Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 4
Indverska prinsessan Leoncie er komin aftur á klakann eftir langt heimshornaflakk. Hún segist hætt að
fækka fötum fyrir peninga og er löngu orðin leið á íslenskum fordómum, kjaftasögum um nektardansferil
sinn og keppinautum í tónlistarbransanum, sem hún segir illa þjakaða af öfundssýki eins og Margréti
Frímannsdóttir hefur tekið undir. Stefnan er nú tekin á þátt Jay Leno því stelpan vill jú enn verða fræg.
legur strippari
„Ég haföi bækistöðvar í Dan-
mörku og ferðaðist um heiminn,
mikið um Indland og Arabíuskaga.
Ég er komin aftur til að drekka
nægju mína af íslensku vatni og
borða saltfisk áður en ég held aftur
út í heim,“ segir Leoncie um fjar-
veru sína af klakanum og sýpur
tignarlega á Egils Gulli úr röri og
augljóst er hvernig viðurnefnið
indverska prinsessan festist við
hana. Hún er smágerð og tekur sig
vel út, iklædd bleikum tískuflíkum
frá toppi til táar.
Á barmi heimsfrægðar
Það eru rúm sautján ár síðan Le-
oncie gerði fyrst strandhögg á ís-
landi. Þá kom hún til Keflavíkur í
fylgd eiginmanns síns. Fljótlega
vakti tónlist hennar og frjálsleg
framkoma mikla athygli. Fyrsta
platan hennar hét „My Icelandic
Man“. Á umslaginu var hún í fangi
Jóns Páls, „og, guð minn góður,
það vakti athygli," rifjar Leoncie
upp. Snjóboltinn sem þá rúllaði af
stað hleður enn utan á sig. Leoncie
hefur dansað á barmi heimsfrægð-
ar ansi lengi. Nafnspjaldið hennar
birtist í hinum fræga þætti
Entertainment Weekly 1994, hún
fékk útgáfusamning i Tékklandi og
ef byrinn hefði verið henni ögn
hagstæðari hér heima fyrir hefði
enginn þurft að undrast að það
hefði verið indverska prinsessan,
en ekki Björk, sem lék í Dancer in
the Dark, hún Leoncie okkar.
íslenskir fordómar
Leoncie er af portúgölskum og
indverskum uppruna en er íslensk-
ur ríkisborgari. Hún segist hafa
fengið væna sneið af kynþáttafor-
dómum hér á landi og fannst tíma-
bært að láta sig hverfa þegar mikil
og neikvæð umræða spannst um
hana i þjóðfélaginu. Þetta var fyrir
þremur árum en Leoncie gengur
um bein í baki og hefur samið lag
til höfuðs lögfræðingum dóms-
málaráðuneytisins, sem heitir
„Fight them“ og fjallar um van-
virðingu mannréttinda. Aðallega
finnur listakonan þó fyrir fordóm-
um hjá starfssystkinum í tónlistar-
bransanum. „Tónlist hér á landi
fer bara eftir pólitík. Tónlistar-
mennirnir vilja allir losna við
mig,“ segir Leoncie og liggur mik-
ið á hjarta. „Ég kalla það minni-
máttarkennd því ef þú ert svona
hræddur við eina litla stelpu, Le-
oncie, þá hjálpi þér guð á stóra
markaðnum. Ef tónlistin yrði spil-
uð í útvarpi myndi fólki finnast
hún frábær. Ég veit að ég er góð og
fólk kann að meta tónlistina þvi ég
hef verið að skemmta í Dan-
mörku.“ Þegar prinsessan söng
dúett með Páli Óskari snerist
dæmið við. „Þá var ég allt í einu
beðin um að koma í sjónvarpið,
með engum fyrirvara. Ég gerði það
því ég er ekki hrædd við áhorfend-
ur, ég elska þá. Við Palli komum,“
segir hún. „En svo eru nokkrir
tónlistarmenn, svokallaðir píanó-
leikarar, sem voru með alls konar
blammeringar. Jón Ólafsson sagð-
ist kunna illa við lagið. Ég sagði:
hlustaðu á mig, kjánalegi serðirinn
þinn (you silly fucker), ég skapaði
þetta lag, spilaði á hvert hljóðfæri
og ég söng, og þú gagnrýnir mig! Ef
þú værir sæmilega vel kýldur (If
you had the balls) þá myndir þú
halda kjafti. Ég gagnrýni ekki
fólk,“ segir Leoncie með reiðivipr-
ur í vöngum.
Frændur og frænkur
Ekki hefur heldur gengið greið-
lega að koma geisladiskum söng-
konunnar í tónlistarbúðir. „Ég veit
að fólki er vel við mig og það hef-
ur komið heim til mín og keypt
geisladiska af mér af því að þeir
fást hvergi annars staðar; þeim er
alltaf ýtt til hliðar svo þeir seljist
ekki. Einu sinni hringdi maður
minn í eina búð og spurðist fyrir
um diskinn minn. Svarið sem
hann fékk hjá afgreiðslumannin-
um var: „Það er ekkert varið í
þetta, systir min er frábær,“ segir
Leoncie sem dæmisögu um kliku-
skap og þar kann hundurinn að
liggja grafinn þegar dræm plötu-
sala hennar hérlendis er brotin til
mergjar og borin saman við söluna
I Tékklandi.
