Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 7
Hann er heilinn á bak við lágmenningu
á íslandi og hefur fært okkur fleiri hljóm-
sveitir á klakann á tíu árum en flestir
kæmust yfir á heilli mannsævi. Kiddi í
Hljómalind hefur staðið bak við búðar-
borðið í Hljómalind í öll þessi ár og
kunnað vel við en nú hefur hann ákveðið
að hætta. Búðin hættir um áramót og
Kiddi segir ástæðuna þá að kapítalisminn
og græðgin séu að fara með músík-
bransann til andskotans eins og annað.
farvegur fyrir
„Hljómalind er aö hætta og við
erum bara að telja niður dagana.
Við ætlum allavega að hafa opið
fram að jólum og selja það sem til
er í búðinni og svo munum við
bara ganga í það að semja um okk-
ar skuldir. Helsta ástæðan er sú að
þær eru frekar uggvænlegar, horf-
urnar í músíkbransanum, um
þessar mundir og virðist ríkja
mikið anarkí þar. Ég er nú frekar
hlynntur stjórnleysi en þetta fár
sem er I gangi er eiginlega því
valdandi að mér líst ekki nógu vel
á hlutina til að halda áfram. Þetta
virðist bara vera þróun sem er í
gangi um allan heim að þessar
litlu og sérhæfðu búðir og plötufyr-
irtæki eru að deyja. Sumar hverjar
ná auðvitað að halda velli en ég er
líklega með of stóra yfirbyggingu
til að geta lifað af þann samdrátt
sem er yfirvofandi og er nú þegar
orðinn staðreynd. Við tökum því
þessa ákvörðun að láta tjónið ekki
verða meira og reynum að loka í
tæka tíð,“ segir Kiddi þegar hann
er beðinn að koma hlutunum á
hreint.
Kiddi opnaði Hljómalind 13. nóv-
ember 1991 en hafði fram að því
veriö með póstverslun, auk þess að
selja plötur í Kolaportinu. Eftir
tíu ár í bransanum hefur hann séð
ýmislegt og er ekki að skafa utan
af hlutunum.
Ekki dásamíegt tii
lengdar
„Ég er nú með ákveðna samsær-
iskenningu um hvað sé i gangi í
þessum Intemetheimum og down-
ioadi og mp3 og því öllu. Nú er öll
tónlist orðin ókeypis á Netinu,
plötim eru fáanlegar þar jafnvel
mánuði áður en þær koma út og
það tekur ekki nema 5-10 mínútur
að ná í þær. Jú, jú, þetta er náttúr-
lega dásamlegt fyrir neytendurna
en það er ekki dásamlegt nema
bara smástund vegna þess að
hljómsveitirnar munu auðvitað
deyja og plötufyrirtækin þurfa að
draga saman seglin. Ef ekki er
hægt að borga stúdíóin, hönnun á
umslögum og framleiðsluna á plöt-
unum og þar fram eftir götunum
þá fara bara allir í burtu; pening-
arnir og fólkiö líka,“ segir Kiddi og
er greinilega mikið niðri fyrir.
“En þetta er nú bara svona
fyrsta sjokkið því ég er með enn
dýpri kenningu um hvað sé aö
baki. Mér finnst nefnilega eitt
harla einkennilegt. Þetta er þróun
sem er búin að vera í gangi síðustu
3M ár og allt í einu verður svona
hvellur í þessu. Síðustu fjögur ár
hefur indie-bransinn verið að rísa
mjög hratt. Það varð ofsalega auð-
velt að stofna plötuútgáfu og gefa
út, þetta var bara hluti af kúltúm-
um - þú þurftir ekki mjög mikið og
þá gastu allt í einu farið að lifa af
því að búa til músík. Allt í einu fór
miklu fleira fólk að lifa af tónlist-
inni heldur en áður en það urðu
færri mjög ríkir, þetta dreifðist
miklu meira. Eftir því sem þetta
varð auðveldara varð framleiðslan
miklu meiri og síðustu tvö ár er
búið að vera kraðak í gangi, mikið
offramboð af tónlist. Maður þurfti
að vera að kaupa og kaupa og
metnaðurinn er auðvitað að eiga
þetta allt og vera flottasta búð í
heimi. Þetta var bara of mikið að
ætla að vera að fylgjast með.“
Græðgin étur heiminn
Kiddi segir að stóru fyrirtækin
hafi séð að það skipti hljómsveitirn-
ar ekki lengur máli að fá plötusamn-
ing, þær gáfu bara út sjálfar. Þeim
fannst sem bransinn væri að færast
til manna sem ættu ekkert að hafa
með hann að gera.
„Þannig að fyrirtækin sem eiga
fyrirtækin sem eru að framleiða
mp3 og allt það eru sömu peninga-
mennimir og eiga músíkbransann.
Nú, múgurinn er orðinn eitthvað
óþægur og þykist ætla að fara að
gera þetta sjálfur og því hafa þeir
sett þetta kaos í gang. Ég meina, af
hverju fara engin af stóra fyrirtækj-
unum í mál, þetta eru bara hljóm-
sveitir og listamennimir sjálfir sem
fara í mál. Það eru engin fyrirtæki
að skipta sér af þessu og hvað skeð-
ur? Þetta kaos sem er í gangi núna á
eftir að skella mjög þungt á á næsta
ári. Fólk hættir að kaupa plötumar,
veltan dettur niður hjá fyrirtækjun-
um og þau standa ekki undir þessu
lengur og vantar peninga. Hvað gera
þau þegar þau vantar peninga,
hverjir eru tilbúnir að kaupa þetta?
