Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Page 16
;36
*
I
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000
Fimm sinn-
um
í gólfið
Felix Trinidad var ekki í sér-
staklega miklum vandræöum
með Femando Vargas aðfara-
nótt laugardags þegar þeir mætt-
ust í hnefaleikahringnum í Las
Vegas til að berjast um WBC-
heimsmeistaratitilinn i veltivigt.
Trinidad byrjaði af mikilli
hörku og hafði slegið Vargas í
gólfið tveimur sinnum áður en
fyrsta lotan var á enda. Þrátt fyr-
ir þetta hélt Vargas uppi nokkuð
góðum vörnum allt fram í átt-
undu lotu þegar virkilega fór að
halla á hann og Trinidad fór að
hlaða í höggin í því augnamiði
að rota andstæðinginn.
Áskorandinn Vargas stóð þó
allt fram í tólftu lotu þegar Trini-
dad sló hann í gólflð þrisvar
sinnum, alls fimm sinnum í
bardaganum, en þá fannst dóm-
aranum nóg komið og stöðvaði
bardagann. Trinidad er því enn
WBC-veltivigtarmeistari og er
hann ósigraður í 39 bardögum.
Hann mun hafa fengið fjórar
milljónir dollarar fyrir bardag-
ann (um 350 milljónir króna) en
Vargas fékk helmingi minna.
-ÓK
; '
Felix
Trinidad
fagnar hér
sigri sínum á
Fernando
Vargas.
Reuter
Vann í bráðabana
Ernie Els frá Suður-Afríku vann um helgina Sun City Challenge-mótið á heimavelli í Suður-Afríku þegar
hann mætti Lee Westwood frá Bretlandi í bráðabana. Els byrjaði seinasta hringinn á 16 undir pari en
Westwood á 14 en Els missti strax eina holu í skolla og Westwood var því kominn með góðan möguleika á sigri.
Hann spilaði síðasta hringinn á sex undir pari og var kominn í hús með besta skor ásamt Els þegar Els kom
á 18. holu. Báðir luku þeir hringunum fjórum á 20 undir pari en Els fór aðara holu í bráðabana á fugli og vann
sér þar meö inn tvær milljónir dollara. -ÓK
KvikmyndaskóU íslands
VORÖNN 2001
Grunnnám í kvikmyndagerð
Undirbúningsnám fyrir þá sem vilja á hraöan og markvissan hátt undirbúa sig til starfa
eöa frekari menntunar í kvikmyndagerö. í grunnnáminu er farið yfir allar helstu greinar
kvikmynda- og sjónvarpsiönaöarins. Áhersla er lögö á verklegar æfingar og aö nemendur
öölist lágmarksfærni á hverju sviði.
Námiö skiptist í 5 hluta:
• Tæki og tækni
• Heimildarmyndir
• Auglýsingar/tónlistarmyndbönd
• Sjónvarpsvinnsla/margmiölun
• Gerö lokaverkefnis
Grunnnám í kvikmyndagerð er góöur undirbúningur aö 2ja ára námi Kvikmyndaskólans.
Leiðbeinendur eru starfandi íslenskir kvikmyndageröarmenn.
Skráning er hafin hjá Kvikmyndaskólanum, Skeifunni llb s. 588 2720 og 568 5010
KVIKMYNDftSKÓLI RAFIÐNAÐARSKÓLINN
íSLftNDS