Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Qupperneq 14
34 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000 Sport unglinga DV Efnilegustu körfuboltamennirnir: að mati Friðriks Inga Rúnarssonar landsliðsþjálfara Síöasta mánudag birti unglingasíðan lista yfir efnilegustu handknattleiksstúlkur landsins, aö mati Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna. Núna hefur unglingasíðan fengið Friðrik Rúnarsson, landsliðsþjáifara í körfuknattleik, til að tilnefna 10 efnilegustu drengi landsins, fædda 1981 og síðar, í körfuknattleik og var Friörik ekki öfundsverður af að velja 10 drengi af öllum þeim fjölda efnilegra drengja sem eru að koma upp í körfuboltanum. Strákamir hafa á móti sýnt aö þeir eru traustsins verðir og hafa undirstrikað hversu björt framtíð körfuknattleiksins er. Traustsins verðir Sex af þeim 10 drengjum sem Friðrik setur á topp 10 listann hjá sér hafa þegar spilað með A-landsliði íslands og sýnir það hversu mikið álit Friðrik hefur á þeim og hversu mikið traust hann ber til þeirra. Mikill metnaöur Sú kynslóð sem er á næsta leiti hefur sýnt að hún hefur rétta hugafarið og þann metnað sem þarf til að ná langt. Ungu leikmennirnir búa yfir gríðarlegri tækni sem er afrakstur betri yngri flokka þjálfunar. Listinn er settur upp eftir stafrófsröð og fylgir listi yfir þá sem voru nálægt því að komast á topp 10 listann. Fyrir utan þessa lista eru fjölmargir efnilegir strákar sem eiga bjarta framtíð fyrir sér. -BG A topp tíu lista Friðriks Hlynur Bæringsson, Skallagrímur/KR, 18 ára, 197 cm Hefur leikið sem miðherji með sínum liðum - yfirleitt leikið upp fyrir sig og hefur tekist vel til, en að mínu mati verður hann framvörður í framtíðinni. Til þess að ná enn lengra þarf hann að bæta boltameðferðina og koma sér upp skoti að utan. Hann er mikill frákastari og það er ekki sá bolti sem er laus sem hann reynir ekki við. Hreggviður Magnússon, IR, 18 ára, 198 cm Þetta er stór og líkamlega sterkur bakvörður. Hann er framtíðarlandsliðsmaður að minu mati. Hann er nokkuð fjölhæfur og getur tekið menn inni i teig, sem og farið fram hjá mönnum. Hann þarf aðeins að bæta skotið sitt að utan og þá verður þetta alhliða leikmaður. Hann er þegar búinn að leika einn landsleik. Jakob Siguröarson, KR, 18 ára, 190 cm Jakob er framtíðarleikstjómandi i landsliðinu. Hann hefur yfir að ráða mikilli tækni og er mjög skynsamur. Hann les leikinn einkar vel og er mjög yfirvegaður leikmaður sem sjaldan gerir mistök. Hann er hávaxinn leikstjómandi og afburða varnarmaður. Jakob hefur leikið fjóra A-landsleiki. Jón Nordal Hafsteinsson, Keflavík, 19 ára, 195 cm Þetta er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur leikið nokkrar stöður á vellinum. Hann hefur nef fyrir þvi að taka fráköst og verja skot, þó ekki sé hann burðugasti leikmaðurinn á vellinum hvað hæð eða styrk varðar. Hann er þó að bæta styrkinn og getur í framtíðinni náð langt. Jón Arnór Stefánsson, KR, 18 ára, 195 cm Jón Amór er hávaxinn bakvörður sem býr yfir gríðarlegum hæfileikum. Hann hefur mikla samhæfingu i hraða og knatttækni. Jón Amór er þeim hæfiieikum gæddur að geta skapað sér sitt eigið skot hvenær sem er og er einkar laginn við að keyra upp að körfu. Þetta er leikmaður sem getur náð mjög langt, hefur nú þegar leikið sjö A-landsleiki. Logi Gunnarsson, Njarövík, 19 ára, 190 cm Logi Gunnarsson hefúr yfir að ráða griðarlegum sprengikrafti og mikilli snerpu. Samhliða þessu hefur hann mikla knatttækni. Þetta er leikmaður sem getur auðveldlega skapað sér sitt eigið skot hvenær sem er. Logi þarf að bæta líkamlegan styrk sem hann er að vinna í. Hann hefur alla burði til að ná langt og er mjög metnaðargiam, hefur nú þegar leikið sjö A-landsleiki. Magni Hafsteinsson, KR, 19 ára, 199 cm Þetta er leikmaður sem hefúr marga góða kosti sökum fjölhæfni. Hann er góður vamarmaður og sóknarlega getur hann leikið inni og úti. Hann er tæpir 2 metrar, nokkuð góður bolta/skotmaður og er stöðugt að bæta þessa þætti. Er þegar búinn að leika A-landsleik. Magnús Gunnarsson, Keflavík, 19 ára, 185 cm Magnús er svolítið sérstakur leikmaður að minu mati. Hann hefur yfir að ráða gríðarlegum leikskilningi sem ekki margir hafa. Magnús er góður skotmaður sem leikur gjaman með risastórt hjarta og fer langt á því. Ólafur Aron Ingvarsson, Njarövík, 16 ára, 186 cm Ólafur er gríðariega tæknilegur leikmaður sem hefúr mikla samhæfingu á hraða og knatttækni. Hann er mikið efni og hefur alla burði til að ná langt. Sævar Haraldsson, Haukum, 16 ára, 184 cm Sævar er leikstjómandi og er fljótur að koma boltanum upp völlinn. Einnig les hann leikinn vel sem er mjög mikilvægur kostur fyrir leikstjórnanda. Þetta er leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Næstir inn á listann hjá Friöriki Inga Sigurjón Lárusson, Stjömunni, 19 ára, 195 cm, framherji. Sveinn Blöndal, KR/KFÍ 19 ára, 195 cm, framvörður. Helgi Magnússon, KR, 18 ára, 196 cm, KR bak/framvörður, Erlendur Ottesen, Akranesi, 17 ára, 200 cm, fram/miðherji. Axel Kárason, Tindastóli, 17 ára, 190 cm, bakvörður. Nfels Dungal, KR, 17 ára, 191 cm, bakvörður. Fannar Helgason, Akranesi, 16 ára, 200 cm, fram/miðherji. Þorleifur Ólafsson, Grindavík, 16 ára, 187 cm, bakvörður. Magnús Pálsson, 15 ára, 193 cm, Fjölni, framheiji. Jóhann Ólafsson, Njarðvik, 14 ára, 194 cm, bak/framheiji. !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.