Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 2
22
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000
Sport
- hjá Hermanni Maier um helgina. Sænskur sigur í risasviginu
Eftir að hafa lokið keppni í 15. sæti
í brunkeppni um síðustu helgi tókst
Hermanni Maier frá Austurríki að
snúa dæminu við og sigra í bruninu í
Beaver Creek á laugardaginn. Honum
tókst þó ekki að fylgja eftir sigrinum í
risasvigkeppninni á sama stað í gær
þar sem þrír Norðurlandabúar voru á
verðlaunapallinum.
Fredrik Nyberg frá Sviþjóð vann
fyrsta heimsbikarsigur sinn í 2 ár og
þann 6. í heildina en Christof Gruber
frá Austurríki varð í öðru sæti og
Norðmaðurinn Kennet Siversten
þriðji. Hermann Maier frá Austurriki
kom sér aftur á beinu brautina um
helgina eftir að hafa verið með 15.
besta tímann í brunkeppni í Lake
Louise í Kanada um síðustu helgi en
hann sigraði i tveimur keppnum um
helgina. Á laugardaginn vann hann
Skíðaúrslit helgarinnar
Karlar:
Brun, Beaver Creek:
1. Hermann Maier, Austurr. . 1:40,66
2. Lasse Kjus, Noregi......1:41, Í5
3. S. Eberharter, Austurr. .. . 1:41,47
Heildarstaöa bruns:
1. S. Eberharter, Austurr. . . 160 stig
2. Lasse Kjus, Noregi.....140 stig
3. Hermann Maier, Austurr. 116 stig
Risasvig, Beaver Creek:
1. Fredrik Nyberg, Svíþjóö 1:21,18
2. C. Gruber, Austurr. 1:21,21
3. K. Sivertsen, Noregi 1:21,65
4. K. A. Aamodt, Noregi 1:21,83
5. Lasse Kjus, Noregi 1:21,94
Konur
brunkeppni í Beaver Creek í Color-
adofylki í Bandaríkjunum og í gær
sigraði hann í risasvigi á sama stað.
Það þarf varla að taka fram að með
þessu er hann aftur búinn að tryggja
sér forystuna í samanlögðum heildar-
árangri karla i alpagreinum.
Góöur sigur Götschl
Það voru 3 keppnir hjá konunum í
helgina í Lake Louise og voru þar 2
konur í sviðsljósinu. í brunkeppnun-
um tveimur, á fimmtudag og föstudag,
var það Isolde Kostner frá Ítalíu sem
var með þó nokkra yfirburði. Þótt svo
að Petra Haltmayer hafi „stolið"
sigrinum af Kostner á fimmtudag var
sigur þeirra síðamefndu ömggur dag-
inn eftir.
Þetta var 10. heimsbikarsigur
Kostner og annar sigur hennar í
brunkeppninni en hún vann
brunkeppni á sama stað fyrir ári.
Haltmayer náði ekki að fylgja eftir
góðum árangri fimmtudagsins og lauk
keppni 23. sæti daginn eftir.
Núverandi heimsbikarmeistari
kvenna i risasvigi, Renate Götschl frá
Austurríki, vann góðan sigur í risa-
sviginu í Lake Louise á laugardag.
Hún var ekki aðeins að tryggja sér 17.
heimsbikarsigur sinn á ferlinum en
með honum þurfti Isolde Kostner að
taka orð sín til baka en daginn áður
ásakaði hún Götschl um svindl. Tveir
keppendur, frá Þýskalandi og Banda-
ríkjunum, voru dæmdir úr keppni
fyrir að bólstra bindingarnar í þeim
tilgangi að hækka þær óeðlilega og
vildi Kostner meina að Götschl væri í
sama braski. Kostner varð níunda í
risasviginu.
„Mér er alveg sama um öll þessi
læti. Mér finnst það bara skammar-
legt að Isolde skyldi vera með þessar
ásakanir í íjölmiölum í staðinn fyrir
að afgreiða þetta við mig persónu-
lega,“ sagði Götschl að keppni lok-
inni.
Stöðugur róöur hjá
Cavagnoud
Regine Cavagnoud frá Frakklandi
hefur skíðað vel það sem af er tíma-
bilinu og eftir að hafa lent tvisvar i 4.
sæti í brunkeppnunum tryggði hún
sér silfrið í risasviginu. Hún er nú í
öðru sæti í samanlögðum heildarár-
angri kvenna í alpagreinum, á eftir
Martinu Ertl frá Þýskalandi sem er
efst með 100 stigu. Hún var þriðja í
risasviginu og virðist hvergi ætla að
gefa eftir.
Sjö í röö hjá Maier
Hermann Maier vann á laugardag-
inn sjöunda sigur sinn í röð í brekk-
um Beaver Creek er hann varð hlut-
skarpastur í brunkeppni. Hann vann
með nokkurri forystu, 0,49 sekúndum
á undan Lasse Kjus frá Noregi. Þriðji
varð Stefan Eberharter sem hefur
byrjað vel í bruninu og leiðir heildar-
stöðuna í þeirri grein.
