Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 4
2 haf Umbrota tímar Þau tiðindi hafa nú borist Fókusi til eyma að forsprakkar 12 tóna hugsi sér gott til glóð- arinnar þessa dagana eftir að upplýst var að Hljómalind muni leggja upp laupana. Mun stefnan vera sett á að ná tii sín flestum þeim umboðum sem Kiddi hafði á sínum snærum og viðhalda þannig þeirri skemmti- legu flóru sem þar hefur grasser- að. Einnig mun ætlunin vera að auka veg klassísku deildarinnar og til að gera allt þetta telja þeir sig þurfa stærra húsnæði undir verslunina. Fókus getur upplýst aö 12 tónar hafa nú boðið í húsnæði Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar á Skólavörðustig og ef kaupin ganga í gegn verður það í byrjun febrúar. Hvað verður þá um sjentilmennina Kormák og Skjöld er óvíst en Kormákur stað- festi í samtali við Fókus að það gæti allt eins gerst að búðin hætti alfarið. Hinn möguleikinn er þó að annað húsnæði verði fundið fyrir verslunina en engin ákvörðun hef- ur enn verið tekin. Robba afftxir Óánægja og biturð er ráð- andi hugará- stand í rööum hip-hopaðdá- enda klakans um þessar mundir. Þannig er mál með vexti að hvergi hljómar tónlist sú er þeir þrá að heyra. Hvíta mann- inn með svörtu sálina, Robba Rapp, er ekki nefnilega ekki leng- ur að finna á öldum ljósvakans, eftir að útvarpsstöðin Mono 87,7 var skotin í kaf uppi á Lynghálsi. Þar liggur hundurinn (en þetta er svo nýskeð að enn er ekki búið að grafa hann). Heyrst hefur að fyrir- huguð sé undirskriftasöfnun með áskorun til starfandi útvarps- stöðva um að sinna þessari tónlist. Hip-hopmenningin hér hefur þó fleiri líf en sjálfur jólakötturinn og er langt í frá að lognast út af. Þeir sem þyrstir í góða tóna til aö fylla tómið sem Chronic skilur eftir sig geta keypt eintak af íslandsmeist- aramóti TFA (Time for action) i plötusnúðun, á videoformi. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu klikunnar tfa.is. Aaaii- iiiiiiiiiiight? Godzpeed er ung hljómsveit sem á víst lítið sameig- inlegt með annarri betur þekktri sem ber svipað nafn. Meðlimirnir eru ekki beint á sömu bylgjulengd og margir rokkara samtímans því þeir kynntust í gegnum starf sitt í Fíla- delfíusöfnuðinum. „Það var Bassi trommari sem fann nafn- ið á hljómsveitina í ein- hverri orðabók. Okkur leist vel á það og þar með var komið nafn á bandið,“ segir Edgar, söngvari godzpeed sem mættur er I spjall ásamt Styrmi gítarleikara. Pælingarokk Strákamir í godzpeed hafa spilað saman síðan í ágúst en þá gekk Styrmir gítarleikari til liðs við hóp- inn. Áður höfðu hinir spilað saman sem hljómsveitin Flood, meðal ann- ars á Kristnitökuhátíðinni á Þing- völlum í sumar. í godzpeed eru 5 ungir strákar, allir í kringum tvi- tugt, og segjast þeir spila poppað melódískt rokk, allt saman frum- samið og textarnir á ensku. „Þetta er pælingarokk með einföldu yfir- bragði," segir söngvarinn, Edgar. Nú minnir nafnið óþyrmilega á nafn annarrar hljómsveitar, aðeins betur þekktri, Godspeed You Black Emperor. Eru einhver tengsl þama á milli? „Já, pabbi hans Styrmis var i henni,“ segir Edgar og hlær. Styrmir segir það reyndar ekki rétt, þeir hafi heyrt um þessa hljómsveit eftir að þeir fundu nafn- ið á sina og því sé um algjöra til- viljun að ræða. „Það er líka þess vegna sem við skrifum nafnið með litlu géi og zetu til að koma í veg fyrir allan misskilning," bætir Edg- ar við. Þrátt fyrir ungan aldur eru þeir allir vanir tónlistarmenn. Edgar söngvari hefur meira að segja stundað „alvarlegt" söngnám í Söngskóla Reykjavíkur og sótt einkatíma hjá heimsþekktum söng- kennara í New York. Tæpur helmingur bandsins er frá Selfossi, heimabæ sveitaballakóng- anna í Skltamóral. Hinir eru úr Reykjavík og þekkjast i gegnum starfið í Flladelfíusöfhuðmum þar sem þeir hafa spilað saman. Enginn neyddur í kirkju í haust kom Styrmir aftur til Is- lands frá Hollywood þar sem hann hafði dvalið í tvö ár. „Pabbi var í námi þarna úti og fjölskyldan mín flutti því utan. Ég ákvað að skella mér með og freista gæfunnar. Ég sá auglýst starf í auglýsinga- og kvikmyndagerð, sótti um og var svo heppinn að fá vinnu.