Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Qupperneq 6
3 haf Hættir alltaf.is? Þeir sem fylgjast meb hinum fjölmörgu vef- um sem sprottið hafa upp hér á landi undanfarið ættu að vera farnir að kann- ast við vef Jóns Atla Jónassonar og fé- laga, alltaf.is. Hefur þar verið haldið úti fréttum Or heimi tónlistar, kvikmynda og menningar en síðan er hýst á Strik.is. Nú ber svo við að glöggir netverjar hafa tekið eftir því að efnið á síðunni er uppfært mun sjaldnar en áður og þegar Fókus kíkti inn á miðvikudag hafði ekkert nýtt efni sést síðan 14. nóvem- ber. Reyndar var svo einhverju smellt inn um kvöldið en margir eru farnir að telja að dagar alltaf séu að verða taldir. Sigga Lára, einn að- standendanna, sagði I viðtali við Fókus í haust að þaö væri bölvað streð að fá fjármagn inn í svona rekstur og virðist það ætla að verða þeim aö falli. Við spyrjum þó aö leikslokum. Góð alda- mót í bænum Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra í Reykjavíkurborg að Kaffibarinn, Prikið og Thomsen séu að rotta sig saman um að halda sameiginlegt partí á gamlárskvöld. Er talað um eitt of- urpartí í þessu sam- bandi og eru gerðar miklar væntingar um góða mætingu og al- menna gleði. Heimildir Fókuss herma að um þessar mundir sé verið að setja saman ára- mótahátíðarnefnd sem á að skipuleggja og stjórna gleðinni. Meðal þeirra nafna sem heyrst hafa að eigi víst sæti eru Arna á Kaffi- barnum, Margeir plötusnúöur, Friörik Weis- happel, Hrafnhlldur og Bára Hólmgeirsdætur, Agnar Tr. á Thomsen og Egill Bravo maður. Fókus segir betur frá málinu þegar nær dreg- ur. Erna og Anna eru rúmlega tvítugar stelpur sem fengu þá hugmynd fyrír tveimur vik um að gefa út bók. Bókin sú nefnist Óþolandibók og inniheldur allt það helsta sem þeim stöllum þykir óþolandi, eins og til dæmis: flasa, einbreiðar brýr, kynþáttafor dómar og líffræðikennarar sem þora ekki að segja tippi. „Við fengum hugmyndina úti í Vest- mannaeyjum fyrir þremur árum, þegar Anna var að vinna þar“, segir Ema. Hugmyndin var þó upphaflega ekki endilega að búa til bók heldur frekar eins konar áhugamál, að safha saman öllu því sem óþolandi getur talist. Eru Vestmannaeyjar þá svona óþol- andi staóur fyrst hugmyndin kviknaói þar? „Að sumu leyti eru þær óþolandi en það kemur þð ekkert fram í þessari bók að Vestmannaeyjar séu eitthvað meira óþolandi en einhver annar staður,“ svarar Anna. „Þetta var eiginlega meira djók á milli okkar til að byrja með, frekar en hugmynd að bók,“ bæt- ir Ema við. Anna segist hafa skrifað niður allar hugmyndir i litla bók, „En svo vora þær líka tii á þúsund miðum út um allt hjá okkur.“ Óþolandi persónur Stelpurnar gefa bókina út sjálfar því þær segjast hafa tekið alltof seint við sér og því ekki getað samið um út- gáfu hjá bókaforlagi fyrir þessi jól. Þær slógu því bara til sjálfar, með hjálp nokkurra fyrirtækja. Bókin mun svo verða fáanleg eftir 2. desember. „Við hugsum þetta sem skemmtilegan lítinn pakka eða til að fylla upp í stærri pakka; þetta á að vera ódýr bók.“ Fyrir utan bókagerðina er Erna í grafiskri hönnun í Listaháskóla ís- lands en Anna er í almennu skrif- stofunámi í Viðskipta- og tölvuskólan- um. Eruð þió búnar aö þekkjast lengi? „Svona 6-7 ár. Við höfðum svo sem vitað hvor af annarri en kynntumst ekki almennilega fyrr en við lentum saman í stjóm KSS (Kristilegu skóla- samtakanna). Við urðum bestu vin- konur eftir það. Þegar rætt er um eitthvað sem óþolandi er koma oftar en ekki upp í hugann einhverjar persónur. Minnast þær ekki á neinar persónur? „Við reyndum nú að tína það úr og hafa helst engin mannanöfn í bók- inni,“ segir Anna. Erna bætir við og glottir: „en svo var sumt sem bara varð að vera með.