Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000
27
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik tapaði síðari leik sinum
gegn Slóvenum í Víkinni í gær,
17-27, og samtals 22 mörkum í báð-
um leikjunum. Það voru hins vegar
augljós batamerki á íslenska liðinu í
síðari leiknum og i raun allt annað
lið sem þá hóf leik en á fóstudag.
íslensku stelpurnar mættu ákveðn-
ar til leiks og strax í fyrstu sókn Sló-
venanna létu þær fmna fyrir sér i
vörninni og héldu því áfram mestall-
an leikinn. Sóknin var einnig tals-
vert frábrugðin því sem þær voru að
sýna í fyrri leiknum. Boltinn fékk að
ganga hratt og sóknarleikurinn var
allur mun agaðri.
Þær lentu þó fljótt þremur mörk-
um undir en í stað þess að gefa eftir
sýndu íslensku stelpurnar mikinn
skapstyrk og komust inn í leikinn
aftur fyrir tilstilli góðrar varnar og
ákveðni í sókninni. Þeim tókst að
jafna í 9-9 en misstu síðan Slóvenana
fram úr sér aftur og staðan í leikhléi
var 9-12.
Byrjun síðari hálfleiks einkenndist
af ákveðinni vöm beggja vegna og
það var ekki fyrr en eftir sex mínút-
ur að fyrsta markið leit dagsins ljós
og var það mark Slóvena. íslensku
stelpunum tókst að svara fyrir sig
þremur mínútum síðar en síðan var
eins og allt færi í baklás i sókninni
og Slóvenarnir skoruðu fjögur mörk
í röð og staðan var orðin 10-17. Berg-
lind Hansdóttir, sem byrjaði í mark-
inu í síðari hálfleik náði ekki að
verja eitt skot á þeim 15 mínútum
sem hún var inná enda flest skotin
sem hún fékk á sig úr dauðafærum
og þvi kom Helga Torfadóttir inná
aftur en hún hafði staðið í markinu
allan fyrri hálfleikinn.
íslensku stelpurnar reyndu að
klóra í bakkann það sem eftir lifði
leiks en tókst aldrei að ógna af sama
krafti og í fyrri hálfleiknum og Sló-
venarnir gripu gæsina og sigu lengra
fram úr. Kristín Guðmundsdóttir
kom inná um miðjan síðari hálfleik
og ógnaði vöm Slóvenanna nokkuð
en það var engan veginn nóg. Is-
lensku stelpurnar virtust búnar með
púðrið og sigur Slóvena staðreynd.
Slóvenska liðið var ekki jafn sann-
færandi og í fyrri leiknum, a.m.k. í
byrjun, en stærð þeirra og hraði gera
þær einfaldlega að mun sterkara liði.
Þær lásu vel í leikinn og komu
greinilega vel undirbúnar til leiks.
Mest ógnandi hjá þeim voru Anja
Freser og Silvana Ilic og Barbara
Gorski átti góðan leik í markinu.
Hjá íslenska liðinu var gaman að
sjá hversu vel ungu stúlkurnar stóðu
sig. Ásdis Sigurðardóttir skoraði
skemmtileg mörk einn á móti einum
í hægra horninu og barðist vel í
vörninni. Dagný og Drífa Skúladætur
áttu góða spretti og Kristín var
ógnandi þann stutta tíma sem hún
var inná. Helga varði nokkrum
sinnum vel og Inga Fríða
Tryggvadóttir var öfiug í vörn sem
sókn. -ÓK
Ísland-Slóvenía 17-27 (9-12)
0-1,1-1,1-4,2-4,3-5,3-6, 5-6,5-8, 6-9,9-9 (9-12),
9-13, 10-13, 10-17, 11-18, 13-18, 14-19, 14-22,
15-22, 16-24, 16-26, 17-26, 17-27.
Skipting skota íslands eftir leikstöðum:
Langskoí: 23/4, 17% (Ragnheiður 6/0, Nína
10/2, Brynja 2/1, Kristín 3/1, Þórdis 2/0.
Gegnumbrot: 2/2,100% (Brynja 1/1, Ragnheið-
ur 1/1). Horn: 8/5, 63% (Ásdís 3/2, Dagný 2/1,
Ragnheiður 2/1, Drífa 1/1)
Lina: 1/1, 100% (Inga
Fríða 1/1).
Hraðaupphlaup: 1/1,
100% (Dagný 1/1).
Vítaskot: 5/3, 60% (Ragn-
heiður 5/3).
Önnur tölfræði:
Stoðsendingar: 7 (Nína,
2, Ragnheiður, 2, Drífa,
Kristín, Brynja), Slóvenía
18. Fiskuó víti: 5 (Inga
Fríða 4, Drífa).
Sendingar sem gáfu
víti: 5 (Brynja, 4, Krist-
ín).
Stolnir boltar: 7 (Helga, 2, Asdís, Drífa, Ragn-
mheiður, Inga Fríða, Nína), Slóvenia 9.
Tapaðir boltar: 14 (Ragnheiður, 4, Nína, 4, Dag-
ný, 2, Þórdís, Kristín, Brynja, Inga Fríða), Sló-
venía 13.
Fráköst af skotum: 7, 4 í sókn (Inga Fríða, 3,
Nína, 2, Brynja, Drífa), Slóvenía 2, 0 í sókn.
Varin skot i vörmi (Harpa, 2, Brynja, Inga
Fríða), Slóvenía 5.
Brottvisanir: 6 mínútur (Harpa, Inga Fríða,
Nína).
