Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2000, Blaðsíða 6
Malt og appelsín er
fýndnara en kippa af Tuborg
jp§ j * , mm| sj
I »•€
Olafur Sindri og Ragnar Mar eru half-
bræður sem nýlega gáfu út sína fyrstu
bók, Svartaskóla. Rar sem Ólafur býr
á Akureyri og Ragnar í Reykjavík gatu
bókarskrifin ekki farið fram öðruvísi en i
tölvupósti. Bókin er þvi safn tölvu-
pósts fra Jakobi, aðalpersónu bókar-
innar, til fjölskyldu, vina og
ýmissa fyrirtækja og
stofnana i íslensku
samfélagi.
„Óli fékk hugmyndina að þessu og
sendi mér fyrstu bréfin, ég tók við,
skrifaði nokkur bréf og sendi honum
til baka á tölvupósti. Hann bætti við
bréfum, sendi til baka og svo koll af
kolli þar til við vorum búnir,“ segir
Ragnar Már um tilurð Svartaskóla.
„Svo datt Óla í hug að senda þetta til
útgefanda, með tölvupósti að sjálf-
sögðu, og útgefandinn vildi gefa þetta
út. Það var ekki flóknara en það.“
Bjáni við tölvu
Ólafur Sindri er 17 ára nemandi við
Menntaskólann á Akureyri og bróðir
hans, Ragnar Már, er 24 ára heim-
spekinemi við Háskóla íslands. Þrátt
fyrir verkfallið er Ólafur á Akureyri
og því er það Ragnar sem svarar fyr-
ir bókina sunnan heiöa. Ragnar segir
að þeir bræður hafi ekkert hist á með-
an á skrifunum stóð og því hafi þau
öll farið fram í tölvupósti. Það er því
viðeigandi að bókin sé safn tölvupósts
en ekki hefðbundinna kafla eins og
tíðkast hefur. Aðspurður segir Ragn-
ar að þetta sé líklega fyrsta bókin sem
sé skrifuð svona, allavega á íslandi.
En af hverju völduð þið Æskuna
sem útgáfufyrirtœki?
„Það lá bara vel við höggi. Það var
auðvelt að finna netfangið; hinar út-
gáfurnar voru ekki komnar með jafn
flottar heimasíður og upplýsingar þar
og Æskan. Á heimasíðunni fundum
við strax netfang útgáfustjóra og
sendum á hann. Þeir voru til í að gefa
þetta út þannig aö við leituðum ekk-
ert lengra.“
Ragnar segir þá bræður mjög
ánægða með Æskuna sem útgáfufyr-
irtæki því þeir hafi fengið að ráða
flestöllu sem varðaði bókina, jafnvel
útlitinu á henni. „Við ákváðum að
velja ekki þetta týpíska söluvæna út-
lit, mynd af einhverjum bjána við
tölvu, og upplýsingar um höfunda og
söguþráð á bakhliðinni. Við slepptum
því öllu, allri þessari velgju," segir
Ragnar og glottir.
Hann bætir við að meðal annars
hafa þeir valið Æskuna sem útgáfu-
forlag þvf þeim fannst húmorinn í
eldri bókum Æskunnar rima við
þeirra. Hann segir þá einhvern tím-
ann hafa rekist á fyrstu útgefnu bók
Æskunnar á fombókasölu. „Þetta var
svakalegt áróðursrit góðtemplara,
Sögur Æskunnar eða eitthvað svoleið-
is, sem kom út fyrir einum 70 árum.
Þarna voru sögur um Sigga og sótt-
kveikjurnar og Halla sem var að
reykja pípu i laumi; okkur fannst
þetta bara svo drepfyndið."
Enginn templaraáróður
Einhvers staðar í bókinni er talað
um að aðalpersónan, Jakob mennta-
skólanemi, sé búinn að undirbúa full-
komið kvöld með stóru ástinni
sinni og þar eigi að drekka malt og
appelsín.
Er þetta einhver templaraáróð-
ur?
„Malt og appelsín er bara fyndn-
ara en kippa af Tuborg, það er nú
bara það. Það er ekki gramm af
umvöndunum eða áróðri i þessari
bók; ekkert sem segir unglingun-
um hvemig þeir eigi að vera. Það
er þá helst að þeir eigi ekki að
vera eins og sögupersónan."
