Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 8
Sverrir Stormsker gefur nú út satnplöfu
i tilefni a'ð' því að 15 ár«eru liðin frá því
hans fyrsta plata kom' út.
tm, _ Aðalástæðuna fyrir
ggfe. c útgáfu safnsins
segircSverrir
— verS útgéfueai li
Byrjaður að lyfla
„Þessi plata er gefin út í tilefni
þess að það eru 15 ár síðan ég byrjaði
í bransanum. Það var sem sagt árið
1985 sem ég tók mig til og gerði stór-
hættulega plötu sem hét „Hitt“ er
annað mál“, sem var náttúrlega
stranglega bönnuð med det samme.
„Hitt“ var semsé ekki aðeins annað
mál heldur líka bannað mál. En á
þessum nýja safndiski „Best af því
besta“ er akkúrat ekkert sem hægt er
að banna jafnvel þó menn fegnir
vildu og það er vegna þess að það er
svo lítið af fyrstu plötunni á honum,
lítið sem ekkert," segir Sverrir um
nýja safndiskinn sinn sem kemur í
búðir á mánudaginn.
Gömlu fólki fækkar
„Fyrir 10 árum eða svo gaf ég út
best of diskinn „Greatest (S)hits“ og
hann var yfirfullur af hitturum en
meinið var að það vantaði samt á
hann fjölmarga smelli sem nú má
finna á nýja disknum. Sum af lögun-
um á þessari nýju plötu hafa aldrei
komið út á geisladiski eins og
„Horfðu á björtu hliðarnar“. Svo eru
þama lög eins og „Sókrates" og lagið
„Hildur" sem ég gerði um dóttur
mína.
Það er aðeins eitt lag á þessari
plötu sem var bannað á sínum tíma
og það er hið bráðhuggulega jólalag
mitt „Söngur veiðimannsins" sem
Stebbi Hilmars syngur en það var
bannað fyrir „guðlast“ en ekki
klám,“ segir Sverrir og glottir.
Það vœri þá varla bannaö í dag?
„Alls ekki, engan veginn. Það er
víst ekki. En eftir að það hafði verið
spilað í einhvern tima rétt eftir að
það kom út ‘87 þá var tekið eftir því
hvað gömlum húsmæðrum í Versta-
bænum fór hriðfækka. Þær bókstaf-
lega hrundu niður í pínulitlum
hrönnum og mér var náttúrlega
kennt um allt saman og lagið stimpl-
að í bak og fyrir sem Top Secret og
Háspenna lífshætta. En nú er orðið
svo lítið eftir af gömlum húsmæðrum
í Verstabænum þannig að það er allt
í góðum gír. En náttúrlega var ekkert
ókristilegt í þessum texta. Ég var
bara að hrósa Jesú kallinum í há-
stert fyrir vel unnin störf og ef menn
taka því sem háði þá hafa þeir ekki
mikið álit á þeim gæja.“
Þetta er þá allt saman löglegt hjá
þér?
„Já, löglegt og siðlegt, því er nú
helvítis ver,“ svarar Sverrir og hlær.
Hrifinn af Hreimi
Nýi diskurinn er ekki tvöfaldur
heldur einfaldur „eins og höfundur-
inn og eins og lög gera ráð fyrir á ný-
tísku safndiskum eru á honum ný
lög, og það heil tvö. Annað var í síð-
ustu Júróvisjónkeppni og heitir Sta,
sta, stam, en hitt er alveg glænýtt og
heitir 1000 dollar doll,“ segir Sverrir.
Eins og áður á plötiun Sverris ægir
saman ólíkum og ólíklegum flytjend-
um, má þar nefna Helgu Möller,
Bubba Morthens, Stefán Hilmarsson,
öldu Björk Ólafsdóttur og Hreim í
Landi og sonum. Sverrir er sérstak-
lega ánægður með Hreim að hinum
ólöstuðum og segir hann tvímæla-
laust einn besta söngvara landsins.
Það er einmitt Hreimur sem syngur
nýja lagið í félagi við Helgu Möller.
„Hann hlustaði á lagið tvisvar og
söng þetta svo inn á korteri og gerði
það nákvæmlega eins og ég hafði
hugsað mér. Ótrúlegt helviti. Þetta er
nefnilega mjög flókið lag, skiptist í
marga ólíka hluta; straujað popp,
grenjandi rokk, indjánalæt og hvítk-
lætt diskó. En hann lék sér að þessu
öllu með góðum fllingi eins og hann
hefði aldrei gert annað en að taka
Bon Jovi og Bee Gees í nefið á sama
augnabliki," segir Sverrir undrandi
á svip. „Helga kom mér sömuleiðis á
óvart hvað fjölbreytni í söngkarakter
varðar og það eru fáir sem fatta að
þarna sé lottókúluvarparinn á ferð-
inni. En eins og ég segi þá er þetta
nýja lag, „1000 dollar doll“, frekar
margbrotið og fer ekki að fílast í
mauk fyrr en eftir þriðju hlustun en
þá líka virkar það eins og geimskutla
í kakóið."
í lyftingum
Síöasta plata Sverris kom út árið
1996. Síðan þá hefur hann meðal ann-
ars gefið út tvær bækur, ljóðabókina
„Með ósk um bjarta framtíð" og ný-
yrðabókina, „Orðengil". „Ég hef ver-
ið rosalega duglegur síðustu ár, ég
hef til dæmis sofið mjög fast og kröft-
uglega og hrotið hátt og skipulega
eins og sjóræningi og það getur verið
mjög lýjandi eins og ríkisstarfsmenn
vita. En núna er ég byrjaður að lyfta
alveg á fullu, reyndar bara augnalok-
unum enn sem komið er en ég mun
fara út í harðari líkamsrækt með
hækkandi sól.“
Eru fleiri plötur í vinnslu?
„Já, já, það eru alltaf milljónir
platna í vinnslu út um allan heim, en
sjálfur er ég bara með þrjár.“
MEETOO
svart
vínrautt
brúnt
army j
Kr. 7.990,- J
LOGO 69
svart
camel
Kr. 9.590,-
RIZZO
svart
hvítt
vínrautt
army
Kr. 6.590,-
f Ó k U S 8. desember 2000
8