„Þetta var langt frá því að vera full-
komið hjá mér,“ sagði Maier eftir
keppni, „en þetta er fremur hættuleg
braut og því tók ég ekki of mikla
áhættu."
í risasvigkeppninni í gær var mik-
ið um óvænta hluti. Það leit allt út
Risasvig, Lake Louise:
1. R. Götschl, Austurr......1:11,28
2. R. Cavagnoud, Frakkl.....1:11,41
3. Martina Ertl, Þýskal......1:11,61
Heildarstaöa risasvigs:
1. R. Cavagnoud, Frakki. ... 160 stig
2. R. Götschl, Austurríki ... 132 stig
3. M. Dorfmeister, Austurr. . 112 stig
Brun, Lake Louise (föstud.):
1. Isolde Kostner, Ítalíu...1:33,76
2. Carole Montillet, Frakkl. .. 1:34,24
3. C. Rey Beelt, Sviss......1:34,40
Heildarstaða bruns:
1. Isolde Kostner, ítallu .... 180 stig
2. P. Haltmayer, Þýskal. ... 109 stig
3. R. Cavagnoud, Frakkl. ... 100 stig
Samanlögð heildarstaða:
1. Martina Ertl, Þýskal.... 420 stig
2. R. Cavagnoud, Frakkl. . . .324 stig
3. J. Kostelic, Króatíu.... 239 stig
4. Isolde Kostner, Ítalíu .... 235 stig
5. R. Götschl, Austurr..... 234 stig
ítalska skíöakonan Isolde Kostner sést hér í bruninu í Lake Lousie um
helgina. Kostner vann brunið. Reuters
fyrir að hinum gríðarsterku skíða-
mönnum frá Austurríki væri haldið
frá verðlaunapallinum og þrír Norð-
urlandabúar tækju alla verðlaunapen-
ingana. Svíinn Fredrik Ljunberg fór
þar fremstur í flokki en Kjetil Andre
Aamodt og Lasse Kjus, landi hans,
fylgdu fast á hæla honum. En þegar
kom að rásnúmeri 30, sem Christof
Gruber frá Austurríki bar, var for-
ystu Nybergs ógnað verulega. Hann
kom þó í mark 0,03 sekúndum á eftir
Svíanum en tókst þó að viðhalda
heiðri Austurríkis. Hermann Maier
varð „aðeins" sjötti. Kennet Sivertsen
frá Noregi, með rásnúmer 32, hirti þó
bronsið af Kjus, öllum að óvörum og
ekki síst honum sjálfum.
Keppnin í gær var sú síðasta á
þessu timabili í Norður-Ameríku en
nú verður haldið til Val d'Isére í
Frakklandi og Sestriere á Italíu og
hefst keppni þar þegar á miðvikudag.
-esá
Þýski handboltinn um helgina:
9 mörk Ólafs dugðu ekki
fyrir Minden í leiknum.
Guðmundur Guðmundsson
stjórnaði sínum mönnum í Bayer
Dormagen til sigurs á Nordhom,
28-25. Guðmundur breytti vöminni
úr 3:2:1 í 6:0 og það kom liðinu upp
úr fallsæti. Róbert Sighvatsson
skoraöi sex mörk í leiknum fyrir
Dormagen.
Staöa efstu liða:
Magdeburg ..................24
Flensburg ..................24
Wallau/Massenheim ..........24
Essen ......................21
Lemgo.......................20
Bad Schwartau ..............19
THWKiel ....................18
Grosswallstadt..............17
Nordhom ....................14
Gummersbach.................14
-ÓÓJ
Hermann Maier fagnar hér
ásamt þjálfurum sínum
sjöunda sigrinum á tímabilinu.
Reuters
Ólafur Stefánsson gerði níu mörk
fyrir Magdeburg í þýska
handboltanum en það dugði þó
ekki toppliðinu sem tapaöi 25-27
fyrir Wetzlar sem komst fyrir
bragðið upp úr fallsæti. Þetta var
aðeins annað tap Magdeburg og
þess vegna komust Flensburg og
Wallau/Massenheim upp að hlið
Ólafs og félaga á toppnum.
Siguröur Bjarnason skoraði eitt
af mörkum Wetzlar í leiknum.
Patrekur markahæstur
Ólafur Stefánsson, skoraði níu mörk
fyrir Magdeburg í gær.
Patrekur Jóhannesson heldur
áfram að blómstra með Essen og í
gær skoraði hann sex mörk í
sigurleik á Gústafi Bjarnasyni og
félögum hans í Minden. Þetta var
sjöundi sigur Essen í síðustu átta
leikjum. Gústaf skoraði þrjú mörk