Hvað varðar auglýsingar segir
Ragnar að útgefendur séu að bíða
eftir ritdómunum „svo þeir geti
sett límmiða á bókina; „Kom út á
mér tárunum", segir Ragnar og
hlær. Hann bætir við að þeir séu
mjög rólegir með viötökurnar, þær
séu ekkert lífsspursmál fyrir þá.
Eigum við von á fleiri bókum frá
ykkur?
„Ég veit að Óla langar að skrifa
meira. Hann sendi mér einmitt ný-
-lega nokkur bréf í tölvupósti í
Svartaskóla 2 og þau voru mjög
fyndin. Við eigum örugglega eftir
að skrifa eitthvað meira en hvort
það kemur út veit ég ekki.“
life.
Skiki Hik a e1s Torfasonar
Klámmyndirnar í hverfinu mínu
Mikael Torfason rifjar upp og ber saman
klámmyndimar í hverfinu sínu og nýjustu
ræmumar á leigum bæjarins og kemst að
þeirri niðurstöðu að bæsexjúalvæðing
heimsins er hafin.
í dag eru klámmyndirnar ekki eins og þegar ég var krakki. Karlarnir eru með
rakaðar bringur og sköllótta punga og keilingunum vex ekki grön að neðan.
Þegar ég var krakki gengu klámmyndir kaupum
og sölum í hverfinu. Þetta voru gamlar og hall-
ærislegar myndir sem innihéldu ekkert annaö
en riöingar og aftur riöingar. Þaö var enginn
söguþráöur, engin fegurö, engin erétík. Ekki
neitt annaö en loönir karlar að ríöa kafloönum
konum. Síöan byrjuðu höftin í samfélaginu aö
flosna upp og við fengum nýrri klámmyndir í
hverfið. Þaö fór að örla á söguþræði og kon-
urnar í nýju myndunum voru rakaöar undir
höndunum og fljótlega tóku þær meira aö
segja upp á því aö snyrta á sér skapahárin.
Þaö var svo sem í lagi. Svoldil líffræöi,
kannski, en myndirnar þjónuöu enn þá tilgangi
sínum. Og tilgangur þeirra var einfaldur. Okkur
strákana langaöi til aö sjá allsbera karla og
kerlingar en stelpurnar í hverfinu vildu þaö ekki
en horfðu samt.
1 dag eru klámmyndirnar ekki eins og þegar ég
var krakki. Karlarnir eru með rakaöar bringur
og sköllótta þunga og kellingunum vex ekki
grön að neðan. En þetta hárleysi á víst aö ýta
undir þaö aö karlar og kellingar vilji bara riða
börnum. Ég á börn og veit að þaö þarf mjög
sjúkan huga til að halda aö fullvaxta kona, rök-
uö aö neðan, fái nokkurn heilvita mann til aö
vilja ríöa smábarni. Það þarf eiginlega Kol-
brúnu Halldórsdóttur meö allt sitt hatur og alia
sína fyrirlitningu á þeim sem eru ekki sammála
henni f einu og öllu. En þaö er nú önnur saga
og kemur hverflnu mínu lítið við.
Stelpurnar í Bríeti
En þaö er ekki nóg með það aö klámmyndirn-
ar hafi tekið þróun heldur eru konur í svaöa-
legri kreppu af því aö þær þurfa að líta út eins
og kellingarnar í kláminu. Þær þurfa aö raka
sig aö neðan svo það veröi ekki híaö á þær í
sundlaugunum og þær þurfa aö raka sig undir
höndunum svo þær angi ekki af svitafýlu og
þær neyðast til að plokka á sér augnabrýrnar
svo upplitið verði góðlegt og hamingjusamt í
góðærinu.
