Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Page 8
Segjum sem svo að snögglega finnir þú þörf hjá þér fyrir að gerast trúaður. Læknirinn hefur kannski
sagt þér þau hörmulegu tíðindi að þú eigir stutt eftir ólifað; þú telur þig kannski sjá í gegnum tilgangsleysi
þess að vera trúlaus eða þú ert kannski kominn á botninn og vilt rífa þig upp. Þú hefur lítið pælt í
trúmálum til þessa og aðallega trúað á „mátt þinn og megin“ eða fótbolta. í anda ríkjandi mórals í þjóðfé-
laginu spyrð þú nú sjálfan þig áleitinna spurninga eins og: „hvar fæ ég sem neytandi mest út úr trúnni?“
og „hverjir bjóða best í eftirlífinu?" Trúarbrögðin eru flókin fræði - jafnvel flóknari en Star Trek - en Fókus
reyndi samt að setja sig inn í nokkur þeirra. Hér færðu svör við áleitnum neytendaspurningum.
Ferðaskrifstofur Guðs
■■■
Þjóðkirkjan
Hvad er það?
I Samkvæmt stjórnarskránni er þetta kirkja
þjóðarinnar. Hún er evangelísk-lútersk og
[ undir regnhlíf mótmælenda. Meðlimir eru
90% landsmanna en lúterstrúar eru þó aðeins um 75 millj-
ónir á heimsvísu. Kirkjan starfar á kristnum grundvelli, telur
sig frjálslynda og er alltaf að endurmeta sig.
Inntökuskilyrði
Ef mamma þín er í þjóðkirkjunni verður þú meðlimur um ieið
og þú ert kominn inn í tölvuna hjá Hagstofunni. Þetta er
staðfest táknrænt með skírninni en þannig séð þarftu ekki
að staðfesta trúna með fermingunni. Þú gerir það samt fyr-
ir gjafirnar.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Stærstu hátíðirnar eru jólin, páskarnir og hvftasunnan (plús
„annar-í“ I boði löggiafans). Þá eru pálmasunnudagur, upp-
stigningardagur og föstudagurinn langi. Aðventan á svo aö
vera samfelld hátíð og undirbúningur fyrir jólin.
Hvernig iðkar þú trúna?
Þú lifir með Kristi í oröum og anda og reynist náunganum
| sem Kristur væri. Ekki er svo
verra aö biðja bænir annað
slagið og sækja messur -
a.m.k. að hlusta á útvarps-
messuna endrum og eíns
I eða mæta á stórhátíðum.
Hvernig er stuðið
á samkomum?
Uppbygging messu er í gróf-
um dráttum sú sama um allt
land. Stuðið fer eftir hæfi-
leikum prestsins. Sé prestur
léttur og sniðugur getur
Hvítasunnukirkjan
Hvað er það?
Frjálslynd kirkja sem getur starfað með öll-
um kristnum félögum nema þeim sem segj-
ast vera hið eina rétta (eins og t.d. mormón-
ar og vottar). Sérstaðan felst í skírnarvenjun-
um. Hvitasunnumenn (Pentecostal) eru 420 milljón I öllum
heiminum. Á íslandi eru þeir þriðju fjölmennastir, um 1500.
Inntökuskilyrði
Þú iðrast synda þinna og tekur Jesú Krist sem þinn persónu-
lega frelsara. Svo ertu skírður með niðurdýfingu í skírnar-
lauginni. Biblían talar um að andinn komi yfir eins og dúfa
en það er aöeins líkingamál. Menn sjá sjaldnast dúfu held-
ur drífa sig upp úr svo þeir drukkni ekki.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Nákvæmlega þeir sömu og hjá þjóðkirkjunni.
Hvernig iðkar þú trúna?
Þú ræktar samband þitt við Guð með bænum og lestri Guðs
orðs (Biblíunni). Þú þarft ekki að fara í einhverjar stellingar
heldur getur þú talað við Guð hvar, hvernig og hvenær sem
er, jafnvel á göngu eða í sundi.
Hvernig er stuðið
á samkomum?
Á sunnudögum mæta um
400 manns á samkomu hjá
Rladelfu. Þar er léttara yfir-
bragð en hjá þjóðkirkjunni,
mikið sungið og lyft upp
höndum. Hljómsveit spilar
létt gospellög á popphljóö-
færi en pípuorgelið er lítið
notað. Á miðvikudögum hitt-
ast menn svo yfir súpu og
brauði og spjalla.
hann komist f tfsku. Kórarn-
ir eru einnig misgóöir og
misfjölmennir. Stuðið er þó
yfirleitt frekar litlaust og
mæting eftir því.
Hvernig er
„himnaríki"?
Samfélag við Guð, augliti til
auglitis frammi fýrir Guði.
