Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 11
4
hefur verið skapað eða taka það af öðrum. Þeir sjá ofsjónum yfir
Reiði, leti, ofát, losti,
öfund, græðgi og
hroki. Ef þetta eru
dauðasyndir þá
munum við öll svo
sannarlega deyja og
enginn saklaus. Hver
man ekki eftir sjálfum eða sjálfri sér
í lostakasti á sveittu dansgólfi, að
heimta kauphækkun eða öfunda ná-
ungann af því hann á svo helvíti mik-
inn pening og er alltaf í góðu skapi
og getur boðið deitinu til Spánar,
rétt eftir að nýi jeppinn kom í stæðið?
Reiði er ekki til að skammast sín
fyrir og dreifararnir sem og Reykja-
víkurbúar eru margir hverjir minnst
10-15 kílóum of þungir af ofáti, liggja
svo í hamborgarabréfunum,
kókdósum og klepruðum kartöflu-
flögum, slefandi yfir videoglápi.
Við höfum öll verið þarna og það er
auðvelt að lasta. Margrét Hugrún
fékk nokkra sérfræðinga til að tjá
sig um syndirnar.
Ofund
Ofát
Hroki
„Ég segi að öfund sé orka sem getur
orðið þér til framfara ef hún er ekki á því
stigi að vera sjúkleg (enda sennilega
helsti drifkraftur þjóðarinnar). Heilbrigð
öfund er af því tagi að hún kemur þér
fram úr á morgnana og fær þig til að meta
sjálfan þig og verk þín í samhengi við um-
hverfi þitt og þannig getur þú gert þér
grein fyrir stöðu þinni. Hins vegar er
sjúkleg öfund af því tagi að hún dregur úr
manni tennurnar, stöðvar alla fram-
kvæmdagleði og veldur algerri stöðnun
þeirrar persónu sem er haldin henni. Al-
gengt er að fólk rugli ást og öfund saman
og líti svo á að þar á milli sé eitthvert or-
sakasamhengi. Þetta eru algjörlega and-
stæðar tilfinningar og sú síðarnefnda á
meira skylt við hatur en ást. Hins vegar á
ég mjög bágt með að trúa því þegar fólk
segist ekki bera þessa tilfinningu í brjósti
sér og held ég að það fólk sé í frekar slöku
sambandi við sjálft sig og ólíklegt til að
geta höndlað öfund á heilbrigðan hátt
þegar til hennar kemur. Það skemmtileg-
asta við öfund er hversu asnalegt i fram-
an fólk verður sem er alvarlega sýkt. Nef-
ið og hakan lengist og augun glennast
upp, standa á stilkum. Allar hreyfingar
verða fumkenndar og ákvarðanir kjána-
legar. Ég ráðlegg fólki sem hefur þessi
einkenni á háu stigi að draga andann
djúpt og reyna að sjá sjálft sig utan frá. Ég þekki hins vegar ekki margar manneskjur sem hafa orðið bráð-
kvaddar af þessari dauöasynd."
Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri
„Það er ein skepna á jörðinni sem ég hef alltaf átt erfitt
með að þola og það er hundur. Hundar eru einhver vit-
lausustu dýr á jörðinni. Hundar eru hrokalaus dýr sem
efast aldrei um að einhver annar viti betur en þeir.
Hroki er oft og tíðum bráðnauðsynlegt atferli til að koma
sínu fram, til dæmis í þvi að skapa og tjá sig þegar eng-
inn hefur trú á manni. Leiðinlegastur finnst mér hrok-
inn þegar hann beinist gegn öörum kynþáttum og stétt-
um þjóðfélagsins. Ég hef mjög gaman af hóflegum hroka
í manneskjum og telst stundum vera hrokafullur sjálfur.
Ég held að flestir séu hrokafullir að einhverju leyti. Að
vera hrokafullur er í rauninni svolítið pönk, að gera án
tillits til getu, sem er skemmtilegt. Þú verður samt að
geta hamið hrokann og beint honum inn á jákvæðar
brautir, annars ertu bara „plein“ leiðinleg/ur. Ástæða
þess að hroki er dauðasynd meðal trúaðara er einmitt sú
að með slatta af hroka trúir þú því ekkert endilega að
þessi guð sé eithvað merkilegri en þú sjálfur. Þú gætir
jafnvel farið að efast um tilvist hans, slík vantrú leiðir til
trúieysis sem aftur leiðir til leiðinda blankheita hjá Guði
hf.“
Þorsteinn Hreggviósson, Þossi á Radió-X
„Andskotinn, þetta minnti mig á eina viðbjóðslegustu senu kvikmyndasögunnar
þar sem feitur karl í óhreinum nærbol liggur kæfður með hausinn ofan i spagettí-
skál, ég var að reyna að gleyma þessu. Ofát getur kannski verið synd í einhverjum
tilfellum og vissulega leitt til dauöa ef líkamanum er stöðugt misboðið og hann troð-
inn út með sósum frá E. Finnssyni, Gunnari og öðrum vinum djöfulsins. Annars
eg f°lk sem
| hagar sér eins og karl-
skrattinn á nærskyrt-
unni sé blessunariega
' * ' I I V- 1 ' um
tímamanninum. þá <t
ég sérstaklega að tala
Bk um ungu stelpurnar
Rk\ meö fyrirsætu-
I JÚ—draumana sem fara
• námskeiö hjá ein-
hverjum fyrirsætu-
skólum og fá að heyra
I aö þær séu ekki alveg
nógu vegna
þcss
flHHB hægt
kúlu
Hp^L þeim
't standa
saman.
