Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 13
Þó svo að ný plata með Rage against the Machine sé nú í búðum eru það síður en svo stærstu fréttirnar úr þeim her- búðum. Söngvarinn Zack de la Rocha hefur sagt skilið við sveitina, að sögn vegna þess að félagar hans hafi misst sjónar á tilgangi sveitarinnar: uppreisn gegn öllu því sem tengist yfirvaldi. Er draumurinn búinn? Það eru aö verða 10 ár síðan RATM, eins og sveitin kallast gjarnan til styttingar á síðum dag- blaða, kom fyrst fram opinberlega. Vettvangurinn var nú ekki merki- legur, stofa í heimahúsi, en ein- hvers staöar verða menn að byrja. Zack de la Rocha hafði áður veriö í hljómsveit er nefndist Inside out og hann tók nafnið á nýju sveitina af annarri plötu þeirrar sálugu sem aldrei leit dagsins ljós. Honum til fuiltingis voru gítarleikarinn Tom Morello, bassistinn Tim Bob og trymbillinn Brad Wilk og þeir voru ekkert að tvínóna við hlut- ina. Strax og þeir höfðu burði til Tónlist og fleira Gagnrýnendur kepptust við að lofa stykkið og platan seldist jafnt og þétt - fór hæst á listum í febrúar 1994, enda voru með- limir á sífelldum þönum um heiminn að spila og taka afstöðu til hinna ýmsu málefna. Það kom nefnilega fljótt á daginn að þarna fór engin venjuleg heila- Saman aftur? Fyrrum söngvari og lagasmiöur Pixies, Frank Black, hefur nú skipulagt tónleikaferð um Bretland með hljóm- sveit sinni, The Cat- holics, til að tylgja eftir væntanlegri plötu. Maðurinn sem kallaði sig Black Francis á Pixies-árunum kemur fram á 10 tónleikum í túrn- um sem hefst I Glasgow 10. febr- úar og endar í London 21. febr- úar. Nýja platan heitir Dog in the Sand og kemur hún út í lok janúar en áður er von á smáskífunni Ro- bert Onion þann 8. janúar. Þegar eru komnar upp vangaveltur um hvort fyrrum gítarleikari Pixies, Joey Santiago, muni koma fram á ein- hveijum tónleikanna, en upplýst hefur verið að hann leikur í nokkrum lögum á nýju plötunni. Hafa þeirfélagar ekki spilað saman síðan síð- asta plata Pixies, Trompe Le Monde, var gef- in út árið 1991. Frank Black gaf orðrómnum byr undir báða vængi í síðasta mánuði þegar hann afsakaði að Santiago hefði ekki sþilað á 'litlum tónleikum í London, sagði að hann myndi örugglega mæta næst. hljóðrituðu þeir 12 laga demó sem seldist í yflr 5.000 eintökum í gegn- um aðdáendáklúbba og tónleika - ekki slæmt fyrir svo að segja óþekkt band. Þeir urðu heldur ekki óþekktir nema örskamma stund. Árið eftir fyrstu „tónleikana" höfðu þeir hit- að upp fyrir ekki ómerkari nöfn en Body Count, Public Enemy og Pearl Jam, farið um Evrópu með Suicidal Tendencies og spilað á Lollapalooza. Epic-útgáfan tók þá upp á sína arma og i nóvember 1992 leit plata, samnefnd sveitinni, dagsins ljós. Albúmiö prýddi Pulitzer-verðlaunamynd frá 1963 af búddamunki sem hafði kveikt i sér til að mótmæla and-búddistahreyf- ingunni í Suður-Víetnam - áhrifa- rík mynd - og því reyndist eins farið með innihaldið: kraftmikið, pönkhúðað rokk, skreytt hápóli- tískum og refjalausum textum. Engin sömpl, engin hljómborð, bara trommur, gítar, bassi og boð- skapur. Platan kýldi í magann og lýðurinn kýldi á eintak. plötudómar geld rokksveit með það að mark- miði að komast á fyllirí og negla kellingar. Örugglega hafa þeir gripið í slíkt en þá í hjáverkum; baráttan gegn hinu illa í heimin- um, yfirvaldinu, hafði forgang. Frægt er þegar meðlimir stóðu kviknaktir á sviði í 15 mínútur, með límt fyrir munninn og hver með bókstaf málaðan á bringuna þannig að úr varð P-M-R-C. Sú skammstöfun stendur fyrir Parents music resource center, samtök sem eiga öðrum fremur heiður af límmiðum