Þar ræður vilji Guðs I einu
og öllu. Þeir sem komast til
himnarfkis mega eiga von á
eilífðardvöl. Eilíf gleði og
Ijós og ylur og allir í hrikalegu góðum gír, enda lausir við jarð-
neska bresti.
era til að
Hvað þarf maður að gi
komast í „himnaríki'7
Ríkir eiga samkvæmt Biblíunni jafn mikinn séns að komast
f himnarfki og úlfaldi að komast f gegnum nálarauga. Líklega
er þvf best að vera skítblankur og hvorki kvótakóngur né að
vera að vasast f verðbréfum. Ekki er svo verra að fara eftir
boðorðunum tfu.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maour þangað?
Það er eilífur aðskilnaður frá Guði: engin von, ekkert líf,
bara eilíf kvöl og grátur og gnfstran tanna. Samt má búast
slatta af athyglisverðu fólki þarna innan um skftmennin.
Spurning hvort hægt verði að spjalla saman fyrir kvalastun-
um? Þjóðkirkjan talar sjaldan um helvíti; það er of neikvætt
í góðærinu.
Kalt mat
Eilffðarsumarbúðir með íþróttaálfunum Guði og Jesú eru
kannski ekki svo eftirsóknarvert pleis en varla geta 90%
þjóðarinnar haft rangt fyrir sér? Þó Biblían tali um hverfandi
möguleika ríkra á þessari vist er þjóðkirkjan búin að endur-
meta málið og býður alla velkomna, sérstaklega auglýsend-
ur.
Hvernig er
„himna-
ríki"?
Himnarfki er óútskýr-
aniegur sælustaður.
Þar rfkir engin sorg,
engir sjúkdómar heldur eilff gleði. Engin sól skín heldur er
Jesús sú sól sem skfn á allt og alla. Þar dveljast menn til
eilffðarnóns.
Hvað þarf maður að gera til að
komast til „himnaríkis"?
Enginn kemst inn f Guðsriki nema sá sem hefur endur-
fæöst; eignast lifandi trú á Guð. Þetta er svipaðurfarmiði og
hjá þjóðkirkjunni, nema hér er ætlast til að menn leggi að-
eins meira á sig og rækti trúna betur.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maour þangað?
Eins og Biblían kennir fara þeir sem taka Jesú ekki sem
sinn persónulega frelsara beint til helvítis - ganga veginn til
glötunar. í helvfti er eilífur eldur og allir iðrast gffuriega. Á
þessum kvalastað dvelja menn til eiiífðarnóns.
Kalt mat
Það þýddi lítið fyrir Plúsferöir að bjóða upp á „óútskýranleg-
an sælustað” en þeir trúuðu hljóta að taka það sem gefiö
að himnaríki sé málið, enda eins gott þvf dvölin þar er eilff.
Þetta er þvf fin trú ef þú filar gospelpopp og ekki er verra að
vita af súpu og brauði á miðvikudögum.
Kaþólska kirkjan
ymr Hvað er það?
Kaþólikkar eru um milljarður en á Islandi eru
■■■ þeir næstfjölmennasti trúarhópurinn, um
* ’ 4000. I Biblfunni er sannleikurinn, hinn þrf-
eini Guð er kærleikur og það er hann í sjálfum
sér: faðirinn, sonurinn og hinn heilagi andi, og páfinn í Róm
er æösti fulltrúi hans hér á jöröinni.
Inntökuskilyrði
Þú gengur til kaþólsks prests og færð fræðilegan undirbún-
ing í heilt ár. Næst tekur við verklegur æfingatfmi í annað ár.
Ef þú heldur þetta út fermistu til kaþólskar trúar og trúir því
að sannleikurinn sé einn, alger og óbreytanlegur (nema þeg-
ar páfinn ákveður annað).
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Svipaðir og hjá þjóðkirkjunni, plús Uppnumning Mariu (3.
sunnudagur í ágúst), dýridagur (sunnudagurinn eftir þrenn-
ingarhátíð) og nokkrir aðrir. Dýrlingarnir eru fjölmargir og ser-
fmónfurnar og kreddurnar grfðarlegar svo það má eflaust
alltaf halda upp á eitthvað.
Hvernig iðkar þú trúna?
Biður bænir, ferð í messu og skriftar einu sinni á ári. Þegar
i presturinn mælir aflausnarorðin
er hann að fyrirgefa þér með þvf
valdi sem Kristur gaf honum.
Guð fýrirgefur, þ.e.a.s. hinum iðr-
andi manni. „Iðrunargjald" guðs
er mismikið og fer eftir stærð
| syndarinnar.
Hvernig er stuðið á
samkomum?
Þunglamalegt. Pípuorgelið á
fullu. Hinn þungi niður aldanna
iæsist um þig. Mikið blaðrað á
Vottar Jehóva
Hvað er það?
Trúboð, stofnað í Bandarfkjunum um
1880 af C.T. Russell. Vottarnir telja Bibl-
funa æðsta úrskurðarvald um öll mál og
óskeikula, eða sína túlkun á henni, og eiga því ekki samleiö
með öðrum kristnum félögum. Um 6 milljón Vottar eru f
heiminum, fiestir I Sambiu, en um 600 hér.