Moss
sjáiöi
er
H fnimuð.
Bl hcim
I skeiðinu skreppa
I stelpurnar ;i makkdón-
| alds fclagsmiðstuðina i
I Austurstræti þvi auð-
Hl. BSHBBSkB vitað heyra þær meö
hinu eyranu að ham-
ingjan sé falin í sveittum hamborgara og kókakólaglasi. Æ, ég veit það ekki, það er
svo gaman að borða og svo er líka hægt að skella nokkrum dauðasyndum saman og
hafa það ferlega gott. Til dæmis losta, (ofiáti og leti - hljómar eins og uppskrift að
frábærri helgi."
Ragnheidur Eiríksdóttir hjúkrunarkona
Losti
„Lostinn hefur, sem slíkur, alltaf komið mér hálfundarlega
fyrir sjónir í syndaflórunni. Guð ætlast ekki til mikils aí%
manninum í upphafi, aðeins að hann fjölgi sér og fylli jörð-
ina. En þar sem maðurinn er það eina í sköpunarverkinu
sem Guð hefur einhverjar væntingar til (hann er ekki með
neitt prógramm fyrir aðrar skepnur) verður hann að taka
hlutverk sitt alvarlega. Kannski má halda því fram að hægt
hefði verið að uppfylla væntingar skaparans án þess að losti
kæmi við sögu, en hann gerði það nú samt alveg ábyggilega
bæði fljótlegra og skemmtilegra. Jesú sagði það boðorð æðst
allra að elska Guð, náungann og sjálfan sig og það er alveg
hægt að fá útrás fyrir lostann án þess að brjóta það boðorð.
Þess vegna finnst mér mjög ósanngjarnt að lita á eðlilegan
losta kynjanna sem synd, a.m.k. á meðan útrásin er ekki á
kostnað neins. Kristnin i öfgakenndustu mynd sinni er eina
trúin af helstu trúarbrögðum veraldar sem skilgreinir kyn-
hvötina sem sauruga. Hitt er sfðan annað mál að kynhvötin
er aðeins gjöf frá Guði, ekki Guð sjálfur - spurning um for-
gangsröðun; að lifa fyrir Guð eða lostann. Rétt eins og Guð
fordæmir ekki át heldur aðeins ofát, held ég að hann sé ekki
að tala gegn því að blóðstreymið sé í lagi, heldur því að fólk*
stjórnist af lostanum - að kynlífið verði að hjáguði. Fólk á
____________________auðvitað ekki að æða áfram með það eina markmið í lífinu
að fá útrás fyrir lostann af fullkomnu skeytingarleysi gagnvart þeim sem lostinn beinist að. Hvaða gagn er af því að
eignast allan heiminn að rekkjunautum ef maður bíður tjón á sálu sinni?“
Davíð Þór Jónsson, ritstjóri við Bleikt og blátt
Leti
Græðgi
„Leti er sko engin dauðasynd. Leti er svo skemmtilega afstæð af því
það er hægt að dulbúa hana sem dulspeki eða lífsviðhorf. Maður get-
ur til dæmis sagst vera taóisti eða friðarsinni. Eða sagst vera að
stunda Raja jóga sem gerist allt uppi i hausnum og það er enginn sem
sér hvort maður er að gera eitthvað eða ekki. Raja jóga er líka talið
vera miklu æðra jóga en t.d. Hatha jóga sem er bara sprikl og vesen.
Þetta með að leti sé dauðasynd hefur örugglega eitthvað að gera með
þetta brjálaða vinnusiðgæði sem kennt er við mótmælendatrú. Mitt
mottó hefur alltaf verið að það er engin tímasóun að nota tíma sinn
í að stúdera hvernig aðrir hafa eitt tima sínum í vitleysu. Stór hluti
af mínum tíma hefur farið í að stúdera rugludalla og feilaða spámenn.
Á meðan ég gerði það komst ég hjá því að lenda í sömu sporum. Svo
getur leti líka verið annað orö yfir fínni hlut sem er þolinmæði.