Þetta er ónýtur bransi og stóru kall-
arnir kaupa þetta fyrir slikk.“
Og Kiddi er líka sannfærður um
að fólk geti ekki sótt ókeypis tónlist
á Netið til lengdar:
„Kerfl til að rukka peninga fyrir
þetta verður sett á fyrr en síðar, fólk
borgar ákveðið mikið fyrir hvert lag
eða eitthvað svoleiðis. Þannig mun
þetta verða smám saman í framtíð-
inni, það er ekki séns að þetta verði
ókeypis. Þá eiga allir þessir kallar
músíkina, það er enginn fram-
leiðslukostnaður, þetta fer í banka á
Netinu og peningarnir rakast inn.
Þetta eru bara kapítalismi og græðgi
sem eru að éta heiminn. Heimurinn
er að kikna undan þessu og þaö er
svo yndislegur farvegur fyrir bylt-
ingu að myndast,“ segir hann og
hlær að tilhugsuninni.
Gott ástarsamband
Eftir að Kiddi hefur fengið að út-
tala sig um uggvænlega þróun er-
lendis liggur beint við að spyrja
hann hvernig honum lítist á þróun-
ina hér heima:
„Við erum að tala um peninga þar.
Jón Ólafsson á um 70-80% af allri
útgefmni músík á íslandi og er hann
ekki að reyna að kippa fótunum und-
an Ríkisútvarpinu sem á hin 20%?
Hvað er þetta grin annars með að
fara að selja Rlkisútvarpið, öll lönd
eiga Ríkisútvarp, hvað er að? Við
þurfum að eiga okkar útvarp, þetta
er menningararfleifð okkar. Imynd-
aðu þér upptökurnar og söfnin og
allt sem er þarna að gerast, fjársjóð-
ina sem er hægt að ganga í og við
erum að ganga í. Á bara að gefa Jóni
Ólafssyni þetta?“ spyr hann og stend-
ur greinilega ekki á sama.
Auk þess að reka búðina hefur
Kiddi í gegnum tíðina staðið mikið í
innflutningi á erlendum hljómsveit-
um og plötusnúðum, nú síðast í
tengslum við Lágmenningarborg-
ina sem lýkur með stórum tónleik-
um á sunnudag, þegar Eleventh
Dream Day spilar með Botnleðju og
Singapor Sling. Þegar hann er spurð-
ur um eftirminnilegustu nöfnin sem
hafa komið á hans vegum nefnir
hann Trans am, sem kom nú í
haust, Propellerheads, Will Old-
ham og auðvitað Lucky People
Center sem gerði allt vitlaust hér þó
enginn hafi þekkt þá þegar þeir
komu. Þá segir hann Uxa líka eftir-
minnilegan þó hann hafi endað frek-
ar illa. Kiddi segir það hafa verið sér-
staklega gaman þegar böndin voru
að byrja koma hingað um 1993. Það
hafi verið erfitt að fá þau hingað en
Björk hafi rutt veginn og fólk hafi
virkilega viljað komast að því hvort
hún væri eini brjálaði íslendingur-
inn. Og hann er ánægður þegar litið
er yfir farinn veg.
„Þetta er búið að vera mjög gam-
an. Það er einhvern veginn þannig
með þennan músíkbransa að þetta er
alltaf gaman. Ég hef líka alltaf verið
að gera þetta nákvæmlega eins og ég
hef viljað, á mínum forsendum, og
fengið að komast upp með það - fullt
af fólki verið sátt við þetta. Ég hef
verið að flytja inn hljómsveitir,
plötusnúða, vinna með skólum og fé-
lagsmiðstöðvum og það hefur verið
ákveðin fjölskyldutilfinning yfir
þessu. Þetta hefur eiginlega verið
eins og mjög gott ástarsamband,"
segir hann.
Kominn tími á frí
Þó Lágmenningarborginni ljúki á
sunnudag útilokar Kiddi ekki að
blásið verði til einhvers konar
kveðjutónleika á næsta ári en hann
vill hins vegar ekki staðfesta hvað
hann tekur sér fyrir hendur þegar
búðin hættir. „Mig langar nú svolít-
ið til að skipta um vettvang en ég er
með rosa mikið af hljómsveitum sem
vilja koma. Ég gæti eiginlega alveg
snúið mér að því að vera í þessum
hljómsveitainnflutningi," segir Kiddi
og nefnir nöfn eins og Tortoise,
Belle & Sebastian og Sea and Cake
sem vilja koma ásamt mörgum fleir-
um.
„Þetta verður allt saman að koma
í ljós, það veltur svolítið á því
hvernig gengur með tónleikana á
sunnudaginn og hvernig gengur
með lokun búðarinnar hvernig
framhaldið verður. Þetta þarf nátt-
úrlega að borga sig ef maður á að
vera að standa í þessu. En kannski
hættir Kiddi bara í músíkbransan-
um. Ég ætla allavega að taka mér
svolítið frí, ég hefði mjög gott af því
og það er kominn tími á það.“
8. desember 2000 f ÓktiS
7