Inntökuskilyrði
Þú kynnir þér rétt innihald Biblfunnar á námskeiðum Vott-
anna og hlýtur að því loknu skfrn með niðurdýfingu. Notað-
ar eru venjulegar sundlaugar til verksins sem Vottarnir
leigja, enda er vatn vatn.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Það er aðeins einn hátíðisdagur samkvæmt Biblíunni: minn-
ingarhátfðin um dauða Krists. Hann reikna Vottarnir út frá
fornu tímatali Gyðinga og lendir hann á fýrstu tunglfyllingu
um jafndægur á vori. Þá er flutt ræða, etið ósýrt brauð og
drukkið rauðvfn án aukaefna.
Hvernig iðkar þú trúna?
Með trúboði. Þú gengur hús úr húsi og vilt fræða og gefa
Varðturninn og Vakniðl, tímarit Vottanna, sem geyma 100%
i sannleika - eins konar „öþpdeit" af
! Biblfunni. Þú mætir líka á samkomur,
tvisvar í viku f safnaðarheimilinu og
einu sinni á einkaheimili.
Hvernig er stuðið á
samkomum?
Það er enginn prestur en hæfir um-
sjónarmenn sjá um að allt gangi vel.
Stuðiö byrjar og endar með söng og
bæn en svo eru flutt erindi, höfð sýni-
kennsla og opnar umræöur. Þrisvar á
ári hittast svo allir Vottar á landinu og
dunda sér saman.
latínu. Glaðlegar
nunnur syngja af
innlifun. Þér Ifður
eins og þú sért f
einhverri mafiu-
mynd og bíður bara
eftir að Robert De
Niro gangi f hús og
verði með eitthvert
vesen.
Hvernig er „himnaríki"?
Að hreinsunareldinum loknum gengurðu til hins himneska
fagnaðar. Þar ertu í tómarúmi þar til Jesús kemur aftur og
Iffgar þá frelsuðu við á efsta degi. I framhaldi af þvf verður
stanslaus haminga til eilffðarnóns.
Hvað þarf maður að aera til að
komast í „himnaríki"?
Vera góður kaþólikki. Þegar þú deyrð kemur hið alsjáandi
auga Guðs og sendir þig f hinn sársaukafulla hreinsunareld
þar sem „óhreinindi lífsins" eru verkuð af þér. Hvað þessi
hreinsun tekur langan tfma er ómögulegt að segja því hvorki
um tfð né tfma verður að ræða.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maður þangað?
Ef þú ert syndugur og hefur ekki meötekið Jesú f Iff þitt
ferðu beint til helvítis og steikist í eilífum logum vítis og
færð enga hvíld. Mesta pfnan er þó að vera f eilffum aðskiln-
aði frá Guði sem er mátturinn og dýrðin að
eilífu, amen.
Kalt mat «4f
Þótt sársaukafulli hreinsunareldurinn sé
ekkert til að hlakka til er gott að vita af
þeirri handhægu lausn að segjast iðrast
og hókus pókus! Þér er allt fýrirgefið.
Slæm trú fýrir homma og léttlynda því bibl-
íuskýring kaþólikka er klárlega á móti getn-
aðarvörnum og „kynvilltum".
Hvernig er
„himnaríki"?
Biblían boðar Guðsríki: para-
dfs á jörð, þar sem friður og
eining ríkir, engin mannleg
vandamál fyrirfinnast og
flestir snudda í garðrækt, sé
miðað við myndirnar í Varð-
turninum. Jehóva velur Ifka
144.000 Súper-Votta sem
verða konungar og prestar á
himnum; eins konar
himnesk rfkisstjórn.
Hvað þarf maður að aera til að
komast í „himnaríki"?
Sálin er dauðleg. Þú deyrð og hefur enga meðvitund. í kjöl-
far heimsenda (öll teikn sýna að hann verður bráðlega) verð-
ur almenn upprisa dauðra (bæði réttlátir og ranglátir rakna
úr rotinu) og lifa f vellystingum í paradfsinni sem rfkir að ei-
lífu. Öll dýrin vakna líka aftur svo það verður „fjölmennt".
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maður þangað?
Helvíti er ekki til og hefur aldrei verið til. Helvíti er heiðin
hugmynd, seg|a Vottarnir.
Kalt mat
Þetta er sko aldeilis fín
ferðaskrifstofa sem býður
upp á góö pakkatilboð!
Bara verst hvaö biöin eftir
ferðinni tekur langan tíma.
Vottaforingjar hafa spáð
heimsenda 1914 og 1975,
en ekkert hefur gerst enn.
Þá er bara að bíða, berja á
hurðir, sötra rauðvín og
vona að maður þurfi ekki á
blóðgjöf að halda.
f Ó k U S 24. nóvember 2000
! i Í i I i! i i I i í} I
líillll