Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Qupperneq 9
Selfossveldið hrunið
Þau tíðindi bárust í vikunni að hin geysivinsæla hijómsveit frá Selfossi, Skítamórall, hefði ákveðið að taka
sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir flesta en þetta
mun þó hafa staðið til um nokkurn tíma. Síðan þetta varð Ijóst hafa símalínur á helstu útvarpsstöðvum
verið rauðglóandi og er fólk ekki sammála um hvað verði um strákana. Við leituðum til nokkurra
einstaklinga og komumst að því hvernig þeim varð við þegar þetta varð Ijóst.
„Ég var búinn að heyra af þessu
áður og því kom þetta mér ekkert sér-
staklega á óvart. Ég er auðvitað að
vinna með Einari og hann sagði mér af
þessu og útskýrði hverjar ástæðurnar
væru. Þeir eru búnir að keyra á fullu i
3-4 ár og ég skil það mjög vel að þeir
vilji taka sér pásu. Það er samt ofboðs-
lega skrítið að þeir skuli vera hættir en
maður verður að hugsa til þess að þeir
eru búnir að selja sig 100% á þessum
tíma, þeir gátu varla komist lengra.
Kannski er einfaidlega best fyrir þá að
taka sér pásu og snúa svo aftur eins og
Sálin gerði á sínum tíma.
koma
Ég held að þeir muni alls ekki
gleymast, við erum enn að spila göm-
ul lög með þeim og ef við lítum til
dæmis á Sálina þá sést að við erum
enn að spila nokkur af elstu lögunum
með þeim. Skítamórall var búinn að
ná toppnum og ef þeir ákveða að snúa
aftur held ég að fólk verði ekki lengi
að grípa þá aftur. Það hefur mikið ver-
ið rætt um þetta undanfama daga og
það hafa sérstaklega margar ungar
stúlkur hringt inn í þáttinn til mín og
lýst verulegum áhyggjum af þessu,
bara „af hverju eru þeir eiginlega að
hætta,“ og þess háttar.“
Nú hefur FM957 eiginlega verið
heimavöllur Skítamórals í gegnum
tíðina, verðið þið meó einhverja sér
dagskrá af þessu tilefni?
„Við eigum ábyggilega eftir að
taka þá vel fyrir, við eigum náttúr-
lega til viðtöl og ýmislegt þannig frá
‘97 og það gæti verið gaman að fá þá
til að kíkja yfir það allt og rifja upp
gömlu syndirnar, ef svo má segja.
Ég veit að þeir eiga eftir að koma
aftur í einhverju formi, hvort sem
þeir verða fimm eða fjórir.
Sigvaldi Kaldalóns, Svali á
FM957
„Mér þykir
mjög, mjög
leiðinlegt að
þeir séu hætt-
ir, þetta þýðir
þjóðarsorg
fyrir marga,“
segir Heiða,
sem hafði
ekki heyrt
tíðindin þeg-
ar hún var
spurð um
málið. „Hvarf þeirra skilur eftir sig
tómarúm hjá mörgum ef miðað er við
diskasölu þeirra og hversu pakkað er
alltaf á öllum böllum hjá þeim. Skíta-
mórall er partur af okkar menningu
og hefur fyllt upp í tómarúm hjá
mörgum á íslandi. Persónulega býr
brotthvarf þeirra þó ekki til neitt
tómarúm hjá mér en ég geri mér hins
vegar fullkomlega grein fyrir mikil-
vægi þeirra fyrir ýmsa aðra. Ég hef
aldrei farið á ball með þeim en kíkti
þó í bókina þeirra um daginn og velti
þá fyrir mér hvers konar karakterar
þeir væru og mér sýnist á öllu að
þetta væru örugglega prýðilegir ná-
ungar. Ég þekki svo sem engan þeirra
persónulega en vona þó að þeim líði
öllum vel sitt í hvoru lagi.“
Heiða Eiríksdóttir, söngkona og
heimspekinemi.
Enginn lengur til
að gera grm ðð
„Mér finnst mjög leiðinlegt að þetta
blómlega íslenska band skuli vera
hætt, því nú eru engir eftir til að gera
grín að,“ segir Hermann, sem hafði
heldur ekki heyrt tiðindin. „Mér liður
þó ekki svo hræðilega, því Einar
Ágúst vinnur í sama fyrirtæki og ég
og því hef ég hann til að sparka í til að
láta mér líða betur. Ég vona þó að það
komi önnur svona hljómsveit fljótlega.
Það eru engir jafn góðir og þeir, engir
jafn miklir töffarar sem hægt er að
gera endalaust grín að, ekki einu sinni
Land og synir. Ég bið spenntur, ég
hef tvisvar farið á ball með þeim og
verð að segja að það var skelfileg upp-
lifun. Það er ótrúlegt að svona tónlist
og stemning sé eitthvað sem flöldi
fólks heldur ekki vatni yfir þvi ég held
að meira að segja ég gæti gert þetta,
nema bara að ég kann ekki jafn marga
texta og lög og þeir. Þetta eru því sorg-
leg tíðindi fyrir aðdáenduma en líka
mig þvi nú er enginn eftir til að gera
grín að. Ætli ég verði ekki núna að
flnna mér einhvem einstakling sem
aldrei mun geta hætt til að leggja í ein-
elti í framtíðinni."
Hermann Fannar Valgarðsson,
Hemmi feiti á Radíó-X.
Sðkiid
kj af t asagnanna
„Þessar sorgarfréttir koma i raun
ekki á óvart því Skítamórall er álíka
leiðinleg hljómsveit og Bítlamir um
leið og hún er skemmtileg að sumu
leyti. Einar Ágúst er eins og Bjöggi,
bítlaeftirlikingar hafa alltaf tíðkast
hér á landi. Ég fór einu sinni á sveita-
ball með Skítamóral þegar ég var
blaðamaður. Maður hefur séð gamlar
myndir frá tónleikum Kinks í Austur-
bæjarbíói þar sem stelpurnar voru
gargandi og hélt að þetta væri ekki til.
En svo fór ég á ball með þeim i Mið-
garði í Skagafirði þar sem þeir voru
allir með Mini Pops sólgleraugu, í
gulum útvíðum buxum og fráhneppt-
um ítölskum skyrtum og ég ætlaði
ekki að trúa því hvað stelpumar urðu
æstar. Þannig að það er ekki bara
hlegið að þeim. En nú er það samt orð-
ið ljóst að Selfossveldið er hranið þó
staðurinn verði áfram heimili tsjokkó-
anna. Og stelpurnar úti á landi filjóta
að gráta mikið þessa dagana.
Það er gott hjá þeim að drepast, þeir
verða kannski eins og Greifarnir, sem
komu með kommbakk með Felix en
héldu svo áfram án hans, sem er nátt-
úrlega ekki hægt. Ætli Addi Fannar
sé ekki eins og Jakob Frímann, þarf
að byrja með söngkonu til að geta orð-
ið eitthvað. Hann getur til dæmis byrj-
að með Elízu í Kolrössu og reynt svo
fyrir sér sem ungpólitíkus hálf-
flmmtugur. Sjálfum finnst mér þetta
dálítið skemmtileg hljómsveit þó ég
eigi ekki geisladisk með þeim. Ég
sakna þess samt að heyra ekki ein-
hverjar kjaftasögur um það af hverju
þeir eru að hætta, einhverjar sögur
um dóp eða að Einar Ágúst hafi viljað
verða frontur sveitarinnar því þeir
hafa náttúrlega reynt að vera front-
lausir öll þessi ár.“
Mikael Torfason rithöfundur
20. október 2000 f ÓkUS
9