Frumkvöðull
nektardansins
Enginn éfast um fjölhæfni Le-
oncie. Hún hefur sungið á sjö tungu-
málum og viðtalið fer fram á þremur
þeirra. Hún talar dönskuskotið sam-
bland af ensku og íslensku. En það er
sviðsframkoman sem hún er frægust
fyrir á Fróni. Leoncie vann vanþakk-
látt frumkvöðlastarf þegar hún ber-
aði á sér barminn á skemmtunum
sínum og margir muna aðeins eftir
henni sem nektardansmey. í dag
verður vart þverfótað fyrir strípi-
klúbbum í miðborg höfuðstaðarins.
„Það voru engir nektarstaðir þegar
ég kom til landsins en hingað komu
fatafellur frá Bretlandi, Danmörku
og víðar. Ég var alls ekki fyrsta nekt-
ardansmærin á íslandi en ég varð
fyrir miklu skitkasti út af þessu. Mér
er sama um þessa staði en mér er illa
við hræsnina. Það er greinilega allt í
lagi fyrir sumar konur að sýna á sér
brjóstin en ekki fyrir mig. Mér er
ekki um svoleiðis skit, bara alls ekki.
Ég talaði einu sinni við Margréti Frí-
mannsdóttur og hún sagði að þetta
væri bara afbrýðisemi af því að ég
væri listakona," segir Leoncie.
Totta ekki fyrir 4000 kall
Prinsessan bregst illa við þegar
hún er spurð um verðlagningu á
nektardansi sínum: „Ég tala ekki um
verð, ég meina hvað er tala?“ svarar
hún. „Ef ég yrði beðin um að dansa i
dag þá segði ég strax klárt nei. Það er
liðin tíð. Ég hef ekki áhuga á dansin-
um lengur - þeir eiga ekki næga pen-
inga til að bjóða mér. Ég er enginn
örvæntingarfullur dópisti og ég hef
mitt uppsetta verð sem ég fæ; líkt og
ég gerði þegar ég dansaði fyrir Jón
Baldvin í Grindavík. Ég var sérstak-
lega fengin til að skemmta honum og
hann gaf mér buxur,“ segir Leoncie
og brosir sínu breiðasta. Hún segist
hafa fengið á sig ákveðinn stimpil og
lent í ýmsu vegna sviðsframkomu
sinnar. „Þegar ég var að skemmta í
Danmörku, á jólahlaðborði, komu
nokkrir íslendingar, giftir menn. Þar
var mikið af kampavíni og snöfsum
og margir stripparar en ég var bara
að syngja jólalög. Svo var ég spurð
hvort ég væri ekki með neina þjón-
ustu. Ég sagðist ekkert vita um hvað
þeir væru að tala og þá svöruðu þeir
að á Islandi gætu þeir fengið hvað
sem er tottað fyrir 4000, typpið tottað.
Ég spurði hvort þeir ættu við dansk-
ar krónur því það væri 40.000 kall.
Þeir sögðust eiga við íslenskar. „Oj,“
hugsaði ég. Hver vill gera svona lag-
að fyrir svo lágt verð?“ segir hún og
skellihlær. „Ef einhver opnar munn-
inn á sér í sambandi við þetta þá segi
ég þeim hinum sama hiklaust að
halda kjafti. Ég er miklu meira en
heimskur, kjánalegur strippari. Ég
flyt mína eigin tónlist og er meðlim-
ur STEF,“ bætir hún við. Hún hefur
ekki áhuga á að ræða meira um þessi
mál en bætir því við að hún myndi
kannski gera það i Bandarikjunum, í
þætti hjá Jerry Springer eða Jay
Leno.
Vill styrkja
Blindravinafélagið
Leoncie ætlar aðeins að staldra
hér við í nokkra mánuði og heldur
næst tU Bandaríkjanna og framtíðar-
áformin eru nokkuð skýr:
„Ég vU velgengni og peninga með
henni. Að fólk geti séð að ég á svo og
svo marga bíla með einkabUstjóra.
Velgengni og auður haldast í hendur.
Tökum Kristján Jóhannsson sem
dæmi, heldurðu að hann eigi ekki
finan bU? Ég vU ekki vera listamað-
urinn sem aUar sögumar ganga um
en á ekki bót fyrir rassgatið á sér,“
segir hún. Og þegar núllin bætast aft-
an á bankainnstæðuna segist Le-
oncie gjarnan vUja eiga hús á íslandi
og i Kanada og hefur hug á því að
styrkja Blindravinafélagið.
rr f ó k u s 8. desember 2000
lifíi4tlHww4í tntWÍlríilliHi lÍI ÍÍiliii . • % s i; i S i) í í«í i í í'i'i i <