Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Page 10
i
>
Það hlaut hreinlega að koma að því að Lenny
Kravitz félli af toppnum og ekki var verra að það
væru ungu mennirnir f Coldplay sem veltu honum
þaðan. Þeir snúa nú aftur með annað lag af plö-
tunni sinni og er það hreint ekki siðra en það
fyrsta, Yellow. Fred Durst og félagar hans halda
þriðja sætinu og Gwyneth Palthrow gerir það
sama í því fimmta. Destiny's Child stökkva hins
vegar óvænt upp f það sjötta og verða að teljast
líklegar til frekari árangurs.
Topp 20 01) Trouble Vlkur Í álistal Coldplay ^ 2
02 Again Lenny Kravitz 4- 6
03 My Generation Limp Bizkit M 3
04) Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis 4
(05) Independent Women Destiny’s Child T 3
06) Don’t mess with my man Lucy Pearl 4- 5
(07) Ekki nema von Sálin hans Jóns míns 4> 6
08 MyLove Westlife V 3
09 Body II Body Samantha Mumba t 4
10) Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Karl §4< 7
@ Get along with you Kelis 4« 6
12) On a night like this Kylie Minogue 7
(73; Kids Robbie Williams& Kylie Minogue 2
14) Give me just one night 98 Degrees |4» 7
(15) Spanish guitar (remix) Toni Braxton 4* 5
16) Why does my heart... Moby 4/ 5 I
77) Með þér Skítamórall 4» 14
18 La Fiesta Club Fiesta i 4- 6
(19) Overload Sugarbabes f 3
20 Comeonover Christina Aquilera 4- 9 1
Sætin 21 til 40
g vikurwar
listanum
Body Groove Architecs feat. Nana
Yellow Coldplay
Hollar Spice Girls
Let the music play Barry White feat
Aldrei Buttercup 1
Shape of my heart Backstreet Boys
Beautiful Day U2 [
She Bangs Ricky Martin
Stop messing ar... Craig David
You’re God Vertical Horizon
Music Madonna
Eg hef ekki augun af þér Soldögg
Orginal Prankster Offspring
Lady Modjo
Fiesta (Houseparty) Dj Mendez |
Groovejet Spiller
Ekkert mál Á móti sól |
1 wonder why Tony Touch feat
Sky Sonique 1
When 1 dream... Marc Anthony
T 5
4-12
-þ 8
4- 7
X1
T 2
'MO
T 2
4, 4
4- 8
-þ 5
4^13
4.11
4, 1
4.12
4,10
4,12
4- 9
4, 9
X1
ifókus
íslenski listinn er
samstarfsverkefni DV og
FM 957 og birtist vikulega í
Fókus. Listinn er fluttur á
FM í umsjá Einars Ágústs
Víðissonar.
Þegar Erykah Badu kom fram á sjónarsviðið fyrir þremur árum
markaði djassskotin soul-tónlistin hennar tímamót. Síðan
hafa komið fram margar flottar soul-söngkonur (Lauryn Hill,
Macy Gray, Angie Stone, Kelis, Jill Scott...), en eins og
Trausti Júlíusson komst að þegar hann hlustaði á nýju plötuna
hennar þá er Erykah enn þá í sérflokki.
Erykah Badu er engin venjuleg
söngkona. Hún semur flest lögin og
alla textana sem hún flytur, hún
stjómar upptökum á myndböndun-
um, hún leikur í kvikmyndum,
semur ljóð... Þegar fyrsta platan
hennar „Baduizm" kom út, þá var
eins og hún hefði orðið til úr engu,
hún birtist fullsköpuð. Platan fór
beint í annað sæti bandaríska list-
ans og hafði selst i mflljón ein-
tökum innan tveggja mánaða frá
útgáfudegi. Á henni voru líka
margir smellir, t.d. „On and on“,
„Next Lifetime" og „Other Side of
the Game“. Erykah fékk ótal verð-
laun fyrir plötuna, þ. á m. tvenn
Grammy-verðlaun.
Kom fyrst fram fjögurra
ára
En auðvitað var löng þróun á
bak við þessa frábæru plötu.
Erykah er fædd í Dallas árið 1972
og þar hefur hún enn sínar bæki-
stöðvar. Hún kom fyrst fram á
sviði í leikriti með móður sinni,
sem er leikkona, þegar hún var
fjögurra ára og samdi fyrsta lagið
sitt þegar hún var sjö ára á píanó
sem amma hennar keypti handa
henni. Hún lagði stund á söng,
dans og myndlist á unglingsárun-
um, á sama tima og hún drakk í sig
soul-tónlist sjöunda og áttunda ára-
tugarins, r&b og hip-hop tónlistina
sem var þá í örum vexti...