“ Öruggt framhald Öll vinnan á bak við bókina er í þeirra eigin höndum, fyrir utan prent- unina. Ema hannaði forsíðuna og þær hjálpuðust að við umbrotið. Þær era sannfærðar um að þetta verði metsölubókin í ár. „Við erum búnar að ganga á milli fyrirtækja og falast eftir styrkjum, svo erum við að tala við bókabúðir um sölu á bókinni." Þær eru meira að segja með bensín- stöðvar í huga sem hugsanlega sölu- staði. En verður ekki framhald á þessu á nœsta ári? „Jú, alveg örugglega, þetta er bara byrjunin, við erum nú þegar tilbúnar með efni í Óþolandibók númer tvö.“ Þær segjast vera með ýmsar aörar hugmyndir í gangi en vilja ekkert láta uppi um þær. „Við viljum ekkert segja um það, það verður bara að koma í ljós.“ Skiki Nikaels Torfasonar Af hverju held ég ekki með neinum? Mikael Torfasyni er sama um allt. Hann nennir ekki einu sinni að kjósa lengur þvi það skiptir hann engu hvort ísland er í Bvrópusambandinu, dópið fylgir með skóiajógúrti eða fæðingarorlof- ið verður fimm til tíu ár. „Ég veit ekki hvaö varö um þennan mann sem sagöi: „já, já, já“ viö öllu sem hinn siöblindi Helgi Hjörvar sagöi um sameiningu vinstri manna og grenjaöi svo inni í sér yfir því hvaö Hjörri væri góöur aö vllja sameina okkur öll.“ Ég var einu sinni félagshyggjumaður og skil- greindi sjálfan mig sem slíkan. Fannst ég vera ofsalega géð manneskja fyrir vikið. Svona eins og afi þegar hann barðist í öllum verkföllunum í gamla daga eða eins og þegar pabbi var Rauð- sokka (hann var að vísu rekinn þegar Kvenna- framboðið var stofnað af því aö stelpurnar vildu ekki leika við tippalinga lengur) og barðist fyrir jafnrétti kynjanna. En þá fór ég allt í einu að finna kúkafýlu þegar ég horföi á Guömund Árna og Hrannar og Hjörvar og hvað þessir kumpánar heita allir saman. Það var eitthvað vitlaust í gangi og yfirleitt var ég ósammála félagshyggjurausinu í þeim. Svo ég fór að halda að ég væri sjálfstæð- ismaður. Hægrisinnaður frjálshyggjumaður. En þá fattaöi ég að skítalyktin af Sjálfstæðisflokkn- um er ekki mikiö skárri en kúkafýlan af félags- hyggjuflokkunum. Sjálfstæðismenn eru of miklir demókratar fyrir minn smekk. En mér sýnist ég vera svo hægrisinnaður að ég hélt með fasistan- um George W. Bush í forsetakosningunum vestra. Mér er skítsama Já, ég er allt annað en einhver félagshyggju- drusla og get því miður ekki, sama hvaö ég reyni, séð neinn mun á þegar hinn vinstrisinnaði Geir Haarde (sem gæti rétt eins verið andlegur tvíburi Rannveigar) breytti fæðingarorlofinu eða þeirri fullyröingu félagshyggjusinnaðra stúdenta við Há- skólann að þeir geti ekki lært fyrir próf af þv! að það er ekki nóg af lestrarborðum i skólanum. Ég kaupi það ekki. Var sjálfur í skóla á sínum tíma og lærði aldrei á bókasafni. Samt var ég í litlu herbergi og allt. Nei. Ég kaupi ekkert af þessu helvítis réttláta kjaftæði sem félagshyggjuflokk- arnir (sem eru allir flokkar á Islandi) bjóða manni upp á i hverjum kosningum. Mér er skitsama hvar stúdentar læra eða hvort ég fæ níu mánuði í fæðingarorlof eða hvort Reykjavíkurborg kaupir sér víkingaskip. Grátið yfir speki Hjörvars En hvað kom eiginlega fyrir þennan dreng sem reyndi að gerast alþýðubandalagsmaður og mætti á fund Helga Hjörvars (hann og Stefán Pálsson herstöðvaandstæöingur voru þá að stofna Verðandi) og hlustaði á hann predika um félagshyggjumál? Ég veit ekki hvað varð um þennan mann sem sagði: ,já, já, já“ viö öllu sem hinn siöblindi Helgi Hjörvar sagði um sameiningu vinstri manna og grenjaði svo inni í sér yfir því hvað Hjörri væri góður að vilja sameina okkur öll. Ég hugsaði ekki einu sinni út í það af hverju við ættum að sameinast. Hvaöa tilgangi það þjón- aði. Ég bara grét inni í mér að tilheyra þessum hópi. Og það hefur örugglega verið ástæðan fyrir þvi að ég var þarna. Að fá að tilheyra einhverju eins og pabbi og afi gerðu. Þeir voru eitthvað en af mér var rétt svo ætlast til þess að ég mætti í skólann og skriði yfir prófin. Ég var ekki neitt. Til- heyrði ekki neinu en komst þó að lokum yfir það. Og ég fékk ekki vitrun