Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 9
Matt Cantor, er pródúser og plötusnúður í bresku hip-hopgrúppunní Freestylers. Hann ætlar að fara fimum fingrum um plötuspilaranna á fyrsta Reverb-kvöldinu, sem haldið er á Gauki á Stöngum næstu helgi. Við kýldum á kaðalinn til Bretlandseyja og fengum kauða til að segja allt af létta. verður „Ég veit ekki hvernig stendur á þessu. mig hefur lengi langað að koma, en alltaf hefur eitthvað kom- ið í veg fyrir það. Skrýtið, því ég hef farið ansi viða,“ segir Matt til staðfestingar á því að þessi heim- sókn muni afsveina hann í íslands- ferðum. Breyttur hljómur En hvaó hefurðu fengist vió undan- farið? “Við í Freestylers höfum verið að leggja lokahönd á seinni plötu okkar. Við erum búnir að hanga yfir henni í eitt og háift ár og hún skellir llk- lega á plötubúðunum í byrjun næsta árs.“ Og svipar henni til fyrri plötunnar? Nja ...hijóðið hefur tekið nokkrum breytingum, en ég held að fólk þekki alveg freestylers-hljóminn og muni flla þetta. Við erum samt orðnir nokkuð „reifaðri" núna. Munu gestir á Gauknum fá aö heyra þetta nýja efni? “Já, íslendingar fá smáhljóðprufu á þessu. Ég ætla að spila eitthvað af okkar nýja efnin í bland við annað“ segir Matt og vill sem minnst gefa upp um tónlistina sem verður á fón- inum. „Fólk má bara búast við góðri tónlist," skeytir hann við. Úr klakatorfum í sandinn En hvaö œtlaröu aö gera þér til skemmtunar á íslandi, aö spila- mennskunni undanskilinni? „Ég er að vonast til að geta slapp- að af I heitum potti og skoðað nátt- úruna á hraðferð. Ég hef heyrt margt gott um landið og mannlífið. Kannski get ég skoðað norðurljós- in,“ segir hann og flnnst hressandi að vita tO þess að hér sé allt löðr- andi í norðurljósum og er greini- lega grandalaus um norðangarra, og svellbungur Reykjavíkur sem brjóta fleiri bein en handrukkarar. „Við Dj Touche errnn líka góðir vinir og höfum alltaf getað skemmt okkur helvíti vel saman, þannig að þetta verður vonandi stuð,“ bætir melurinn við. Og hvaö tekur við eftir íslandsfór- ina? „Frá íslandi held ég tO Ástralíu tO að taka smáplötusnúðatúr þar. Mér liður eins og miklum heims- hornaflakkara,“ segir hann og glottir ábyggOega í símtólið. „Ég verð því ekki heima um jólin, mömmu minni tO mikillar gremju, það gerðist líka þar síðustu jól og þá var hún ekki sátt. En það verð- ur gott að ná sér í smásólbrúnku og leika sér á Jet Ski i heitum sjó.“ Ertu viss um aö þú vœrir ekki frekar til í kuldann á íslandi yfir hátíöarnar? “Það væri nú reyndar djöfidli gaman að vera áfram á íslandi og upplifa hvít jól tO tdbreytingar. Ég hef nú bara ekki séð snjó í London síðustu 10 ár eða svo, út af gróður- húsaáhrifum og hvað þetta heitir nú adt sarnan," segir hann hlæj- andi - kannski glottandi aftur. Hann kveður og skeUir á. t í • - ■ -ý* BASE svart army Kr. 9.590,- SKATERS svart army Kr. 5.990,- RIZZO svart army Kr. 6.590,- DURNESS svart army Kr. 9 8. desember 2000 f ÓkllS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.