sem nú prýöa umslag þeirra platna sem teljast innihalda gróft efni, texta eða myndir. Þannig hafa Rage alltaf verið skjótir til að mót- mæla er þeim þykir á einhverj- um brotið, sjálfum sér eða öðr- um, meirihlutahópum, minni- hlutahópum, einstaklingum: þeir eru alltaf tilbúnir að taka upp hanskann. Lifað og leikið Vegna þess hve allt gekk hratt fyrir sig má segja aö bandið hafl aldrei haft tíma til að kynnast sem einstaklingar. Því fór svo að þegar hlé gafst frá tónleikabrjál- æðinu ákváöu meðlimirnir að prófa að búa saman og bæta úr þessu. Þeir fluttust til Atlanta og leigðu sér hús en fljótlega varð allt vitlaust og rifrildi, jafnvel slagsmál, urðu daglegt brauð. Um tíma ráðgerðu þeir jafnvel að slíta samstarfi en á endanum afréðu þeir að halda áfram. Önnur platan, Evil Empire, kom út í apríl 1996 og rataði beint í fyrsta sæti Billboard-list- ans og sópaði að sér verðlaunum þegar árið var gert upp. U2 bauð þeim að hita upp fyrir sig á Pop- Mart-túrnum, sem þeir þáðu, en gáfu samt allt sem inn kom til ýmissa styrktarsamtaka. Kerfið var enn ranglátt og enda þótt meðlimir hefðu orðið engar áhyggjur hvað varðaði veraldleg gæði þá misstu þeir ekki sjónar á tilganginum. Meðal þeirra sem notið hafa góðs af peningum RATM eru samtök sem berjast fyrir lýð- ræði í Mexíkó og reyndar hafa þau fengið meira en fjárframlög. Zack hefur undanfarin ár varið mestum parti frítíma síns með skæruliðahreyfingu samtakanna og þannig tekið virkan þátt í henni. Hann gaf sér þó tíma til að taka upp og kynna plötuna Battle of Los Angeles, sem kom út fyrr á árinu, sem og plöt- una Renegates sem er nýkomin í búðir. Á þeirri plötu taka RATM lög ýmissa þeirra hljómsveita er mótuðu þá sem tónlistarmenn og gera að sínum. Þar sem svo stutt var liðið frá útgáfu þótti mönnum sem óvenjumikil gróska væri í herbúðum þeirra reiðu en ekki var allt með felldu. Vegna skoðanaágreinings hefur Zack de la Rocha sagt skilið við félaga sína og hyggst hefja sóló- feril. Eftirstandandi meðlimir sveitarinnar hafa svarið að þeir muni rokka áfram en hvort það verður undir sömu formerkjum eða öðrum á enn eftir að koma í ljós. Technohelgi Þaö verður nóg um aö vera á Kaffi Thomsen um næstu helgi þegar slegiö veröur upp einu allsherjarpartíi sem standa á alla helgina. Á föstudagskvöldiö er aöalnúmeriö, Paradox frá Bretlandi, sem þykir eitt af heitustu nöfn- um drum&bass senunnar. Mun Paradox ekki stilla sér upp á bak viö plötuspilarana eins og margir heldur spilar hann læv sem þykir ansi skemmtileg sjón. Hyggst pilturinn meira aö segja gefa út lag á nulleinn.is í tilefni komunnar hingaö. Önnur nöfn þetta kvöld eru Dr. Heckle & Mr. Jlve, VDE-066 og Dj Eniac. Á laugardagskvöldiö veröur djammiö ekki síöra þegar kumpánarnir Margelr og Grétar hita upp fyrir hina 25 ára Mistress Barböru sem kemur glóövolg frá ítallu. Bar- bara þessi er ein af skemmtilegri techno- snúöunum um þessar mundir og gefur hún út slna tónlist á eigin útgáfu. Sjálfur Plastik- man hefur meira aö segja tekiö svo djúpt I ár- inni aö kalla stúlkuna besta techno-snúöinn I heimi þannig að fólk ætti ekki að telja þaö eftir sér aö líta inn um næstu helgi. h v a ö ? fyrir hvernf skemmti lei staöreynd niöurstaöa ★★★★ Flytjandi: JaZZanOVS piatan: The Remixes 1997-2000 Útgefandi: Compost/Japis Lengd: 148:56 mín. (2 diskar) Þetta er safn af remixum sem þýska hljómsveitin Jazzanova gerði á árunum 1997-2000. Jazzanova er sex manna hópur sem samanstendur af 3 plötu- snúöum og 3 pródúserum. Platan inni- heldur öll remixin þeirra hingað til, m.a. lög meö 4 Hero, Truby Trio, lan Pooley og MJ Cole. Aöalsmerki