Og samkvæmt stelpunum í Brieti, sem voru að
gefa út þýðingar á greinum vinkvenna sinna í
útlöndum af því að þær nenntu ekki eöa gátu
ekki skrifað sögu sína sjálfar, erum viö strák-
arnir næstir. Og þær hafa rétt fýrir sér, bless-
aöar. Viö strákarnir eigum að kaupa boðskap
klámmyndanna líkt og þær og taka upp á þvi
aö skafa á okkur bringuna og raka á okkur
punginn meö handleiðslu frá kynlífsráögafa
Dags. Viö eigum líka aö lita á okkur hárið,
græöa silíkon í brjóstvöðvana og stækka á
okkur tittlinginn svo viö veröum eins og Ron
Jeremy. Þetta er boöskapur dagsins.
Vil ekki raka á mér punginn
Ég segi: Nei, takk. Þetta er gott boö og allt þaö
en ég hef engan áhuga á aö mæta í þetta kell-
ingapartí sem maður sér svo glögglega lýst í
tímaritum Fróöa. Heimssýn Nýs lífs, Mannlífs
og Vikunnar er ekki fyrir mig. Samt er mér ekki
sama um aö konur skuli sitja uppi meö þessa
sjálfsmynd sína. Mér þykir þaö miöur en ég
held aö lausnin á vanda þeirra sé ekki aö ég
fari og taki þátt í partíinu. Ég ætla ekki að
skafa á mér bringuna eöa plokka á mér augna-
brýrnar eða bera háreyðandi krem inn á milli
rasskinnana á mér. Ég hef engan áhuga á aö
færa brenglaða sjálfsmynd kvenna yfir á týnda
sjálfsmynd mína.
Enginn munur á Kollu og
Chong
Samt finnst mér ekki aö Ríkið eigi aö banna klám-
myndir. Ég sé bara engan mun á því þegar Kolbrún
Halldórsdóttir beraði sig eða þegar Annabel Chong
sýndi á sér loðnuna í síðustu ræmunni sinni. Fyrir
mér er hvort tveggja jafn mikiö klám og þótt ég hafi
séð þær báöar vinna fyrir sér langar mig ekki til aö
nauðga konum. Þaö bara hvarflar ekki aö mér. Ég
held líka aö klámmyndir hafi, líkt og mörg önnur
fyrirbæri, sína kosti og sína galla. Þaö er kannski
erfitt aö koma auga á gróöann af klámi vegna
þess aö upplifun kvenna á þvi hefur hjálpaö til viö
aö rústa sjálfsmynd þeirra. En þær hafa einmitt
bara hjálpað til en eru ekki beinir gerendur. Þaö er
svo margt annaö sem spilar inn í og klámmyndir
eru eflaust undir miklum áhrifum frá tískuhönnuö-
um, sjónvarpi, kvikmyndum, tónlist og öllu samfé-
laginu í heild sinni. Og ég vil ekki banna tískuhönn-
uöi eöa sjónvarp þó ég njóti hvorugs.
Sættir hneigðanna
Og ef við drögum fram þá hluti sem klámmyndir
eru að gera fyrir okkur þessi árin sér maður strax
að þær eru á góöri leiö meö aö gera heiminn bæ-
sexjúal. Sem eru auövitaö slæm tíöindi fyrir Gunn-
ar í Krossinum og Árna Johnsen en fyrir homma og
lesbíur eru þetta góö tíöindi. Síðastliðiö laugar-
dagskvöld fór égtil dæmis á klámkvöld á Spotlight
og þar skemmtu allar hneigðir sér saman. Páll
Óskar var í þvílíku stuöi í búrinu (djöfull er nýja hár-
greiöslan flott), berir smástrákar á barnum, mið-
aldra hommapar í sleik viö klósettin, sætar lessur
í eggjandi dansi á gólfinu og gagnkynhneigð pör
leiddust út í nóttina til aö gera það sem flestir
reyna eftir aö hvolpavitiö læsir sig um kroppinn.
Og upp um alla veggi voru myndir af körlum aö
sjúga typpi, konum aö káfa á brjóstum, pörum aö
elskast. Þetta var klámkvöld með öllu sem tilheyr-
ir klámi. En tíðindin viö kvöldiö eru aö loksins hafa
hneigöirnar þrjár náð sáttum. Gagnkynhneigðir, tví-
kynhneigðir og samkynhneigðir tjúttuöu á Spotlight
um síöustu helgi.