Stofnaði hip-hop hljóm-
sveit
Eftir menntaskólanám, þegar
hún taldi sig hafa fundið sig í til-
verunni, breytti hún nafninu sínu
úr Erica Wright í Erykah Badu.
„Kah“ stendur fyrir innra sjálfið
og „ba-du“er tekið úr sönghefð
djasssöngkvenna. Hún stofnaði
hip-hop hljómsveitina Erykah
Free með frænda sinum Robert
„Free“ Bradford og svo tók eitt
við af öðru: hún tók upp 19 laga
demó sem vakti mikla athygli og
þegar hún hitaði upp fyrir D’Ang-
elo á tónleikum þá kynntist hún
umbanum hans, Kedar Massen-
burg og á endanum gerði hún
samning við hann. 1 dag er Kedar
stjórnandi Motown-útgáfunnar og
nýja Badu-platan er því gefin út á
því sögufræga merki. Erykah talar
um árin 93 til 97 sem uppbygging-
artímann. Á sama tima og honum
lauk eignaðist hún soninn Seven
Sirius, en hann átti hún með Dre
(Andre Benjamin), meðlimi rapp-
dúósins OutKast, en þeir voru
einmitt að senda frá sér frábæra
plötu nú á dögunum.
Sækir stíft í hefðina
Erykah hefur sótt mikið i soul-
og djass-hefðina, tónlistin hennar
þykir minna á Bessie Smith, Mar-
vin Gaye, Curtis Mayfleld og
Chaka Khan, svo dæmi séu tekin.
Mest þykir hún samt minna á
Erykah Badu. Mama’s Gun er biðinnar viröi.
Billie Holiday og má segja að tón-
listin á Baduizm sé eins konar nú-
tímatúlkun á djasssöng síðustu ald-
ar. Textamir eru líka magnaðir.
Erykah upplifir sig mjög sterkt
sem hluta af hip hop senunni: „Ég
hugsa um það sama og rappararn-
ir, segir hún, ég syng um það sem
þeir era að rappa um“
Löng bið
Biðin eftir annarri Erykah Badu-
plötunni er orðin ansi löng og
henni hefur verið margfrestað.
Erykah hefur þó ekki setið auðum
höndum þessi ár síðan Baduizm
kom út. Hún gaf út tónleikaplötu
„Erykah Badu Live“ tæpu ári eftir
útkomu Baduizm. Það er frekar
óvenjulegt að gefa út tónleikaplötu
eftir að hafa aðeins gefið út eina
stúdíóplötu, sérstaklega þegar það
eru að miklu leyti sömu lögin á
báðum plötunum, en þetta virkaði
alveg hjá henni, tónleikaplatan
seldist í 2 milljónum eintökua og
hún innihélt lika metsölulagið
„Tyrone". Hún hefur lika sungið
inn á plötur með öðrum, t.d.
Common (lagið „The Light“),
Guru (“Plenty" á nýju Jazzmatazz-
plötunni) og The Roots, en lagið
sem hún söng með þeim, „You Got
Me“, var valið besta r&b-lagið árið
1999. Svo hefur hún lika verið að
reyna fyrir sér sem leikkona, lék
t.d. í Blues Brothers 2000 og The
Cider House Rules.
Valinn maður í hverju
horni
Tónlistin á nýju plötunni,
„Mama’s Gun“, er að miklu leyti
unnin af sömu klíkunni og vann
„Voodoo“-plötu D’Angelo og „Like
Water For Chocolate" með Comm-
on. Upptökustjórar eru James
Poyser, Jay Dee og Erykah sjálf.
Á meðal gesta á plötunni eru svo
Stephen Marley(sonur Bob
Marley að sjálfsögðu), sem syngur
á móti henni í laginu „In Love
With You“ (sem verður örugglega
smellur) og gamla soul-stjarnan
Betty Wright. Tónlistin á Mama’s
Gun er að stórum hluta í beinu
framhaldi af Baduizm; þetta djass-
aða soul sem rödd Erykuh nýtur
sín svo vel í. Sum lögin eru mjög
r&b- og hip hop-skotin, en í öðrum
er djassstemmningin ráðandi.
Fyrsta smáskífulagið, „Bag Lady“,
er að gera það gott vestanhafs, en
það segir ekki mikið um plötuna,
þessi plata er nefnilega töluvert
fjölbreyttari en fyrri platan. Þetta
er líka plata sem vinnur á, það
tekur nokkrar umferöir að ná
henni til fulls. Bag Lady notar
reyndar sama Isaac Hayes-grúvið
og „Xplosive" með Dr. Dre. Það
má segja að Baduizm hafi búið til
nýja viðmiðun í ný-soul-tónlist-
inni. Á Mama’s Gun þróar Erykah
Badu sinn persónulega stíl enn
frekar og tekur inn i hann ný
áhrif.
10
f Ó k U S 1. desember 2000