Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Side 4
 Ceres fjórir hefur gefið út geisladisk sem heitir Kalda- stríðsbörn - þulur úr köldu stríði. Ceres fjórir skil- greinir sig, sem og alla íslendinga sem fæðst hafa eftir 30. mars 1949, sem kaldastríðsbörn. ii ‘iii nann segir Kaiua stríðið hafa verið taugastríö stór- veldanna sem meðal annars hafi leitt af sér önnur stríð og kjarnorku- vána. Líklega er það þess vegna sem Ceres fjórir á ekki og notar ekki gsm-síma, því frá þeim stafar óheilsusamlegum geislum. „Cer- es íjórir var mikill skákmaöur sem krakki og fyrstu minningar hans eru frá því þegar afi hans var að fylgjast með einvígi Bobbys Fischers og Borís Spasskís. Þaðan sprettur nafnið, frá reit á skákborðinu. Þetta álít ég reynd- ar hafa verið meira en bara skákein- vígi, það var hluti af köldu stríði ein- veldanna og mjög táknrænt stríð.“ Heimta stríðsskaðabætur Fjölmargar spurningar vakna í tengslum við fyrirbrigðið Ceres fjóra, eins og hvað hann sé að fara með öllum þessum vangaveltum um kalda stríðið. „Það sem fyrir mér vakir er að vekja fólk til umhugsunar um að þetta hafi verið alvöru stríð. Og öll stríð þarf að gera upp fyrr eða seinna. Gyðingar eru enn þá aö fá stríðsskaðabætur frá því í heims- styrjöldinni seinni. Ceres fjórir vill ekki sætta sig við það að stórveldin geti hafnað því að þau hafi verið í þessu stríði og neitað að bera skað- ann.“ Ein af ástæðum þess að Ceres fjór- ir kveður sér nú hljóðs er einmitt sú að hann krefst stríðsskaðabóta fyrir fómarlömb kalda stríðsins, og þau eru ófá samkvæmt Ceres - hvert ein- asta mannsbarn. „Búið er að reikna út að kalda stríðið hafi kostað stór- veldin 8 billjónir dollara, sem sam- svari því að hver jarðarbúi fengi greidda 1300 dollara hver. Ég vil stefna stórveldunum fyrir að halda úti þessu taugastríði sem skóp af sér önnur stríð eins og stríðin í Ví- etnam, Kóreu og Afganistan. Ég krefst kaldastríðsskaðabóta en bið aðeins um táknræna upphæð, 1 doll- ara á hvert mannsbarn. Þetta finnst mér fallegt. Ég held að Ceres fjórir verði örugglega tilnefndur til friðar- verðlauna Nóbels." Scape-ljóð Á Kaldastríðsbörnum fer Ceres fjórir með frumsamda texta við áhrifahljóð og tónlist dj Channel. Hann segir marga möguleika vera á því hvernig hægt er að njóta disks- ins. „Ef fólk vill ekki hlusta á mína túlkun á textunum getur það bara lesið textana, ef það vill hlusta á mig getur það hlustað á diskinn og svo ef því finnst diskurinn lélegur og text- arnir leiðinlegir getur það alla vega rammað inn myndina hans Erró. Þú færð ekki ódýrari eftirprentun á Erró-málverki.“ Ceres segir Erró vera helsta áhrifavald sinn í ljóðlistinni. Því er ekki skrítið að finna framan á geisla- diskinum myndina „Cold War“ eftir Erró. Ceres fjórir segir að hann eigi Erró mikið að þakka. „Ég er sérstak- lega hrifmn af „scape“-myndunum hans, myndunum sem fjalla um einn hlut eða manneskju á margvíslegan hátt,“ hann bætir við, „ég lít á kveð- skapinn minn sem eins konar scape- Ijóð, án þess þó að ætla að fara að setja mig á sama stall og Erró.