Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 3
e f n i Nína Björk Gunnarsdóttir leikur í erótísku stuttmyndinni Hjarnið logar eftir Friðrik Þór Friðriksson sem frumsýnd verður á morgun í Háskólabíói. Sýningin er í tilefni af kvikmyndahátíð sem haldin verður í bíóinu dagana 8.-17. desember Friðriki og verkum hans til heiðurs. „Það eru næstum 3 ár síðan mynd- in var tekin,“ segir Nína Björk um stuttmyndina Hjamið logar eða On Top, eins og hún heitir í útlöndum, sem sýnd verður í Háskólabíói á morgun. Þrátt fyrir að 3 ár séu síðan tökum lauk eru aðeins 3 dagar síðan Nina Björk sá myndina. „Þessi mynd var ekki gerð með íslenskan markað í huga og því var hún aldrei sýnd hér,“ segir Nína Björk um ástæðu þess að myndin hafí ekki verið sýnd fyrr á íslandi. Á kvik- myndahátíðinni í Háskólabíói verða sýnd öll verk Friðriks og því er þessi mynd sýnd, sem annars hefði líklega ekki verið sýnd á íslandi. Ánægð með myndina í stuttmyndinni koma fram tveir leikarar, Nína Björk og svo Hilmir Snær Guðnason. Nína segist vera ánægð með myndina, það hafi verið gaman að fá loksins að sjá hana full- gerða. „Þetta er ofsalega falleg ástar- saga og mjög listræn mynd sem erfitt er að útskýra. Maður verður að sjá hana tO að skilja hana.“ Nína segir að atriðin með henni hafi ver- ið tekin hér á Islandi en þau með Hilmi hafi hins vegar verið tekin í eyðimörkinni í Ástralíu. Hjarnið logar er ekki eina myndin sem Nína Björk hefur leikið í. Til hennar sást einnig i Einni stórri fjölskyldu og sjónvarpsmyndinni Blöðruveldinu. Gaman að leika Hvað ertu annars að bardúsa þessa dagana? „Ég er nú fyrst og fremst að ann- ast 2 mánaða gamlan son minn,“ seg- ir Nína Björk hæstánægð. „Hann er það besta sem hefur komið fyrir mig. Annars hef ég verið að vinna sem fyrirsæta og stílisti og líka séð um búninga i auglýsingum, svo eitthvað sé nefnt. Ég á voðlega erfitt með að festa mig við eitthvað eitt,“ segir hún og hlær. Framtíðin er óráðin hjá Ninu Björk en hún segist þó ætla að taka sér ár með barninu og svo sé jafnvel inni í myndinni að fara í nám. Ætlarðu kannski aó veróa leikkona eins og Elma Lísa systir þín? „Ég hef svo sem pælt í því en þá myndi ég ekki fara í nám hér heima. Mér finnst mjög gaman að leika en það eru líka margar aðrar listgrein- ar sem heilla mig. Það kemur i ljós hvað ég geri.“ Djúpa laugin er einn vinsælasti þátturinn á Skjá Einum í dag og á hverju föstudags- kvöldi límist fjöldi fólks fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með öðru fólki keppa um stefnumót undir stjórn Dóru Takefusa og Maríkó Margrétar Ragnarsdóttur. Þátt- urinn í kvöld er svolítið sérstakur því í þetta sinn eru þátttakendur eingöngu karlkyns. synina út úr „Viö ætlum aö vera með gay-þátt þar sem þrír samkynhneigðir karl- menn keppa um stefnumót við þræl- myndarlegan homma. Þetta er ekki ný hugmynd heldur vorum við ákveðnar í því frá upphafi að hafa þátt fyrir samkynhneigða," segir Dóra Takefusa. Lesbíurnar næst „Það er erfitt að finna samkyn- hneigt fólk sem þekkist ekkert fyrir, sérstaklega í Reykjavík þar sem þetta er frekar þröngur hópur. Það tók okkur því töluverðan tíma að finna þátttakendur í þennan þátt. Ég held að við höfum hringt í hvert ein- asta krummaskuð á landinu i leit að hommum. Við vorum að vonast til skápnum að finna kannski einhvem bóndason sem væri ný- kominn út úr skápnum," segir Dóra og hlær. Hún segir að það hafi loks tekist að finna myndarlegan karlmann sem þrír aðrir mem fá svo að keppast um. Stendur til aó hafa þátt fyrir lesbíur? „Já, það er stefnan, okkur þætti frábært að fá samkyn- hneigðar kon- ur 1 Djúpu laugina. En sá þáttur verður samt ekki alveg á næstunni." Dóra segir að eftir- « spurnin í að komast í r þáttinn sé mjög mik- ' U. „í upphafi var L erfitt að fmna þátt- k takendur, en nú R þekkir fólk þáttinn B og hefur séð hvað þetta er skemmti- A legt. Málið er A bara að taka A þessu sem ■ léttu ílippi, það er enginn I aö búast við B brúðkaupi eft- ir stefnumótahelgina. Það er reynd- ar eitt par byrjað að hittast eftir að hafa kynnst í þáttinum en ég má ekki segja hver þau eru,“ segir Dóra leyndardómsfull. Engir fordómar „Það er engin ein tegund af fólki sem við vUjum fá í þáttinn heldur fólk á öUum aldri í öUum stærðum og gerðum. Það eru aUs engir for- dómar í gangi hjá okkur. Fólk alveg upp í 54 ára aldur hefur haft sam- band við okkur og viljað vera með. En aðalmálið hjá okkur er að fólk passi nokkurn veginn saman þannig að ég vU bara nota tækifærið og aug- lýsa eftir fólki i þessum aldurshópi,“ segir Dóra laugarvörður. Ragnar Már Pétursson: Enginn templaraáróður Mikael Torfason: Klámmynd- irnar breyt- ast Kiddi í Hljómalind: Tími kominn á byltingu Hljómsveitin Mínus: Svona djömmum við Sverrir Stormsker: Byrjaður að lyfta Dauðasyndirn- ar sjö: Upplifun íslendinga Hljómsveitin OutKast: Fönktónlist framtíðar- innar Rage against the Machine: Er reiðin að hverfa? tlifið aBUOQBODUlMO The Grinch frumsvod Bítlavinafélaoið snvr aftur Robert Barrett á Veoamóturn Red Planet frumsvnd f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók ÞOK af Kidda í Hljómalind 8. desember 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.