Bæsexjúalvæðing veraldar
Ef einhver hefði komiö i hverfið mitt fyrir tíu, fimmt-
án árum og sagt mér aö þetta væri sýn hans á
Reykjavík fimmtán árum síöar heföum við félagarn-
ir örugglega lamiö hann. Þá voru klámmyndirnar
líka mjög hómófóbiskar. Framleiðendum þeirra
þóttu lesbiuatriði í lagi en vissu fyrir víst að karl-
menn mættu ekki koma nálægt hver öörum. En í
dag eru þeir farnir aö snertast. Þaö er auövitaö
enginn aö sýna hommakynlif fyrir gagnkynhneigða
neytendur en tepruskapurinn er að hverfa. í þess-
um myndum eru stundum höfö hópreiðaratriöi.
Tveir, þrír eða fjórir karlmenn hamra eina kellingu
og þegar ég var krakki máttu þeir alls ekki hafa
minna en einn metra á milli sín. En í myndunum
sem unglingar dagsins í dag eru aö horfa á eru
iðulega atriði meö tveim körlum inni í einni konu.
Og þeir snertast. Lærin þeirra nuddast upp við
hvert annaö á meöan þeir hamast á konunni. Þaö
er jafnvel eins og þeir séu alveg aö fara aö káfa á
iærum hver annars. Allavega held ég aö þaö séu
ekki nema örfá ár þar til leikstjórar klámmynda (í
þeirri stétt eru konur mjög sterkar núna og talað er
um aö þær muni hertaka bransann á næstu ára-
tugum) skipi leikurunum aö láta sér þaö í léttu
rúmi liggja hvern hendurnar snerta. Og þá er bæ-
sexjúalvæðing heimsins hafin.
Þetta er bara fólk
Ef þetta fer sem horflr mun grima hómófóbí-
unnar gufa upp. Ég er þá ekki aö segja aö allir
gerist tvíkynhneigðir þvi ég og aörir hinir eldri
munum aldrei losna viö þessa hómófóbíu sem
við höfum fæöst meö. En ungu krakkarnir eiga
örugglega eftir aö horfa með öörum og eilitiö
opnari augum á homma og lesbiur. Þaö verða
kannski ekki allir tvíkynhneigöir i framtiöinni
þótt þaö væri ágæt aðferð til aö útrýma for-
dómunum gagnvart hommum og lesbium. Nei,
óþol fólks gagnvart samkynhneigöu fólki mun
minnka og minnka þartil þaö hverfur. Þaö er sú
heimsmynd sem þlasir viö okkur.
Ungu fólki í dag verður til dæmis ekki flökurt
þegar þaö sér Pál Óskar. Eldra fólki verðurvarla
flökurt. Fólkiö sem hrakti Hörð Torfa úr landi
flissar bara yfir einlægninni I Páli Óskari. Þoliö
hefur nú þegar þanist og mun halda áfram aö
þenja sig út I hið óendanlega þótt hommar og
lesbíur trúi því varla enn. þann dag í dag og
dundi sér viö að opna Mannsbar sem á að gefa
þeim tækifæri til að skemmta sér i friöi en elur
þess í stað á hómófóbíu samfélagsins í stað
þess aö faöma fordómaleysið og sýna fólki aö
samkynhneigðir eru bara fólk. Ekkert meira
eöa minna en fólk.
Ný kynslóð
Það er að koma upp ný kynslóö. Kynslóö sem
langar ekki til aö berja á hommum og lesbíum
eða standa I vegi fyrir þeim að koma sér upp
fjölskyldu og fá að taka þátt i samfélaginu.
Þetta er kynslóð sem á sína eigin sjónvarps-
stöö og ætlar sér aö taka við af elliærum
stjórnendum fjölmiðla. Þetta er kynslóö sem fer
ekki i manngreinarálit heldur skemmtir sér með
samkynhneigðum og tvikynhneigöum án for-
dóma. Þetta er kynslóö sem hræðist ekkert en
eini gallinn við hana er aö hingaö til hefur hún
heldur ekki búist við neinu. Nú mætti fara að
gera einhverjar áætlanir. Viö eigum hæft fjár-
málafólk, fina listamenn en þaö væri fint aö fá
einhverja nýja unga stjórnmálamenn í staö
þjófóttra siöblindingja.
6
f Ó k U S 8. desember 2000