eða neitt svoleiðis. Nei, ég hef ekki séð neitt Ijós fyrir ofan mig ennþá þó mér líði ágætlega með að tilheyra ekki neinum. Lít ekki einu sinni á mig sem frjálshyggjumann eða hægri anarkista til að tilheyra einhveiju, í dag stendur mér á sama um þetta allt. Mér er skítsama þótt rikið lögleiði dóp, leggi niður barna- bætur, hætti að bjóða upp á fæðingarorlof, einkavæði leikskólana, auki hlut frjálsra trygg- inga og lækki skatta. Eiginlega verð ég bara feg- inn að losna við rikiö af þessu mjóa baki mínu. Ég held ég muni meira að segja opna kampavíns- flösku og fagna með konunni minni að ég sé loksins orðinn þaö fullorðinn að mér sé treyst fyr- ir eigin örlögum. Ég tel mig nefnilega vera fullfær- an um að sjá um mig sjálfur. Einu sinni var ég barn eins og Páll postuli og rétt eins og hann þá hætti ég að vera barn og lét af barnaskapnum. Er munur á kúk og skít? Að vísu gæti ástæðan fyrir því að ég hætti að vera félagshyggjumaöur og varð sama um allt og alla verið einhverjum öðrum að kenna. Það er ekki ólíklegt. Alla vega eru hugsjónir dagsins í dag svo fátæklegar að einhvern tima (þegar póli- tikusunum tekst aö sannfæra okkur um það) munu kosningarnar bara fjalla um það hvort við eigum aö ganga f Evrópusambandið eða ekki. Þá verður ætlast til þess að maður mæti á kjörstað og kjósi annaðhvort flokk sem er með eða á móti. Öll önnur málefni verða bara hjóm viö hlið- ina á þessu grundvallaratriði tilveruréttar ís- lands. Eina vandamálið er að mér er bara alveg sama hvort ísland er í Evrópusambandinu eöa ekki. Þetta málefni abbast ekkert upp á mig og mín vegna mætti ísland vera eitt og yfirgefið, undir Danmörku, Bandarikjunum eöa Portúgal. Fyrir mér er Island alltaf ísland, sama hvaða klúbbi ráðamenn þjóðarinnar vilja vera í. Síðan gæti þessi andfélagshyggja mín einfaldlega staf- að af því að ég hef fylgst með stjórnmálum og oft séð þau Helga, Hrannar, Kolbrúnu, Óla gris, Guð- mund Árna, Möggu Frimanns, Steingrím og þarna hommann, sem enginn man hvað heitir, í sjón- varpinu. Lesið aftur yfir nafnarununa og þá skilj- iði hvað ég á við, Þetta fólk er alveg eins og Sig- urður Kári, Guðlaugur, Inga Jóna, Davíð Oddsson, Árni Sigfússon, Sólveig Pétursdóttir, Sverrir Her- mannsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Amma mín hafði rétt fyrir sér þegar hún trúði mér fyrir að það væri lítill sem enginn munur á kúk og skft. Hættur að kjósa Já. Ég fæ mig ekki til aö setja X viö neitt og á síð- asta kjörfundi sem ég mætti á leyfði ég fimm ára syni mínum að velja bókstaf (hann hafði aldrei kosið áður). Vinir mínir eru auðvitað ekki aö fíla þessa breytingu á persónu minni. Þeirvilja að ég kjósi svo ég geti haldið með einhverjum þegar við dettum í það á kosninganóttina. En ég gef mig ekki. Ég mæti bara á leikinn og held ekki með neinum. Reyni ekki einu sinni að halda með þeim sem vann. Mér er bara nákvæmlega sama hver vinnur. Eiginlega er ég bara svekktur yfir því að nokkur skuli hafa unnið. Og uppi í því rassgati er kannski þessi hnífur sem stendur svona mikið í mér. Ég ætti ekki að þurfa að vera svekktur. Sá helmingur Bandarikjamanna sem mætir ekki til aö kjósa þar ytra er ekki með neitt samviskubit yfir því. Enda er hlutum háttað þannig þar að rik- ið lætur þig að mestu í friöi. Alla vega lítur þaö ekki á þegnana sem þegna sína eins og gert er í Evrópu. Það er þess vegna sem kosningarnar þar skipta ekki eins miklu máli og hér, þar sem rikið er pabbinn og þegnarnir hvítvoðungar. Og f sliku samfélagi sem Bandarikin eru er kosningaréttur- inn raunverulegur réttur. Hann er skilgreindur sem rétturinn til aö kjósa ef þú kærir þig um það en ekki þessi afbakaða skylda kjósandans til að kjósa eitthvað- bara eitthvað, hvað sem er- svo hann geti dottið í það og haldið með einhverjum um nóttina. 6 f Ó k U S 24. nóvember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.