Jazzanova-tónlistarinnar er, eins og nafniö bendir til, djössuð áferö, en þaö má líka heyra I henni áhrif frá afró-fönki, hip hop, drum & bass, latin og soul. Þetta er grúví stöff meö miklum áslætti og ætti að passa fyrir þá sem kunna aö meta Truby Trio, St. Germain og mixdiskana hans Gil- les Petersons. Þeir Jazzanova-drengir eru þekktir fyrir aö liggja yfir remixunum þangaö til þeir eru ánægöir. Þaö tekur þá allt aö 3 mánuöi af þrotlausri stúdíóvinnu. Ef viö tökum mið af því hvað gæðastand- ardinn er hár á plötunni þá er þessi vinna alveg aö skila sér. Þetta er flott plata. Þaö er auðvelt aö djassa svona tónlist upp á klisjulegan og leiöigjarnan hátt en þeim Jazza- nova-félögum tekst aö halda þessu fersku og lifandi. Remixin af lögunum með 4 Hero og MJ Cole eru frábær en mörg af þeim lögum sem eru með minna þekktum flytjendum gefa þeim ekkert eftir. trausti júlíusson ★ ★★★ Flytjandi: Godspeed YOU Black Emperor! piatan: Lift yr. skinny fist like antennas to heaven! Útgefandi: Kranky/Skífan Lengd: 87:17 mín. Kanadísk sértrúarsveit með þriðja hlutann I þriggja síöna kafia. Þessi slöa er reyndar áberandi sver, þekur tvo diska og tekur einhverja glás af mlnútum I flutningi. Verkiö skiptist I flórar svítur sem eru rúmar 20 mlnút- ur aö lengd hver og sveiflast frá dýpstu dölum til hæstu hæöa. Þetta er tónlist þar sem maður fær að heyra stefið fæöast og fær að heyra þaö deyja, óllkt þvl sem gerist I hinu fullkomna 3 1/2 mlnútu popplagi þar sem búið er að klippa framan af og aftan af þannig aö aöeins hápunktur- inn stendur eftir. Ótrúlega gefandi upp- lifun á þessum síöustu og verstu. Strákarnir I Sigur Rós gerðu, ef ég man rétt, sitt fyrsta strandhögg á Englandi sem upphitunarsveit fyrir GVBE! Alls óvitlaus pörun það þar sem sveitirnar eru aö vinna á svipuöum nótum og eiga það sammerkt að magna einhvers konar seið I verkum slnum. Afskaplega þægilegt ferðalag um und- arlegan heim tóna og talaös máls. Þó meöfylgjandi bæklingur hluti svíturnar niöur I kafla sem heita lýsandi listaprumpsnöfnum á borð viö „Cancer towers on holy road hi-way“ þá hef ég hvorki pælt I né amast við þvl. Ég set bara diskana I og þaö hef- ur gefið góöa raun. krlstján már ólafsson ★ ★★,★ Flytjandi: YmSÍr piatan: Staedtizism Útgefandi: Scape/12 Tónar Lengd: 55:25 mln. Þýski listamaöurinn Pole hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir mínímalíska dub-tónlist. Þetta er safn- plata meö efni sem hann hefur valið. Þema plötunnar er „llfiö I borginni". Auk Pole eiga efni á plötunni Vladislav Delay, To Rococco Rot, Kit Clayton, Thomas Fehlman o.fl. Þetta er þægileg tónlist sem ætti að hljóma vel I eyrum þeirra sem kunna aö meta mínímalíska raftónlist, hvort sem er ambient af gamla skólanum (Eno) eöa mínlmalískt teknó nútlm- ans. Þeir sem kunna að meta rólegri og stemningarfyllri lögin á Múm-plöt- unni ættu endilega aö tékka á þess- ari. Pole, sem heitir réttu nafni Stefan Bet- ke, er I fararbroddi I þýsku raf-dub- hreyfingunni. Hann hefur gefiö út þrjár plötur, Pole 1, Pole 2 og Pole 3 (naum- hyggjan lætur ekki að sér hæöa). Pole 3 kom út I sumar og er frábær. Hún hefur fengiö mjög góöa dóma og kom honum m.a. á forslöu breska blaösins Wire. Uppistaöan á plötunni er mínímalísk raftónlist meö frekar rólegu og djúpu bíti og brakandi fínu sándi. Það er gaman aö sjá hvernig þessir lista- menn hafa þróað dub-tónlistina. Þeir eru komnir mislangt frá upprunanum (reggí-dubinu), en þessi lög eru samt flest knúin áfram af hjartslætti dubs- ins. Góögæti. traustl júlíusson 8. desember 2000 f Ókus 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.