Fiskaðar brottvisanir: 6 mínútur (Ragnheiður,
Dagný, Inga Friða)._______________________
Dómarar (1-10): Lars Berndtsson og Hans
Hansson ffá Svíþjóð (8).
Gœði leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 60.
Sóknamýting:
í fyrri hálfleik:
ísland 24/9
(38%), Slóvenía
24/12 (50%).
seinni hálfleik:
ísland 24/8
(33%), Slóvenía
24/15 (63%).
Samtals:
ísland 48/17
(35%), Slóvenía
48/27 (56%).
íslenska liðið
Mörk/viti (skot/viti):
Ragnheiður Stephensen, 5/3 (14/5),
Ásdís Sigurðardóttir, 3 (4), Brynja
Steinsen, 2 (3), Dagný Skúladóttir, 2
(3), Nína K. Bjömsdóttir, 2 (10),
Drífa Skúladóttir, 1 (1), Inga Fríða
Tryggvadóttir, 1 (1), Kristín
Guðmundsdóttir, 1 (3), Þórdís
Brynjólfsdóttir, (2).
Varin skot/víti (skot á sig):
Helga Torfadóttir
8 (29/5, 28%)
3 af 7 langskotum, 2 af 6 úr homi, 2
af 7 hraðauuphlaupum, 1 af 1 á linu,
0 af 3 gegnumbrotum, 0 af 5 vítum
Bergllnd fris Hansdóttir
0 (6/1, 0%)
0 af 1 langskotum, 0 af 3
gegnumbrotum, 0 af 1 á línu, o af 1
vítum.
Slóvenia:
Mörk/viti (skot/viti): Anja Freser,
10 (13, 6 stoðsendingar), Silvana Ilic,
7/3 (9/3), Mojca Dercar, 3 (4), Inna
Dolgun, 3/2 (5/2), Tanja Dajcman, 2
(3), Mira Vincic, 1 (1), Vesna Vincic,
1/1 (1/1), Branka Mijatovic, (1).
Varin skot/víti (skot á sig):
Barbara Gorski, 16/1 (29/3, 55%, 1
víti í stöng), Sergeja Stefanisin, 1
(6/1,17%).
Mörk úr hraðaupplilaupum: 5
(Dercar, 2, Fresser, 2, Dolgun).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Maður leiksins: Anja Freser, Slóveníu
Þórdís Brynjólfsdóttir sækir hér aö vörn Slóvena en Anja Freser og Deja
Doler taka vel á móti henni. DV-mynd Hilmar Þór
Sport
Tone Tiselja, þjálfari Slóveníu:
Ekkert óvænt
„íslenska liðið virtist koma
mjög afslappað til leiks enda hafði
það engu að tapa eftir leikinn á
föstudaginn og spilaði miklu betur
núna. Við komum vel undirbúin
til leiks og vissum við hverju var
að búast og erum í augnablikinu
einfaldlega með betra lið.
Við áttum i smávandræðum í
vörninni í fyrri hálfleik vegna
breytinga í sókn íslands. Við
þekkjum hins vegar vel leik ís-
lenska liðsins þar sem ég sá báða
leiki liðsins í Sviss. íslenska liðið
spilaði hraðar og betur og var af-
slappað. Stelpumar mínar spiluðu
reyndar mjög vel líka, þær eru í
góðu líkamlegu formi og allur und-
irbúningur þeirra hinn besti.“
Brynja Steinsen leikstjórnandi:
Einbeitingarleysi
„Þetta var miklu betra en á
föstudaginn, sérstaklega f fyrri
hálfleik. Við bjuggumst kannski
ekki við því að vinna seinni leik-
inn en vildum auðvitað gera betur
en förum síðan i sama farið í
seinni hálfleik. Það var eiginlega
engin pressa fyrir þessa leiki,
þetta var helst spurning um það að
taka skref fram á við, upp á fram-
tíöina.
Vömin fannst mér mjög góð en
sðknin í seinni hálfleik var ekki
góð. Við kláruðum allt of snemma
og þær skoraðu fullt af mörkum
úr hraðaupphlaupum. Þetta er ein-
faldlega einbeitingarleysi."
Ágúst Jóhannsson þjálfari:
Allt anaö
„Þetta var náttúrlega allt annað
en f fyrri leiknum og þá sérstak-
lega fyrri hálfleikurinn. Þá erum
við að spila af eðlilegri getu. Við
erum að spila vörn og fá mörk úr
hraðaupphlaupum. I seinni hálf-
leik er eins og það fari allt loft úr
okkur, við lendum nokkuð undir,
og stað þess reyna að gefa í undir
lokin og reyna að laga stöðuna
misstum við þær meira frá okkur.
Ég er helst ósáttur við það.
Mér fmnst við vera að fá ágætis
skotfæri en kannski erum við
óheppin með það hvernig við klár-
um sóknimar. Engu að síður var
þetta svolítið ráðaleysislegt hjá
okkur. Þær hafa mikla hæð sem
við höfum ekki og það er svolítið
vandamál.
Þeir leikmenn sem standast
pressuna best eru ungu leikmenn-
irnir svo að ég get ekki séð að það
hafi verið reynsluleysi sem hafi
háð okkur sérstaklega í seinni
leiknum. íslensku stelpurnar eru
mjög vel á sig komnar líkamlega
en okkur vantar einna helst hæð.
Það tekur tíma að byggja upp
sterkt landslið og ég held að við
getum eftir 2-3 ár farið að standa í
svona liðum.“ -ÓK
Liðabúningar
Barcelona Liuerpool,
Man. United o.fl.
Jói útherji
knattspyrnuuerslun