“ Kominn með alla tékkana í textunum á diskinum eru margir núlifandi (og dánir) menn nefndir á nafn, jafnt íslenskir sem erlendir. Eins er þar hægt að fmna myndir af frægustu andlitum kalda stríðsins. Ceres fjórir talar um að efni disksins sé eldfimt og því hafi hann fyrst komið fram í eins konar dulargervi, bæði i útvarpi og sjónvarpi. En má ekki segja allt í dag, saman- ber þriöja hluta œviminninga Stein- gríms Hermannssonar? „Eflaust má segja allt í dag. Stein- grímur Hermannsson segir allt í dag sem hann átti í rauninni að segja fyr- ir 10, 15 eða 20 árum. Fyrst að hann segir allt í dag má eflaust segja allt í dag. Mér finnst samt skrítið að mað- ur sem hverfur úr sínum flokki fyrir 10 árum létti ekki á sér þá. Ég spyr: Var hann svona hræddur við að hann fengi ekki bankastjórastól, eða sendiherrastöðu? Myndi það hafa skert eftirlaunin hans að vera spark- að út í hom? Nú hefur hann fengið alla tékkana og hefur efni á að rífa kjaft.“ Næsta verkefni Ceresar er að búa til heimildarmynd um Reykjavík fyr- ir útlendinga. Þar mun Ceres fjórir verða í hlutverki leiðsögumanns. Veróur eitthvaö minnst á kalda stríðið í þeirri mynd? „Já, auðvitað, það verður rætt í íslensku samhengi," segir Ceres fjór- ir að lokum. tvífarar Pétur J. Sigfússon útvarpsmaður. Eiton John tónlistarmaður. Það hefur verið mál manna frá því Pétur Sigfússon var kjörinn fyndnasti maður íslands í fyrra að hann ætti sér tvífara. Hið sama var upp á teningnum þegar Elton John hélt tónleika hér á landi fyrr á árinu, fólki fannst sem það kannaðist við andlitið á kvikindinu. Það er hins vegar ekki fyrr en nú að fólk hefur kveikt á þessu, þessir tveir hljóta að vera einn og sami maðurinn. Það meikar líka ágætis sens að fólk hafi ekki kveikt á þessu enda er Pétur alltaf að bregða sér í ýmis gervi í sprellþættinum DingDong og Elton er þekktur um viða veröld af stóra fataskápnum sínum og hinum ýmsu settum af gleraugum. En nú er þetta sem sagt komið í ljós, Pétur á sér skuggalega fortíð og það ansi skraut- lega. Fólk fer nú kannski að fatta DingDong auglýsinguna sem Mogginn vildi ekki birta þegar Pétur slefaði all svakalega upp í Dodda félaga sinn. heimasíöa vikunnar Leiðist þér í vinnunni? Þá er þessi heimasíða hönnuð fyrir þig. Hér er komin síða fyrir þá fjölmörgu letingja sem ættu að vera að vinna en nenna því ekki. Á síðunni er að finna alls konar leiki, teiknimynd- ir, brandara og fleira sem láta tímann líða. Einnig er þarna spjallrás þar sem þú getur talað við aðra leti- hauga. Linkar á skrýtnar síður þar sem má til dæmis skoða fjöldann allan af ólík- um ælupokum úr flugvélum og linkar á tilgangslausar slður þar sem má til dæmis finna út hversu margra daga gamall þú ert og skoða síðu sem er tileinkuð bók- stafnum M. Höfundur síð- unnar hefur fundið ótal- margt sem hægt er að gera þegar þú ættir að vera að vinna. Hann hefur hugsað fyrir öllu, því ef svo óheppilega skyldi vilja til að yflr- maður þinn birtist á meðan þú ert að slæpast þá er sérstakur takki sem hægt er að klikka sem heitir „panic button" en hann færir þig strax inn á síðuna 4economics.com en þar eru bara hundleiðinlegar upplýsingar um hvað sé að gerast i fjármálaheiminum. 4 f Ó k U S 1. desember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.