Merkir menn hafa nýtt sér þetta til fulls. Mahatma Gandhi kom með
stefnu sem hann kallaði á sanskrít „Ahimsa". Þetta er svona non-act-
ion stefna sem mér þykir mjög gott aö grípa til þegar einhver ætlast
til einhvers af mér.“
Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður
Birgir Mikaelsson körfuboltamaöur Oli töff útvarpsmaöur.
Þessir herramenn eiga greinilega fleira en eitt sameiginlegt. Rauð-
hærður kollurinn er augljós tenging en hér skal það upplýst að fleira
býr að baki. Óli töff starfaði um skeið sem útvarpsmaður og þótti bara
nokkuð bærilegur sem slíkur. Birgi Mikaelsson ætti fólk hins vegar að
þekkja frá árunum í körfunni þar sem hann fór oft mikinn undir körf-
unni. Birgir þótti einn af okkar frambærilegustu mönnum í körfunni og
Óli var líka einn af þeim bestu í útvarpinu. Óli lýsti því yfír í viðtali
hér í Fókus á dögunum að hann dauðlangaði aftur í útvarpið og menn
geta rétt giskað að Birgir myndi ekki beint gráta það að fá enn þá að
geta leikið sér að andstæðingunum i boltanum. Hananú.
„Reiöin er bara mjög grand og mikil þarfaþings-tilfinning.
T.d. er hún eitt af undirstöðuatriöimi mannréttindabaráttu.
Þetta er einn af kostum reiðinnar sem dauðasyndar. Reiði er
líka tvíræð; úthverf reiði og imihverf reiði. Innhverf reiði get-
ur leitt til niðurbrots, biturleika og fórnariambs-tilfinningar á
meðan úthverf reiði getur ieitt bæði til ofbeldLs, framþróunar
og aukins sjálfstrausts þeirr-
ar manneskju sem verður
reið. Innhverfa reiðin er eig-
inlega bara neikvæð á rtieð-
an úthverfa er bæði jakvæö
og neikvæð. Reiðilistin feist i
því að draga fram eigin reiði
þegar hún á við, t.d. þegar
kona eða maöur lésa nýjustu
tölumar yfir launamismun
kynjanna."
Finnst þér skorta á reiöi í
þjóófélaginu eðá eru einhverj-
ir aóilar of reiöir?
„Mér finnst vera nóg af
reiði, en það sem vantar er
að fólk beini henni í réttan
farveg. í stað þess að fara á
fyllirí og berja svo einhvem.
En til að geta nýtt sér reiðina
sem orku þarf fyrst aö viður-
kenna að hún sé til siaöarf
Af hverju heldur þú að
reiði sé dauóasynd?
„Reiðin hefur, á sínum
tíma, örugglega fengið þenn-
an stimpil að vera dauða-
synd vegna þess að hún hef-
ur ógnað stjórnveldi kirkj-
unnar. Verum reið. Lifi bylt-
ingarnar.“
Hildur Fjóla Antonsdótt-
ir úr Brieti
„Græðgi er eins og vél sem drífur fólk áfram. Græðgi getur bæði drifið fólk til góðra og
: slæmra verka, það fer eftir þvf hvernig hver og einn er innrættur. Gott fólk vinnur mikil afrek
fyrir mannkynið vegna græðgi sinnar, því hún leiðir það til þess að skapa. Aðrir njóta verkanna
oe launa eóðmennunum fvrir. Græðein leiðir hins veear illmenni til hess að eyðileggja það sem
ði góðmennanna og vilja
hrifsa það af þeim, til
dæmis með ránum,
prettum og sköttum.
Græðgi getur því leitt
til bæði góðs og ills. Án
græðginnar myndi lítið
gerast og lífskjör allra
væru mun lakari en
þau eru. Þess vegna er
græðgi góð á heildina
litið, líkt og vinnusemi.
Vinnusemi verka-
mannsins er góð en
vinnusemi ræningjans
ekki, en þegar á heild-
ina er litið myndi lítið
gerast án hennar.
Græðgi er líklegast
dauðasynd vegna
þeirra sem hún drífur
til vondra verka. Þessu
hefur verið beitt gegn
hinum góðu sem eru að
reyna að skapa. Ég hvet
fólk til þess að vera á
verði gegn þessari
notkun á orðinu
græðgi. Það fólk sem
notar orðið græðgi í
neikvæðri merkingu
um hvatir þeirra sem
skapa og gera eitthvað
gott eru venjulega ill-
mennin sem vilja taka
laun þeirra af þeim.“
Gunnlaugur Jóns-
son verkfrœðingur
-U
10
f Ó k U S 8. desember 2000
8. desember 2Ö00 f Ó k U S
11