrýnd-
an íslandsmeistara í plötusnúðun, Frikka
Fingaprint, og saman verða þeir með Chronio
á stöðinni Mónó 87.7. Þeim hafa verið úthlut-
uð fimmtudagskvöld og verða með ferskasta
hiphop innaniands sem utan á milli klukkan
21 og 23. Hip-hop-hausar landsins hafa
sterka trú á að endurkoma „Króniksins" muni
hefja hiphop aftur til vegs og virðingar og er
þaö vel. „Aaaaaiiiiiiight"
tví farar
í augum auglýsenda eru bara til tvær manngerðir: neytendur með ufsiloní og
neitendur sem neita að kannast við þörfina fyrir afurðunum sem þeim er sagt að
munda vísakortið fyrir. Auglýsingastofur spretta upp eins og gorkúlur á Flúðum og
fjöldi fólks smyr sitt daglega brauð með því að bæta ufsilonum í neitendahópinn
og hugsa út aðeins brjálæðislegri auglýsingar en keppinautarnir. Sumar þeirra
birtast svo í öllum fjölmiðlum en aðrar deyja strax á teikniborðinu. Hér eru nokkrar
þeirra sem við munum líkast til aldrei sjá annars staðar en hér.
Auglýsingarnar
munum líklegast aldrei sjá
Líkt og nú
er hafa íslend-
ingar alltaf
verið sólgnir
í kebab ölv-
aðir. Líkum
hefur verið
leitt að þvl
að þjóðhátíð-
argestir í
Vestmanna-
eyjum hafi
verið ginnt-
ir niður að flæðarmáli með ljúf-
fengum ilmi af Sish-kebab í
Tyrkjaráninu 1627. Tyrkja-Gudda
er ekki til taks en gráupplagt væri
að fá þann íslending sem þjóðin
tengir helst við Tyrkland, Halim
Al, til að auglýsa Kebabhúsið. Að
mynda kappann fyrir utan dóm-
húsið í Istanbúl, með ljúffengan
döner í hendi, gæti verið viðeig-
andi. Og Halim segir: „Hjá mér
eru allar helgar pabbahelgar og
þegar ég kem þreyttur úr mosk-
unni finnst mér gott að skella ein-
um Kebab í „öbbann“ til að sleppa
við mestu eldamennskuna. Svo
eru börnin alveg óð í þetta.“
Sjafnarbindi fyrir
alla, konurog ...
Komdu með
út í heim
Auglýsendur ættu náttúrlega að
sjá hag sinn i því að fá læknisson-
inn nýfundna, Halldór Heimi, til
liðs við sig og hafa margar hug-
myndir strax komið fram. Kauði
er orðinn þjóðþekkt persóna og
heilu gönguklúbbar feitra hús-
mæðra úr Vogunum halda ekki
sérríi yfir honum og bíða með
óþreyju eftir að öll sólarsagan úr
Texas verði sögð í Mogganum.
Skemmtilegt, og viðeigandi væri
að sjá Halldór í auglýsingu frá
Ferðaskrifstofu stúdenta. Halldór
mundi sóma sér vel sem farar-
stjóri, ásamt Ólafi Ragnari, til
dæmis í ævintýraferðum til Ind-
lands. Að sama skapi væri akkur i
því fyrir mexíkóska matsölustaði
að nota Halldór í auglýsingar. Lík-
Á þessum miklu timum frjáls-
ræðis og jafnréttis eru það ekki
endilega bara konur sem eru kven-
kyns. Markaðssetning ýmissa vara
er stíluð inn á annað hvort kynið
og enn í dag þykir ekki kúl að sjá
karlmenn nota dömubindi. Hin
sérstöku pungbindi, sem karlkyn-
inu eru ætluð, eru fjarri því eins
rakadræg og hin og hafa því aðal-
lega náð fótfestu hjá íþróttagörp-
um. Kynskiptingar hafa líka orðið
utanveltu í auglýsingafárinu um
dömubindi. Framleiðandi hinna al-
íslensku Sjafnarbinda gæti styrkt
stöðu sína með því að fá t.d. Önnu
Kristjáns i lið með sér. Anna val-
hoppar kannski eftir sandinum á
Snæfellsnesi og lagið „Endalausar
nætur“ með Buttercup hljómar
undir. Hún staðnæmist, starir út á
miðin og tekur að fleyta kellingar.