“ Hittirðu þá ekki eða sást eitthvert frœgtfólk? „Sá frægasti sem ég vann með er líklega gaurinn sem lék í Qu- antum Leap-þáttunum. Svo sá maður fullt af frægu liði, eins og til dæmis Jerry Springer og Ros- eanne, á einhverjum veitingastað og Arnold Schwarzenegger á ströndinni. Svo tefldi bróðir minn við Will Smith á meðan tökur stóðu yfir á Enemy of the State.“ Ein af ástæðunum fyrir því að Styrmir kom heim var sú að hann hafði frétt að félagar hans hefðu stofnað hljómsveit og hann lang- aði að vera með. í janúar mun godzpeed spila á svokölluðu stefnumótakvöldi á Gauknum. Þangað til eru áætlaðir nokkrir tónleikar í félagsmiðstöðvum í borginni og svo ætla þeir að spila á jólatónleikum í kirkjunni sinni 13. desember. Hvernig stendur á því að þið eruð í Fíladelfiusöfnuðinum, er þetta eitt- hvað fjölskyldutengt? „Já,“ segir Edgar og hlær. „Pabbi hans Styrmis er fyrrverandi for- stöðumaður safnaðarins og svo er pabbi minn forstöðumaður Sam- hjálpar þannig að þetta er vissulega fjölskyldutengt." Þeir bæta þó við að það sé hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann sé í söfnuðinum, það sé ekki sjálfgefið þó að fjölskylda manns sé í honum. „Það er enginn sem neyðir mann til að fara í kirkj- una, maður ræður hvort maður fer eða ekki. Ég hef tekið þá ákvörðun að fylgja Jesú og finnst ekkert asna- legt við það,“ segir Edgar. Aðspurðir segja þeir Fíladelfiu ekki vera ólíka hinni venjulegu þjóð- kirkju. Það eina sem sé í raun ólíkt eru samkomurnar sem eru víst mun hressilegri en hinar hefðbundnu guðsþjónustur sem heyra má á gömlu Gufunni á hverjum sunnu- degi. Ekkert bús Þá er bara spurningin: Er plata á leiðinni? „Við erum núna að vinna fjög- urra laga „demó“,“ segir Styrmir. Þeir segjast ekkert vera að flýta sér, ætla bara að klára demóið og sjá svo til. „Þetta endar líklega með plötu," bætir Styrmir við. En hvernig er með djamm og drykkju hjá ykkur? „Við fórum út og hittum fólk og skemmtum okkur," segir Styrm- ir. „En án vímuefna," bætir Edgar við. „Fyrst við æfum og spilum edrú þá er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Styrm- ir bætir við að þetta sé bara ákvörðun hvers og eins en í godzpeed séu allir edrú, alltaf. heimasíöa vikunnar http://www.jesus.com Hefur þig einhvern timann dreymt um að fara í sturtu með Jesú sjálfum? Ef svo er þá gæti heppnin verið með þér. Það er eng- inn annar en hjartaknúsarinn Jesús Kristur sem á heimasíðu vik- unnar í þetta sinn. Jesús er 26 ára síðhærður og skeggjaður Kani sem klæðist hvítum kyrtli og gefur hvergi upp sitt rétta nafn. Á sið- unni má meðal annars skoða myndir af kappanum þar sem hann fer í bæinn (Around town) í kyrtl- inum sínum og einnig má sjá myndir af honum í baði (Jesus Bathes). Tilgangur síðunnar er að auglýsa eftir konu því Jesús er greinilega mjög einmana maður. Hægt er að vinna tækifæri til að fara í sturtu með Jesú sjálfum (Win a chance to shower with Jesus). Það eina sem þarf að gera er að senda honum mynd af þér með tölvupósti og skrifa nokkrar línur um sjálfa þig og af hverju Jesús ætti aö velja þig sem sturtupartner og reyna þannig að heilla hann upp úr sand- ölunum. Taka má fram aö hægt er að skipta sturtunni út fyrir freyði- bað með kappanum. Sú sem verður fyrir valinu verður að gefa leyfi sitt til að láta taka mynd af sér með Jesú, annaðhvort í sturtunni eða í freyðibaðinu. Jesús setur svo myndina á síðuna svo aðrar konur geti séð hvað kynsystir þeirra er heppin og taki hana kannski til fyr- irmyndar. Ein kona (Melissa) hef- ur þegar baðað sig með Jesú og má skoða myndir af þeim saman í freyðibaði umkringd kertaljósum. f Ó k U S 15. desember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.