Þvi næst snýr hún sér í hálfhring
og segir í myndavélina: „Túrarnir
eru miserfiðir. Stundum gerir
brælu og oft anga ég af fiski, en ég
get treyst á að Sjafnarbindin haldi
mér ferskri.
Hjördís Arnadóttir
íþróttafréttamaður.
Alf sjónvarpsstjarna.
Hjördís Ámadóttir ætti að vera flestum landsmönnum að góðu
kunn. í gegnum tíðina hefur hún staðið sig eins og hetja við að færa
okkur harðsoðnar fréttir úr heimi iþróttanna og virðist manneskjan
bókstaflega ekki hafa neitt fyrir því að koma fram fyrir alþjóð. Kollegi
hennar í sjónvarpinu í Bandaríkjunum heitir Gordon Shumway en
gengur dags daglega undir gælunafninu Alf. Alf er hress og skemmtileg
týpa eins og Hjördis og virðist maður aldrei verða leiður á að sjá þau á
skjánum. Reyndar hefur Alf tekið upp leiðinlega siði, eins og þann að
éta ketti, en við vitum öll að hún Hjördís okkar er ekki þannig. Hjördís
er sönn hetja, okkar besti (og reyndar eini) kveniþróttafréttamaður.
lega finnst enginn Frónbúi, hvorki
lifs né liðinn, sem hefur jafn mikla
reynslu af hinni svonefndu Tex-
mex-matreiðsluhefð. Hvað þá mað-
ur sem hefur bæði verið lifandi og
dáinn opinberlega jafnlengi og
Halldór.
Súlustaðirnir, sem
bjóða upp á fullnuma
strípitækna austan úr
tjaldi og vangefnar si-
líkónpíkur af suðvest-
urhorninu, hafa eigin-
lega of neikvæða
ímynd í hugum þorra
þjóðarinnar. Það væri
nú snjall leikur hjá
Geira á Maxim's, eða
öðrum vertum sem
bjóða upp á hærri
vísanótur en Hlað-
varpinn, að fá til liðs
við sig afrekskonur sem bera með
sér jákvæðari vinda í umræðuna
um stöngina. Sjón-
varpsauglýsing með
hröðum klippingum
f á milli ögrandi nekt-
arsena af strípidans-
stað og Valbjarna-
vallar, hvar Vala
Flosadóttir býr sig
undir að bæta met,
væri flott. „Ég reyni
bara að hafa gaman
af þessu, útiloka
áhorfendur og
hugsa bara um
stöngina," gæti
ólympíski bronsverðlaunahaflnn f
stangarstökki sagt.
„Tax refund
for the 2 G'
Bónus hefur um langt skeið
látið sérmerkja ýmsar vörur og
smellt Bónussvíninu á flest.
Hins vegar hefur vantað mark-
vissari auglýsingar og vantað
nokkurs konar andlit vörulín-
unnar. Fyrir Bónus eru fram-
leiddar ýmsar hreinlætisvörur,
en þær þykja ekki jafnfinar og
hinar sem hafa allar frægt
smetti á umbúðunum. David
Beckham þrifur á sér skutinn
með Mr. Propre og á meðan
Meatloaf jarðar flösuna
með Head & Shoulders er
engin hreyfing í hillunni
með Bónussjampóinu. Það
vantar eitthvað töff, eitt-
hvað öðruvísi. Það vantar
Nonna í Quest. Hversu
flott væri það að sjá
Nonnan þvo sér um hárið
og segja: „Ég þvæ mér
ekki með öðru en Bónus
og ég þvæ mér alls stað-
ar með Bónus ... líka um
skeggið."
Hlutskipti Erps Ey-
vindar, Johnny
National, er nokkuð
broslegt fyrir
dreyrrauðan ung-
kommúnista sem
fleygir písmerkjum í
Kastró við hvert fót-
mál. Eftir að hafa snú-
ið Ali G Show fimlega
yfir á íslensku er
, hann orðinn eftirsótt-
ari í auglýsingum en
Steinn Ármann og Anna Rakel til samans og því hætt
að koma fólki á óvart þegar hann birtist til að kynna
nýjustu afurðir markaðarins. Það er því kannski ekki
jafnfjarstætt og það hljómar í fyrstu að Erpur birtist á
skjánum milli jóla og áramóta og hvetji landsmenn til
að verða sér úti um ríflegan skattafslátt með fjárfest-
ingu í hlutabréfum hjá Íslandsbanka-FBA og þakki
fyrir viðskiptin á líðandi ári.
f Ó k U S 17. nóvember 2000
8